Dagblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÖBER 1976. 15 r Sophia fyrirgaf föður sínum V I bana- legunni Nú hefur Sophia Loren loksins fyrirgefið föður sínum, en það gerðist ekki fyrr en hann lá banaleguna í Róm á dögunum. Hún greiddi mcira að segja sjúkrahúsreikninginn en það eru einu peningarnir sem hún lætur af hendi rakna til hans í 34 ár. Faðir hennar Riccardo Scicol- one, yfirgaf konu sína og fjögur börn orðalaust fyrir þrjátíu og fjórum árum. Hann skildi ekki svo mikið sem eina líru eftir handa fjölskyldunni sem bjó í hrörlegu húsnæði í argasta fátækrahverfi Napoli og hafði ekki einu sinni efni á að kaupa einn pakka af spaghetti. Fjölskyldan naut aðstoðar sóknarprestsins og varð síðan að bjargast við hvað sem henni bauðst. Riccardo kom ekki i leitirnar fyrr en dóttir hans hafði hlotið alheimsfrægð. Þá leitaði hann á náðir hennar og bað um peninga. Sophia varð ævareið og skellti hurðinni á hann. Hann revndi að ná sambandi við hana í síma, en hún skellti á hann símtólinu. Hann skrifaði henni bréf, en hún henti þeim í rusla- fötuna. Lou Adler, sem var vinur Britt Ekland, var nýlega rænt. Varð að punga út um 6 milljónum íslenzkra króna til að fá hann lausan. Adler sem er framkvæmdasjóri hl]ömpiöluú:cáí:i. er barns- faðir Britt Ekland. Hayley Mills, leikkonan góðkunna, sem varð fræg i Disney myndum, Iét nýlega skíra son sinn. Var það i ki'rkju i Denham í Englandi og var það sama kirkja og hún var sjáll' skirð í fvrir 30 árum siðan. Sophia Loren ásamt bróður sínum Gui- seppe að koma frá dánarbeði föðurins. Riccardo Scicolone skildi konu og börn eftir á köldum klaka, þegar hann lagði land undir fót fyrir 34 árum. Þarna er hann á líkbörunum í einka- sjúkrahúsi í Róm. Fyrir stuttu frétti hún að hann væri alvarlega veikur á sjúkrahúsi í Róm. Hann ætti ekki nema fáeina daga eftir ólifað. Sophia kærði sig ekki um að hann endaði lífdaga sína í sömu eymdinni og hann hafði alltaf lifað í. Hún lét flytja hann á einkasjúkrahús og sá til þess að hann fékk góða umönnun. Þegar að endalokunum kom neimsótti hún loks föður sinn. Hann bað hana enn á ný um fyrirgefningu. Hún sagðist fyrirgefa honum allt sem hann hefði gert á hluta hennar og fjölskyldunnar. Þá lokaði hann augunum og missti meðvitundina. Nokkrum dögum seinna andaðist hann án þess að hafa komið til meðvit- undar aftur. Maria Schneider, sem kunn er fyrir leik sinn í kvikmyndum eins og „Síðasti tangó í París" og „Farþeginn" hefur nú verið rekin úr hlut- verki í kvikmyndinni „Caligula". Leikstjórinn Tinto Brass var ekki alveg nógu ánægður með frammistöðu hennar. Söngkonan Donna Summer, sem stundi sig inn í hjörtu manna um allan heim, stynur nú yfir skilnaði sínum. Donna, sem varð heimsfræg fyrir lag sitt „Love to love you. baby" var til skamms tíma gift austurrískum leikara. Þeim hefur gengið illa að fá skilnað vegna ónógra gagna. Anna Bretaprinsessa mun hafa leitað til þekkt kven- læknis Hubert de Watteville. Er það sami læknirinn og hjálpað hefur Sophiu Loren og fleiri stjörnum til að eignast börn. Lillian Miiller, norskrar ættur, hefur haft heppnina með sér. Hún er sú nýjasta hans llugh Hefners. Playbo.v-konungsins í Banda- ríkjunum. Hann er þó alls ekki það eina sem hún hugsar um. því að nú ætlar hún að spreyta sig á kvikm.vndaleik i Þýzka- landi. Honnyrðaverzlunin Grímsbœ við Bústaðaveg SIMI 86922 Þetta er stólarnir sem slegið hafa í gegn hjá okkur. Þið sparið með því að líma stól- ana saman sjálf. Ný sending væntanleg í vikunni. Glæsilegt úrvai af hannyrð- um fyrir unga sem aldna, nýjar vörur vikulega. Grófflosnámskeiðin - eru hafin. Sími 86922. Opið á iaugardöguih. Fulltrúafundur Landverndar verður haldinn í Tjarnarbúð Reykja- vík laugardaginn 6. nóv. nk. og hefst kl. 9.30. Nánar tilkynnt í bréfi til aðildarfélaga. Stjórn Landverndar. • ^oouu Vorum aó fá í sölu efstu hæð hússins nr. 21 viö Skólavörðu- stíg, 6 herb. íbúð. íbúðin er í mjög góðu standi. Tilboð óskast. Fasteignaþjónustan Austurstræti 17. R. Ragnar Tómasson hdl.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.