Dagblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTOBER 1976. -------------------- ✓------------ 11 Enn dœmi um hraklega embœttisveitingu: Menntamálaráðherra á leið niður brekkuna? 037 gefa Rolls Royce-bifreiöar í þjórfé, kaupa næturklúbba sem neita þeim um aðgang og leggja gífurlegar upphæðir undir i spílavítum. Þeir kvarta einnig undan því að fjármunir frá Miðaustur- löndum hafi haft gífurleg áhrif á verð á fasteignum í London. Fyrir auðuga Araba er hús i London og annað úti í sveit algjör „nauðsyn" og afleiðing þessa er, að verð á fasteignum í finni hverfum borgarinnar, eins og Ma.vfair. Kensington, Knightsbridge og Chelsea hafa hækkað langt yfir það, sem venjulegir Englendingar geta veitt sér. Miðausturlandabúar hafa enn fremur kevpt upp ensk sveitabýli, skozk sveitaset- ur og jafnvel kastala, eins og t.d. Fort Belvadere í Surre.v, þar sem Játvarður konungur sagði af sér hér um árið. En allir þessir peningar rétta við brezkan efnahag og sumir kaupsýslumenn elta oliudollar- ana á röndum. Matseðillinn i Crockford spilavitinu er nú prentaður á arabísku eins og á ensku. blaðasalar hafa tímarit á arabísku til sölu og eina kvik- m.vndahúsið í Mayfair hverfinu hóf nýlega sýningar á arabískri kvikmynd „Skilaboðin" með engum enskum texta. „Ég þoli ekki Arabana." segir verzlunar- eigandi í hverfinu. „En síðan þeir komu hingað. hcf ég stór- grætt. Eg verð víst að brosa út í annað og láta sem mér vel liki." Og Arabar. sem verða eftir heima fyrir, hafa líka ýmislegt að athuga við þetta framferði bræðra sinna í Englandi. Eru þeir kallaðir fitukeppir og sagt er, að þeir eyðileggi mannorð Araba út á við. „Ríkisstjórnin," sagði i einu dagblaðanna í Kuwait fyrir nokkru „ætti að koma í veg fyrir þessa eyðslu krafta og peninga landsmanna okkar í London." Flautur Töluverður fjöldi B' ta er :: sama máli. í Mayfa.v kvarla innlendir íbúar yfir því, að Arabarnir fari í skemmtiferðir út í kirkjugarð, sofi á gangstéttunum og aki bifreiðum sinum af algjöru tillitsleysi við gangandi vegfarendur, um leið og þeir þeyta bílflautur sínar i sifellu. „Þeir leika þessar skrítnu hljómplötur sínar eins hátt og mögulegt er, hafa alla glugga opna og eiga mikið af öskrandi krökkum," segir einn íbúanna. En Arabarnir í London þykjast finna til meira en lítillar hræsni í viðmóti gestgjafanna gagnvart sér. „Bretarnir segja, að við séum ruddalegir," segir Akram Ghanem, auðugur flóttamaður frá Líbanon. „En þeir taka auðfúsir við peningunum okkar. Ef þeir segðu svipaða hluti um Gyðinga eða blökkumenn, sem hér dveljast, myjidi það þykja mikið hneyksli. En af því að um Araba er að ræða, er allt í lagi.“ Og jafnvel sumir Bretanna eru á sama máli. „Það er dálítið kjánalegt að vilja taka við ara- bískum peningum en ekki Aröbunum sjálfum," segireinn bankamaður, sem á arabíska nágranna í Kensington. „Við getum ekki bæði etið kökuna og geymt hana." „Olafur Thors var síðasti móhíkaninn meðal Islendinga sem gat slampazt gegnum stjórnarstöður með brjóstvitið eitt að leiðarljósi," segir Arnór Hannibalsson lektor í bók sinni „Kommúnismi og vinstri hreyf- ing.“ Bókin kom út 1964. Setningin er í fullu gildi og má heita sönnuð. Svo er núverandi menntamálaráðherra, Vil- hjálmi Hjálmarssyni, fyrir að þakka — eða öllu heldur að kenna. Ráðherrann hefur orðið ber að hraklegum embættaveiting- um og nú síðast sprakk blaðran, þegar hann gekk framhjá Braga - Jósepssyni í starf aðstoðarskólastjóra. 1 sumar varð ráðherranum á annað glappaskot, engu betra. Hann veitti embætti í heimspeki við Háskóla Islands gegn vilja allra, sem fjallað höfðu um um- sóknir og hæfi umsækjenda. Hann veitti stöðuna í blóra við mjög eindregna niðurstöðu og viljayfirlýsingu dómnefndar og hann veitti stöðuna cinnig gegn vil.ja heimspekideildar. Ráó herrann tók ákvörðun upp a sitt eindæmi og það, sem’1 verra er: Vilhjálmur Hjálmars- son veitti lektorsstöðu í heimspeki án þess að lesa álit dómnefndar um umsækjendur. Glœnœpulegur málflutningur íljósiþessa gat égékkineitað því, að ég varð stromphissa, þegar ég las greinargerð menntamálaráðherra vegna embættisveitingar við Fjölbrautaskólann í Breið; holti. í greinargerðinni ræðir hann um frávik frá reglum og. nefnir sem dæmi einmitt þá veitingu lektorsembættis í heimspeki við Háskólann, sem hér er til umræðu Málflutn- ingur ráðherrans í greinar- gerðinni er glænæpulegur og með hliðsjón af því er ef til vill ekki furða, að hann skuli hafa hugrekki til þess að nefna þessa tilteknu veitingu að fyrra bragði. Hún er umdeild og umdeilanleg og hún hefur vak ið furðu innan Háskóla tsl. Sú stofnun er hins vegar svo einangruð frá þjóðélaginu, að þaðan heyrast sjaldan tíðindi. Þetta gildir þó sérstaklega i því dæmi, sem ráðherrann nefnir. af þeirri einföldu ástæðu að í hlut á erlendur maður og ráðherrann hefur því sjálfsagt vænzt og vonað, að hún yrði ekki gerð að umtalsefni. IJr því skal nú bætt og lagðar á borðið þær staðreyndir, sem almenningur á heimtingu : á að vita. Og vel að merkja. Ráðherrann hefur gefið boltann upp í tvigang: Þegar hann veitti stöðuna og nú, þegar hann leyfir sér að nota þessa embættisveitingu sem dæmi máli sinu til stuónings í deiluum aðra embættisveitingu. Hunzaði dóm- nefnd og deild Og nú kann að vera að margir reki upp stór augu. Embættis- veitingin, sem ég á við, er ráðning Arnórs Hannibalssonar til Háskóla Islands. Sami Arnór er einmitt félagi Braga Jósep.ssonar og höfundur þeirrar skýrslu er kallað hefur fram vægast sagt óvenjulega afstöðu ráðuneytisins til Braga. Sálarfylgsni ráðherrans eða einhvers starfsmanna hans í ráðunevtinu þekki ég ekki. en þó má jafnvel geta sér þess til að Arnóri hafi verið veitt staðan við Hl til þess eins að hægt væri að benda á, að persónulegar ofsóknir væru ekki ástæða þess, að Braga hefur verið neitað um 12 stöður innan menntakerfisins. Hvað um það. Annan júlí i sumar setti Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamála- ráðherra, dr. Arnór Hannibals- son í stöðu lektors í heimspeki við Háskóla Islands gegn vilja allra þeirra, sem um málið höfðu fjallað. Ráðherrann hunzaði bæði álit dómnefndar og vilja heimspekideildar og um leið hafnaði hann hæfasta umsækjandanum. Um stöðuna sóttu sjö menn, þar af taldi dómnefndin fjóra hæfa. Samkvæmt dómnefndar- áliti var þó einn umsækjenda langhæfastur til starfsins. Raunar bar álitið með sér, að þessi maður væri ekki einasta hæfur heldur skaraði hann fram úr öðrum umsækjendum. Maður þessi heitir Michael W. Marlies, doktor í heimspeki frá Bandaríkjunum. Fróbœr meðmœli I áliti dómnefndar segir m.a. um dr. Marlies: „Auk til- skilinna gagna leggur Michael fram með umsókn sinni fjölda umsagna um nám sitt og fyrri störf, alls átján. Eru allar umsagnir þessar á eina leið....: hann er talinn ágætur fræði- maður og frábær kennari. Prófessor Stephen Toulmin, sem er heimskunnur fræði- maður, segir hann sennilega vera bezta nemanda sem hann háfi haft allasínatíð í Brandeis. Prófessor J.W. Child, kennari hans á Brandeis og síðar sam- kennari við Northeastern, telur hann „one of thetwo or three ablest philosophers and teachers I have known". („einn af tveimur eða þremur hæfustu heimspekingum og kennurum, sem ég hef kynnzt.“)Loks má vitna í umsögn deildarforseta heimspekideildar Northeastern University, W. F’ogg, er ber hið mesta lof á stjórnsýslustörf hans sem önnur og segir hann hafa verið ,,a major source of exciting and responsible inno- vations in the department and the University....I have met few colleagues who exceeded Dr. Marlies' energy, initiative and articulateness regarding work within the Department („meiri háttar upphafsmaður örvandi og jafnframt ábyrgra nýjunga í deildinni og há- tkólanum...ég hef unnið með fáum samstarfsmönnum, sem borið hafa af dr. Marlies að því er tekur til starfsorku, frum- kvæðis og nákvæmni, ef miðað er við störf hans i deildinni"). En af einhverri undarlegri ástæðu fór ofangreind tilvitnun í dómnefndarálitið Vilhjálmi Hjálmarssyni fyrir ofan höfuð og neðan fætur. Hann lét sér nægja brjóstvitið — eða var hann kannski í dorgum við misvitra? Rétt er að taka strax fram, að dr. Marlies hefur kennt sem gistilektor við Háskóla islands í tvo vetur, 1973-1974 og 1975- 1976. Veturinn í milli var hann prófessor við Trinit.v College i Hartford, Bandaríkjunum. Það starf fékk hann úr hópi 300 umsækjenda. Hann þreytti samkeppnispröf við fimm hæfustu umsæk jendurna og skaut þeim öllum aftur fyrir sig. Dr. Marlies bauðsl að halda stöðu sinni við Trinity Collegeen ákvað að sækja frem- ur um lektorsstöðu á íslandi, vegna hvatningar vina sinna hér, sem allir töldu fullvlst, að hann hlyti stöðuna. En því miður sást mönnum yfir, að embættaveitingar á tslandi fara ekki eftir hæfi manna, heldur duttlungum þeirra, sem með völdin fara. Svo enn sé vitnað til dómnefndarálitsins þá hljóðar niðurlag þess svo: „Við mat á hæfi um- sækjenda um umrædda lektorsstöðu sem er í heimspeki ber að taka mið af fleiri atriðum en þeim einum, sem lúta að fræðilegu gildi ritverka þeirra. Starfsreynsla umsækjenda hlýtur t.d. að skipta miklu máli. Aðeins tveir umsækjenda hafa verulega reynslu af heim- spekikennslu, þeir Michael Marlies og David-Hillel Ruben. Starfsreynsla Michaels er þó mun meiri, og hefur hann kennt flestar greinar heim- spekinnar og reynst ef marka má umsagnir um hann, jafn- vígur á jafn óskyldar greinar og réttarheimspeki og rökfræði, siðfræði og vísindaheimspeki. Þetta telur nefndin skipta miklu, þó að hitt skipti meginmáli að fræðilegt gildi doktorsritgerðar Michaels er óumdeilanlegt, og virðist nefndinni hún bera af ritum annarra umsækjenda". Kjallarinn Halldór Halldórsson Hœfastur og flest atkvœði Og nefndarálitinu lýkur með þessum orðum: „Nefndin telur því Michael Marlies hæfastan umsækjenda til að gegna hinni lausu iektorsstöðu i heimspeki." Undir þetta skrifa allii nefndarmenn, þar af báðii kennararnir í heimspeki vit Háskólann auk kennslustjór; Háskólans. Halldórs Guðjóns sonar. I samræmi við álitið fékk sv< dr. Marlies meirihl. atkvæðaí heimspekiieild þrátt fyrir mjó/ einkennilegan málatilbúnac þar og harðan áróður nokkurr; manna gegn dr. Marlies manna. er bera litið sem ekk ert sk.vnbragð á heimspeki Slíkir menn ættu vitaskulc ekki að taka afstöðu til hæf umsæk.jenda um stöðu i annarri fræðigrein en þeirra eigin. Þa< er hins vegar annað mál og stærra og snýst unt fáránlegai reglugerðir. Ég fæ ekki séð hvernig ráðherra ætlar að verja þessa ráðstöfun sína. Ég veit þó, aé hann hefur m.a. nefnt tvennt ákvörðun sinni til stuðnings: 1. Að atkvæðamunur á fundi heimspekideildar hafi ekki verið svo mikill, að hægt yrði að saka hann um misbeitingu valds og 2. Að það væri óvenjulegt að veita erlendum manni lektors- embætti við Háskóla íslands. Hvorug röksemdin fær staðizt. I fyrsta lagi brýtur sú fyrri í bága við yfirlýsingar ráðherrans vega veitingar embættis í læknisfræði, serr. deilt var um í vor. I svari við þeirri gagnrýni tók ráðherrann beinlínis fram, að hann færi ávallt eftir vilja viðkomandi deilda Háskólans við embætta- veitingar. Það gerði hann ekki í dæmi Marliesar og sams konar dæmi munu fleiri. Þjóðernissjónarmið aukaatriði I öðru lagi kemur þjóðerni manna ekki málinu við, þegar kennarastarf í heimspeki er veitt. Þjóðernissjónarmið eða ást á íslendingum eru algjört aukaatriói i þessu sambandi. Við Háskóla t'sl. kenna og hafa kennt erlendir menn og útlendingurinn dr. Marlies þótti nógu góður til að kenna hérlendis í tvo vetur og nú i vetur sem gistilektor. Hræddur er ég um, að hljóð heyrðist úr horni væri íslendingur á er- lendri grund látinn gjalda þess, að hann væri íslendingur. Við skulum hafa hugfast, að margir frábærir íslenzkir vísinda- og fræðimenn eru starfandi er- lendis. Þeir hafa ekki orðiðfyrir barðinu á sveitalegum þjóð- ernissjónarmiðum. Þá er rétt að geta þess, að nemendur í heimspeki við Háskólann, sem notið hafa | kennslu dr. Marliesar, rituðu bréf til stuðnings honöm áður I' en ráðherrann tók dæmalausa s; ákvörðun sína. Þá fóru tveir fulltrúar nemenda á fund ráðherrans og mótmæltu embættisveitingunni. „Ömurleg niðurlœging“ Mér er nær að halda, að það gerist ekki nema einu sinni á öld, að Háskóla Islandsbjóðist slikur úrvalsstarfskraftur sem dr. Michael Marlies er og stofn- unin er ekki slíkt fyrirmyndar- fyrirtæki, að hún megi við því að missa út úr höndunum á sér slíkan mann. Og sé það þjóð- ernissinnum einhver huggun má geta þess, að Michael Marlies lætur þess getið sér- staklega í fylgiskjali með umsókn sinni, að það sé eindreginn vilji hans að skipta um rikisfang og gerast islenzkur þegn. Það fer vel á því að ljúka þessari gagnrýni á embættis- færslu ráðherrans, er ég vona að sé ekkert i likingu við það sem ráðherrann kallar „glumrugang" með því að tilfæra setningu úr riti Arnórs Hannibalssonar sjálfs, sem vitnað var til í upphafi. Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra á sinn þátt í því að í henni le.vnist sannleikskorn: „Háskóli Isltnds er í önturlegri niðurlægingu." Ilaildór Halldórsson

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.