Dagblaðið - 30.04.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 30.04.1976, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDACUR 30. APRÍL 1976. 15. Eþróttir íþróttir __________ íþróttir íþróttir ) Laugardalsvelli — einn kunnasti knattsp.vrnumaður Islands hér á árum áður — virða fyrir sér nýja völlinn ivík háðir. DB-mynd Bjarnieifur. r beinlínis heyrzt ustu sólarhringa! í gœr. Möguleiki á pressuleik á nýja vellinum, í Laugardal ítsins verður þar 13. maí. Þá leika KR og Þróttur son, vallarstjóri íþróttavallanna í Reykjavík, þegar Dagblaðið ræddi við hann í gær og spurðist fyrir um ástand nýja grasvallar- ins í Laugardalnum — fyrir framan Laugardalshöllina. — Fyrstu leikir íslandsmótsins í Reykjavík í 1. deild verða háðir þar eða þar til Laugardalsvöllur- inn hefur náð sér á ný eftir þær gagngerðu breytingar, sem verið er að gera og gera á þar. Nýi grasvöllurinn kemur vel út, sagði Baldur ennfremur, en það má þó ekkert út af bregða með veður. Ef við fáum gott vor sé ég ekkert því til fyrirstöðu að völlur- inn verði í góðu ástandi, þó svo hann hefði þurft að standa ónotaður helzt í allt sumar til að verða virkilega góður. En um það er ekki að ræða eins og málum er háttað á Laugardalsvellinum. Völlurinn hefur ekkert verið notaður og er ákaflega við- kvæmur — en ætti að komast vel frá þéssu ef veðrið helzt gott áfram. Nú er stutt í að knattspyrnan byrji „fyrir alvöru” — það er keppnin í 1. deild Islandsmótsins. Möguleiki er þó á að fyrsti leikur- inn á nýja grasvellinum i Laugar- dalnum verði ekki í 1. deildinni — heldur pressuleikur hinn 11. maí. ísland leikur landsleik við Norðmenn 19. maí — og gott væri að geta fengið góðan æfingaleik fyrir landsliðskappana íslenzku fyrir þann leik. Því er pressu- leikur i deiglunni — en í morgun hafði ekki verið endanlega frá því gengið hvort af honum verður. Eyrsti leikurinn í íslands- mótinu á vellinum verður 13. maí —fimmtudagur— en þá leika KR og Þróttur fyrsta leikinn i 1. deildarkeppninni. Á sunnudag leika Víkingur og Fram á vellin- um — en tveir leikir verða á laugardag i deildinni utan Reykjavíkur. Það eru áhorfendapallar að sunnanverðu við nýja völlinn og þar er nokkuð góð aðstaða til að fylgjast með leikjunum, sagði Baldur vallarstjóri. Þar komast sennilegast fyrir fimm til sex þúsund manns — en hægt er að koma miklu fleiri áhorfendum inn á völlinn ef á þarf að halda. Til þess kemur þó varla í sam- bandi við leikina í 1. deild. Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Laugardalsvellinum og ég reikna með því að við setjum torf á hann um aðra helgi, sagði Baldur ennfremur, en það fer þó nokkuð eftir veðri. Ef vel gengur ætti Laugardalsvöllurinn að komast í gagnið á ný eftir rúma tvo mánuði — það er í byrjun júlí, þó bezt væri að geta teygt það eitthvað frameftir þeim mánuði, sagði Baldur að lokum. Þorvoldur kennir golf víða í sumar Nú er nýlokið námskeið í golfi, innanhúss hjá Þorvaldi Ásgeirs- syni golfkennara. Námskeiðin voru mjög vel sótt og hver tími fullsetinn. í byrjun maí hefst svo kennsla úti hjá Þorvaldi hér á Stór- Reykjavíkursvæðinu og verður kennt til að mynda á Hvaleyri á fimmtudögúm og Nesvellinum á þriðjudögum. Eins fyrirhugar Þorvaldur kennsluferðir út á land — á Selfoss, Suðurnesin, Höfn í Hornafirði og um miðjan júni fer hann til Víkur í Mýrdal, þar sem bráðlega verður stofnaður golfklúbbur. Holbsk í Þór skoroði — Holbœk leikur til úrslita við Esbjerg í dönsku bikarkeppninni 28. maí — Það var ákaflega notaleg tilfinning að sjá knöttinn hafna i marki mótherjanna — og það mjögfljóttí leiknum—sagði Atli Þór Héðinsson, miðherji sjálenzka liðsins Holbæk, þegar Dagblaðið ræddi við hann í gær. Ja, það var stórkostlegt að skora í sínum fyrsta leik á Idretsparken í Kaupmannahöfn og mér finnst ég enn heyra hin miklu hróp hinna tæplega tiu þúsund áhorfenda, sagði Átli Þór ennfremur. Undanúrslitaleikur Holbæk við Kaupmannahafnarliðið Kastrup. sem einnig leikur í 1. deild í Dan- mörku, var háður á Idretsparken á miðvikudagskvöld og Holbæk vann öruggan sigur 2-0. Leikur því til úrslita annað árið í röð í dönsku bikarkeppninni. Úrslita- leikurinn verður á Idretsparken 28. maí, og þá leikur Holbæk við Esbjerg, en það lið er einnig í 1. deild í Danmörku. Á miðvikudag Iék Esbjerg við Fredrikshavn í hinum undanúrslitaleiknum og sigraði með 1-0. Leikió var í Esbjerg — en Fredrikshavn er nú í efsta sæti í 2. deild. Þessi þriðji leikurinn minn með aðalliði Holbæk er sá bezti, sem ég hef leikið með liðinu. Það var frekar erfitt að falla inn í það í fyrsta leiknum — en þetta er farið að ganga allt miklu betur, sagði Atli Þór Maður er farinn að kynnast leikmönnum Holbæk og það hefur sitt að segja. Ég er að mörgu leyti ánægður með minn nlut í leiknum — og Holbæk hafði yfirburði gegn Kastrup-liðinu. Það var aldrei vafi á því hvort liðið var betra. Við gengum mjög ákveðnir til leiks og á 10. mln. fékk ég gott tækifæri, sem mér tókst að nýta. Knötturinn hafnaði i marki Kastrup mér og öðrum leik- mönnum Holbæk til mikillar ánægju. Fögnuður var gífurlegur á Idretspaken — en stutt er frá Holbæk til Kaupmannahafnar og því margir aðdáendur liðsins meðal hinna tæplega tíu þúsund áhorfenda.Mér er einnig kunnugt um að þar voru margir íslendingar — það er mikið um íslendinga hér í Kaupmannahöfn og nágrenni, sagði Atli ennfremur. Á 34. min. skoraði Alan Hansen annað mark Holbæk og eftir það var ekki vafi á því hver úrslit leiksins yrðu. Holbæk hafði talsverða yfirburði, en fleiri urðu mörkin ekki. En þessi tvö voru meira en nóg til þess að komast í úrslitaleikinn við Esbjerg. Það eru margir góðir léikmenn í Holbækliðinu og meðal annars þrír danskir lands- liðsmenn — Niels Thune, fram- vörður, er bezti maður liðsins, en hinir tveir eru Benno Larsen markvörður og Thorben Hansen. YÞú skilur ckki finnst (‘tí skvnd Glcyrna, hvað tneð áform okkar___finnst étí skvndilcgaj . ......Hnn og hafi glcymt Vlcikjum og a*vint< rum r" Daginn eftir i'æðir Kommi alvarlega við Nitu Held ao bezt sé fvrn n lara i langi lerðalag og glevma li.« >9 74 U o.l.l i.Kl Svo þú vilt gleyma öllu. Ef það er tilfellið er bezt fvrir mig að fara líka í langt ferðalag________ — burtu frá þér,J~ En... NitaT) Holbæk komst einnig í úrslit í dönsku bikarkeppninni í fyrravor og þá Iék Jóhannes Eðvaldsson með liðinu í úrslitaleiknum. Holbæk tapaði í úrslitaleiknum við Vejle — einu þekktasta liði Danmerkur, en munurinn gat ekki verið minni — 1-0 fyrir Vejle. Það veröur mikið um að vera hjá okkur í Holbæk á næstu dögum, sagði Alti Þór ennfremur og stafar það af því, að fyrstu tveimur leikjum Holbæk 1 1. deild var frestaó. A sunnudag leikum við gegn AaB frá Alaborg í 1. deildinni og á þriðjudag á heima- velli við Vanlöse — öðrum frestaða leiknum. Að lokum Atli. Hefur landsliðsnefndin haft samband við þig — og er möguleiki að við fáum að sjá þig í íslenzka lands- liðinu í sumar eða haust? Nei, landsliðsnefndin hefur ekki rætt við mig — en það væri gaman að fá tækifæri í íslenzka landsliðinu á ný. Eg held að það yrði ekkert því til fyrirstöðu af hálfu Holbæk að ég gæti leikid í íslenzka landsliðinu — það er ef íslenzka landsliðsnefndin heldur að not séu fyrir mig í landsliðinu. svaraði Atli Þór. Islenzka iandsliðið á þýðingar- mikla landsleiki framundan — einkum í haust gegn Hollandi og Belgíu í riðlakeppni heims- meistarakeppninnar. Okkar tillaga hér á blaðinu er, að íslenzka landsliðsnefndin k.vnni sér frammistöðu Atla Þórs í Dan- mörku. Hann hefur æft mjög vel — og er betri leikmaður en áður — eins og komið hefur í ljós leikjum Holbæk. Hann er a vinna sér fast sæti í einu bezta knattspyrnuliði Danmerkur — og það er ekki á færi nerna góðra leikmanna. hsim.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.