Dagblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1976. 9 SÝNIR í NORRÆNA HÚSINU Ragnheiður Jónsdóttir sýnir þessa dagana grafik 1 sýningarsal Norræna hússins. Ragnheiður hefur numið myndlist bæði hér heima, í Kaupmannahöfn og í París. Hefur hún tekið þátt í fjöl- mörgum sýningum heima og er- lendis og á grafíkverk í söfnum í Frakklandi, Svíþjóð, Noregi og á tslandi. Myndin er af Ragnheiði er hún hengdi upp verk sín fyrir helgina. Leiklistardeild ríkisútvarpsins: 32 ÞÝÐENDUR VINNA FYRIR LEIKUSTAR- DEILDINA „Við ráðum yfir stærsta leik- húsi landsmanna. Á sl. ári voru leikrit flutt alls sjötíu sinnum ineð níutíu til hundrað leikurum undir leikstjórn tuttugu og níu leikstjóra,'* sagði Klemenz Jóns- son leiklistarstjóri ríkisútvarps- ins í viðtali við fréttamenn í gær. Leiklistardeildin hefur verið sú deild ríkisfjölmiðla sem hefur haft bezta samvinnu við þá dálka blaðanna sem hafa viljað kynna dagskrárefni fyrir lesendur sína. Nú bryddar leiklistardeildin enn upp á betri samskiptum er þeir kynntu þau leikrit sem flutt verða fram til áramóta. Klemenz skýrði einnig frá starfseminni á síðasta ári. A sl. ári voru flutt leikrit eftir fjórtán íslenzka höfunda en meginuppistaðan i leikritaflutn- ingi ríkisútvarpsins var flokkur leikrita eftir norræna höfunda. í þeim flokki voru flutt tólf leikrit. Mikill hluti þeirra leikrita, sem flutt eru í útvarpinu er erlendur og er því þáttur þýðendanna stór. Alls eru þeir þrjátiu og tveir tals- ins. Afkastamestu þýðendurnir síðustu árin hafa verið þær Torfey Steinsdóttir sem vinnur hálft starf hjá Styrktarfélagi lam- aðra og fatlaðra. Aslaug Árna- dóttir sem starfar á Borgarbóka- safninu og Asthildur Egilson sem starfar hjá Sinfóníuhljómsveit- inni. Leikritaþýðendur hafa nú stofnað með sér félagsskap. Á þessu ári verða flutt ellefu leikrit eftir islenzka höfunda. Sjö þessara verka hafa ekki verið flutt áður en fjögur eru eldri leik- rit. Alls bárust útvarpinu tuttugu og þrjú leikrit eftir íslenzka höf- unda. í vetur er ætlunin að hefja flutning á flokki tólf leikrita eftir bandaríska höfunda og má þar nefna rithöfunda eins og t.d. Eugene O’Neil, Arthur Miller, Tennessee Williams og George S. Kaufmann. Við gerum okkur far um að h;> a leikritin fjölbreytt að efnis- vaii og gerum okkur einnig grein f.vrir því að ekki er hægt að gera öllum til hæfis í senn en þá verður að benda á þann mögu- leika að velja og hafna," sagði Klemenz Jónsson. - A.Bj. Dagblaðið áAust fjörðum Það er ekki lítið atriði f.vrir lesendur blaðanna að fá blaðið sitt „glóðvolgt" inn um bréfa- lúguna. Hann Kristinn Krist- mundsson á Egilsstöðum er umboðsmaður blaðsins f ungu og upprennandi plássi. Hann sækir blaðið daglega á flugvöll- inn á Bensinum sínum sem- hann hefur greinilega merktan Dagblaðinu. Síðan liggur leiðin (á löglegum hraða þó) inn í kauptúnið og þar fær hver sinn pakka, útsölustaðir og blað- burðarbörn. A Egilsstöðum hafa sölustrákar lika selt blaðið á götunum, rétt eins og í Reykjavik, og er útbreiðsla blaðsins svipuð og á Morgun- blaðinu, blaði allra lands- manna. Til Austfjarða á blaðið að berast samdægurs í vetur, svo framarlega sem tíðin verður góð. —JBP Ákvörðun lögreglustjóra: ee V f OLL LAUS BILNUMER UNDIR 10000 „FRYST ## Nú getur enginn í Reykjavík fengið lægra númer en 10.000 á bíl sinn nema hann hafi til þess fengið leyfi lögreglustjórans i Reykjavík. Fékk Bifreiðaeftir- lit ríkisins bréf þessa efnis síðari hluta sumars, að þannig skyldi málum háttað. Sem sagt öll númer með fjögurra stafa tölu eru „fryst" og verða ekki látin nema með leyfi lögreglu- stjórans. Guðni Karlsson forstjóri Bifreiðaeftirlitsins staðfesti í samtali við DB að slíkt bréf hefði borizt frá lögreglustjóra- embættinu. Sagði Guðni að nú sem fyrr hefðu myndazt ,,göt“ í skrár.a víðs vegar, bæði fyrir neðan nr. 10.000 og eins fyrir fyrir ofan. Mætti þetta gleggst sjá af því að hæsta númerið væri nokkuð yfir 50.000 en bílar í borginni væru ekki nema um 30 þúsund. Ef gluggað er í bifreiða- skrána í Reykjavík kemur fljótt í ljós að margir með lág númer eiga ekki búsetu í höfuðborg- inni og ættu því að láta skrá bifreiðar sínar í öðrum um- dæmum ef fullnægja ætti lög- unum. Eins má sjá í skránni að bílar ýmissa góðborgara eru skráðir á nöfn fyrirtækja eða félaga. Mörg þessara fyrirtækja starfa lítið sem ekkert eða þá að þau eiga á engan hátt neitt i bílunum. Sú spurning vaknar hvort þetta sé gert til að halda lágum númerum. Guðni Karlsson sagði að Bifreiðaeftirlitið hefði ekkert gert varðandi þessi mál. Lögreglustjóri viðkomandi umdæmis sæi um bifreiðaskrá þess. Bifreiðaeftirlitið treysti sér ekki til að gera neitt í þessu. Þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir náðist ekki i fulltrúa lögreglustjóra í gær. Var hann ýmist ekki við eða á fundi. —ASt. Lögmœt kosning í Háteigspresta- kalli ólögmœt við Dómkirkjuna úrslit verða kunn á fimmtudaginn Urslit prestskosninganna um síðustu helgi verða ekki ljós fyrr en um hádegi á fimmtu- daginn. Frestur til að kæra kosningarnar er þrír sólar- hringar en að þeim loknum getur talning atkvæða hafizt á Bizkupsskrifstofunni. Kosningin í Háteigspresta- kalli var lögmæt. Þar greiddu 3327 manns atkvæði, sem munu vera um 60 prósent af atkvæðis- bærum mönnum í prestakall- inu. I Dómkirkjuprestakalli var kosningin hins vegar ólögmæt. Alls munu tæplega 1800 kjós- endur hafa greitt atkvæði sem er aðeins innan við 40 prósent þátttaka. „Eg hygg að ástæðan fyrir þessari dræmu kjörsókn sé meðal annars sú að annar um- sækjendanna hafði ekkert fyrir því að smala fólki á kjörstað," sagði Öskar J. Þorláksson dóm- prófastur er DB ræddi við hann um kosningarnar. „Það virðist sem slíkt þurfi að viðhafa, ef á að koma fólkinu til að kjósa." Öskar Friðriksson, sem stjórnaði kosningaskrifstofu séra Hjalta Guðmundssonar, tók í sama strenginn. „Þetta var ákaflega dræm þátttaka,“ sagði hann. „Það kom nær þvi ekkert af fólki nema við hvettum það til að kjósa. En það má segja að ekki hafi verið róið nema á annað borðið og því varð kosn- ingaþátttakan ekki næg.“ AT ekki þreyttur, ungi maður, á því að ganga í fötum, sem eru alveg eins og allur fjöldinn klœðist. Um slíka fram- leiðslu er stund- um haft að orð- taki, að þar séu 13 í dúsíninu. Því ekki að koma og velja úr 100 fata- efnum og 100 sniðum — allt eftir þínum sér- staka smekk. liltíma KORGARÐI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.