Dagblaðið - 30.04.1976, Blaðsíða 7
7
DA(iHLAt)It). FÖST-UDACUH :i(). APHÍL 1976.
Erlendar
fréttir
s
REUTER
8
Bandarísku forsetakosningarnar:
Carter siglir auðan sjó
Humphrey gefur ekki
kost á sér
Líbanon:
Vaxandi
spenna
gœti tafíð
forseta-
kjöríð
Dregió hefur úr likum þess að
nýr forseti verði kjörinn í Líban-
on á næstunni eftir að spenna á
milli líbanskra vinstrimanna og
Sýrlendinga jókst skyndilega í
gærkvöldi og nótt.
Þinginu er ætlað að koma sam-
anáínorgun til að kjósa eftirmann
Suleimans Franjiehs forseta, en
vinstrimenn hafa lagzt gegn því
gð kosið verði nú þegar. Jafn-
framt hafa þeir sakað nágranna
sína í Sýrlandi um að beita stjórn-
málalegum og hernaðarlegum
þvingunum tíl að fá sinn mann
kjörinn forseta.
Sýrlendingar minntu áþreifan-
lega á sig og áhuga sinn á kosning
um nú þegar — í friðarumleit-
unarskyni — þegar þeir sendu
töluverðan liðsauka til stuðnings-
manna sinna í úthverfum Beirút.
Jimmy Carter. fyrrum ríkis-
stj. Georgíu í Bandaríkjunum,
siglir nú auðan sjó og er nær
öruggur um að hljóta útnefn-
ingu Demókrataflokksins sem
forsetaefni í sumar, eftir að
Hubert Humphrey, fyrrum
varaforseti, tilkynnti að hann
ætlaði ekki að sækjast eftir út-
nefningunni.
Eftir yfirburðasigur Carters
yfir bæði Henry Jackson —
sem þó nýtur stuðnings verka-
lýðshreyfingarinnar — og
frjálslynda þingmanninum
Morris Udall í forkosningunum
í Pennsylvaniu á þriðjudaginn
var Humphrey eina meiriháttar
hindrunin fyrir útnefningu
Carters.
Það kom sér því vel fyrir
i'íkisstjórann fyrrverandi,
þegar Hubert gamli Humphrey
skýrði frá því tárvotum augum
í gær að hann myndi því aðeins
taka útnefningu flokksins, að
enginn annar maður fengizt til
þess á flokksþinginu í júlí í
sumar. Þykir nú einsýnt, að
Humphrey, sem verður 65 ára í
næsta mánuði, hafi gefið upp
vonina um að verða forseti
Bandaríkjanna.
^ Fjöldafundir
fyrirhugaðir í
trássi við bann
Hópar stjórnarandstæðinga á
Spáni hafa í hyggju að virða að
vettugi bann stjórnvalda við sam
komuhaldi á verkalýðsdaginn á
morgun. Fyrirhugaðar eru miklar
fjöldagöngur, sem ætlað er að
sýna styrk hinnar ólöglegu verka-
lýðshreyfingar í landinu.
Verkamenn í málm- og bygging-
ariðnaði undirbjuggu í morg-
un fjöldafund í miðborg Madríd.
Bankastarfsmenn og starfsmenn
símafvrirtækisins, sem er
Portúgal: ]300 öryggislögreglumenn hafa
losnað úr fangelsum -Slðan 1 nóvember
Allir nema 47 af þeim
þrettán hundruð öryggislög-
reglumönnum, sem handteknir
voru í byltingunni í Portúgal
1974, hafa verið látnir lausir, að
því er tilkynnt var af opinberri
hálfu i Lissabon í gær.
Öryggislögreglumennirnir
voru látnir lausir gegn pví skil-
yrði að þeir gæfu sig fram við
lögrogluyfirvöld oinu sinni í
viKu a meðan þen biða réttar-
halda í málum sinum.
Fyrrum starfsmenn öryggis-
lögreglunnar, sem var hötuð
eins og pestin á tímum hægri
einræðisstjórnarinnar, hafa
smám saman verið að losna úr
fangelsum síðan í nóvember sl.,
þegar byltingartilraun rót-
tækra vinstrisinna í hernum
var brotin á bak aftur.
Enginn mannanna hefur enn
komið fyrir rétt og mjög fáir
hafa verið formlega ákærðir.
Menn efast almennt um það i
Portúgal.að nokkur réttarhöld
eigi eftir að fara fram..
Carter er hinn ána'gðasti eftir
að Hubert gamli tilkynnti að
hann gæti haft þetta alit fyrir
sig. Nú virðist ekkert ætla að
koma í veg fyrir að Carter
keppi við Ford um forseta-
embættið.
ríkisrekið, ætla að halda annan
fund síðar í dag.
Fjöldi funda er fyrirhugaður á
morgun, 1. maí. Sá stærsti verður
líklega í Casa de Campo, stórum
skemmtigarði í útjaðri Madríd.
Sú gagnrýni.er ræða Carlosar
Ariasar Navarros forsætisráð-
herra í fyrrakvöld hefur sætt,
hefur aukið á mikilvægi funda-
haldanna í tilefni af verkalýðs-
deginum.
Er erfðaskrá Hughes
komin í leitirnar?
— Margar erfðaskrár hafa komið
fram síðustu daga
Gulnað plagg, sem gæti verið
erfðaskrá margmilljónerans
Howards Hughes, var lagt fram
í rétti í Las Vegas í Nevada í
Bandaríkjunum í gær. Sam-
kvæmt þessari erfðaskrá eiga
auðæfi Hughes að renna til
rannsóknarstöðvar hans um
heilbrigðismál, Mormónakirkj-
unnar, fjögurra háskóla, góð-
gerðarstarfsemi og tveggja
fyrrum eiginkvenna hans.
Plagginu var komið á dular-
fullan hátt til höfuðstöðva Mor-
mónakirkjunnar í Salt Lake
City á þriðjudaginn og lagt
fyrir réttinn í Las Vegas — þar
sem Hughes átti lögheimili — í
gær.
Talsntaður MormónaKirKjunn-
ar sagði á fundi með frétta-
mönnum í gær, að erfðaskráin
hefði verið í göralu og gulnuðu
umslagi, sem skilið var nafn-
laust eftir á skrifborði eins
embættismanna kirkjunnar.
,,Við höfum enga hugmynd
um nvort þetta skjal er raun-
verulega erfðaskrá Hughes eða
gabb,”sagði talsmaðurinn. „Allt
í kringum afhendingu þessa
umslags er okkur ráðgáta, þrátt
fyrir mjög nakvæma eftir
grennslan.”
Fleiri erfðaskrár hafa
komið fram síðustu daga. Sam-
kvæmt einni þeirra eiga gifur-
leg auðæfi Hughes að skiptast á
milli eiginkvenna hans tveggja,
góðgerðarstofnana og bensínaf-
greiðslumanns nokkurs, sem í
erfðaskránni er sagður hafa
gefið Hughes tuttugu og fimm
sent árið 1968. Maðurinn kann-
ast við að hafa gefið Hughes —
eða manni sem sagðist vera
Howard Hughes — tuttugu og
fimm sent, en sagðist ekki vita
hvort hann ætti heldur að
hlæja eða gráta þegar honum
var sagt að Howard Hughes
hefði arfleitt hann að 165 millj-
ónum Bandaríkjadala.
Grœnlandsvikan
Laugardagur 1. maí kl. 14:00 Kvikmyndasýning. —
„Erkn Fangerfamile í Thuledistriket."
kl. 15:00 Umræðufundur unt efnið ,.At le\ e i et kultur-
sammenstöd”. Þátttakendur m.a. lngiuar Egede.
Karl Kruse og nemendur frá Kennaraskóla
Grænlands.
kl. 17.15 Fyrirlestur. Hans L.vnge spjallar um
bókmenntir og myndlist á Grænlandi.
kl. 20:30 Kvikm.vndin „Palos brudefærd".
Sunnudagur 2. maí
kl. 14:00 Kvikm.vndasýning — „Emilie fra Sarqaq"
kl. 15:00—17:00 Svipmyndir frá Grænlandi: Herdis
Vigfúsdóttir. Friðrik Einarsson og Björn Þor-
steinsson regja frá og sýna litskyggnur.
kl 17:30 Kvikm.vndin ...Palos brudefærd”
kl 20:30 Kvikiio mtin „Palos brudefærd”
Verið \ elkomin.
Norræna liúsið er opið til kl. 23:00.
Listsýninga j sýrringarsöliiiii i kjall.oa —opið kl.
14:00—23-00.
AHir velkomnir
NORRÆNA
HÚSIÐ