Dagblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 23
Þetta er kápumyndin af bókinni Herra Zlppó og þjófótti skjórinn. Kannski verður lestur þessarar sögu til þess að Leik- brúðuland sýnir verkið. Útvarp kl. 21,00 í kvöld: Frumsamin soga eflír Kef Ivíking Útvarp kl. 21,50: Ljóðalestur Höfundurinn prófessor og doktor í A-Berlín Sveinn Bergsveinsson les ljóð eftir sjálfan sig í útvarpinu kl. 21.50 í kvöld. Sveinn er prófessor og doktor í málvísindum við háskólann í Austur-Berlin þar sem hann hefur dvalizt um þrjátíu ára skeið. Hann hefur nú nýlátið af störfum vegna aldurs. Sveinn hefur lagt stund á ritstörf í tómstundum sínum og bæði kvæði og smásögur eftir hann hafa birzt í tímaritum. Sveinn flutti nýlega háskólafyrirlestur hér heima og fjallaði hann um stíleinkenni Egilssögu. í fyrirlestrinum hallaðist Sveinn að því að höfundar Eglu hefðu getað verið tveir. Sveinn Bergsveinsson kemur að jafnaði til íslands á sumrin og dvelur hér í nokkrar vikur. -A.Bj. Sjónvarp kl. 20,40 í kvöld: Loksins er McCloud kominn oftur Loksins, íoksins kemur McCloud í heimsókn á ný en sjónvarpsáhorfendur eru áreiðanlega farnir að sakna hans og orðnir hálfþreyttir á Columbo viku eftir viku. McCloud er á dagskránni i kvöld kl. 20.40 að loknum fréttum og auglýsingum. Þátturinn í kvöld heitir Kúreki í paradís. Þýðandi er Krist- mann Eiðsson. _A.Bj. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐ.JUDAGIJR 12. OKTÓBER 197fi. Sigurður er maður um miðjan aldur og er hann hús- vörður i íþróttahúsi i Keflavík. liann hefur eitthvað fengizt við ritstörf og í nýjasta hefti Sam- vmnunnar er saga eftir hann. Útvarp í kvöld kl. 23,00: Á hljóðbergi URVALSKAFLAR ÚR PÉTRIGAUT Höfundur sögunnar A annarri Golgatahæð sem er á dagskrá kl. 21.00 í útvarpinu í kvöld er Sigurður N. Brynjólfs- son. Les höfundur sjálfur sögu sína. A annarri Golgatahæð hefur ekki hirtzt á prenti eða verið flutt (ipinl)erlega áður. —A.Bj. Þátturinn Á hljóðbergi er á dagskrá útvarpsins kl. 23.00 í kvöld. Umsjónarmaður þáttar- ins er Björn Th. Björnsson. Eins og jafnan áður er efni þáttarins mjög athyglisvert en í kvöid verða flutt þrjú fræg atriði úr Pétri Gaut eftir Henrik Ibsen. Eru það leikarar við norska þjóðleikhúsið sem flytja, þau Tore Serelcke, Alfred Maurstad og Eva Prytz. Pétur Gautur hefur verið sýndur bæði á fjölunum í Iðnó og í Þjóðleikhúsinu. Fyrsti íslenzki leikarinn, sem lék Pétur Gaut, var Lárus Pálsson og lék þá Gunnþórunn Halldórsdóttir Asu. Það var árið 1944 og leikritið var frum- sýnt í Iðnó. Þýðingin var eftir Einar Benediktsson. Síðan var leikritið sýnt árið 1963 í Þjóð- leikhúsinu og þá voru það Gunnar Eyjólfsson og Arndís Björnsdóttir sem fóru með hlut- verk Péturs og Ásu. Gunnar Eyjólfsson lék Pétur Gaut í sýningum Leikfélags Húsavíkur á sl. vetri. —A.Bj. Gunnar E.vjólfsson og Arndís Björnsdóttir í hlutverkum sínum l Pétri Gaut í ÞJóðleikhúsinu. Þeim þótti takast mjög vel upp. „Sagan er eftir Nils Olof Franzén sem er sænskur. Hann var áður dagskrárstjóri við sænska útvarpið en er nú hættur því og vinnur við aætlanagerð hjá útvarpinu Franzén hefur samið margar bækur en þetta er sú eina sem ég hef lesið eftir hann. Húri er einstaklega falleg í klassískum stíl um hina algjöru tvi- skiptingu hins illa og hins góða.“ Þetta sagði Hólmfríður Gunnarsdóttir sem bæði þýðir og les söguna „Herra Zippó og þjófótti skjórinn" í Morgun- stund barnanna. Höfundur sf'junnar er ákafur áhugamaeur um lOnlist enda er sagan brúðuleikhús- uppfærsla, af Þjófótta skjón- um óperu Rossinis.Hólmfríður kynntist Franzén persónulega og varð það til þess að hann sendi henni þessa bók sem hún þýddi svo og las fyrir börnin sín, þeim og henni til mikillar ánægju. Hún sagði að hún hefði verið að hvetja Hallveigu Thorlacíus, eina af þeim sem eru með brúðuleikhúsið hér, að s. tja þetta stykki upp og vonaði' að lestur sögunnar yrði jafnvel til þess. Söguþráðurinn er sá að Zippó, litli maðurinn á Norður- Ítalíu, færir þessu óperu upp. Hann hefur búið brúðurnar til, en þær eru lifandi. Það veit hins vegar enginn fyrr en það óhapp hendir að ein brúðan hnerrar á sviðinu. Þá koma vondu mennirnir og stela brúð- unum og lenda þær í hinum mestu hörmungum. —EVI Útvarpið í fyrramálið kl. 8,45: Morgunstund barnanna HERRA ZIPPÓ OG ÞJÓFÓTTISKJÓRINN"

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.