Dagblaðið - 30.04.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 30.04.1976, Blaðsíða 1
2. ARG. — FÖSTUDAGÚR 30. APRÍL 1976 — 94. TBL. RITSTJÖRN SÍÐUMÚLA 12, SÍMI 83322, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2, SlMI 2702 „ER EKKIFARINN UR MNGFIOKKNUM ENN" — segir Albert Guðmundsson, sem gekk af fundi í þingf lokki sjálfstœðismanna — Sjá baksíðu Veiði- og fiskirœktarráð Reykjavíkur: GEGN SMÁBÁTAHÖFN VIÐ GRAFARVOGINN „Viö teljum að verði smábátahöfn gerð við Grafar- vog, eins og fyrirhugað er, kunni laxinum í Elliðaánum að stafa hætta af því í framtíð- inni,’’sagði Jakob V. Hafstein vatnalíffræðingur í viðtali við DB, en hann á sæti í veiði- og fiskiræktarráði. Hönnun hafnarinnar er nú að mestu lokið og var hugmyndin send ráðinu til umsagnar. Að sögn Jakobs leggst ráðið gegn hugmyndinni og mælir með að höfninni verði fundinn annar staður í landi borgarinnar. Jakob sagði a'ð saumað væri að Elliðaánum úr öllum áttum smátt og smátt og væri þessi höfn ef til vill ekki versti óvinurinn þar sem í hugmynd- unum væri gert ráð fyrir ströngum reglum um siglingar báta inn og út voginn. Hins vegar væri gert ráð fyrir við- gerðaraðstöðu og þar sem bát- arnir væru einnig vélknúnir, væri alltaf hætta á olíumengun, sem kynni að hafa áhrif á lax- inn. Eftir því sem blaðið kemst næst, hefur borgarráð ekki fjallað um málið eftir að þessi umsögn barst. —G.S Dauðaslys íGrindavík: Maður fyrir vörubif reið — sjónarvottar engir að slysinu Dauoaslys varo 1 tlrindavik í gærmorgun um hálftíuleytið. 54 ára gamall Hafnfirðingur, Ingibergur Guðmundsson. varð fyrir vörubifreið og beið bana svo til samstundis. Ingibergur var að vinna við hitaveituframkvæmdir við Staðarhraun i Gnndavik er slysið átti sér >lað. Vörubif- reiðin var að losa sand i götuna og varð Ingibergur f.vrir hrúgunni og afturhjölum bif- reiðarinnar. Engin vitni voru að slysimi. nema hvað bil- sljórinn sá logiberg strax er hann ateig .11 úr bílnum til að kanna hvernig losunin hefði gengið. lngibergur Guðmundsson var f:eddiir árið 1922. Hann hetur eftir sig konu og nokkur börn. -ÁT- Launþegar halda 1. maí hátíðlegan að vanda. Pa varpa menn frá sér dagsins önn og fara í betri fötin, fara i kröfugöngu og gera sér giaðan dag eftir föngum. Mvndin er tekin niðri við höfn þar sem hafnarverkamenn voru að krækja á síldartunnur — og síðan er híft og slakað eins og gengur. EKKIFULL EINING UM 1. MAÍ „Til þess að samstarf geti tekizt um 1. maihátiðahöldin. þýðir ekki að ke.vra allt niður i krafti atkvæðamagns,” sagði Bjarni Felixson í viðtali við Dagblaðið. Hann er fulltrúi VR í 1. mai-nefndinni. sem er kjör- in af Fulltrúaráði verkalýðs- félaganna í Revkjavík. „Hér er um að ræða öll atriði hátíða- haldanna. enda verða þau ekki slitin út tengslum hvert við annað." sagði Bjarni Hann kvað Alþýðuflokksmennina í nefnd- inni hafa verið tvístígandi. ýmist setið hjá eða greitt at- kvæði með Alþýðubandalags- mönnum. Aðalmálin sem fjallað er um at 1. maí-nefndinni, hafa long- um verið þessi: Útifundurinn þar með talinn aðalræðumaður eða ræðumenn. val fundar- stjóra og dagskrá og loks Á- varpið. Aðalræðumaðurinn á útifundinum er Björn Jónsson. forseti ASÍ. en fundarstjóri verður Eðvarð Sigurðsson. form Dagsbrúnar. Auk Björns flytja ávörp fulltrúar BSRB pg Iðnnemasambandsins. Bjarni sagði að þar sem fulltrúar Alþýðubandalagsins hefðu troðið allar tillögur sínar. meðal annars um ræðumann með Birni Jónssyni. hefði hann ekki getað skrifað undir Ávarp I.mai hátíðahaldanna. BS Ekkert blað á morgun 1. maí Dagblaðið kemur ekki út á morgun, 1. maí, og því er fasta- efni laugardagsblaðsins í blaðinu í dag. Er blaðið því stærra en venjulega eða 28 síður. Bridge er á bls. 12, Háaloft, og Krummaber á bls. 13, Krossgátan og Orðarugl á bls. 16, Skák- og vísnaþáttur á bls. 17 og útvarps- og sjónvarpsum- sagnir eru á bls. 24, 25, 26 og 27. Glœpofaraldur genguryfir fsland. Hver eru áhrif sjónvarpsins? Umþað fjallar Páll Bergþórsson veðurf rœðingur í kjallaragrein bls. 10-11 „Telþað fóðureitrun sem þeir kalla vanfóðrun" Sjá baksíðu MMBLABIÐ Dagblaðið hefur tekið upp nýja þjónustu við auglýsendur blaðsins. Er hún fólgin í því að í Þverholti 2 ern veittar leið- beiningar um almenn bílavið- skipti. Prentaðar leiðbeiningar liggja frammi um allan frá- gang skjala varðandi kaup og sölu. Þar fá menn eyðublöð fyrir afsal og sölutilkynningu. Bílaviðskipti

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.