Dagblaðið - 30.04.1976, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 30.04.1976, Blaðsíða 17
DACiBLAÐIÐ. KÖSTUDACiUK :i(). AHKÍL 1976. 17 iiiiimmimmmmmmmimmimmmmimmmmmmmmmmmmimmimmmmmmmmi skákinni niöur í tap. Haukur sigraði þannig meó 9 vinninga af 11 mögulegum, sem verður að teljast mjög gott hlutfall í þetta sterku móti. Hann byrjaði mðtið með tapi gegn Helga Ólafssyni í fyrstu umferð, en sótti siðan í sig veðrið, vann átta skákir og gerði tvö jafntefli. Haukur var mjög vel að sigrinum kominn. taflmennska hans á mótinu var mjög skemmtileg og heilsteypt. 1 öðru sæti var Helgi Ölafs- son með 8 vinninga. Það vantaði þannig aðeins herslumuninn hjá Helga eins og á skákþinginu i fyrra. Þrátt fyrir að Helgi hafi ekki náð markinu á þessum tveimur mótum er nokkuð öruggt að íslandsmeistaratitillinn lætur ekki bíða lengi eftir sér, Helgi er orðinn það sterkur skákmaður. Röð keppenda í lands- liðsflokki var annars þessi: 1. Haukur Angantýsson 9 v. 2. Helgi Ólafsson 8 v. 3. Ingvar Ásmundsson 7 v. 4. -6. Júlíus Friðjónsson, Margeir Pétursson og Björn Þorsteinssson 6 v. 7. Bragi Halldórsson 514 v. 8. -9. Þórir Ólafsson og Asgeir Þ. Árnason 4V4. 10. Haraldur Haraldsson 4 v. 11. Jónas P. Erlingsson 3'A v. 12. Gylfi Þórhallsson 2 v. í þetta skipti var i fyrsta sinn keppt í áskorendaflokki á Skákþingi íslands. Þrír efstu menn í þessum flokki vinna sér rétt til að keppa í landsliðs- flokki á næsta Skákþingi íslands. Keppnin um efstu sætin var gífurlega hörð, sem sést best á því að aðeins l'A vinningur aðskilur fyrsta og áttunda mann. Sigurvegarar í áskorendaflokki urðu gömlu kempurnar Gunnar Gunnars- son og Jón Þorsteinsson. sem hlutu 8 vinninga af 11 mögulegum. í þriðja til fimmta sæti urðu Biörn Jóhannesson, Gunnar Finnlaugsson og Þröstur Bergmann með 7 vinninga, og verða þeir að keppa um eitt landsliðssæti. Röðin í áskorendaflokki var annars þessi: 1.-2. Gunnar Gunnarsson og Jón Þorsteinsson 8 v. 3-5. Björn Jóhannesson, Gunnar Finnlaugsson og Þröstur Bergmann 7 v. 6-8. Jóhann Örn Sigurjónsson. Jón L. Arnason og Hilmar Viggósson 6'Æ v. 9. Ólafur Kristjánsson 5 v. 10. Ögmundur Kristjánsson 2 v. 11. Pálmar Breiðfjörð VA v. 12. Stefán Aðalsteinsson 1 v. í meistaraflokki voru tefldar níu umferðir eftir Monrad- kerfi. Þar varð röð efstu manna sem hér segir: 1. Einar Valdimarsson 7'A v. 2-4. Benedikt Jónasson, Sigurður Gunnarsson og Hannes Ólafsson 6'A v. Þá var einnig keppt í opnum flokki, sjö umferóir eftir Mon- radkerfi. Þar varð röð efstu manna þessi: 1. Páll Baldursson 6'A v. 2-3. Ásgeir Kaaber og Þórarinn Á. Eiríksson 5 v. í flokki 14 ára og yngri sigraði Franz Jezorski með 7 'A vinning af níu mögulegum. í kvennaflokki varð hörkukeppni. Alls tóku þátt tíu konur og efstar urðu þær Birna Nordahl og Svana Samúels- dóttir með 7'A vinning af 9 mögulegum. Þær verða því að heyja einvígi um islands- meistaratitilinn. Þegar þetta er skrifað höfðu þær lokið tveimur skákum í einvíginu, Birna vann fyrri skákina en Svana þá síðari, þannig að staðan er 1-1. Alls tóku svo sjötíu keppendur þátt í Hraðskákmóti Íslands, sem var haldið strax að skákþfnginu loknu. Þar sigraði Helgi Ölafsson með 15 vinninga af 18 mögulegum. Annar varð Guðmundur Pálmason. Sl. laugardag var aðal- fundur Skáksambands islands haldinn. Gunnar Gunnarsson gaf ekki kost á sér áfram sem forseti Skáksam- bandsins, og var Einar S. Einarsson frá isafirði kosinn í hans stað. Aðrir sem kosnir voru í stjórn næsta kjörtímabil voru þeir Þráinn Guðmundsson frá Akureyri, Högni Torfason fyrir Taflfélag Bolungarvíkur, Guðbjartur Guðmundsson fyrir Taflfélag Hreyfils, Hálfdán Hermannsson frá Hafnarfirði, Omar Jónsson frá T.R. og Bjarki Bragason frá T.R. t vara- stjórn voru kosnir þeir Sigfús Kristjánsson frá Keflavík, Gunnar Finnlaugsson frá Skáksambandi Suðurlands og Sverrir Norðfjörð frá Skák- félaginu Mjölni. Hér á eftir fer skák frá skákmótinu í Orense á Spáni 1975. Þar eigast við Ljubojevic frá Júgóslavíu og Spánverjinn Bellon, og er ekki hægt að segja annað en að skákin sé fjörug í hæsta máta. Hv. Ljubojevic. Sv. Bellon. Skileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 g6 3. d4 Bg7 Venjulega drepur svartur eins fljótt og hægt er á d4 í Sikíleyjarvörn. En i þessum „varjant” væri það vafasamt þar sem hvítur myndi svara með 4. Dxd4 Rf6 5. e5 Rc6 6. Da4 Rd5 7. De4 með betra tafli fyrir hvítan. 4. c4 Einkennandi leikur fyrir Ljubojevic. Hann bíður með að leika mönnunum út, en leikur gjarnan peðum í b.vrjun. 4. Da5+ Bellon hefði getað komist í ósköp venjulegan „variant” í Sikileyjarvörn með 4....cxd4. En Ljubojevic er þekktur fyrir að tefla óreglulegar byrjanir og hvers vegna ekki aö tefla óreglulega á móti honum? 5. Bd2 Db6 6. Bc3 Rf6? Hér átti svartur miklu heldur að drepa á d4 með peði. Fram- haldið hefði þá getað orðið eitthvað á þessa leið: 7. Bxd4 Bxd4 8. Dxd4 Dxd4 9. Rxd4 Rc6 10. Rb5 Kd8 með jöfnu tafli. 7. d5! 0-0 8. Rbd2 d6 9. Be2 e5 10. 0-0 Dd8 11. Rel Bh6 Kemur í bili í veg fyrir plan hvíts f2—f4. 12. Dc2 Rbd7 13. g3 Rh5? Bellon metur ekki stöðu sína rétt. Hann hefur ekki efni á því að taka á sig þessa veikingu, eins og kemur fram seinna í skákinni. Betra hefði verið að halda stöðunni í jafnvægi með 13....Re8 14. f4 f6 o.s.frv. 14. Bxh5 bxh5 15. Rg2 Rf6 16. Rf3 Bh3 Hvíti riddarinn á greiða leið á f5 reitinn, og meðan hann er þar getur svartur ekkert skipulagt sóknaraðgerðir sínar. 17. Rfh4 Bg5 18. f4 Bxh4 19. Rxh4 Rg4? Eitthvað betra var 19.... Bcfl 20. Hxf 1 Rd7 21. De2 f6 22. Dxh5 Rb6 23. b3, en hvítur hefur greinilega frumkvæðið. 20. Rf5 21. a4 f6 a5? Enn átti svartur að drepa á fl. 22. Hf3 Riddari og biskup svarts standa mjög illa þar sem þeir eru. Erfitt er fyrir svartan að verja báða mennina. 22. Dc7 23. Rh4 Hf7 Riddarinn kemst á h6, en þá leikur hvítur f5 og biskupinn getur sig hvergi hrært. 24-Bd2 Kf8 Hér hefði eins mátt reyna 24. ...Exf4 25. gxf4 Hg7 26. Khl De7 27. Bel og hvítur vinnur. 25. Í5 Ke7 26. Hb3 Hg7 27. Ddl b6 28. Del Hvítur er ekkert að flýta sér enda liggur ekkert á, þar sem svartur getur ekkert gert sér til bjargar. 28. Hag8 29. Khl Dd7 30. Haa3 Da7 31. Hb5 Hb8 Eftir 31. ... Dc7 kemur 32. Hab3 Hb8 33. Bxa5. 32. Rf3 h4 33. Rgl svartur gafst upp. Hvítur svarar 33. ... hxg3 auðvitað með 34. Hxg3. Nú fyrir skömmu lauk á Kanaríeyjum Las Palmas- mótinu, en í því tók Guðmund- ur Sigurjónsson þátt ásamt 8 öðrum stórmeisturum. Guð- mundur hlaut 8'A vinning af 15 mögulegum og lenti í áttunda sæti, en var samt aðeins 2 vinn- ingum á eftir efsta manni, þannig að keppnin um toppsæt- in hefur greinlega verið hörð. i Lokaröðin varð annars þessi: 1. Geller (Rússland) 10V4 v. 2. Larsen (Danmörk) 10 v. 3. —4. R. Byrne (USA) og Hiibner (V-Þýskaland) 9'A v. 5.—7. Portisch (Ungverja- land), Czeskovski (Rússland) og Gheorghiu (Rúmenía) 9 v. 8. Guðmundur Sigurjónsson 8'A v. 9. Rogoff (USA) 8 v. 10. Debarnot (Argentína) 7'A v. 11. Hernandes (Kúba) 6 v. 12. —14. Padron (Spánn), Fraguela (Spánn) og Rod- riguez (Perú) 5'A v. 15. Bellon (Spánn) 4'A v. 16. Menvielle (Spánn) 2V4v. Þá er nýlokið vetrarmóti Skákfélagsins Mjölnis í Reykja- vík. Meistari félagsins varð Björgvin Víglundsson, sem hafði nokkra yfirburði yfir aðra keppendur, eða hlaut 11 vinninga af 12 mögulegum. Röð keppenda í A-riðli varð annars þessi. 1. Björgvin Víglundsson 11 v. 2. —3. Ingvar Ásmundsson og Bragi Halldórsson 9V4 vc. 4. Magnús Sólmundarson 8 v. 5. Jónas Þorvaldsson 7 v. 6. Askell Örn Kárason 6 v. 7. Árni Björn Jónasson 5V4v. 8. Bragi Björnsson 5 v. 9. —10. Haraldur Haraldsson og BaldvinBaldvinssn 4V4 v. 11. Magnús Gíslason 3V4 v. 12. —13. Sigurður G. Daníelsson og Sverrir Norðfjörð 2 v. í B-riðli voru 11 þátttakend- ur og urðu úrslit þessi: 1. Hrafn Arnarson 8V4 v. 2. Guðlaug Þorsteinsdóttir 8 v. 3. Kári A. Kárason 7V4 v. 4. Hafsteinn Blandon 7 v. 5. KristjánMár 6'A v. 6. Björn Þrándur 6 v. 7. Kristján Jónsson 5 v. 8. Jón Hannesson 2V4 v. 9. Franz Gíslason 2 v. 10. —11. Jakob S. Jónsson og Hreinn Haraldsson 1 v. IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII ÉG SEGIVIÐ SON MINN Okkur er sagt að hvergi í heiminum séu lífskjörin betri en hér á Islandi. Við trúum þessu að sjálfsögðu og reynum eins og við lifandi getum að halda þessu meti. En til þess að þetta megi verða þurfurn við að kaupa okkur ýmislegt sem við höfum enga þörf fyrir, eins og ísskápa, bíla, teppi, sjónvarp, frystikistu. hest og margt fleira. Þar fyrir utan þurf- um við að fara í e'ins og þrjár ferðir til Spánar á ári. Einn vinur minn gekk svo langt i lífsgæðakapphlaupinu um daginn að hann varð að fá sér nýja skó. Brennir sólin sællega vanga, sumarið kemur. Um daginn ég fann að lífsgleöi er fólgin í leti og ómennsku, en lífsgæðin geta drepið mann. Það er misjafnt hvað fólki finnst gott við lífið. Sumum finnst gott að sofa fram eftir á morgnana. Öðrum finnst gott að vaka fram eftir á kvöldin. Mér finnst afskaplega gott að fara snemma að sofa. Ég á þó í talsverðum erfiðleikum með að sofna á kvöldin því að það heyrist svo hátt í vekjaraklukkunni minni. Eitt sinn var ort í skóla: Aö vakna seint á morgnana stundum hendir hal, ef hefur hann í draumi, mikið haft að gera viö að kanna kve n naval og kyssa svona i laumi. En þegar hjallan hringir þá hugur kælist minn. og hurðir aftur detta, ef þá er ekki mættur veslings vinurinn sem var aó dreyma þetta. Og þegar b.vrjar kennsla kladdinn hrósar mér, hve kænn ég sé í anda, er hann hefur litið á síðurnar í sér og séð mig þar að vánda. Því ég mun alltaf vera efst í þuga hans, það hjarta hans kætir. Ég er dularfulla essið í draumi hins unga manns og ég dey ef hann mætir. Einn kunningi minn er afskaplega varkár. Hann er einhleypur en keypti sér um daginn tvíbreiðan syefnsófa af ótta við það að hann fitnaði kannski einhvern tíma. Fyrir um það bil ári var ég eitt- hundrað og tvö kíló að þyngd. Mér fannst þetta afskaplega óþægilegt. Eg mæddist til dæmis mjög mikið þegar'ég gekk niður stiga. Þar að auki var úti- lokað- að ég gæti reimað skóna mína hjálparlaust. Eg sá að við svo búið mátti ekki standa. Eg varð að gera eitthvað róttækt í málinu svo að ég ke.vpti mér gúmmístígvél. Sólin er farin veg allrar veraldar, en vegur allrar veraldar verður þó aldrei genginn i sólskini. Ljóð á laugardegi Þegar eg var að tata um landhelgis- málið við ömmu mína um daginn sagði hún aðeins: „Drukknandi manni er bezt að synda.” Bretar eru ekki á breska siði sparir. En Bretar hafa þekkst á mannasiðunum. Þeir hamast við að veiða hérna daga og nætur og hegða sér eins og séntilmenn á miðunum. Þeir hífa strax inn trollið ef Týs þeir verða varir, það vott ber um hve vel þeir eru siðaðir. Og á því svæði sem þeir veiða er ekki neitt að óttast, því á því munu allir þorskar friðaðir. Eg hitti varaalþingismann um daginn og spurði hann hvort hann ætlaði ekki að fara að taka sæti á Alþingi. Hann svaraði því til að sætin á Alþingi væru orðin svo gömul að það borgaði sig ekki að taka þau. Hins vegar sagði hann að sér væri vel við stóla því að þeir kæmu oft i veg f.vrir að hann settist á gólfið. A Alþingi er ógnar gott að vera því að Alþingi er fremur góður staður. Á Alþingi þarf einn að kunna sið, og þá alþingismenn ég eins og fleiri styð sem eru aldrei við. Svo ég snúi mér að öðru þá er íbúðin mín svo lítil að þegar fólk kemur hingað og ég fer að sýna því hana segir það gjarnan: „Þetta er nú ágætis hol, en hvar er íbúðin.” Um daginn kom hingað frændi minn norðan af landi. Þar sem ég var orðinn leiður á áðurnefndum brandara sýndi ég honum íbúðina ekki, en gat um það helsta sem prýddi hana. Ég sagði honum til dæmis að baðið væri allt flísa'lagt. Þegar líða tók á kvöldið sá ég að þessi frændi minn fór að iða dálítið ískyggi- lega í sæti sínu. Ég spurði hann hvort eitthvað væri að. Ekkert sérstakt sagði hann. En ég þyrfti eiginlega að fara á salerni, en ég þori það ekki. Ég spurði hann hvernig stæði á því. Hann sagðist vera svo hræddur um að fá flís í sig. Eitt sinn kom maður inn á salerni á Akureyri þar sem seldur var ýmiss konar varningur. Hann sagði við sal- ernisvörðinn. He.vröu vinur viltu tvo „Wellingtona ” ljá mér? Fyrir krónu kúka ég svo kannski bráðum hjá þér. Þegar ég var ungur hugsaði ég mest um að elska. Núna elska ég mest að hugsa. Eg segi við son minn: Skreyttu ekki leiði mitt með blómum. Ra>ktaðu heldur á þvi kartöflur. Bjóddu siðan vinum þinum til veislu og segðu við þá: Gjörið þið svo vel, má ekki bjóða ykkur að bragða á honum föður mínum. Þátturinn verður ekki lengri að þessu sinni. en liann verður heldur ekki styttri. Ben. Ax.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.