Dagblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐ.JUDAGUR 12. OKTÖBER 1976. Ýmsar staðreyndir í fjórlagafrumvarpi nœsta órs Gæzlumenn að störfum. Landhelgisgœzlan: 680 MILLJ- ÓNA AUKNING Ráögert er að ráða flugmann og tvo flugvirkja til landhelgis- gæzlunnar. Kostnaður við gæzluna vex á næsta ári um rúmar 680 millj- ónir samkvæmt fjárlagafrum- varpinu. Þar af eru 155 milljónir vegna landhelgissjóðs. Þar er um að ræða endurgreiðslu á láni vegna flugvélarkaupa. —HH Þrír nýir tollverðir — vegna vopnaleitar Hækkun rlkisframlags vegna embættis lögreglustjóra á Keflavikurflugvelli verður sextíu milljónir á næsta ári. Þar af eru nærri þrjár og hálf vegna ráðningar þriggja nýrra tollvarða í sambandi við nýtt vopnaleitartæki. —HII Stðður Verulegt misræmi hefur verið á undanförnum árun milli þess sem embætti sýslu- manna og bæjarfógeta hafa raunverulega e.vtt og þess sem iveitt hefur verið á fjárlögum. Nú á að bæta úr þessu. Samkvæmt f járlagafrum- varpinu nú kom í ijós að á fjárlögum fyrir yfirstandandi ár féll niður að veita 4,6 milljónir vegna staða sem áður höfðu verið heimilaðar. Þarna er um að ræða ritara á ísafirði, 'A ritara á Blönduósi, ritara á Akureyri, 'A skrifstofumann á Hvolsvelli og skrifstofumann á Eskifirði. Fjárveitinganefnd sam- þykkti fyrr á árinu að heimila ráðningar manna til þessara embætta sem svaraði til 17,8 milljóna króna. Auk þess hefur nú verið fallizt á aukningu starfsliðs, sem nemur 16,9 milljónum, til embætta þessara. —HH Frœðslumál: f ÞRIGGJA OG HALFS MILLJARÐS AUKNING Framlög til fræðslumála hækka um þrjá og hálfan milljarð samkvæmt fjárlaga- frumvarpinu. Þar af er helm- ingurinn vegna grunnskóla. Aætlað er að 225 milljónir komi frá happdrætti Háskólans til framkvæmda við skólann og auk þess 55 milljónir beint úr ríkissjóði. Framkvæmdir á lóð Landspítalans byrja i haust og verður reist bygging fyrir tann- læknakennslu og annað. Kostnaður við Menntaskól- ann í Reykjavik vex um rúmar 56 milljónir og þar af eiga tíu milljónir að fara til kaupa á eignum í nágrenni skólans sem eignarnámskvöð hvílir á. Ráða skal húsvörð við Menntaskól- ann við Hamrahlið. Tólf millj- ónum verður varið til að ganga frá breytingum á nýjum húsa- k.vnnum Menntaskólans við Tjörnina. Byggingaframlög til Mennta- skólans á Austurlandi aukast um 14 milljónir og verða 71 milljón. Þar kemur til útboðs- verk sem vinna á næsta ár. Heildarkostnaður við mötu- neyti og heimavist, sem byrjað verður á og.notuð að nokkru til kennslu í fyrstu, verður sam- kvæmt áætlurt 303 milljónir. B.vggingu þessara húsa á að verða lokið árið 1979. Framlög til Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti munu nærri þrefaldast. Talið er að nemendum við Flensborgarskólann. fjöl- brautaskólann. fjölgi um þriðjung á árinu. Tuttugu milljónum verður varió til að ljúka innréttingum í húsnæði Tækniskóla íslands. Hækkun framlaga til Iðn- skólans í Re.vkjavik er yfir 86 milljónir. Framlag til iðnskóla almennt vex um tólf milljónir. Eldhús Hjúkrunarskóla Is- lands verður lagt niður og munu nemar þar framvegis borða í Landspítalanum. Fjárveiting til Leiklistar- skóla tslands hækkar um 10 milljónir, eða 70 prósent. Þá aukast framlög til tónlistar- skóla mikið, eða yfir 77 milljón- ir, sem á að verulegu leyti rætur að rekja til nýrra laga sem auka hlut ríkisins í kostn- aði úr þriðjungi í helming. Framlag til byggingar dag- vistunarheimila hækkar um tæpar 17 milljónir, sem er yfir 24 prósent, og verður framlagið alls 85 milljónir. Enn er óvíst hvað ný lög og reglugerð um Lánasjóð ís- lenzkra námsmanna muni kosta og verður það eitt verkefnið, sem bíður afgreiðslu þingsins. — HH Bessastaðir endurbœttir Forsetaembættið verður á næsta ári rúmlega 34 milljón- um króna dýrara en í ár. Þetta stafar aðallega af því, að nú skal verja 29 milljónum króna til breytinga og endur- Gert er ráð fyrir að fimm viðbötarholur verði boraðar árið 1977 og verði holurnar þá orðnar ellefu. Síðustu þrjár hol- bota á forsetasetrinu á Bessa- stöðum. Rýma þarf húsið á meðan og því er lögð áherzla á að breyt- ingarnar verði gerðar í einum áfanga og sem skjótast. —HH urnar verði boraðar árið eftir. 155 milljóna verður á næsta ári aflað til að leggja línu milli Kröflu og Akureyrar. — HH MEIRA í LISTDANS Framlög ríkisins til lista eiga að aukast um nánast þrjátíu milljónir á næsta ári. Hækkun til Launasjóðs rit- höfunda verður um tólf millj- ónir og rithöfundasjóður „vegna almenningsbókasafna” hækkar um rúmar sex. Listamannalaun hækka um fjórar, heiðurslaun listamanna um rúma eina og starfslaun listamanna um eina. Þá hækkar framlag til list- dánsflokksins um nærri 2.5 milljónir og verður um 4,5 millj. — HH HÚSAKAUP FYRIR SENDIRÁÐIÐ Ríkið telur það hafa verið mjög hagstætt að keypt var húsnæði fyrir sendiráðsritara i New York. Það ætlar að halda slíkum kaupum áfram. Þetta kemur fram i minni húsaleigu- kostnaði. Viðhald sendiráða mun á næsta ári hækka um rúmar tiu milljónir, aðallega vegna bre.vt- inga á sendiherrabústaðnum í Osló. Kostnaður við sendiráðin er 'talinn muni vaxa um rúmar 89 milljónir. —HH KRAFLA ÞARF SITT Aflað verður tæpra tveggja milljarða vegna stöðvarhúss og véla Kröfluvirkjunar á næsta ári samkvæmt fjárlagafrum- varpinu. 850 milljónir af þessu eru fjármagnsútgjöld en rúmlega 1.1 milljarður til framkvæmda. Samsvarandi fjáröflun í ár verður um 2,8 milljarðar. Þá verður aflað 814 milljóna vegna borhola og aðveitukerfa. Fjármagnsútgjöld af þessum lið eru 242 milljónir en kostn- aður við framkvæmdir 572 milljónir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.