Dagblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÖBER 1976. MMBUÐIÐ fijálst, úháð dagblað Útgef’andi Dagblaðiðhi. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Aðstoðarfrétta- stjóri: Mli Steinarsson. Iþróttir: Hallur Slraonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrít Asgrímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Asgeir Tómasson, Berglind Ásgeirsdóttir, Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Birgis- dóttir, Katrin Pálsdóttir, Kristín Lýðsdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Biarnleifssðh, Sveinn Þormóðsson. Gjaldkerí: bráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Áskriftargjald 1100 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 60 kr. eintakið. Ritstj'órn Síðumúla 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiðsla Þverhoíti 2, sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaðið hf. og Steindórsprent hf., Armúla 5. Mynda-ogplötugerð: Hilmirhf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakurhf., Skeifunni 19. Gfý/a í augum Ráðamenn Tímans sjá nú óvígan óvinaher sækja að Framsóknarflokknum úr öllum áttum. Fremst telja þeir fara Dag- blaðið og í fátinu telja þeir það steðja að frá hægri og vinstri í senn. Annan daginn segir Tíminn, að Dagbiaðið sé málgagn ,,afturhaldssömustu“ afla Sjálfstæðis- flokksins, svonefndra ,,Glistrupista“, sem séu svo hægrisinnaðir, að þeir haldist varla við í Sjálfstæðisflokknum. Hinn daginn segir Tíminn, að Dagblaðið sé málgagn vinstri flokkanna í stjórnarandstöðu, fullt af ,,kommadekri“ og „hrifið af ýmsu aust- an járntjalds.“ Þeir, sem verjast með þessum hætti, vita greinilega ekki sitt rjúkandi ráð. Enda er þaó orðið eina haldreipi Tímans, að fleiri séu vondir en framsóknarmenn. Leita ráðamenn Tímans langt til fanga því til stuðnings. Reiði Tímans í garð Þjóðviljans er að sumu leyti réttlætanleg. Þjóðviljinn þagði á sínum tíma um húsakaup Halldórs E. Sigurðssonar ráðherra, þegar málið komst upp á dögum vinstri stjórnarinnar. Það er því kyndugt, er Þjóðviljinn gerir nú svo miklu meiri kröfur til hægri stjórnar, að hann heimtar daglega af- sögn Halldórs vegna húsakaupanna. Þjóðvilj- inn ætti raunar forsögunnar vegna að þegja þunnu hljóði um það mál. í hefndarskyni hefur Tíminn blásið út skattamál Lúðvíks Jósepssonar og reynt að gera hann tortryggilegan. Nánari upplýsingar virðast þó leiða í ljós, að Lúðvík beri eðlilega skatta miðað við lög og reglur. Gagnvart Dagblaðinu reynir Tíminn að hefna sín með því að tala um afskipti fram- kvæmdastjóra þess af Ármannsfellsmálinu sem saknæm. Gerði hann þó ekki annað en að reyna að afla gjafa til hins nýja sjálfstæðishúss eins og margir fleiri og eins og menn í öðrum flokkum reyna að útvega gjafir til húsbygginga sinna flokka. Sakadómsrannsókn leiddi ekki í ljós neina milligöngu hans, er Ármannsfelli var úthlutuð lóð í Reykjav:k, enda liggur það í augum uppi af þeirri staðreynd einni, að hann var um þessar mundir að selja þau 4%, sem hann átti í fyrirtækinu, og hafði því ekki hagsmuna að gæta. Ennfremur virðist Tíminn telja það saknæmt athæfi að kaupa og selja sumarbústaði. Þá reynir Tíminn líka að hefna sín á Alþýðu- blaðinu, m.a. með því að fjalla um gjaldþrot blaðsins sem saknæman hlut. Flestir munu þó fremur hafa samúð með þeim Alþýðuflokks- mönnum, sem bundust samtökum til að dreifa tapi blaðsins persónulega á sínar herðar. Þarf enginn að veröa hissa, þótt þeir reyni að fá skattafrádrátt vegna þeirra kárína. Þau skrif, sem ráðamenn Tímans hafa reiðzt, hafa yfirleitt veriö hófsamlega ritaðar ábend- ingar um, að skjalfest gögn bendi til óhæfilegs fjármálalegs frjálslyndis ýmissa manna í tengslum vió Framsóknarflokkinn. Hins vegar er ákaflega þunnur þrettándinn í hefndar- skrifum Tímans. Ráðamenn blaðsins þurfa raunar ekki að leita óvina sinna á öörum blöðum eða í öðrum flokkum. Þeir eiga aö líta sér nær. Hinir raun- verulegu óvinir Framsóknarflokksins eru þeir menn, sem hafa haft flokkinn að skálkaskjóli í braski með lán og peninga, völd og verðbólgu. „Þeir taka við peningunum Arabar kynna sér dá- semdir SelfridgevÖru- hússins og vínbúðar: Völd olíudollarans. Þjórfé t allri ytri gerð virðist hér vera um að ræða misjafna mannasiði en þó> er undirrótin talin vera peningar. í landi, þar sem efnahagsörðugleikar eru ógurlegir, fer það að vonum í finustu taugar heimamanna að sjá arabíska ferðamenn eyða meira fé í einni stuttri heim- sókn en sem nemur tvennum mánaðarlaunum hjá almenn- ingi þar í landi. Lundúnabúar segja sögur af Aröbum, sem okkar" Enskir herramenn, sem eiga sveitasetur úti á landi, fara oft á fuglaveiðar og enginn þeirra hafði neitt á móti því er Zaid Ben Sultan, konungur Abu Dhabi, ákvað að reyna hvað hann veiddi við sveitasetur sitt. Það eina sem menn höfðu áhyggjur af var að hann notaði vélbyssur. Og einn ríkur Arabi kom inn í eina af dýrustu verzlunum á Oxford-stræti og valdi þar stóra hrúgu af dýrustu kvenkjóiun- um. „En herra minn,“ sagði af- greiðslustúlkan, „þeir eru allir í misjöfnum stærðum." „Það gerir ekkert til,“ sagði Arabinn, „konurnar eru það líka.“ Fýrir nokkrum árum vakti útlit og tiltektir ríkra Araba i London aðeins kátinu meðal heimamanna og sagðar voru margar sögur af framferði þeirra. En nú á síðustu árum hefur London orðið „aðal- staðurinn" fyrfr stóraukinn fjölda ríkra arabískra ferða- rpanna sem elta uppi fagra gripi og taka þátt í dýrustu skemmtununum, eins og þeir gátu gert áður fyrr í Beirút, áður ■ en borgarastyrjöldin brauzt út. Á þessu ári gerðu ferðamannayfirvöld í Bretlandi ráð fyrir um 370 þúsund ferða- mönnum frá Miðausturlöndum, meira en 100 þúsund fleiri en í fyrra og þessi aukning er að verða tilefni mikilla menn- ingarlegra árekstra. P" -Ml.l. II - ... Arabar í Bretlandi:

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.