Dagblaðið - 30.04.1976, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 30.04.1976, Blaðsíða 13
DACHI.AÐH). I-’OST'l'DAdl H iit). AI’Hll. 1!)TI>. OMAR VALDIMARSSON koma minni músík á framfæri, hún tekur dálítið aðra línu. eins ok kannski heyrist í laginu á tveggja laga plötunni með Paradís. En hvað sem ég geri, þá get ég lofað því, að það kem- ur á óvart.” —ÓV. Gömlu góðu BÍTLARNIR hitta fyrír nýja kynslóð Við síðustu talningu á söluhæstu plötum í Bretlándi kom í ljós, að ,,gömlu” Bítlarnir áttu um fjórðung af lögum á vinsældalistanum, eða 23 af 100. Um leið og vinsældir hljóm- sveitarinnar aukast svona á ný, eykst vonin um að þeir fjór- menningarnir komi saman til hljómleikahalds. Það eru að vísu hljómleikar, sem menn hafa vonazt eftir í þau sex ár, sem liðin eru síðan hljóm- sveitin leystist upp og sjálfir hafa þeir sagt, að þeir eigi lítið orðið sameiginlegt á tónlistar- sviðinu. SIMON • SÍMONARSON fjölbreytt mót, sem ætlað er til að glæða áhuga og laða að þá, sem einungis spila heima og hafa ekki kynnzt keppnisform- inu. Spilarar fjölmennið og takið með ykkur þá sem heima sitja. Bridgefélag kvenna Sl. mánudag hófst para- keppni hjá Bridgefélagi kvenna. Það er að segja karl og kona spila saman. Þátttaka ei mjög mikil eða 50 pör. Fimm tíu para riðlar. Eftir fyrsta kvöldið er staðan þessi. 1. Halla Bergþórsdöttir — Jón Arason 138stig 2. Esther Jakobsdóttir — Magnús Aspelund 134 stig 3. Olafía Jónsdóttir — Baldur Asgeirsson 130stig 4. Margrét Margeirsdóttir — Þráinn Finnbogason 127 stig 5. Unnur Jónsdöttir — Jón Baldursson 126stig 0 llelga Baehinann — Kristján Jónasson 12Hstig Næsta umferð verður spiluð nk. mánudag. en alls verða fmnn umferðir. j KJOTI MYRKRI Háaloftið hvers vegna valda húsmœður aldrei matareitrun? SIGURÐUR * . HREIÐAR HREIÐARSSON Um daginn vorum við hér á Háaloftinu eitthvað að snúast í bænum og það var fyrir- sjáanlegt að kvöldmaturinn yrði seint á ferðinni. Þess vegna var fjárfest í slettu af kjötfarsi, sem fljótlegt er að steikja, og þetta lét fjölsk.vldan ofan í sig um kvöldið. Það er svo ekki að orðlengja, að ekki leið á löngu þar til mannskapurinn fór að fá einhver ónot innan um sig, og þótt þetta yrði svo sem aldrei svæsið, er varla hægt að kalla líðanina um kvöldið annað en væga matareitrun. Þess vegna kom okkur ekkert á óvart, þegar sérfræðingar fræddu okkur á þvi litlu síðar, að hreinlæti og meðferð í sam- bandi við ýmis svona óljós mat- væli væri í ýmsu töluvert ábótavant. munns og segir að það myndi enginn gera sem hefði séð framleiðslumátann. Sagt er að sums staðar í öðrum löndum — svo sem eins og í menningarlandinu vestan hafs, sem nú má ekki missa eitt einasta Ashvillekvikindi handa okkur — sé notað hið breytilegasta efni í jukk af þessu tagi: Flækingshundar, kettir, rottur, negrar og hvít hræ, sem þarf að koma undan. Daginn eftir að um mat- vöndunarmálin var rætt i kast- ljósi sjónvarpsins sagði Jón Björgvinsson í DB sögu frá Bandaríkjunum, nánar tiltekið úr hverfi 41 í Néw York. Ég leyfi mér hérmeð að kroppa í þessa sögu, því mér kemur hún ekki á óvart. Tom Walker, lögreglu- varðstjóri i nefndu hverfi hefur gefið út bók, sem segir frá lífinu í þessu erfiða hverfi, sem virðist vera verra en Breiðholt, og í bókinni segir meðal annars hvernig hann missti lystina á pulsum. Lögreglumenn á vakt fundu Ijótt lík. af nöktum, hauslausunt karlmanni. Það lá í rennusteininum og vó 150 kíló. Þetta var eitt sóðalegasta lík sem karlarnir þarna höfðu fundið, og kalla þó ekki allt ömmu sína. En þegar lækna- vísindin kváðu upp úrskurð sinn, kom í ljós, að „líkið” var af rakaðri górillu. sem dottið hafði af vörubíl. er var á leið til pulsugerðar þar í nágrenninu með hræið. Og nú étur löggan í hverfi 41 i New York ekki pulsur framar. helst í svipinn eftir einhverju óskilgreindu sem kallað er bixímatur og öðru sem kallað er hassí. Eg á við svona kássur með smábrytjuðu kjöti, sem kannski eru leifar frá þvi í fyrri viku eða vikunni þar áður, svo er kannski sullað út á þetta bragðsterkri sósu til að fela geymslubragðið. Svona kássur ganga manna á meðal undir ýmsum nöfnum, svo sem kjöt í m.vrkri eða járnbrautarslys, og svo mikið er víst, að þetta hefur mörgum gefið magapínu svo um munar. Matareitrun er alvarlegur hlutur, og þeir, sem henni valda með sóðaskap og óvönduðum vinnubrögðum, eru allra víta verðir. En á þeim timum hrikalegra matar- eitrana, sem ekki eru svo ýkja langt undan, veidur það undrun og umhugsun, að þar er ævinlega á ferðinni rnatur úr Það hefur lengi legið á sá grunur, að það efni, sem notað er í fars og pulsur, sé einkum það sem enginn maður myndi éta í sinni réttu mynd, og þess vegna sé nauðs.vnlegt að sulla því saman við annað og bæta 1 það eðlilegum litum. Meistara- kokkur einn, sem ég þekki. forðast eins og heitan eldinn að leggja sér svona fæðu til Já. það er varasamt að leggja sér það til munns sem maður veit ekki nákvæmlega hvað er. Það sem hefur verið jafn kirfilega hakkað og mixað og til dæmis fars og pulsur er engin leið fyrir neytandann að vita hvernig er samsett. Sama er að segja um voitinga- húsakássur, sem ganga undir ýmsum nöfnum, ég man einna stóreldhúsum. þar sem lang- lærðir fagmenn hafa um matinn fjallað — eða borið áb.vrgð á umfjöllun hans. Maður he.vrir aldrei — eða ég minnist þess ekki — talað um matareitrun af völdum ófag- lærðrar húsmóður. Þó standa þær í stöðugri matargerð og verða oft o^ tiðum að nýta afgangana út í æsar til þess að ofgera ekki innkaupagetu heimilisins. Getur það verið, að þær séu upp til hópa vand- virkari og hreinlátari en kokkarnir? Vitaskuld eru ekki allir kokkar eins, og sem betur fer mun obbinn af þeim vera sómakærir menn og vandvirkir. En maður hefur til dæmis séð kokk taka mæjónesfötu með ekki alveg glænýju innihaldi, sópa myglunni ofan af með lúkunni, sleikja af einuni fingri til prufu og segja svo: „Þetta er fjandans fullgott." Meðan ég er að skrifa þetta kemur mér i hug saga af íslenskum matreiðslumanni, sem eitt sinn mallaði fyrir yfir- mannamessann á Vellinum. Ekki skal ég fullyrða, að hann hafi haft bréf upp á kokka- mennsku sína, en svo mikið er víst, að kanarnir þorðu að ráða hann til að elda ofan i sig. Eftir einhvern tíma gerðist það, að einn hershöfðinginn fann tor- kennilegan hlut í jukki sínu. Hluturinn var lagður til hliðar og kannaður og viti menn: Hann reyndist vera fingurtraf — þið vitið, svona grisju- renningur, sem stundum er bundinn um skurslu á fingri Nú var leyniþjónustan sett í að komast að, hver af eldhús- liðinu væri með skaddaða fingur, og ekki leið á löngu áður en böndin bárust að íslendingnum, sem reyndist eitthvað flumbraður á hendi. Hann var náttúrlega gripinn og leiddur f.vrir æðsta ráðið, sem sat grafalvarlegt í kringum trafskrattann. Oddviti kananna var þungbúinn í bragði, þegar hann spurði matreiðslu- manninn, hvort hann vildi kannast við, að þetta væri hans traf, sem á einhvern óskiljan- legan máta hefði lent af hendi hans ofan í pottana. íslendingurinn tók trafið milli tveggja fingra eins og til að skoða það, en allt 1 einu stakk hann því eldsnöggt upp í sig, gómlaði lítið eitt og kyngdi. Svo leit hann sigri hrósandi 1 kringum sig og sagði: „Þetta var ekki traf — þetta var sin!" En kaninn sat eftir og hafði misst glæpinn. Prestor reyktu „bkímann" Tóbak fór fyrst að flytjast til landsins á 17. öld. Fljótlega náði það mikilli útbreiðslu og vinsældum, hvort sem tuggið var. reykt eða tekið i nefið. Oft komust menn þó í vandræði vegna tóbaksleysis og var þá talin mikil vá fyrir dyrum. Tóbakseklan stafaði ýmist af stopulum siglingum. samgöngu- erfiðleikum á landi eða bara penjngaleysi. Þá var fangaráð að drýgja tóbakið með ýmsu. t.d. sortulyngi og jafnvel ornaðri töðu. Sumir tuggðu tjöruborinn kaðal heldur en ekki neitt. 1 nefið tóku ntenn allan andskotann, fúnar fjalir, sorfinn harðvið (ekki þó „pale- sander!”), hey og ösku. Saga er til um karl og kerlingu, sem bæði voru mikið fyrir tóbak, karlinn tók upp í sig, en kerling reykti. Þegar karlinn var búinn að t.vggja tugguna eins og hann gat og lysti, tók kerlingin hana og þurrkaði, reykti svo í stuttri járnpípu, sem þá fengust i verslunum. Að endingu tóku þau svo öskuna i nefið. Má segja að varla verði lengra komist i nýtingu verðmæta og munaðarvöru. Mörgum re.vkingamanni þótti ekki bragð að öðru i pípustert- inum en munntóbaki. Fínni menn, helst prestar, revktu þá úr löngum pípum létt tóbak, sem nefndist „blámaður.” en fæst nú ekki lengur. — Eftir Isl. þjóðháttum J.J.— n r lÖSÐERGJS. SNÆDAL skrifaP V ^ Börnin töluðu hebresku Það var algeng trú um aldir hér á landi að þegar börnin byrjuðu að hjala, án þess þau skildust, væru þau að mæla á hebreska tungu. en týndu henni svo aftur niður, þegar þau lærðu móðurmálið. Þessi trú var til staðar víða unt land fram undir síðustu aldamót. Einfalt róð Ef maður er hræddur um að konan haldi framhjá sér. er þjóðráð að leggja segulstál undir höfuð hennar sofandi. Ef hún er honum trú. snýr hún sér fljótlega að honum og veitir honum alla bliðu. en annars snýr hún til annarrar áttar til veggjar eða veltir ser ofan á góll'. el' mikil briigð eru að ótryggð hennar. Kom þetta ráð mörgtim manninuin að góðu haldi — og kteini eflaust enn el' reynl væri! —Sömu heimildir— Fiðrildi með rúnaletri Anno 1751 — Það sumar bar allmikið á óþekktum fiðrildum, sem voru nokkru stærri en þau venjulegu. Þessi voru litfögur mjög, bleik eða gyllt með dökkleitum díluni og fjóra vængi. Þóttust glöggir menn sjá að rúnaletur væri neðan á vængjunum. en enginn varð þó til að ráða þær rúnir til fulls. Sunnanlands voru fiðrildi þessi kölluð náflugur og áttu einnig að hafa sést sem fyrir- boði stórubólu. Vestmanna- eyingar kölluðu þau hins vegar ræningjaflugur, en þar höfðu þau fyrst gert vart við sig árið 1627. eða á undan tyrkjaráninu. Almenningur var felmtri sleginn yfir þessum ófögnuði — en ekkert skeði þó óvenju- legt á þessu ári (1751). „nema máske þær svokölluðu inn- innréttinear' (Skúla fógetai Ekki spáðu fiðrildi þessi góðu um framtið islensks iðnaðar! — Eftir vmsum annálum.—

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.