Dagblaðið - 30.04.1976, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 30.04.1976, Blaðsíða 28
„ER EKKIFARINN ÚR HNGFLOKKNUM ENN" — segir Albert Guðmundsson, sem gekk af þingf lokksf undi Sjálf stœðisf lokksins Albert Guðmundsson, þing- maður Reykvíkinga, yfirgaf þingflokksfund ojálfstæðis- manna sl. miðvikudag með þeim ummælum að hann gæti ekki sagt fyrir um það hvenær hann sæti slíkan fund aftur. Dagblaðið spurði Albert Guðmundsson' þess, hvort þetta þýddi, að hann hefði sagt sig úr þingflokknum. „Til þess hefur ekki komið enn,” sagði Albert, en vildi ekki að öðru leyti tjá sig um fundinn. t snörpum umræðum utan dagskrár i efri deild Alþingis í fyrradag um samningana við Vestur-Þjöðverja sagði Albert Guðmundsson, að hann teldi ófyrirgefanlegt af ríkis- stjórninni að nota ekkert af þeim vopnum, sem hún hefði i höndum. Hann kvaðst á sínum tíma hafa lagi áherzlu á, að bókun 6 kæmi lil framkvæmda um leið og samningarnir voru undirritaðir. „Það var ekki grundvöllur f.vrir þvi á þeim tíma. Eg tjáði þessum samningum mitt lið, þrátt fyrir það, vegna þess að það hvarflaði ekki að mér eitt augnablik. að kæmi þessi bókun 6 ekki til framkvæmda innan þessara 5 mánaða, sém samningstímabilið náði yfir, þá yrðu þessir samningar áfram í gildi.” Albert lýsti vonbrigðum með, að forsætisráðherra, Geir Hallgrímsson, skyldi mæla fyrir því, að við ættum nú að bíða eftir skýrslu vestur-þýzku stjórnarinnar um, hvað henni hefði orðið ágengt i viðleitni sinni til að fá bókun 6 tekna til framkvæmda. Minnti Albert á bréf, sem utanríkisráðherra hafði skrifað varautanríkis- ráðherra V-Þýzkalands, þar sem segir m.a.: „Rikisstjórn íslands væntir þess að fá upplýsingar jafn- óðum um viðleitni ríkisstjórnar Sambandslýðveldisins Þýzka- lands í þessu efni.” ,,Ef íslenzka ríkisstjórnin hefur ekki lengið að fvlgjast með málum og málaleitan þýzku rikisstjórnarinnar jafnóðum, eins og fram kemur í þessu bréfi, þá hefur eitthvað farið úrskeiðis og vantar eitthvað í myndina. Hér stendur í þessu bréfi, að ríkisstj. Isl. vænti þess að fá upplýsingar jafnóðum. Og á lokastundu bíðum við eftir því að fá að vita, hvað hefur skeð. Þetta eru vinnubrögð, serh ég get hreinlega ekki sætt mig við,” sagði Albert Guðmunds- son. A þingflokksfundi.sem haldinn var að loknum þessum umræðum, veittist Guðmundur H. Garðarsson. alþm. harkalega að Albert fyrir af- stöðu hans. Guðmundur kvaðst ekkert skulda Albert og væri því ekki hræddur við hann. Mun Albert hafa talið að slík ummæli væru utan við efnisat- riði málsins, sem um var rætt, enda ekki auðskilin án frekari skýringa. Kvaðst Albert ekki sitja undir slíkum ræðum og gekk af fundi þingfl.. en fundurinn hélt áfram af engu minni hörku en áður. -BS- Engin nagkidekk eftir 1. maí: Munum fylgja því strangt ef tir nú — segir Óskor Ólason yfirlögregluþjónn „Við verðum mun harðari nú en áður í að framfylgja því að menn skipti yfir á sumarhjól- barða fyrir 1. maí og eftir þann dag verður strangt eftirlit haft með því,” sagði Óskar Ólason yfirlögregluþjónn í morgun. Hann sagði að lögreglan hefði yfirleitt verið liðleg við menn, sem teknir voru á nagladekkj- um eftir 1. maí og gefið þeim kost á að mæta daginn eftir á sumardekkjum, en misnotkun manna hafi leitt til þess að það sé ekki lengur hægt. Nú verða bílar stöðvaðir og færðir í port lögreglustöðvarinnar, en eig- endum gefinn kostur á að sækja sumardekkin og skipta um á staðnum. Þetta verður fyrst um sinn en síðan verður’ sektum beitt. Það var greinilegt á hjól- barðaverkstæðunum í morgun að menn. eru almennt lög- hlýðnir, því þar voru biðraðir bíla og mikill handagangur í öskjunni við dekkjaskiptingar. —G.S. Mynd: Bjarnleifur „Ég er nú sóttur við Guð og meim" — segir Björn á Löngumýri, sem mun tvíbaða f é sitt „Ég er nú sáttur við Guð og menn og fer norður í dag,” sagði Björn Pálsson bóndi á Ytri-Löngumýri í viðtali við DB í morgun, en hann var þá staddur á Hótel Borg. Björn vildi ekki fjölyrða um málið, en sagði að ákvörðun Halldórs E. Sigurðssonar frá í gærmorgun væri að lögum og myndi hann fara eftir þeim, „maður brýtur ekki lög”, sagði hann. Björn sagði að ekki væri kláðavottur í fé sínu og dró í efa að kláðamaur hafi fundizt á kind frá honum í sláturhúsinu á Blönduósi sl. haust, en þrátt fyrir það myndi hann halda tví- böðun áfram, sem hann sagðist þrátt fyrir allt vera kominn langt með. Björn ræddi við land- búnaðarráðherra i gær, vegna ákvörðunar síðarnefnda, en ekki vildí Björn tíunda nánar hvað hafi falizt í henni, málinu væri lokið. —G.S Irfálst, úháð dagblað EÓSTUDAGUR 30. APRÍL 1976. USA: Fiskblokk hœkkar Karfinn kominn í sama verð og þorskurinn Fiskblokk á Bandaríkja- markaði hefur nú hækkað um 7 til 8% og þannig hefur þorsk- og ýsublokkin hækkað um 5 cent og eru nú í 75 centum blokkin, en blokkin er enskt pund. Þá hefur það gerzt að karfa- blokkin er komin upp í sama verð, en það hefur ekki gerzt óralengi, ef þá nokkurn- tímann. Ekki er á þessu stigi unnt að segja til um hvort hér er um tímabundna sveiflu að ræða eða mark- vissan stíganda eins og í hinum flokkunum. Þá er steinbítsblokkin einnig komin í 75 cent og ufsablokkin hækkaði úr 46 centum í 52 cent. Skv. upp- lýsingum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna urðu þessar hækkanir fyrir tveim dögum. Þess má geta að lokum að blokkarsala okkar til Bandaríkjanna mun nema 20 til 25% heildar fisksölu okkar þangað. —G.S. Everton í brotojárn — dólgshœttinum á íslandsmiðum lokið Brezki togarinn Everton mun ekki framar angra ís- lenzku landhelgizgæzluna því fyrr í mánuðinum yar hann seldur í brotajárn og er nú byrjað að rífa hann. Everton var 18 ára gamall gufutogari. eða yngri en margir dísiltogarar, og 884 tonn að stærð. Everton var gerður út í Grimsby og hefur mikið komið við sögu á ís- landsmiðum vegna land- helgisbrota. —G.S. Lilja setti íslandsmet í Svíþjóð Lilja Guðmundsdóttir, hlaupakonan góðkunna í ÍR, hljóp 1500 rnetra á 4:32.0 mín. á móti í Svíþjóð nú fyrr í vikunni. Það er tveintur sekúndum botra en íslandsmet hennar á vegalengdinni — og hún nálgast nú mjög ólympíulágmarkið á vegalengdinni. EG TEL bAn FnnilRFITP IIN sFIUI — sagði bóndinn f w í Fíf Iholti í viðtali ÞEIR VI SU KALLA VANFI >ÐRUN við Dagblaðið „Það sem dýralæknir og ráðunautur nú kalla vanfóðrun, tel ég vera fóðureitrun eða ein- hverja aðra pest. Eg tel veikina stafa af lélegum heyjum, m.a. heyjum sem ég keypti frá Tannastöðum,” sagði Baldur Stefánsson bóndi í Fíflholti i Borgarfirði í viðtali við blaðið. Fé hans var að úrskurði full- trúa sýslumanns flutt frá heimahögum sínum á laugar- dag fyrir páska og ástæðan sögð: „vanfóðrun”. „Eitt vil ég leiðrétta i frétt Dagblaösins i gær,” sagði Baldur. „Upp á bilana voru taldar 194 ær en ekki 150 eins og þið sögðuð, og skilja mátti að margar hefðu horfiö á einhvern hátt.Hér voru 224 sauðkindur i húsum í vetur, þar af um 30 hrútar og gemlingar. Þrjár kindur voru skotnar, en ekki þegar átti að flytja þær, heldur fvrr. Þau er fullkomið samræmi milli Ijólda ánna sem brott voru fluttar og skattframtals- ins.” Baldur ságði aö hey hefðu veriö slæm. Sauðféð fékk sömu gjiif og fvrri ár og 200 griimm jif fóðurblöndu á dag að auki. „Eg varð aldrei heylaus og aldrei skorti fóðurblöndu. Ekki sýkt- ust nema um 50 kindur. Þær voru hafðar sér og fylgdist ráðunautur með þeim og fóður- blöndugjöf til þeirra. Dýra- læknir sá aldrei allar ntínar kindur. aðeins þær sjúku. Vi'ik- in hefur staðið stuttan tíma. Dýralæknir og ráðunautar komu og skoðuöu bústofninn. í fjósi eru 25 kýr. Þeim gáfu þeir beztu meðmæli og kváðu þær betur útlítandi en víðast gerðist i héraðinu. að sögn Baldurs. En er ráðunautur fylgdist með sjúkti ánum gaf liann Balilri bónila í skyn að færi hann ekki í einu og öllu eftir fyrirmælum, yrði hann dæmdur frá skepnu- haldi eins og bóndinn að Hey- nesi. Laugardag fyrir páska var ég kvaddur til sýslumanns. llann mæltist til að ég le.vfði brott- flutning fjárins. Eg hef ekki amast við því. Féð er i góðs manns höndum að Hömrum. Eg tel hins vegar að betrta hefði verið að féð væri heima. Þeir hefðu átt að hjálpa ntér til að finna orsök eitrunarinnar og með útibeit i blíðu síðustu daga má ætla að féð hefði náö sér,” sagði Baldur. „A h:e hér i nágrenninu drápust um 20 kindur í vetur og kýr voru í hættu. Þar var ekk- ert aðhafzt af vfirvöldum. Ég hef verið bóndi hér síðan 1943 eða i 33 ár og var þar áður í sveit. Aldrei hefur nokkuð slíkt hent fé i mínum meðför- um. Trúi þvi hversem villað nú allt í einu eigi sér stað vanfóðr- ttn á fé minu at' kæruleysi. Hey og fóðurblöndu hefur ekki skort. En það er eitthvað að ef fóöriö ekki nytist skepnunum.” Baldur Stefánsson er 57 ára og býr i Fíflholti ásamt konu sinni og 22 ára syni. —ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.