Dagblaðið - 30.04.1976, Blaðsíða 12
12
r
DACBLAUIÐ. KÓSTUDACUK :i(). APRIL 1976.
" | [ Pétur
% 1 1 „kafteinn"
,fcl P l ... i Kristjárisson:
n
Paradís setti
:/#
„Er ekki bezt að segja alveg
eins og er: Mér voru settir
úrslitakostir.Ef ég hefði ekki
hætt sjálfur, hefði ég verið
rekinn úr Paradís.”
Það var Pétur „kafteinn”
Kristjánsson sem sagði þetta í
samtali við poppsíðu blaðsins.
Hann hélt áfram: „Það er því
rétt, sem Gunnar Hermannsson
sagði í viðtalinu við Dagblaðið,
að við höfðum allir gert okkur
grein fyrir því, að það var óum-
flýjanlegt að ég hætti í hljóm-
sveitinni. Sem betur fer er
þetta allt í góðum vinskap.”
Kaptain Pétur: kem á óvart.
Að neðan: á glaðri stund með
Paradís.
Pétur segir það ekki
hafa komið sér sérlega á óvart
þótt félagar hans í Paradís
hefðu ákveðið að slíta samstarf-
inu. „Eg átti meira og minna
von því, einkum undanfarna
daga. Ég trúi því að þegar talað
var um það um daginn, að ég
væri að fara úr hljómsveitinni,
þá hafi þeir ekkert verið búnir
að ræða það sín á milli eins og
' þeirsegja.En ég get ekki sagt að
ég sjái eftir Paradís. Þetta var
mjög skemmtilegt á meðan það
var, en nú tekur annað við.”
„Kafteinninn” kvað það
rangt, að þegar væri ákveðið að
hann gengi til liðs við Dínamít
Herberts Guðmundssonar.
„Það var ekki fyrr en seint á
mánudagskvöldið að Herbert
náði í mig, og ég hef ekki einu
sinni „tekið í” með þeim ennþá,
hvað þá annað. Það er hins
vegar ekki ólíklegt að við
Ragnar Sigurðsson, sem var
gítaristi í Paradis á undan
Björgvin gerum eitthvað
saman.”
Ragnar hefur að undanförnu
æft með Dínamít en hikað við
að ganga í hljómsveitina, lík-
lega vegna þess að hann vill
gera á Dínamít „nokkrar breyt-
ingar” áður. Og Dínamít vantar
píanóleikára í stað Nikulásar
Róbertssonar sem tók sæti
„kafteinsins” í Paradís.
„Annars er ég himinlifandi
yfir vorinu þessa dagana,”
sagði Pétur Kristjánsson.
„Þetta var þungur vetur. Eg
held örugglega áfram, enda var
ég ekki að spila þá músík, sem
mig langar mest til að spila. Ég
held að enginn í Paradís hafi
gert það eða sé að gera það.
Mest langar mig náttúrlega að
Smmsahbimm
Enn ein barnaplatan er komin á markaðinn og í þetta sinn með 10
ára gamalli söngkonu Ruth Rcginalds. Þetta eru ekki fyrstu
afskipti Ruthar af plötumálum, því að hún söng hlutverk Róberts
bangsa (í báðum útgáíunum) á sínum tima.
Á þessari plötu, sem ber nafnið Simmsalabimm, syngur Ruth
ellefu lög. Vignir Bergmann og Finnbogi Kjartansson eigaeitt lag
hvor, Gylfi Ægisson þrjú, Guðjón Matthíasson harmónikkuleikari
eitt lag, Magnús Kjartansson tvö og þrjú eru erlend. Textar eru
flestir eftir Þorstein Eggertsson. Upptökunni stjórnaði Finnbogi
Kjartansson.
Plata þessi, sem hljómplötuútgáfan Júdas gefur út, mun nú vera
komin í flestar verzlanir á Reykjavíkursvæðinu. Fyrsta upplag
hennar er 1.500 eintök.
Næsta plata frá Júdasarútgáfunni kemurúl í næstu viku. Hún er
með Sigrúnu Harðardóttur. -ÁT-
23 AF HUNDRAÐ EFSTU
LÖGUNUM MEÐ BEATLES
Beatles hafa verið eodur-
reistir á stórkostlegan hátt á
enska hljómplötumarkaðinum.
Góð, gömul lög, eins og Yester-
day. Hey Jude, Paperback
Writer og Get Back, eru nú
meðal 25 mest seldu laganna i
Englandi.
Lög þessi hafa nýlega verið
endurútgefin af
hljómplötufyrirtækinu EMI,
sem mörg undanfarin ár hefur
fengið þúsundir af bréfum frá
aðdáendum Bítlanna. Allir
báðu þeir um fleiri plötur með
hljómsveitinni á markað og það
þótti hljómplötufyrirtækinu
ágæt hugmynd.
Fyrst létu þeir gera litla
plötu með laginu Yesterda.v,
sem alltaf hefur verið á stórri
plötu og settu saman í pakka
allár litlu plötur Bítlanna og
salan hefur verið gífurleg.
Bítlalög eru einnig ofarlega á
lista í Evrópu og í mörgum
tilfellum er bítillinn íyrrum,
Paul McCartney í samkeppni
við sjálfan sig, með lög af
hljómplötum hljómsveitar
sinnar, Wings.
Gulldrengir á gullæöisarum: Nú malar kvörnin a ny.
Eins og fram kemur annars
staðar í þættinum þá lauk
Butlerstvimenningnum hjá
Bridgefélagi Reykjavíkur sl.
miðvikudag meó sigri
Ásmundar Pálssonar og Hjalta
Elíassonar.
Þeir fóru frekar rólega af
stað en tóku mjög góða skor í
síðustu tveim umferðunum og
fóru upp fyrir Símon Símonar-
son og Stefán Guðjohnsen, sem
höfðu verið í eöa við efsta sætið
alla keppnina. Hér kemur þá
eitt spil sem Ásmundur Páls-
son spilaði. Sagnir gengu.
Ásmundur Hjalti
Suður Vestur Norður Austur
1 hjarta pass 2 hjörtu pass
4 hjörtu dobl pass pass
redobl
Þú ert að spila fjögur hjörtu
redobluð í suður og út kemur
laufasex. Hvernig spilar þú
.spilið?
Ásmundur og Hjalti sigur-
vegarar hjó Bridgefélaginu
Þú átt þetta.
4 4
V A75
♦ KG65
4 G10954
4
V
♦
4
A10732
K10875
enginn
AK8
Þetta er eitt af þeim spilum
sem verður að reikna með að
liggi mjög illa, það er að segja
aó trompin liggi fimrn og núll.
Ásmundur lét laufagosa frá
blindunijdrottning frá austri og
drap á ás.
Ásmundur spilaði laufa-
kóng og meira laufi, sem
vestur trompar og spilar út
spaðadrottningu. Hún var drep-
Jiirgen Lindquisl og Jan Wolilin.
áður — en l.indquisl er i hópi
spilað á l'ivrópumótum.
Þeir hal'a ekki mikið spilað saman
bezlu yngri spilara Svía og hefur
Enn sigror
Wohlin í Svíþjóð
Jan Wohiin, frægasti spilari
Svía síðustu áratugina, varð
enn einu sinni sænskur
meislari i bridge um siðustu
helgi. Þá sigraði liann í tví-
menningskeppni samska
meistaramótsins ásamt Jörgen
Lindquisl. Spilað var í Örebro
og Wohlin og Lindquist náðu
snemma forustu, sem þeir
héldu til loka — én kcppninni
lauk á sunnudag.
Þeir eru báðir l'rá Slokk-
hólmi og hlulu 1261 slig. 1 öðru
sadi urðu Kjell Andersson
og Tomas Magnusson með 4159
stig og i ,!ja saMi Birgitta Lars-
son og Karl I.arsson með 112.'!
stig.
in á ás spaði trompaður í blind-
um, tígull trompaður heim og
spaði trompaður. Nú spilaði
Ásmundur laufi frá blindum og
gaf niður spaða, sem vestur
trompar og hann hreinlega
gafst upp, því spilið er unnið,
og spilaði út tígulás.
Svona var spilið.
Nobbub
* 4
Á75
0 KG65
* G10954
Vestub Austub
♦ DG6 * K985
S? DG964 V' ekkert
0 ÁD3 0 1098742
* 76 . * D32
SlIÐUR
* Á10732
V K10875
O enginn
*ÁK8
Að vinna fjögur hjörtu
redobluð gaf stóra og fallega
tölu og var ein af skrautfjöðr-
um Asmundar og Hjalta.
Fró Bridgefélagi
Reykjavíkur
Síðasta umferöin í Bullers
tvíinenningskeppni Bridge-
l'élags Reykjavikur f'ór fram sl.
miðvikudag. Urslit urðu þessi.
1. Ásmundur Pálsson —
Hjalti Elíasson 448 stig
2. Símon Símonarson —
Stefán Guðjohnsen 443 stig
3. Lárus Hermannsson —
Ólafur Lárusson 419stig
4. Guðmundur Arnarsson —
Jón Baldursson 413 stig
5. Guðmundur Pétursson —
Karl Sigurhjartars. 406 stig
6. Bragi Erlendsson —
Ríkharður Steinbergs.
404 stig
Næsta keppni félagsins er
,,Board-a-match" eða hvert spil
er leikur og eru gefin stig fýrir
hvert einstakt spil. Þetta er
sveitakeppni.
Kópavogsmót
Ákveðið hefur verið að halda
Kópavogsmót í tvimenning í
maí. Spilað verður um helgi og
eru menn beðnir um að láta
skrá sig hið fyrsta hjá félögun-
uni í Kópavogi.
Þetta mun verða fyrst'a mótið
sinnar tegundar i Kópavogi. og
eru spilarar eindregið hvattir
til að vera með og stuðla að
bættum félagsskap og aukinni
keppni milli para. Þátttöku-
gjaldi er stillt mjög i hóf.
Ef' nægileg þátttaka fæst mun
í framtiðinni verða mikið um