Dagblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 24
' Enginn svaraði í neyðartalstöðina vegna helgarfría: Dróttur varð á brott- f lutningi f ólks f rá Kröf lu Flóttavegur bormannanna lokaðist litlu eftir að þeir yfirgáfu borinn „Miklar drunur, gufukraftur og grjótflug mættu okkur er við komum aó nýja gosstaðn- um á Kröflusvæðinu, fyrstir manna eftir að bormenn á Jötni flúðu Kröflusvæðið, en þeir urðu fyrstir varir nýja gossins," sagði Jón Illugason oddviti i Reykjahlíð og formaður Almannavarnanefndar á svæðinu í viðtali við Dagblaðið. „Okkur mætti mikið grjót- flug og leirslettur og fylgdu miklar drunur áköfum gos- mekkinum, sem virtist stiga í 60—70 m hæð. Grjótflugið lokaði veginum að bornum, sem Jötuns-menn höfðu áður ekið eftir á flótta sínum af svæðinu. Af því má ráða að gosið óx eftir að það byrjaði og Jötunsmenn urðu varir við það,“ sagði Jón. „Við vorum þrir saman og gátum lítið séð í belgmyrkri næturinnar utan það sem sást í geislaflóði bílljósanna. Grjótið sem gufumökkurinn þeytti í loft upp var að mestu hnefa- stórir steinar og sumir stærri og einnig fylgdu leirslettur. Ekki töldum við þorandi að fara nær nýja hvernum en í u.þ.b. 70 m fjarlægð. Það var um kl. 4.30 sem bor- menn á Jötni urðu varir við nýja gosið. Þeir gerðu aðvart í Kröflubúðir og flúðu af staðn- um og komust akandi eftir veg- inum frá bornum til búðanna. Þessi vegur lokaðist litlu síðar. Almannavarnanefndin í Reynihlíð fékk þegar tilkynn- ingu um hvað gerzt hafði. Hún náði hins vegar ekki talstöðvar- sambandi við Kröflubúðir strax og hófst þvíækki brottflutning- ur þegar í stað. Jón Illugason sagði að ástæða tafanna á talstöðvarsambandi væri vafalaust sú að aðeins voru mættir um % hlutar starfs- liðs eftir helgarfrí. Meðal þeirra sem ókomnir voru voru nokkrir yfirmenn sem eru lykilmenn við neyðarútkall. „Þessi þáttur varðandi tafirnar verður kannaður og fyrirbyggt að hann geti endurtekið sig. Að því leyti var þetta gos góð æfing,“ sagði Jón. Klukkan um 8.40 dró mestan kraftinn úr nýja gosinu, en af og til gaus hverinn upp og sendi stróka upp í loftið og fylgdu þeim sem áður leir- slettur og grjótflug. —ASt. Óprúttið símagabb Öprúttinn náungi brá á heldur lúalegan leik í morg- un. Hann hringdi til höfuð- stöðva Almannavarna og kynnti sig sem starfsmann flugstjórnar. Kvaðst hann eiga að flytja skilaboð frá flugvél jarðfræðinganna yfir Kröflusvæðinu á þá leið „að þeir sæju „létt gos“ á svæðinu og eitthvað væri að ske norðuraf, sem þeir myndu nú athuga“. Sá sami hringdi í útvarpið og til- kynnti um „stórgos" á svæð- inu. Ekki þarf að lýsa hve lúa- legur svona símaleikur er og furðulegt að til skuli fólk, sem til slíks leiks grípur. — ASt. Það var fjölmenni á Hótel Reynihlíð í morgun.eða sénnilega nálægt 200 manns, sem gefur ekkert eftir góðum viðskiptadegi þar að sumariagi. Menn létu fara vel um sig og biðu þess að verða kallaðir til Kröflu aftur. DB-mynd: Arni Páil. frfálst, nháð datfblað ÞRIÐJUDAGUR 12. OKT. 1976 Ketkrókur ó ferð Hangikjötsrúllur, gómsæt dósavara og sitthvað fleira var komið í poka og tilbúið til brottflutnings og væntan- lega til neyzlu er lögregluna bar að garði í Kjötbúð Tómasar að Laugavegi 2 í nótt um klukkan tvö. Á staðnum var óvelkom- inn gestur, sem inn hafði komizt á þann hreinlega liátt að mölbrjóta rúðu í aðalhurð verzlunarinnar. Það athæfi og ferðir mannsins í búðinni vöktu athygli og lögreglan var fljót á staðinn. Hún kannaðist vel við hinn óvel- komna, „gamall kunningi" eins og sagt er. —ASt. Stóra hassmálið: Einn laus i gœr „Það er ekki hægt að segja annað en að rannsókn- in gangi vel, hún hefur að vísu gengið heldur hægt, en vel þó,“ sagði Snorri Sigurjónsson, lögreglu- maður í fíkniefnadeild lögreglunnar, Einn fjórmenninganna, sem setið hafa í gæzluvarð- haldi að undanförnu, var lát- inn laus um hádegið í gær. Hann hafði setið í gæzlu- síðan 17. september, þegar nokkurt hassmagn fannst á heimili hans. Snorra kvaðst ekkert geta sagt enn um magnið, sem málið snérist um, það færi frekar vaxandi en hitt, en augljóslega væri málið mjög umfangsmikið. —ÖV Gufumökkurinn gerir frekari borun ómögulega — þegar frystir verður mökkurinn að snjó „Þegar ég kom þarna kl. 6.15 morgun fékk enginn að fara nn á svæðið við Kröflu," sagði Ásmundur Bjarnason fréttarit- ari Dagblaðsins á Húsavík. „Þarna var mikil gufa og var mér sagt, að þarna spýttist upp leir og drulla, en engar myndir var hægt að taka af framan- greindum ástæðum,“ sagði Ásmundur, sem kom fyrstur fréttamanna á staðinn i morg- un. ,,Eg hefi engan tíma haft til að veröa hra'ddur um borinn,“ sagði ísleifur Jónsson, verk- fræðingur hjá Jarðborunum ríkisins í viðtali við DB í morgun. Isleifur sagði, aö mikil gufa kæmi frá holunni, sem þeytti leirnum upp úr sér. Af þeirri ástæðu kynni að verða erfitt að vinna við frekari borun þar sem Jötunn er að verki í 60—70 metra fjarlægð. „Þegar frystir, verður þessi gufa að snjó, sem veldur lát- lausri snjókomu þarna ef þessu heldur áfram,“ sagði Isleifur. Hann sagði, að jarðborinn Jöt- unn væri 4—500 milljóna króna verðmæti með öllu, sem born- um fylgir. BS. Dagblaðið hefur höfðað meiðyrðamál gegn Guðjóni Styrkárssyni Lögmaður Dagblaðsins, Skúli Pálsson hrl., afhenti i morgun stefnuvottum til birtingar stefnu á hendur Guðjóni Styrkárssyni. þar sem krafizt er relsingar og ómerkingar ýmissa ummæla hans um Dagl>laðið i yfirlýsingu, sem birtist i Morgunltlaðinu á laugardaginn. Stelnandi er Jónas Kristjáns- son ritstjóri fyrir hönd Dag- blaðsins. t „Herskipaíhlutun verð- > ur ekki endurtekin — en víljum víð „gagnkvœma samninga" víð Breta eftir 1. des.? Við verðum að gera upp við okkur, hvort við viljum til skamms tíma semja um, að Bretar fái að veiða hér eitthvað áfram, gegn því, að við fáum að veiða í Norðursjó og við Græn- land. Ef vió viljum halda þess- um veiðum okkar, verðum við að láta eitthvað á móti. Þetta kom fram á kjördæmisfundi Geirs Hallgrímssonar forsætis- ráðherra í Skiphóli í Hafnar- firði i gærkvöldi. Forsætisráðherra sagði, að mikill árangur hefði náðst í landhelgismálum. Allar þjóðir, sem hér hefðu veitt, hefðu i raun viðurkennt 200 mílurnar. Veiðar Breta eftir 1. desember gætu ekki orðið nema i sam- komulagi við íslenzk stjórn- völd. „Herskipaihlutun verður ekki endurtekin,“ sagði for- sætisráðherra. Geir Hallgrímsson sagði, að Efnahagsbandalagið mundi taka ákvörðun 17.—18. október um hvort það tæki 200 mílna landhelgi. Ekki væri unnt að semja við bandalagið um veiðiheimildir f.vrr en eftir það. Aðildin að Atlantshafsbanda- laginu hefði tryggt sjaifs- ákvörðunarrétt okkar, sagði ráðherra, og við hefðum notað þann rétt til útfærslu. Hann sagði, að verðbólgan hefði þokazt í rétta átt en engan veginn nægilega. Þess vegna sendi forsætisráðherra í gær bréf til stjórnmálaflokka og helztu hagsmunasamtaka, þar sem óskað var eftir skipun nefndar til að reyna að stemma stigu við verðbólgunni. „Bónorðsför“ Sigurgeir Sigurðsson, bæjar- stjóri á Seltjarnarnesi, gagn- rýndi þessa nefndaskipun, svo seint fram komna. Hann sagði að hún minnti á bónorðsför Hermanns Jónassonar, þá for- sætisráðherra, til Alþýðusam- bandsþings haustið 1958. Vinstri stjórn Hermanns féll í þann mund, þegar ASÍ hafnaði tilmælum hans. Geir Hallgríms- son andmælti þessari skoðun Sigurgeirs. Friðþjófur Þorgeirsson spurði hvort dómsmálaráð- herra ætti ekki að vikja úr emb- ætti. þar sem hann hefði hlotið dóm fyrir meiðyrði. Forsætis ráðherra sagði, að dómsmála ráðherra hefði ekki verið dæmdur fyrir nein afglöp í starfi. Þorgeir Ibsen sagði, að með möguleikum manna til að skjóta sér undan skatti væri verið að „afsiða“ þjóðfélagið. Forsætisráðherra minntist þá á nokkrar breytingar, sem fyrir- hugaðar eru á skattalögum. Tvö núll af krónunni? Forsætisráðherra sagði, vegna spurningar frá Sveini Ölafssyni, að hann vildi gjarn- an, að unnt yrði að fella núll aftan af krónunni, „frekar tvö en eitt“. En verða þyrfti víðtæk samstaða, ef það yrði gert, svo að almenningur sannfærðist, að breytingin táknaði tímamót. Nokkuð var rætt um slátur- hússmál Eyjólfs Konráðs Jóns- sonar aþingismanns, hótun hans um „að skjóta hrút“. For- sætisráðherra lagði í því sam- bandi áherzlu á, að menn færu að lögum og virtu lýðræðis- skipulagið. Þetta var.ll. fundur forsæns- ráðherra á þessari yfirreið hans yfir kjördæmin. —HH Hrœðsluvíti — var nýi kverinn við Kröflu nefndur á níunda timanum í morgun „Nú er búið að gefa nýja hvernum nafn. Þeir voru að segja i talstöðinni nafn hans. Hann heitir héðan í frá Hræðsluvíti Þið fáið nafnið fyrstir blaða,“ sagði Birgir Fanndal vélstjóri sem svaraði í síma jarðfræðinganna á Kröflu- svæðinu kl. 9.30 í morgun. Rétt áður hafði Birgir lýst fvrir okkur. að gufu- og loirhverinn nýi virtist sakleysislegur í morgunbirtunni á tíunda tímanum. Bormennirnir sem voru að störfum á Jötni í nótt he.vrðu lítiö sem ekkert í fyrstu til nýja hverfsins, en hann gerði vart við sig hjá þeim meö því að senda leirslettur og grjót lang- leiðina til þeirra en þeir voru u.þ.b. 60 metra frá nýja gos- staðnum. Þeir óku síðan á brott en skömmu siðar lokaðist sá vegur allri umferð og kl. 9.30 var óakfært að bornum. Strax og birti gengu menn i sveig frá veginum og komust að bornum. Er gos úr hvernum minnkaði gengu Jötuns-menn úr skugga um. að borinn var heill og virtist óskemmdur með öllu, sagði Birgir. —At.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.