Dagblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIf). ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÖBER 1976. Viðvörun til sjómanna: W LATIÐ SILJA EKKI PÓLITÍKUSA HAGSMUNIYKKAR Sigurpáll Einarsson frá Grindavík skrifar: Nú er orðiö ljóst að á næsta þingi Sjómannasambands Islands, SSÍ, verða átök um for- mann sambandsins, þar sem tvö formannsefni eru komin fram. Það er Óskar Vigfússon, for- maður Sjómannafélags Hafnar- fjarðar. Öskar er studdur af nokkrum sjómannafélögum sem starfandi sjómenn ráða og er því framboð Óskars sjó- mannaframboð. Heimildir (DB 6. október), sem ekki hefur verið borið á móti, segja að hitt formanns- efnið sé Karl Steinar Guðnason kennari, varaþingmaður Alþýðuflokksins og formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Mun Karl Steinar vera studdur af Birni Jónssyni hjá ASl og Pétri Sigurðssyni alþingismanni og er því fram- boð Karls Steinars pólitískt framboð. Þeir sem vinna að málefnum sjómanna hafa ekki farið var- hluta af þvi að pólitíkin hefur verið að leita að for- mannsefni úti á landi nú sl. vikur. Eftir þeim fréttum, sem stöðugt berast manna á milli, hafa málin gengið þannig fyrir sig að þeir landskunnu póli- tíkusar, Pétur Sigurðsson al- þingismaður og Björn Jóns- son forseti ASl hafa leitað fyrir sér úti um land, en ekki fundið neina flokksbræður í sjómannafélögunum, sem vildu lána nafn sitt sem formanns- efni SSt. Þar með var sá draumur úti að annar hvor þessara póli- tíkusa gæti stjórnað málefnum sjómanna gegnum fram- kýæmdastjóra, sem yrði ráðinn vegna búsetu formanns fjarri höfuðstöðvum samtakanna. Þegar svo var komið fyrir þeim kumpánum hafa þeir gengið í fóstbræðralag og sameinazt um að styðja kennara einn suður með sjó, sem er varamaður á Alþingi. Kennari þessi á greiðan aðgang inn á þing SSl sem for- maður Verkalýðs- og sjómannafélagsins í sinni heimabyggð og hefur að sögn í hendi sér atkvæði nokkuð stórs hóps verkamanna sem sumir hverjir vinna á Keflavíkurflug- velli og getur með þeim at- kvæðum ráðið hver verður kosinn á þing SSÍ burtséð frá hvort hann sé í nokkrum tengslum við sjómenn eða mál- efni þeirra. Nú stendur sá tími yfir að sjómannafélög um land allt kjósa fulltrúa á þingið, sem verður seinni partinn í þessum mánuði. Eins og dæmið stendur í dag er möguleiki á að þetta pólitíska fóstbræðralag hafi í hendi sér meirihiuta atkvæða á þingi SSl. Þess vegna er full ástæða til að hvetja sjómenn til að vera vel á verði og láta það ekki gerast að kosnir verði menn á þingið, sem eru tilbúnir að selja hagsmuni sjómanna fyrir pólitíkina. Það þarf sérstaklega að vera vel á verði þar sem eru fámenn félög og formenn þeirra halda ekki fundi heldur telji sig sjálfkjörna. Það er ykkar sjómanna að krefjast fundar og kjósa sjálfir fulltrúa að ykkar skapi. Ég trúi ekki að nokkur ærlegur sjómaður horfi að- gerðarlaus á það að pólitíkin sé að ná SSl undir sig því það mun óneitanlega bitna á kjörum sjó- manna. Það er kaldhæðnislegt að forseti ASl, þess sama ASl sem lofaði sjómönnum aliri hugsanlegri aðstoð við að hrinda bráðabirgðalögunum, skuli vinna að því með sínum áhrif- um að opinber starfsmaður verði næsti.formaður SSt og að alþingismaður sá, sem brosandi heiðrar sjómenn á sjómanna- daginn, skuli styðja slíkt. Það er einhver pólitísk ástæða fyrir því að pólitísk öfl sameinast til að koma I veg fyrir að sjómenn sjálfir geti stjórnað sinum samtökum, nú þegar nauðsyn er á að sjó- menn efli og styrki sín samtök. Það er samdóma álit fjöl- margra að til þess að SSl geti gegnt hlutverki sinu verði að veljast forysta, sem er í tengsl- um við sjómenn og sem sjó- menn geti treyst. Ef pólitíkin kemur sínum lepp í forystusæti SSÍ, þá er örugglega úti um sambandið því að þau sjó- mannafélög, sem sjómenn ráða, hafna að öllum líkindum aðild að slíku skrípi sem SSl yrði á eftir. Sjómenn, það er ykkar að hindra pólitísku öflin, sem stjórna mörgum sjómanna- félögum, í ao selja hagsmuni ykkar. Sigurpáll: Sjómenn í þelm félögum, sem ekki er stjórnað af pólitikusum, munu að öllum líkindum hafna aðild að SSl, veljist pólitisk forysta þar á þinginu eftir nokkra daga. Það gengur oft i11 a að ná í stóru kallana í þjóðfélaginu og þannig reyndist cinmitt bréfritara að ná í þá Eðvarð Sigurðsson og Guðmund .1. Guðmundsson. Stjórn Dagsbrúnar: Einn var uti, annar var í kaffi — sá þriðji f ó Svavar Pálsson skrifar: Hvernig er það með þá stjórnarmenn í Dagsbrún? Eru þeir í sífelldum feluleik við sjálfa sig og aðra? í síðastlið- inni viku gerði ég árangurs- lausar tilraunir þrjá daga í röð til að ná sambandi við einhvern ábyrgan aðila hjá Dagsbrún. Alltaf fékk ég þær upplýsingar að Eðvarð Sigurðsson væri er- lendis, Guðmundur J. Guð- mundsson væri á fundi og Iialldór Björnsson væri í kaffi. Hvílik ósköp!! Hvernig væri nú að við félagar, sem höfum staðið að þessu félagi i mörg ár. færum alvarlega að hugsa um að kjósa launaða stjórn til 4 ára í einu? Hvernig væri að hætta að þiggja góðmennsku Eðvarðs Sigurðssonar alþingismanns f.vrir ólaunaða stjórnun Dags- brúnar, með öllum þeim þægindum sem það veitir honum? Hvernig væri að við reyndum einu sinni að eiga ó fundi! ekkert kaffi á brúsanum þegar Guðmundi J. Guðmundssyni þóknast að líta inn næst? Hvernig væri að við félagar reyndum að standa vörð um menn eins og Halldór, þó hann sé oft í kaffi, og mann sem hefur reynzt okkur Dags- brúnarfélögum frábær maður í starfi, stjórnað öllum þeim auðæfum sem við höfum safnað saman og eru líklega orðin um 100 milljónir króna. A ég hér við Sigurð Guðgeirsson sem hefur staðið vörð um lifeyrissjóði okkar og öll peningamál okkar og farizl það einstaklega vel úr hendi. Hvernig væri því, félagar, að við fengjum þessa menn til að taka að sér forystuna í félagi okkar en hættum að þiggja það fyrir góðmennsku sakir að hafa ólaunaðan starfskraft sem for- mann okkar? Eða hvernig ei það, félagar, höfurn við ekki efni á að launa forvstumönnum okkar? Þeir yrðu þá e.t.v. við öðru hverju ef það væri gert. Raddir lesenda

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.