Dagblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÖBER 1976. 7 Kína: Ekkja Maós formanns og öll Shanghai-mafían fangelsuð Ekkja Maos formanns Chiang Ching, og þrír aðrir valdamiklir kinverskir leið- togar hafa verið teknir höndum í Peking, sakaðir um tilraun til stjórnarbyltingar, samkvæmt heimildum Rauters- fréttastofunnar. Talsmaður ríkisstjórnarinnar hefur enn ekki viljað úttala sig um málið. Samkvæmt heimildarmönn- um Reuters var ráðamönnum í Kína sagt frá þvi með leynd, að Chiang Ching og þrír aðrir félagar i hinni svonefndu „Shanghai-mafíu“, Wang- Hung-Wen, Chang-Chun-Chiao og Yao Wen Yuan, hefðu verið handtekin. Öll fjögur eru þau talin róttækust félaga í æðsta- ráði flokksins og komust til valda í Shanghai, fjölmennustu borg Kínaveldis. Wang Hung-Wen er varafor- maður kínverska kommúnista- flokksins og var allt fram á síðasta ára talinn líklegastur eftirmaður Maos formanns. Yao er mestur áróðursmaður landsins. Valdamestur þeirra fjögurra er Chang Chun-Chiao, aðstoðar- forsætisráðherra og helzti stjórnmálafræðingur herja lands'ins. Hann er einnig í miðstjórn flokksins og hefur oftsinnis verið nefndur sem hugsanlegur forsætisráðherra. Verði handtökur þessar stað- festar, sem ekki er talið líklegt fyrr en eftir nokkurn tima, má segja, að stjórn landsins hafi verið hreinsuð af öllum vinstri sinnuðum aðilum. Hœgfara öfl innan stjórnarinnar verða fyrri til í valdabaráttunni Chiang Ching, ekkja Maos for- manns. Chang Chun-Chiao aðstoðarfor- sætisráðherra. Wang Hung-Wen, varafor- maður kommúnistafiokksins. Erlendar fréttir REUTER 63 millj. króna í fölskum seðlum Lögreglan í Nissa og París hefur handtekið níu manns, en hjá þeim fundust sem svarar 63 milljónum ísl króna í föls- uðum frönkum. Mennirnir níu eru grunaðir um að vera félagar í glæpa flokki, sem hefur dreift fölsk um 100 franka eðlum aó undanförnu. Ródesía: Vaxandi ágreiningur um yfirráð hers og lögreglu Smith óbilgjarn og telur sig hafa gert bindandi samkomulag við Kissinger utanríkisráðherra Svo virðist sem bilið á milli hvítra og blakkra leiðtoga í Ródesíu fari sífellt breikkandi, að minnsta kosti hvað varðar fyrirhugaða stjórnarskrárráð- stefnu um framtíð lands og þjóðar. Fulltrúar þriggja stærstu þjóðernissinnahópanna í Ródesiu hafa krafizt þess að stjórn hers og lögreglu verði færð þeim í hendur á meðan blakkir taka við stjórnartaum- unum úr höndum minnjhluta- stjórar Ian Smiths. Smith hefur lýst því yfir, að ekki komi til mála að stjórn sín hverfi á nokkurn hátt frá því samkomulagi, sem hann hafi fallizt á eftir viðræðurnar við Kissinger, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á dögunum. Forsætisráðherrann sagdi í gærkvöld að hvítir menn yrðu að hafa fulla stjórn á vörnum landsins og lögum og reglu. Smith vill að hvítir menn ráði áfram her og iögregiunni: „Kemur ekki til mála,“ segja blökkumenn. Með Smith á myndinni er kona hans Janet og dóttursonur þeirra. Friður í Líbanon? Efasemda gœtir eftir fundarhöldin í Shtoura Mikilla efasemda gætir nú um það, hvort raunverulega takist að semja frið í Líbanon, eftir að fiéttir berast um mikið ósætti á fundum hinna þriggja stríðandi aðila í þorpinu Shtoura skammt austur af Beirút. Eftir átta tíma samningsfund i gær sagði Hassan Dabri-Al- Kholi, formaður sendinefndar Arabasamtakanna, að Sýrlend- ingar, Líbanir og Palestínumenn hefðu náð umtalsverðum árangri í átt að samkomulagi. Nánari til- Nokkuð friðvænlega þótti horfa i horgarast.vrjöldinni í Líbanon eftir lund deiluaðila skammt frá Beirút í gær. Nú hafa hins vegar flestir farið að efast um, að þar hafi verulegur árangur náðst. högun friðarsamkomulagsins m.vndi verða send foringjum hinna striðandi afla og að annar fundur myndi verða haldinn í dag, sagði hann seint í gærkvöldi. En yfirvöld í Damaskus í Sýr- landi, létu untmæli Al-Kholi sér í léttu rúmi liggja og sögðu að samningaaóilar myndu koma saman í dag til þess að ræða „deilumál sín enn frekar", sem skilja má á þann veg, að langt sé í land méð veruleg samkomulags- drög. Og enda þótt búizt væri við að allir aðilar að fundinum í Shtoura myndu samþykkja samkomulags- drög var talið harla ólíklegt að stjórnmálasamtök. bæði til hægri og vinstri sem ekki var boðið til fundarins, ntyndu fallast á tillög- urnar Skœruliðar ráðast á sýrlenzk sendiráð Ráðizt var að sendiráðum Sýrlands í Róm og Islamabad í Pakistan í gær. Voru palest inskir hermdarverkamenn þar að verki og vildu þeir með þessu mótmæla aðild Sýrlend- inga að styrjöldinni í Líbanon. Öryggisverðir i Pakistan skutu einn ungu ntannanna til bana er iiann réðst gegn sendiráðinu í lslamabad með handsprengju í annarri hendi. Hinir tveir voru handteknir. I Róm réðust þrir ungir Palestínumenn inn í sendiráð Sýrlands, vopnaðir vélbyssum og handsprengjum. Þeir gáfust upp f.vrir lögreglunni einum og hálfum klukkutíma siðar. Þessir tveir réðust á ísraelskan farþegahóp í Istanbui í ágúst og drápu fjóra.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.