Dagblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 5
I)ACBI.AÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1976. Bygging þjóðar- bókhlöðu hefst Framlög til byggingar þjóöarbókhlöðu eiga aó vaxa um nærri 36 milljónir á næsta ári samkvæmt fjárlagafrum- varpinu. Verða framlögin þá alls 50 milljónir. Gert er ráð fyrir að b.vrjunar- framkvæmdir við byggingu bókhlöðunnar geti byrjað næsta ár. Aætlun um kostnað við bygg- inguna er til þar sem gert er ráð fyrir, að heildarkostnaður- inn verði um 1,8 milljarðar. —HH 125 millj- ónirtil geðdeildar Hundrað tuttugu og fimm milljónum verður á næsta ári varið til byggingar geðdeildar Landspítalans. Þar er meó talin göngudeild á fyrstu hæð. Tuttugu crg átta milljónir eiga að fara til rannsóknarstofa, þrjátíu milljónir til símstöðvar, tuttugu og ein milljón til rönt- gentækja. - Fimmtán milljónir eiga að renna til lokafrágangs við ný- byggingu fæðingardeildar og jafnmikið til endurbóta á gömlu fæðingardeildinni. Tuttugu milljónir fara til endurbyggingar gamla spítalans á Kleppi og greiðslu skulda. A Vífilsstöðum fara tuttugu milljónir til að ljúka b.vggingu barnaheimilis. 12,8 milljónum verður varið til Kristneshælis. Tuttugu milljónir fara til byggingar vinnuskála við heimilið að Gunnarsholti. —HH Margmilljorða aukning vegna trygginga Hækkun á útgjöldum ríkisins vegna tryggingamála er talin muni verða um 3,4 milljarðar á næsta ári. Þá er aukning á rekstrargjöldum ríkisspítal- anna ekki meðtalin. Bein framlög ríkisins til al- mannatrygginga, slysa-, lífeyris- og sjúkralrygginga, vaxa um 2,4 milljarða. Daggjaldakostnaður rikis- spitaianna er þó ekki meðtalinn i þessum tölum. Hann er áætlaður um 4,4 milljarðar og er aukningin því meiri sem þeirri tölu nemur. Ætlunin er að taka ríkisspitalana undan daggjaldakerfinu og fjármagna rekstur þeirra beint með fjár- liigum. Einnig á að fá fram meira eftirlit með útgjöldum spítalanna en verið hefur og samræma betur yfirstjórn og 1'járhagsábvrgð í rekstrinum. —IIH »ar 5 Átta hókarlar í lögn... — og þorrablótin njóta góðs af Fyrir þremur dögum lögðu þeir lóð sína fram undan svo kölluðum Bakkahöfða sem er sunnarlega á Tjörnesi. Beittu þeir hnísuspiki á 10 öngla. Ekki höfðu þeir miklar áhyggjur af veiðarfærum sínum enda vanir því að draga línuna með nokkurra daga millibili. En í gærdag fóru að berast fréttir af því að hákarlslifur flyti um allan sjó í námunda við lögn þremenninganna. Nokkrir menn hér á Húsavík hafa haft það sér til dundurs undanfarin ár að leggja há- karlalóð út með Tjörnesinu og í Skjálfandaflóanum. Heldur hefur veiðin verið treg, fram að þessu en það hljóp heldur betur á snærið hjá þeim Einari Jóns- syni, Pálma Héðinssyni og Heiga Héðinssyni í gær. sinum að mestu óskemmdum í land. enda er hann ætlaður til verkunar handa sælkerum sem ekki geta hákarlslausir verið á þorranum. Stærð hákarla er mæld á þann hátt að miðað er við magn lifrar og gáfu þessir 8 ca :iA tunnu lifrar hver. Abj. Brugðu þeir þá við hart og títt, -og drógu línu sína, — og viti menn, 8 — átta hákarlar höfðu ætlað að gæða sér á hnísuspikinu með þeim af- leiðingum að nú féllu þeir í hendur mannanna. Reyndar sáu félagarnir þess greinileg merki að tveir höfðu bitið á til viðbótar en rifið sig lausa og voru þeir, og kannski fleiri félagar þeirra teknir til við að éta þá sem fastir voru í önglun- um. Það er víðar hart barizt en í mannheimum á þessum síðustu og verstu tímum. Félagarnir þrír komu þó feng Myndin er af Einari Jónssyni frá Móbergi þar sem hann er að skera hákarl á Húsavíkurbryggju fyrir nokkru. Sýnishorn af jeppum Dodge Kamcharger ’74, tilboð. Range Rover ’74, 2,7 millj- ónir. Cherokee Chief '76, 3,4 milljónir. Wagoneer ’74, 2,4 milljónir. Wagoneer ’73. 1750 þús. Wagoneer '71, 1450 þús. Bronco Ranger ’74, 2,2 milljónir. Bronco 6 cyl. ’74, 1800 þús. Bronco '66. 700 þús. Bronco '66. 450 þús. Blazer ’74 með öllu, 2,6 milljónir. Land Rover dísil '75, tilboó. Land Rover dísil '71, 1,050 þús. Willy's Jeepster '68, 680 þús. Rússajeppi '59 (góður bíll), tilboð. Ásamt fjölda annarra jeppa og fólksbíla. Bílamarkaðurinn Grettisgötu 12-18. Sími 25252 PsCTL Bilaleigan Miðborg Senickinntal 1-94-92 GERIST EIGINN TÍSKU TEIKNARI YF/fi 100 ÚRVAIS FATAEFM tUtíma KORGARÐ

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.