Dagblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 13
PAC.BLAtm) BHIÐ.II'DAC.l’K 12. OKTOBKK 197«. 13 Iþróttir þróttir íþróttir ) Óeirdir vaxandi vandamól á Bretlandi Ofbeldi á knattspyrnuvöllum fer óðfluga vaxandi á Bretlands- eyjum og svo að lögregluyfirvöid ráða orðið lítið við hið slæma lástand. Eins og við sögðum frá í gær þá brutust út mikil óiæti í Birming- ham á laugardag í leik Aston Villa og Rangers. Afleiðingarnar urðu slæmar — 52 siösuðust, þrjú ungmenni voru stungin með hníf- um og 99 voru handteknir. Aflýsa varð ieiknum eftir 52 mínútur vegna hinna miklu óláta og var mikil ölvun meðal nnglinganna. í gær komu 65 manns f.vrir rétt í Birmingham og var margt ung- menna sett i allt að 6 mánaða fangelsi fyrir að bera vopn og aðrir hlutu allt að 80 punda sekt. Astandið er orðið svo alvarlegt að Joe Martueci, forseti lögreglu- sambands Bretlands hvatti til að hætt yrði að leika atvinnuknatt- sp.vrnu á Bretlandseyjum. Hins vegar sagði Denis Howell íþróttamálaráðherra að slíkt væri aðeins að gefast upp fyrir þessum lýð. Víðs vegar um Bretland voru óeirðir og voru 70 manns hand- teknir fyrir óeirðir á knatt- spyrnuvöllum. Keppum hvorid né œfum ó teíkmngunní einní — segir Hjörtur Zakariasson, formaður ÍBK, sem missir marga leikmenn vegna húsnœðishraks „Astandið hjá okkur í hand- knattleiksmálunum er afleitt," sagði Hjörtur Zakaríasson, for- maður ÍBK, í viðtali við DB, „og er um að kenna algeru húsnæðis- hraki, enda erum við búnir að missa fjöldann allan af góðum leikmönnum úr öllum flokkum í Njarðvík. Ég ásaka ekkert þá sem fara, þeir leita þangað.semaðstað- an er fyrir hendi. en mér þykir það hins vegar miður, hvað bæjar- yfirvöld sýna íþróttahúsmálum litinn skilning." Aðstæður sagði Hjörtur vera þannig að IBK hefði aðeins tvo tíma í viku i Iþróttahúsinu í Njarðvík, á laugar- og sunnu- dögum.'og kæmi til með að missa einhvern hluta þeirra þegar íslandsmótinu hefjast fyrir alvöru. „Við höfutn reynt að fá inni í íþróttahúsinu á Keflavíkurflug- velli en fengið synjun. Leikfimis- salur barnaskólans, sem hefur verið okkar helzti æfingastaður, þótt lítill sé, undanfarin ár hefur verið lokaður að undanförnu og verður næstu þrjár til fjórar vikur. Ekki er því annað sýnna en að við verðum að fækka flokkum okkar í íslandsmótinu þar sem möguleikar til undirbúnings eru ekki f.vrir hendi." íþróttahúsmálum Keflvíkinga liefur miðað hægt áfram í þau 13 ár sem þau hafa verið í deiglunni. Ráðamenn hafa velt vöngum yfir þeim, án þess að hafa hrundið þeim í framkvæmd sagði Hjörtur. „íþróttahúsið hefur verið á teikniborðinu ég held, i ein fimm ár en við getum hvorki æft né keppt á teikningunni einni saman. Hérna í Keflavík eru rnargir ungir og efnilegir piltar bæði í körfu- og handknattleik, sem við getum ekki virkjað vegna aðstöðuleysis. Við hjá ÍBK höfum lengi vonað að íþróttahússmálin verði tekin föstum tökum, og þá ekki endilega farið eftir forskrift- inni um slíkar byggingar í sam- floti bæjar og ríkis og við vonum enn að eitthvað rót- tækt muni gerast á næstunni. „A meðan algert framtaks- og áhugaleysi um íþróttahúsbygg- inguna er ríkjandi hjá viðkom- andi ráðamönnum, þá hef ég bannað mínu fólki að nefna hand- knattleik," sagði Sigurður Stein- dórsson form. KFK, en félag hans hefur á undanförnum árum lagt mikla rækt við þá íþrótt, mest undir hans leiðsögn," en ekki er réttlátt að deila á menn og mál- efni, án þess að benda á einhverja úrlausn. Auðvelt væri að koma upp aðstöðu fyrir knattíþróttir í bæjarskemmunum við Flug- vallarveginn og það ætti ekki að Keflvísk íþróttaæska getur ekki beðið endalaust eftir jafn sjálf- sögðum hlut og íþróttahúsi." vera mjög kostnaðarsamt." Sigurður vildi meina að sofandaháttur þeirra sem málum ráða gerði það að verkum að búið væri að missa af strætisvagnin- um. Hugmyndinni um „léttbyggt" hefði verið hafnað. slíkt hús tekur stuttan tíma að reisa og útbúa f.vrir knattíþróttir, jafnvel þótt svo að ekki hefði það verið fullgert. Innréttingar hefðu getað komið með árunum, ,,og nú verð- um við að súpa seyðið af skamm- sýninni, íþróttahússlausir á næstu árum.“ — emm. Súpum nú seyðið — segir Sigurður Steindórsson formoður KFK Dómarinn sýndi báðum rauða spjaldið, sem táknar sennilega langt keppnisbann beggja leik- manna BWDM Sigraði í leiknum 3-1 og voru öll mörkin skoruð í seinni hálfleik. Koens skoraði á 64. mínútu eftir frábæra sendingu frá Cabral. Koens kom BWDM yfir á 80. mínútu eftir slæm varnarmistök og Maurice Martens jók forustuna i 3-1 á síðustu mín- útu. Eftir að Lozano og Boskamp höfðu verið reknir útaf færðist mikil harka í leikinn og tvívegis hefði Peeters dómari, sem lítil tök hafði á leíknum, mátt sýna það FYRIRRUMI rauða aftur en lét þau gulu nægja. Winterslag 1 — Anderlecht 2 Anderlecht mátti svo sannar- lega þakka fyrir bæði stigin úr viðureign sinni við botnliðið Winterslag, sem kom upp úr 2. deild í fyrra, hefur enn ekki hlotið stig, en hefur verið sérlega óheppið. í þetta skipti áttu þeir leikinn en töpuðu á dómaramis- tökum. Mac Kenzie, fyrrum leikmaður Leeds, sendi langa sendingu inn fyrir vörn Winterslag, þar sem Rensenbrink var greinilega rang- stæður. Rensenbrink lék nær markinu og var kominn í skot- færi, er Thenus, varnarmaour Winterslag, greip i hann og dómarinn dæmdi umsvifalaust vítasp.vrnu. Þetta átti sér stað á 89. mínútu og skoraði Rensenbrink úr vítinu. Undirritaður var viðstaddur þennan leik og var þarna um hreina rangstöðu að ræða. Eftir leikinn biðu þrjú til fjögur hundruð rnanns eftir að dómarinn kæmi út og það var ekki fyrr en klukkan var farin að ganga eitt að dómararnir komust leiðar sinnar undir lögreglu- vernd. Lierse sótti bæði stigin til Ostende og vann verðskuldað 1-3. Peel kom Ostende yfir strax á sjöttu mínútu en eftir það var leikur liðsins í molum þótt furóu- legt megi teljast. Jan Ceulemars jafnaði fljótlega fyrir Lierse og með mörkum Sooms og Visseyi komust þeir í 1-3. Þetta hljóp í skapið á heimamönnum og þurfti dómarinn að vísa Simoen, mark- hæsta leikmanni deildarinnar, útaf eftir gróft brot og tveir aðrir voru bókaðir hjá Ostende. Standard átti skilið bæði stigin í Brugge. Leikmenn Standard áttu fjöldann allan af tækifær- um, sem ekki nýttust. I fyrri hálfleik átti Austurríkis- maðurinn Riedel gott færi, er hann komst einn inn fyrir, en markmaður CS Brugge bjargaði í horn. Á 18. mínútu skoraði Beyheydt fyrir Brugge með glæsilegu lang- skoti. Thaeter jafnaði fyrir Standard í seinni hálfleik og fleiri urðu mörkin ekki þrátt fyrir yfirburði Standard. Önnur deild. Union fékk skell er þeir mættu Diest úti á laugardagskvöld. Heimaliðið sigraði með 4-0 og voru tvö markanna skoruð í fyrri hálfleik. Stefán Halldórsson lék ekki með vegna meiðsla í hné. en er nú óðum aö braggast og verður sennilega með um na'stu helgi. A miövikudagskvöld verður leikin sjötta umferöin i fyrstu deildinni. Eftir þessa 5. umferð voru FC Brtigge og Antwerpen efsl i 1. deild með niu stig. í 2. deild voru Boont og Turnhout efst eftir 5 umferðir með sjö stig. Kveðja Asgcir Sigurvinsson HARKAN Liege 3. október 1976. Nú eru aðeins tvö lið, sem skipa efsta sætið í belgísku 1. deiidinni, FC Brugge vann bezta afrekið í finimtu umferðinni með að yfir- gefa Rocourt leikvanginn í Liege með 1-4 sigur. 4-1 tap er eflaust erfiður biti aö k.vngja f.vrir FC Liege, en raunin var sú, að þeir áttu ekki betra skilið eftir afar lélegan seinni hálfleik. EROFT í fyrra fékk FC Liege þrjú stig af fjórum út úr viðureigninni við FC Brugge i deildinni. og tvisvar höfðu þeir sigrað FC Brurge í æfingaleikjum í ár. Liege byrjaði leikinn vel og á fyrstu mínútu áttu þeir tvö nokkuð góð tækifæri. Fyrst Bonsink og svo Lakner en hvor- ugur hitti markið. Á 39. mínútu skoraði Cajou fyrsta mark leiks- ins úr vitaspyrnu og Liege hafði tekið forustuna. Við markið glaðnaði heldur betur yfi hinu'.n fjölmörgu áhangendur Liege sem þarna eygðu möguleika á þremur stigum yfir Brugge á þessu ári. En sú von entist ekki lengi, því aðeins þremur mínútum síðar skoraði Philips sjálfsmark eftir mikla pressu Brugge. t seinni hálfleik sýndi Brugge hvers það er megnugt og lék Liegemenn sundur og saman. Raoul Lambert skoraði annað mark Brugge á 54. mín. beint úr aukaspyrnu. Krieger og Sanders skoruðu hin tvö mörkin á 78. og 82. minútu. Antwerpen sigraði Seprana frá Charleroi á Deurne meó minnsta mögulea mun, 1-0. Leikurinn þótti mjög slakur af beggja hálfu. Markið skoraði Anderson á 27. mín. Leikur helgarinnar BWDM — Beerschot. Antwerpenliðið Beerschot. sem fyrir fimmlu -imferðina vari efstti sætinu asaml Brugge pg Antwerp- en, þurfti að sj-i fram á sinn fvrsta ósigur í mótinu á laugar- dagskvöld i Edmond i Brusse). Einu sinni sent oftar var viður- eign þes-sara liða siiguleg í meira lagi. A síðasta keppnistímabili lenti .luhen Lozano. leikmaður Beer- schot. í alvarlegum útistöðum við Van Ilimst. sent þá lék með BWDM og siðan við Benny Nielsen með þeim afleiðingum iið hinn litli skapmikli Spánverji og Daninn hjá Molenbeek voru báðir reknir útaf. Nielsen fékk sex vikna keppnisbann en Lozano tveggja. í þetta skipti var endirinn al- varlegri. Slagurinn milli Lozano og Hollendingsins Boskamp end- aði með því að báðir lágu í valn- um. Flytja varð Boskamp á spítala og fékk hann ekki að fara heim fyrr en daginn eftir. Röntgen- m.vndir sýndu ekkert alvarlegt. Brot Lozano var mjög gróft. Hann sparkaði tvisvar viljandi framan í Boskamp liggjandi en Boskamp hafði áður slegið Lozano í andlitið. I

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.