Dagblaðið - 12.10.1976, Side 3

Dagblaðið - 12.10.1976, Side 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÖBER 1976. 3 Útvarpið himnasending en sjónvarpið hef ndargjöf Haraldur Guðnason bóka- vörður í Vesfmar.waeyjum skrifar: Sumar ríkisfjölmiðlunar fer senn að telja út annó ’76. Imbakassinn var lokaður vegna setuverkfalls. Lifi heimilis- friðurinn! Þrautpíndir skatt- borgarar hörmuou sína missu í Mogganum og ólu starfsfólki nægtir. Gamla sagan að hengja bakara fyrir smið. — Otvarpið okkar — sem sumir kalla hljóð- varp — flytur okkur þá fréttir og fræðslu, eins og það hefur gert í 46 ár. Þegar útvarpið kom varð mikil gleði um allt Island. Það var „himnasending” en sjón- varpið hefndargjöf — eins og það er rekið sem lélegt afþreyingartæki mestpart. — I júlímánuði ár hvert fær út- varpið sinn gamla heiðurssess og minnir á horfna velmaktar- daga. En þá er illt að sætta sig við að bezti hlustunartíminn, kl. 7—8 virðist ætlaður til at- vinnubóta heimsfrelsurum og misheppnuðum skemmtimönn- um. Fjaðrafokið átti að vera til skemmtunar landslýðnum, en húmorinn flaug víst fjaðralaus — framhjá flestum. Það er ekki öllum hent að semja skemmti- þætti, en tókst þó Matthilding- um. Þá tókst heldur báglega til með Orðabelginn Hannesar. Einstefnumenn til hægri eru andlegir bræður Rússakomma. Þetta er elnhver ótjálgun í sálarlífinu, fyrirbæri frá kalda- stríðsárunum. Einhvern tíma sagði Moggi, að Ríkisútvarpið hefði góðar taugar til þeirra sem hafa við bólgur að stríða í sálinni og þurfi að losna við ýmislegt sem þar hafi safnazt fyrir. Þistla-piltar aka veginn til vinstri, en koma víðar við og stinga á ýmsum kýlum. Þeir vöktu t.d. athygli á því, að verkalýðssamtök ísl. gangast fyrir ferðum til fasistarikisins Spánar. Svar talsmanns ASÍ var lítið sannfærandi. Spánn 'virðist vera hið fyrirheitna land fleiri en Solsjenitsins. — íþróttafjas í útvarpi og sjón- varpi tröllríður svo þessum fjöl- miðlum, að jafnvei fastir þættir um annað efni verða að þoka. Eru þó 4—8 síður í dagblöðum um sama efni. Eftir OL tók steininn úr. Það er nú munur að fá að sjá þessar super- stjörnur koma í mark, sumar nær dauða en lífi, jafnvel slengja sér á grúfu við mark yfirkomnir af ómennskri árevnslu. Mikið er það úthald Ástu R. og Hjalta að hrista fram úr erm- inni 4 klukkustunda þátt hvern laugardag. svo og þolin- mæði hlustenaa. Margt er skemmtilegt í þessum þáttum, en öllu má ofbjóða, en kannski eru svona maraþonþættir það sem koma skal. Páll Heiðar er góður útvarps- maður, en þessi vikuspegill hans mætti nú fara að missa sig um sinn. Sumir viðmælendur hans hafa verið óþarflega sjálf- umglaðir, hemja ekki andríkið. Kannski eru mennirnir með bólgur í sálarlífinu. Oft sýnist þetta fólk valið þannig, að einn er íhaldssinnaður (sjálfstfl. eða Framsókn), annar einhvers konar vinstrimaður og sá þriðji pólitískur utanveltu bísefi. Ærið oft hefur Páll stjórn- andi orðið að veifa refsivendi 3. gr. útvarpslaga framan í ýmsa óstýriláta og málglaða menn. En „krosstré bregðast eins og aðrir raftar.” Páli blessuðum varð h’ált á braut lögmálsins þegar hann leiddi nokkra hrokafulla einstefnumenn fram á sviðið og lét þá „blása út“. Þetta voru mennirnir sem sáu þau ein úrræði í virkjunar- málum norðanlands að færa í kaf stóran hluta Laxárdals, án þess að spyrja kóng né prest. í gamla daga þótti vont verk að vekja upp drauga. Páll vakti upp draug sem búið var að kveða niður.Hann réð svo ekki við uppvakninga sína, er létu dólgslega sem slíkra var háttur áður fyrr. Hafa líklega ekki áttað sig á, að þeir voru ekki lengur á sínu fyrra tilveruplani í orkumálum. — En ekki vantaði, að þeir hefðu leyst flest eða öll vandamál, hefðu þeir mátt ráða. Ekki nefndi orkumálastj. þó að því sinni það snjallræði sitt, að geyma vélar við Kröflu á 7 metra háum súlum, svo hraunrennsli yrði þeim ekki að skaða. Það hefði ekki verið ónýtt að vita þetta þegar gaus á Heimaey. — Varla ljúka starfsmenn Ríkisútvarps svo sundur munni. sérílagi þeir í hærri •stöðunum að þeir ei upphefji kveinstafi vegna peningaleysis stofnunarinnar. Og við sem hlustum fyllumst samúð, en finnst kannski í einfeldni okkar, að eitthvað mætti nú spara. Dæmi: Fréttamenn á samkundu SÞ óþarfir og á ýmsum þingum öðrum. Viðtöl við ábúðarfulla menn (veizlu- þreytta?), er segja ekkert sem máli skiptir. Hvað borgar Utvarpið á ári fyrir það að láta fótmennta- menn velja danslagaplötur. yfirleitt leiðinlegar, í stað þess að starfsfólkið annist þetta verk? Hvað kostaði að senda sex manna fréttalið á OL í Montreal? Bendir það til sárrar fátæktar stofnunarinnar, að hún hafði ráð á að rétta fjórum yfirmönnum deilda milljón (4 litsjónvarpstæki)? Eða voru það e.t.v. innflytjendur tækj- anna sem gáfu? Litasjónvarp er nú hin mikla hugsjón. Þó austfirzkir sjái ekki annað en drauga og eldglæringar í tívium sínum — ef þeir þá sjá nokkuð — heimturn við lita- sjónvarp, halelúja, smygluð ef ekki vill betur. Og Kristján og Haukur fá ómældar skammir, ef ekki hrokafullar ákúrur frá handhöfum dómsvalds, fyrir það eitt að vilja hanka smygl- arana, sem Rvíkurblöðin segja að hlaupi milli húsa með imba- kassana. Ur því ég nefndi sjónvarpið: Þökk fyrir samtalsþætti við Halldór Laxness. Hefði þó viljað að svo sem einn lesenaa, Halldórs, úr peim stóra hóp sem lærðir menn kalla almúgá, hefði mátt spjalla við skáldið, og þá fækkað um einn bókmennta- fræðing. Sumir þeirra eru nú svolítið „vindþurrkaðir” eins og málfræöingarmr. Skáldið klykkti út með því að líklega tryðu íslendingar á bfl- inn. Liklega hefur mörgu verið meira logið, og þetta gera fleiri þjóðir. í norsku blaði las ég lítið ljóð, einskonar trúarjátning uppá velferðarþjóðfélagið; það byrjar svona: Jæja, og nú ætlar Markús örn að reisa „frjálsa útvarps- stöð“ ef hann fær leyfi til þess. „Aldrei var því um Álftanes spáð...“. Er þá Rikisutvarpið okkar ófrjálst eftir allt saman, með sjálfa æðstu stjórn valda í skiptifjöru flokkalýðræðisins og Þórarinn formaðurinn? Haraldur Guðnason bókavörður, Vestmannaeyjum Sjónvarpsstarfsmenn lögðu niður vinnu fyrir skömmu vegna óánægju með launamál, og Voru þeir ófáir sem ekki treeuðu sjónvarpsleysið. Myndin sýnir starfsmann yfirgefa útsendingar klefa sjónvarpsins. Fader Vár! Du som er höy levestandard. Ilellige bilen og alle andre status-symbol. Kom Mammon! Og gjör oss rike. Skje prestisjens vilje i himmelen — og voldsmaktens vilje pá jorden. Giv oss idag vár olje og bensin. Og forlatossvár skyld for industrien — som industiáen forlater oss til pesten og döden. La de skriftlærde lede oss með lögnen — bort fra sannheten og livet. Hermennirnir njóta að sjólfsðgðu forrétt inda hjó kvenfólkinu sem annars staðar Helgi skrifar: Lilli „hernámsandstæð- ingur" sem skrifaði i Dag- blaðiö fyrir nokkru hélt svo á máli sínu að fremur mætti ætla að hann væri hernámsunnandi en andstæðingur. Verndun íslenzkra kvenna er auðvitað engu síður sjálfsögð en vernd- un allrar ísl. bióðarinnar og landsins og menningu gegn þeim skemmandi áhrifum, sem stafa frá erlendri hersetu. Að skera íslenzkt kvenfólk út sér- staklega er bæði erfitt og óæskilegt nema að ætlunin sé að grínast með þetta alvarlega mál, en ég bið Lilla vel- virðingar ef hann hefur per- sónulega ástæðu fyrir máli sínu. Það eru uggvænlegar staðreyndir i þessu máli og margt af því er til í opinberum skýrslum og væri rétt að al- menningur kynntist þessu betur. Væri enginn vettvangur til þess betri en blöðin. Það væri nauðsynlegt að íslenzk stjórnvöld létu þjóðfélagssérfræðinga gera út- tekt á þessu máli. Ég er hræddur um að það færi gæsanuð um einhvern tslendinginn sem kynntist staðreyndum um samskipti her- mannanna og íslenzks kvenfólks frá Darnsaldri. Takið eftir, ég segi einhvern tslendinginn, því það eru íslendingar og það eru íslendingar. Spurningin er ekki um ,,séns“ eða að í kanann fari eingöngu kvengæsir sem tslendingar hvort eð er mundu ekki líta við og sem mundu annars gerast hórur við höfnina eins og sumir sem skrifuðu um þetta mál héldu fram. Þetta er heldur ekki grínmál, hér er um að ræða alvarlega spillingu sem stafar af hernum og skaðar íslenzku þjóðina stórlega. Þegar fólk talar með háðsglotti um aö íslenzkir karlmenn standist ekki samkeppnina við kanann af vellinum um hylli íslenzkra kvenna er sagan öll sögð um ástand hugarfars þess fólks og er ekki annað h;egt að gera en að vorkenna því fólki og óska því bráðs bata. Hermönnum Bandaríkjanna eru gefin slík forréttindi að tslendingar eru vart meira en fjórðaflokksborgarar í sinu eigin landi. Islendingar vinna baki brotnu, myrkranna á milli, á sjó og á landi, fyrir kaupi sem varla nægði negra í Banda- ríkjunum. Auk þess borga þeir sligandi skatta til að halda þessu spillta bákni gangandi. t landi voru eru allskonar hottin- tottar í hermannabúningum, sem borga ekki þá skatta og skyldur er kúgaðar eru út úr íslendingnum. Þeir hlíta ekki sömu lögum og Islendingurinn og greiða ekki leigu fyrir húsnæði rétt eins og tslending- urinn. Þeir borga ekki það sem Islendingurinn þarf fyrir mat, mjólk og rafmagn eða aðra opinbera þjónustu. Þeir greiða ekki tolla og gjöld af hverskonar vörum sem þeir flytja til landsins. Þær vörur eru ekki einu sinni tollskoðaðai og það stuðlar að hinu gífurlega fíknilyfjasmygli hermannanna, sem við tslendingar munum lengi líða fyrir. Nei, aðstaða íslendinga og bandarískra her- manna á tslandi er ekki sambærileg og auðvitað hefur þetta sitt að segja þegar óreyndar eða auðspilltar stúlkur eiga í hlut ekkert síðut en annað fólk. Ef íslenzk stjórnvöld telja nauðsynlegt að ljá Banda- ríkjunum hernaðaraðstöðu á íslandi og telia íslendingum hag í því að vera í Nato, þá eiga tslendingar heimtingu á að: 1. Herstöðin sé algjörlega einangruð frá íslenzku þjóðfélagi... 2. Öll forréttindi erlendra þegna afnumin á tslandi... 3. tslendingar taki við þeim störfum, sem þeir telja sig geta innt af hendi og samsvarandi útlendingar verði látnir fara úr landi... 4. Bandaríkin greiði fulla leigu og gjöld fyrir aðstöðu sína hér... 5. Staðið verði við það skilyrði að Bandaríktn sendi hingaö ekki aðra en hvíta menn... Spurning dagsins Ertu búin(n) að birgja þig upp af fatnaði fyrir veturinn? Vilhjálmur Svansson nemi: Já, já. Það flæðir bókstaflega út úr fataskápnum. Ulfur Guðnason nemi: Ja, ætli það ekki. Að einhverju leyti held ég. Helgi Valdimarsson bygginga- meistari: Já, ég er sko búinn að því og reiðubúinn I átökin við kuldann. Jón Hákonarsson ljósmyndari: Já, já ég er tilbúinn í hvað sem er núna. Helga Tómasdóttir húsmóðir: Eg bý nú reyndar í Noregi en ætli ég sé ekki búin að birgja mig upp svona nokkurn veginn. veitir af þar eins og hér. Anna Thorsteinssen húsmóðir: Nei það gert égbara á margra ára fresti. En ég er nú samt reiðubúin að mæta kuldanum og frostBnu, maður er víst öllu vanur sem Islendingur.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.