Dagblaðið - 30.04.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 30.04.1976, Blaðsíða 3
DACBLAÐIÐ. KÖSTUDAC.UR :«». AI’RII. 197«. 3 HVERS EIGA BORNIN AÐ GJALDA? — leiksvœðið við Austurbœjarskóla skert svo Raf magnsveitan geti byggt aðveitustöð! Hjalti Jónasson skólastjóri Austurbæjarskólans skrifar: Lengi hefir veriö taliö, aö ekki skipti máli, þó aö þröngvaö væri kost'i barna og unglinga. Þó er svo, að í nýrri borgar- hverfum er gert ráö fyrir leik- völlum og öörum stöðum þar sem börn geta leikið sér í friði. Ekki á þetta þó við um gamla austurbæinn. Þar er sífellt vegiö að yngstu borgurunum. Síðasta árásin er, að stærsta stofnun borgarinnar ræðst að einni þeirri minnstu, og ætlar í krafti stærðar sinnar að taka hlut af lóð Austurbæjarskólans undir byggingu á aðveitustöð. Nú má segja, að þetta geri ekk- ert til, því að allstórt svæði verði eftir. En lóóin er ekki stór, þvi að Rafmagnsveitan hefir áður fengið hér bygging- arlóð og hyggst því vega tvisvar í sama knérunn, en á fyrri tím- um töldu menn slíkt óhyggilegt. Fræðsluráð Reykjavíkurborgar mun hafa þvælzt nokkuð lengi fyrir, en síðan gefizt upp fyrir rökum reiknimeistara Raf- magnsveitunnar. Þá má spyrja, hví ekki að gefast upp eins og Fræðsluráð og láta án mótmæla af hálfu skólans byggja húsið. Þessu má svara með spurn- ingu. Hvað hafa borgaryfirvöld gert fyrir yngstu borgarana í gamla bænum? Þau hafa veitt fjöldann allan af sjoppuleyfum, enda eru sjoppur einu sam- komustaðir unglinganna í gamla bænum, ef undanskildir eru bekkir við sumar bið- stöðvar S.V.R. Austurbæjar- skólinn hefir þó veitt skátum í hverfinu starfsaðstöðu frá því að skátaheimilið var rifið, mjög ófullkomna að vísu, en þó þannig, að skátastarf hefir getað haldizt hér við. Nú fyrir skömmu létu barnaVinirnir góðu, sem ráða leikvöllum borg arinnar, taka hluta Grettisgötu- leikvallar undir bílastæði handa verzlun við Laugaveg- inn, sjálfsagt með það I huga, að verzlun, sem á að uppfylla meira og minna tilbúnar þarfir, sé nauðsynlegri en leiksvæði Nú er farið að tala um, að ekki megi gera allan gamla bæinn að bönkum og verzlunum og að þar verði fólk að búa áfram. En til þess að svo megi verða má ekki á nokkurn hátt skerða þau litlu óbyggðu svæði, sem eftir eru. Það er erfitt að standa gegn rökum reikni- og reglu- strikumanna, og með tölum má sanna, að mjög hagkvæmt er að reisa aðveitustöð við Austur- bæjarskólann. En svo mörg axarsköft hafa verið hönnuð í orkumálum, að jafnvel þó að aðveitustöð væri reist á hagkvæmasta stað, myndu orkunotendur áreiðanlega geta borgað fyrir það, en ekki skal nefna snöru I hengds manns húsi, og þvl skulu orkumál ekki nefnd meira hér. Hvað er maðurinn að hugsa, að láta sér ekki segjast, er Fræðsluráð hefir samþykkt töku lóðarinnar? Það er nú svo, að stundum verða menn að vera rökheldir. En eru ekki eftirtalin atriði rök? Af bygg- ingarvinnu á skólasvæði hlýtur að stafa slysahætta. Hávaði, sem óhjákvæmilega fylgir bygg- ingarvinnu, hefir truflandi áhrif á starf skólans. Fyrirhug- að hús Rafmagnsveitunnar fer mjög illa á lóðinni og mundu verða að því stór lýti og spjöll I umhverfi. Fleira mætti tína til, þó að það verði ekki gert að sinni. Eg tek fram, að ég ber virðingu fyrir miklum lærdómi verkfræðinga og ætla ekki að styggja þá á nokkurn hátt. En ég tel, að mér hafi verið trúað fyrir að gæta þessarar lóðar fyrir yngstu borgarana, og frekar en að bregðast þeim trúnaði tek ég áhættuna að verða fyrir reiði forsvarsmanna Rafmagnsveitunnar. Ég heiti a Dorgarráð að bregðast ekki yngstu umbjóð- endum sínum og byrgja brunn- inn áður en barnið er dottið ofan I, með því að stöðva bygg- ingarmálið á þessu stigi. Hluti af leikvelli við Grettisgötu var tekinn undir bílastæði. Sífellt er verið að skerða leiksvæði í gamla austurbænum. Skátar í Kópavogi dreifðu ekki miðunum ■<----------m. Ungir drengir í Skátafélaginu Kópum sverja skátaeiðinn. Björn Finnsson hringdi: „Eg vil gera athugasemd við grein sem birtist í blaðinu 27. apríl sl. Þar segir að skátar hafi dreift út miðum þar sem á stóð að ekki væri æskt að hafa barnavagna í skrúðgöngum á sumardaginn fyrsta. Ég vil taka það skýrt fram að hér voru skátar í Kópavogi ekki að verki. Skátafélagið Kópar hefði aldrei staðið að svona dreifibréfi,, enda engin ástæða til að útiloka fólk frá hátíðarhöldum á fyrsta degi sumarsins.” BÚR gat fengið allar gerðir togara ó ýmsu verði Athugasemd vegna Kjallara Ragnars Júlíussonar skólastjóra og formanns útgerðarráðs Það virðist ekki falla skóla- stjóranum vel í geð að BÚR séu boðnir togarar til kaups. Mig langar aðeins að benda honum á að ég hefi ekki skrifað um málefni BÚR í eitt eða neitt blað, hvorki með nafni eða nafnlaust, og hefi engin ættar- tengsl eða spilaklúbbs tengsl við einn eða neinn viðriðinn BÚR hvorki fyrr né síðar. Ef einhvers staðar er hægt að finna ættartengsl, þá er ég ekki ættfróður, og það hlýtur þá að vera fjarskylt mjög. Hitl er annað, að ég bauð BÚR átta togara, sem allir eru byggðir eftir ströngustu kröfum Bureau Veritas. Það er kannski ekki nógu fínt flokkunarfélag, þótt það sé eitt af fjórum stærstu í heiminum. Eg vil taka það fram að ég bað ekki skóla- stjórann að kaupa skip, ég bauð honum sem formanni BÚR átta togara. Ætla ég að telja þá upp svo að fólk átti sig á um hvað er að ræða, en ég nenni ekki að skrifa um dylgjur eða þor eða þora ekki, hann um það. Að sjálfsögðu er slæmt að missa af nokkrum milljónum sem hann minnist á. Kannski heldur skólastjórinn að BÚR eða einhver annar fái keyptan togara án þess að einhver fái umboðslaun, sem eru mjög mis- jöfn 'A til 2% eftir samningum. Eftirtaldir togarar voru boðnir BÚR. 1. Togarinn „Portelois" byggður í Frakklandi 1972, 43.50 metrar á lengd, 320 GRT, Deutz aðalvél 1200 HP, verð ca 6.0 milljónir F.F., gengi þá ca 223.1 milljónir kr. 2. Togarinn „Sancy” byggður í Frakklandi 1973, 43.50 metrar 320 GRT, Crepell aðalvéi 1350 HP, verð ca 7.0 milljónir F.F. eða ca 260.3 milljónir kr. 3. Togarinn „Le Boulorinais” og tvö systurskip. 46 metrar á Iengd. 433 GRT, aðalvél 1500 IIP, Crepell frönsk, verð ca 7.0 milljónir k’.K. eða ca 260.3 millj. kr. Þessi skip eru b.vggð í Póllandi f.vrir franska aðila, en hafa enn ekki verið tekin í notkun vegna erfiðleika franskrar logáráútgerðar skipin eru því ný og ónotuð. Það eru víst crfiðleikar i útgerð víðar en á íslandi. 4. Togari byggður á Spáni 1974. 38 melrar. 290 GRT. Crepell aðalvél 1100 HP, verð ca 205 millj. kr. 5. Togari byggður í Grikklandi 1975, 43 metrar 320 GRT, verð ca 279 milljönir kr. 6. Nýbygging byggð í Frakk- landi, verður tilbúin í næsta mán.uði, 53 metrar á lengd 10.80 metrar á breidd, 3 dekk, 580 cub. m kæld lest, aðalvél Deutz 2000 HP, ferð 14,5 mílur. Verð ca F.F. 13 til 14 milljónir, ca 480—520 milljónir króna. Öll þessi skip eru búin full- komnum siglingartækjum og fiskileitartækjum, af nýjustu gerðum, færiböndum i .estum og á vinnsludekki, kössuin í lest, nýjustu losunartækjum og ýmsu því sem að sjálfspgðu er ónothæft eins og skólastjörinn orðar það. Eitt skal tekið fram að hvorki skólastjórinn né nokkur frá BÚR leitaði nokkurra upplýs- inga til hins svokallaða umboðs- manns franskra togara eins og hann orðaði það einhvers staðar. Eg verð að biðja skóla- stj. að leita einhvers staðar annarsstaðar en hjá mér að nafnlausum greinum um BÚR, þær eru ekki frá mér komnar. Það eina sem ég get sagt er að Alþýðublaðið hringdi til mín daginn sem fyrst var minnzt á togarakaup BÚR og fékk ein- hverjar upplýsingar sem þar er þá hægt að lesa. Þeir iranskir togarar sem til landsins hafa verið keyptir, liafa reynzt með prýði, og er vonandi að hið nýja skip BÚR, Herjólfur, geri það einnig en það skip er einmitt smíðað í Frakklandi árið 1972, fyrir vini okkar Breta. En er það satt að Reykjavíkurborg hafi yfirtekið 289 milljón króna lán sem greiðast skuli í dollurum, i sam- bandi við togarakaupin? Eg held að ég hafi lesið það í ein- hverju dagblaðanna. Það væri æskilegt að BUR gæti eignazt fleiri togara. sem fvrst, sem bezta og á sem sem beztum kjörum og verði, það er alveg fullt af togurum til sölu um alla Evröpu og kannski víðar. Sigurjón Þórðarson skipamiðlari, svokallaður iim- boðsmaður franskra togara, þakka nafngiftina. Lestu kvikmynda- gagnrýnina í dagblöðunum? mgiDergur sæmundsson tog- regluþjónn: Nei, aldrei. Ég fer svo sjaldan í bíó, en oft I leik- húsin. Gunnar H. Gunnarsson verk- fræðingur: Það kemur stundum fyrir að ég lít á þetta, en ég hef ekki fundið þann „krítikker” enn, sem ég fer eftir. Ég fer frekar eftir því sem kunningjarnir segja um myndirnar. Reynir Eggertsson loftskeyta- maður: Nei, þessi gagnrýni skiptir engu máli fyrir mig, svo fer ég svo sjaldan í bíó. Stefán I. Jónsson vinnur við Kröflu: Já, ég kiki í blöðin og athuga hvað myndirnar fá margar stjörnur, en ég veit svo sem ekki hvaða mark er hægt að taka á bví. Jón H. Bjarnason sjómaður: Nei, ég les þetta aldrei, enda fei ég svo sjaldan i bíó. Georg Lárusson nemi i Skálliolls- skóla: Nei. yfirleitt les ég þetta ekki. Eg sé mvndir sem mér lizt á og læt ekki hafa nein áhrif á mig i því sambandi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.