Dagblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1976. Rjúpnaveiðitímmn hefst á föstudaginn: Rjúpa hefur varla sézt á SV-landi en svolítið fyrir norðan og austan Nú ganga menn á fjöll með 40-70 þús. kr. byssu, 2000 kr. leyfi og skot á 100 kr. stk. R.júpnaveiðitíminn hefst á föstudaginn 15. október og stendur til jóla. Dagurinn sem rjúpnaveiðin hefst og næsta helgi á eftir eru venjulega mestu skotdagar á íslandi og ætla má að svo verði enn. En er svo nokkur von til að rjúpna- veiðimenn fái rjúpu eða jafnvel sjái rjúpu? Það er önnur og hæpnari saga. Samkvæmt kenningum vís- indamanna á rjúpnastofninn að vera nálægt hámarki í ár. Þannig var ástandið líka í fyrra en veiði mjög lítil. Menn gerðu því skóna að slæmt vor 1975 hefði dregið úr viðkomunni hjá rjúpnastofninum og tíðarfarið í f.vrrahaust hafi dregið mjög úr aflanum. Slíkt mætti til sanns vegar færa en það ætti líka að kveikja vonir um meiri veiði nú í vetur. DD ræddi við Garðar Svavarsson kaupmann sem um árabil hefur fylgzt vel með rjúpnaveiði og keypt rjúpur viðsvegar að af landinu. „Menn hafa nánast ekkert séð af rjúpum eða þá mjög lítið. A því eru þó undantekningar. Nokkuð hefur sézt af fugli á Héraði og á svæðinu ofan Eski- fjarðar og Reyðarfjarðar. Einnig sást talsvert af rjúpu í Þistilfirði og Vopnafirði í sumar og leitarmenn i Þing- eyjarsýslum hafa einnig séð nokkuð af rjúpu," sagði Garðar. „I Þorskafjarðarheiði hefur frétzt um slæðing af fugli en er sunnar dregur hefur fuglinn nálega ekki sézt svo heitið geti," sagði Garðar. Garðar kvað það stórlega athyglisvert að leitarmenn á Holtavörðuheiði og menn sem 'gengið hafa frá Borgarfjarðar- dölum vestur til sjávar segjast varla hafa komið auga á fugl. í heild er það álit . manna að óvenjulítið sé um rjúpu, mun minna én áður, þó erfitt sé um að spá. ,,En þetta hefur skeð áður,“ sagði Garðar, „að lítið hafi sézt i leitum en síðan orðið gott veiði- haust. Rjúpan er óútreiknan- leg. Vísindamenn hafa sýnt góða viðleitni til rannsókna á stofninum en þær hafa farið fram á takmörkuðu svæði og aðeins staðið í u.þ.b. 6 ár en ættu þær að gefa raunhæfa niðurstöðu þyrftu þær áreiðan- lega að standa í 60 ár.“ Garðar taldi að veðrátta sumarsins hefði ekki gefið ástæðu til að fuglinn sýndi sig mikið og gæti því verið talsvert til af honum þó lítið hafi sézt. Hins vegar kvaðst hann viss um að stóraukin ágengni við veiðar hefði markandi áhrif á stofn- inn, vankunnandi veiðimenn yllu spjöllum, vélsleða ætti með öllu að banna við rjúpnaveiðar og gera þ.vrfti átak til að fækka vargfugli, veiðibjöllum og hröfnum, sem gert hefðu ótrú- legan usla hjá rjúpnastofninum á varptímanum, svo ekki sé talað um minkinn, sem bæði er í varplöndunum og kominn upp til fjalla. DB ræddi við Bjarka Elías- son yfirlögregluþjón og sagði hann að eftirsókn eftir byssu- leyfum væri mest á haustin. Nú hefðu umsóknir um leyfi þó verið heldur færri en undan- farin ár. Veiði væri líka orðin dýr. Aðeins byssuleyfið, sem í fyrra kostaði 50 krónur, kostar nú 2000 krónur. Hinrik Hermannsson í Vesturröst sagði að byssur væri hægt að fá frá 18 þús. krónum upp í 150 þúsund og þar yfir en algengasta verðið væri 40—70 þúsund. Skot kosta frá 45 krónum stykkið og allt að rúm- lega . 100 kr. stykkið. Hinrik kvað góða sölu hafa verið í byssum til gæsaveiða, en byssu- sala til rjúpnaveiða væri varla kominn í hámark. „íslendingar kaupa aldrei fyrr en á síðustu stundu," sagði hann. „En það er áreiðanlegt að ísl. veiðimenn útrýma ekki stofninum. Fyrst hægt var að flytja út 3—400 þúsund rjúpur á árunum milli 1920—30 verður henni ekki útrýmt nú því mikið skortir á að svo mikið sé veitt,“ sagði Hinrik. —ASt. Rjúpur í litskiptum miili sumars og vetrar. Athugasemd við athugasemd — frá Kennarafélagi M.H. Laugardaginn 2. október birtu dagblöðin Þ.jóðvil.jinn og Dag- blaðið fréttir af viðbrögðum kennara Menntaskólans vió Hamrahlíð gegn mistökum i launagreiðslum til þeirra. Mið- vikudag 6. okt. og fimmtud. 7. okt. birtu sömu blöð athugasemd frá Höskuldi Jónssyni ráðuneytis- st.jóra varðandi þennan frétta- flutning. í greinargerð ráðu- neytisstjórans koma fram nokkur villandi atriði sem við sjáum okkur tilneydd að gera okkar at- hugasemdir við. 1. Höskuldur Jónsson segir: „Þegar ljóst var, að eigi var unnt að greiða öll laun er gjald- féllu 1. október í gegnum kerfi skýrsluvéla voru þeim kennur- um, er launakröfur áttu, greidd áætluð laun af fé í vörslu skólans." — Ekki verða þessi orð skilin öðruvísi en svo að brugðið hafi verið við, þegar ir þetta var l.jóst. Hi<’ rétta er að fyrstu svör Laum ieildar :áðu- neytisins (gefin í síma) voru á þá leið að þessi laun fengjust greidd eftir hálfan mánuð! Það var fyrst þegar ljóst var að kennarar legðu niður vinnu sína, feng.ju þeir eigi greidd laun, sem bráóabirgðalausn ráðuneytis kom til umræðu. 2. Ráðuneytisstjóri virðist víkja allri sök á herðar skrifstofu Menntaskólans við Hamrahlíð. Það mun honum jafn ljóst og öðrum er við skólastörf fást og til þeirra þekkja að margar ástæður geta legið til þess að skilum gagna frá skólum seinki. Hins vegar er það ráðuneytið sem ábyrgð ber á að laun séu greidd samkvæmt samningum, og þvkir okkur hart aðgöngu ef sl.rifstofuvélamenningin getur opphafið gildi þeirra. Ráðu- neytisstjórinn tók og margsinnis nam umræddan dag að ábyrgð- in væri ráðuneytis og ekki annarra. 3. Látið er í það skína að við höfum gert kröfur um yfir- vinnugreiðslur fyrir vinnu í september. Þetta er rangt, enda tekið fram í upphafi viðræðn- anna við Höskuld Jónsson 1. október að okkur væri ljóst að þau laun væru eigi gjaldfallin. Hins vegar gerðum við athuga- semdir við að þesskonar vinna hefði eigi verið greidd hluta- ráðnum kennurum vegna ágúst- mánaðar. Ilefðu þau laun átt að vera g.jaldfallin tyrsta virkan dag eftir 15. september. Er kennurum sem öðrum lítill akkur i að eiga laun, sín lengi ógreidd við núgildandi verð- bólgu. 4. Ráðuneytisstjóri virðist telja að við eigum að standa i for- undran og þakkarvímu, þar sem ekki verði meiri mistök við launagreiðslur en raun beri vitni, eða að hans sögn aðeins í 21% tilvika, við skóla okkar (sjá athugasemd hans). Þetta hlut- fall teljum við raunar harla óeðlilegt, og það er sannast mála að vart mun nokkurt okkar minnast þess launagreiðsludags, þegar öll laun frá vinnukaup- anda okkar hafi verið rétt reikn- uð og greidd. Einkanlega þekkja allir kennarar til öngþveitis kringum fyrstu launagreiðslur á haustin. Ef ráðuneytisstjóri heldur að við vænum hann og starfsfólk deildarinnar um léti og ómennsku, er ekki úr vegi að minna á að hið gagnstæða var margtekið fram á fundi okka_r með honum 1. okt. Jafnframt var deildinni þá færð kveðja frá kennarafundi með ósk um að hún mætti dafna og eflast að starfsliði, en við vitum að margt af því leggur nótt við dag í störf- um sínum. Hins vegar er lítil von úrbóta ef ráðuneytisstjóri telur í alvöru að allt sé í lagi, bara ef vitleysunum fjölgi ekki. 5. Við sjáum fulla ástæðu til að taka undir þá ósk ráðuneytis- stjóra að blaðamenn kynni sér sem best starfsemi launadeild- ar, ekki síst þar sem ríkisvald án sérstakrar starfsmannadeildar mun nú m.jög fátítt, ef ekki út- dautt, utan íslands. Lýsum við okkur einnig reiðubúin að veita blaðamönnunum allar þær upp- lýsingar sem vera kynnu í okkar fórum um störf deildarinnar. 6. Að lokum lýsum við þvi yfir að okkur er öldungis fyrirmunað að sjá hvað það kemur málinu við að (flestir) stundakennarar þiggi laun annars staðar fyrir aðalstarf. Við höfum hingað til haldið aó ætti að greiða mönn- um laun fyrir vinnu sína samt. Virðingarfylist. Kennarafélag Menntaskólans við Hamrahlíð. Framhaldsleikrit i útvarpinu i vetur: Fyrst börnin - þó fullorðnir Þegar vetrardagskrá út- varpsins hefst nú með vetrar- komu á að taka til flutnings framhaldsleikrit fyrir börn og unglinga. Er það „Skeiðvöllur- inn“ eftir ástralskan höfund og gerist leikurinn þar. Þýð- andi er Hulda Valtýsdóttir. Leikritið er í fjórum þáttum og er Þórhallur Sigurðsson leik- stjóri. Einnig er í ráði að endur- flytja framhaldsleikrit fyrir börn sem flutt voru fyrir 10—15 árum en ekki hefur enn verið ákveðið hver þau verða. • Eftir áramót er áætlað að taka til flutnings framhalds- leikrit fyrir fullorðna og nefn- ist það „A man born to be king“. Leikritið er í 12 þáttum og fjallar um ævi og starf Jesú Krists. Höfundur er Dorothy L. Sayers en Ra.vmond Rikes hefur gert útvarpshandritið. Þýðandi er Vigdís Finnboga- dóttir. Leikstjóri verður Gísli Hall- dórsson og mun hann byrja að æfa leikinn um miðjan nóvem- ber. Hefur þetta leikrit vertð flutt i mörgum löndum við miklar vinsældir áheyrenda. Flutningur framhaldsleikrits- ins er ráógerður á sunnudög- um. A.Bj. dHHM Nýkomið glœsilegt úrval af íslenzkum alullargólfteppum Mesta Btaúrval sem sézt hefur af íslenzkum gólfteppum. Teppi, sem eru hentug ú íbúðir, skrífstofur og stigaganga. Einnig þríþœttur lopi ó verksmiðjuverði. SELJUM I HEILUM RULLUM A LÆGRA VERÐI OPIÐ TIL KL. 10 í KVÖLD Verksmiðjusalan TEPPIHF., Súðarvogi 4, símar 36630 — 30581

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.