Dagblaðið - 30.04.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 30.04.1976, Blaðsíða 8
8 DA(íBLAf)If). f’ÖSTUDACiUR 30. APRÍL 1976. Staða bókasaf nsfrœðings við Borgarbókasafn Reykjavíkur er laus til umsóknar. Launakjör fara eftir samningum við Starfsmannafélag Reykjavíkurborg- ar. Skrifiegar umsóknir ásamt upplýs- ingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist borgarbókaverói fyrir 22. maí nk. Borgarbókasafn Reykjavíkur. TAKIÐ EFTIR 21 órs stúlka utan af landi með 3ja óra dóttur óskar eftir 2ja herb. íbúð, helzt í Reykjavík — sem fyrst. Algjörri reglusemi heitið. Uppl. í síma 83919 eftir kl. 7. Flugmenn óskast til starfa. Uppl. veitir Flugskóli Helga Jónssonar, Reykjavíkurflugvelli í síma 10880 milli kl. 4 og 7 e.h. nœstu daga. BÍLSTJÓRI Óskum aó ráða sem fyrst bílstjóra meó meirapróf. Mikil vinna. Uppl. hjá verkstjóra. Jón Loftsson hf., Hringbraut 121. Verkfœri fyrir verkstœði og f I. Knn er eitthvað eftir af ódýru toppl.vklasettunum. Verð frá kl. 2.228,- til 5.221,- Tommu oí> millim. mál. Skrúfjárn i flestum stærðum. Einnig ásláttarskrúfjárn. Margskonar tengur og blikkklippur, Heftitengur. heftivélar rafm. kr. 18.885,- Krafttengur (Vise grip). Sagir fyrir borvélar. Sporjárnasett (3) í setti. Röralyklar. hamrar, járnsagjr. Sendum með póstkröfu. Síminn er 11909. Heildsala og smásala. Haraldur Sveinbjarnarson Snorrabraut 22. Orlofshús VR Frá og með 3. mai nk. verða afgreidd dvalarleyfi í orlofshúsum Verzlunarmannafélags Reykjavíkur að Ölfusborgum í Hveragerði, lllugastöðum í Fnjóskadal og að Svignaskarði í Borgarfirði. Þeir, sem ekki hafa áður dvalið í orlofshúsum á tíma bilinu frá 2. maí til 15. sept., sitja fyrir dvalarleyfum til 10. mai nk. Leigan verður kr. 7.000.- á viku og greiðist við úthlutun. Dvalarleyfi verða afhent á skrifstofu VR að Hagamel 4 frá og með mánudeginum 3. maí nk. Úthlutað verður eftir þeirri röð sem umsóknir berast gegn framvísun félagsskírteina. Ekki verður tekið á móti umsóknum bréflega eða símleiðis. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Smurbrauðstofan BJÖRIMÍIMN Njólsgötu 49 - Sími 15105 Strandstöðvamenn um afléttingu fjarskiptabannsins við Breta: Vinnum nú nauðugir gegn íslenzkum hagsmunum „Þjónusta sú, er nú opnast Bretum, mun að líkindum auð- velda þeim að fá sem mest verð fyrir þann fisk sem þeir hafa veitt hér ólöglega, ennfremur gera þeim kleift að fá mikilsverða tæknilega aðstoð til viðgerða og viðhalds véla og tæknibúnaðar skipanna og gera þeim þannig kleift að stunda hér veiðar lengur en ella, því ætla má að í sumum tilfellum hefðu skipin að öðrum kosti orðið að leita hafna.” Þetta segir m.a. orðrétt í fréttatilkynn- ingu afgreiðslumanna strand- stöðva á Isafirði, Siglufirði, Nes- kaupstað og Hornafirði vegna fyrirmæla póst- og símamála- stjóra þess efnis að létta af afgreiðslubanni fjarskipta við Breta. Þá benda þeir á að brezki flotinn brjóti bæði íslenzkar reglur og alþjóðasiglingareglur, en póst- og símamálastjóri segi afgreiðslubannið brot á alþjóða- samkomulagi. Hins vegar benda þeir á að skv. samkomulagi, sem gert var um fjarskipti á Spáni 1973, sé ótvíræð heimild til islenzkra stjórnvalda til að fella niður umrædda þjónustu, ekki aðeins á stríðsdtímum, heldur hveær sem er um óákveðinn tíma. Með þetta í huga skora þeir á póst- og símamálastjóra að beita sér fyrir því að íslenzkir ríkis- starfsmenn þurfi ekki nauðugir að stuðla að og aðstoða við aðgerðir gegn íslenzkum hags- munum. —G.S Sýningu Bjargar að Ijúka I húsi „Málarans” að Grensás- vegi 11, í sýningarsal Bygginga- þjónustu Arkitektafélags íslands, stendur nú yfir sýning á grafík- myndum eftir Björgu Þorsteins- dóttur. Sýningunni lýkur mánu- dagskvöldið 3. maí og er hún opin kl. 14—22. Góð aðsókn hefur verið að sýningunni og fjöldi mynda selzt. Ávarp Alþjóðasamtaka frjólsra verkalýðsfélaga: MILLJÓNIR ATVINNULAUSRA Á BARMI HUNGURSINS Fyrsti maí rennur enn einu sinni upp I skugga efnahags- legrar heimskreppu. Þótt hag- fræðingar segi að ástandið fari skánandi hjálpar það ekki þeim milljónum atvinnulausra sem draga fram lífið á barmi hungursins I þróunarlöndunum né þeim ótrúlega fjölda æsku- fólks í iðnríkjunum sem árangurslaust knýr á dyr vinnumiðlunarskrifstofanna eða má taka fegins hendi hvaða hallærisstarfi sem er. Þetta segir i 1. maí ávarpi Alþjóðasamtaka frjálsra verka- lýðssamtaka. „Atvinnuleysi er ekki annað en sjukdómsein- kenni farsóttar sem breiðir sig út um allan heim, afleiðing hag- kerfis sem hvergi getur enn fullnægt löngunum og rétt- mætum kröfum verkafóks, ” segir I ávarpinu. Vísað er til þess að sérfræðingar hinnar frjálsu verkalýðshreyfingar hafi mótað stefnu sem miði að því að vinna bug á atvinnuleysi. Bent er á að í þróunarríkjunum geti verkalýðsfélögin átt beinan þátt í framkvæmd til- lagna sem þegar hafi verið framkvæmdar með góðum á- rangri í ýmsum löndum, með því að koma á fót samvinnu- fyrirtækjum og með sjálfs- bjargaráætlunum. I iðn- væddum ríkjum verði verka- lýðsfélögin að þrýsta á ríkis- stjórnirnar. Krafizt er löggjafar sem setji starfsemi fjölþjóða-fyrirtækja skorður. Ef slík löggjöf yrði samþykkt yrði stigið stórt skref til að uppræta að minnsta kosti sumar orsakir núverandi efna- hagsmisréttis og öryggisleysis. Ein hörmuleg afleiðing efna- hagskreppu heimsins er sú, að máttur frelsisaflanna fer minnkandi, segir í ávarpinu. Örvæntingarfullt og vonlaust fólk, og sérstaklega unga fólkið, er við að missa trúna á Iýðræðið. Minnt er á baráttu Alþjóða- samtakanna fyrir heimsfriðiog afvopnun. —HH Barnastærór: Verð frá kr. 2215.— Kvenstærðir: Tegund 1,2 og 11, verð frá kr. 3395.— Ný sending af fótlagaskónum frá PILAR Allar gerðirnar úr ekta skinni með hrágúmmísóla og ekta leöurbindisóla. jlyjf andið skóvalið |W erndið fœturna Póstsendum S. 18519 Domus Medica y

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.