Dagblaðið - 06.01.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 06.01.1977, Blaðsíða 3
/DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. JANUAK 1977. Raddir lesenda Við getum ekki borið saman verð í Danmörku og hérlendis Sigurþór Sigurðsson hringdi: Eg var að lesa grein í DB frá 3ja janúar. Þar leggur ABS til að sígarettur verði hækkaðar í samræmi við það sem þær kosta í Danmörku eða í 370 krónur. Mér finnst að við getum ómögu- lega borið okkur saman við Dani meðan kaup verkamanns er 960 kr. á tímann þar en 380 krónur hér á hæsta taxta. Þegar við höfum fengið sama kaup og Danir þá mega sígarettur og allt annað hækka í samræmi við það sem gerist hjá þeim. Meðan við megum búa við svona miklu lægra kaup, þá getum við ekki hækkað neitt til samræmis við það sem er í Danmörku, hvorki sígarettur né annað. Ætlum við að sitja og horfa á landið okkar verða menguninni að bráð? Þessi mynd er að vísu frá Noregi en þar eru spúandi skorsteinar nokkuð aigeng sjón. Érum við öll þöngulhausar? —hvers vegna gerum við ekkert til að koma í veg fyrir mengun? Botnía sendi DB eftirfarandi: Undanfarið hefur lítið verið minnzt á mengunarvandamálið, en því meira verið rætt um verndun fiskistofnanna. Dettur mér í hug að ekki veiti af að I áramótadansinn eftir kókkassabrú —og sumir í eyðí lögðum sköm Ballgestur í Ólafsvík spyr: „Hver ber ábyrgðina á því að fjöldi manns eyðileggur dýrind- is skó við það eitt að reyna að mæta á dansleik? Þetta g'erðist núna á gamlárskvöld, þegar samkomugestir mættu til ára- mótadansleiks í félagsheimil- inu hér í Ólafsvík. Fyrir utan gamla og fornfálega samkomu- húsið var komið vatn í ökkla og varla hægt að komast inn í húsið. Var þá gripið til þess ráðs að raða kókkössum yfir pollana, og eftir þessari brú örkuðu menn til dansleiksins. En nú var illt í efni, þvi umferðin virtist vera bæði að og frá húsinu. Það þýddi óumflýjanlega „árekstra" á brúnni og með þeim afleiðingum að þeir veik- byggðari urðu oft að láta í minni pokann og fara í vatnið. Það væri gaman að vita hvort félagsheimilið ber ekki ábyrgð á þessu ástandi í hlaðvarpa sín- um og sé ekki skaðabótaskylt Þá munu eflaust nokkrir Ólafs- víkingar eiga skóverð inni hjá félagsheimilinu." Gamall og snjáöur bangsi týndist í vesturbænum Til okkar hringdi ung hjúkrunarkona og var alveg f öngum sinum. Hún sagðist hafa verið að koma af vakt síðla kvölds, en hún vinnur á Landa- kotspítala. Hafði hún fengið að láni eldgamlan bangsa og var með hann í tösku sinni. Stúlkan á heima skammt frá spítalanum og hljóp við fót heim til sín, niður Túngötu, upp Bræðra- borgarstíg og á hornið á Öldu- götu og Unnarstíg þar sem hún býr. Einhvers staðar á þessari leið hefur bangsinn dottið upp úr töskunni. Stúlkan þræddi leiðina, sem hún fór og leitaði að bangsanum, en fann hann hvergi. Hún sagði að þetta væri í fyrsta skipti sem hún hefði orðið fyrir því að týna ein- hverju, sem henni hefði verið trúað fyrir og gæti hún ekki á heilli sér tekið. Þessi gamli bangsi er marg- samansaumaður, pínulítill og svartur og nefið er dottið af honum. Þótt hann sé orðinn frekar ósjálegur hefur hann verið eftirlætisdýr margra barna og nú biðjum við lesend- ur DB að svipast um eftir bangsanum og ef hann finnst að hafa samband við ritstjórn DB. -A.Bj. „Vísnabókin” leiðigjörn —óviðeígandi að flytja þessi lög í rokkstfl B.A. hringdi: „Eg verð að lýsa yfir óánægju minni með Vísnabókarplötu þeirra Björg- vins og Gunnars Þórðarsonar. Þeir félagar eru alveg frábærir á sínu sviði, þ.e. í dægurlaga- tónlist. Björgvin syngur mjög vel og ég er ekki að setja út á hann sem söngvara og ekki heldur Gunnar Þórðarson og lög hans. En mér finnst ekki hægt að taka þessi lög fram og flytja þau í rokkstíl. Það er hreint ekki viðeigandi. Það hafa margir sungið þau sem krakkar og eiga eflaust margar góðar minningar tengdar þess- um lögum. Það verður því að fara mjög varfærnum höndum um þessi lög. Mér finnst flutningurinn á plötunni ekki ná því sem maður gæti vænzt af góðum tónlistarmönnum eins og Gunnari og Björgvin. Söng- ur Björgvins er þannig á þess- ari plötu að hann virðist ekkert hafa gaman af því sem hann er að gera. Eg skil ekki hvers vegna þessi plata hefur hlotið svo góða dóma, sem raun ber vitni. Eg er anzi hrædd um að gagn- rýnendur hafi ekki hlustað á hann nema einu sinni. Það á að vera hægt að hlusta margoft á þessi lög, en nú bregður svo við að maður fær leið á þeim I þessari útsetningu. Það er ekki sama hvernig farið er með þessi lög, það er ekki nóg að flytja þau í rokkstíl. Ég man eftir mörgum gömlum lögum sem breyttu um búning t.d í flutningi Savannatríós og Heimis og Jónasar. Þá var rétt haldið á málunum. minna á mengunarhættuna í andrúmslofti og sjó á íslandi og sérstakar rannsóknir þar að lút- andi. Sagt var frá að hægt væri að setja upp einhvers konar poka með mosa í, að mig minnir ódýrar og handhægar aðferðir til að mæla mengun í andrúms- lofti. Þetta var sýnt i sjónvarp- inu í þættinum Nýjasta tækni og vísindi ekki alls fyrir löngu. Ekki veit ég hvort þessar rannsóknir eru hafnar eða aðeins í bígerð. Svo er sjórinn víst orðinn mikið mengaður. (Og við sem erum að vernda fiskistofnana). Ég hef jafnvel heyrt að fiskurinn sem við erum að veiða og matreiða sé geislavirkur og þetta stafi m.a. af því að stórar verksmiðjur, t.d. álverið í Straumsvík o.fl. veiti eitruðum úrgangsefnum í sjóinn. Það eru þá fleiri en Bretar sem gera „skandal“ í fiskiðnaðarmálum okkar. Hvað skyldi mengunin vera orðin útbreidd og hverra af- leiðinga er farið að gæta af henni? Heyrt hef ég t.d. að vatnsból í nágrenni Kefla- víkurflugvaliar séu mjög meng- uð og stafi það frá Varnarliðinu svokallaða með mannvirkja- gerð sína og hervélar. Er þá - kannski flest að verða meira og minna eitrað og geislavirkt í þessu þjóðfélagi sem einu sinni var heilbrigt, hraust og sterkt. En það hefur nú tekið tæknina í þjónustu sína en gleymzt að reikna með lekanum sem síast út sem úrgangsefni frá öllum þessum vélum. Er það ekki svipað og ef við byggjum hús en gleymum að láta í það kamar? Allir geta orðið fyrir mengun, sekir og saklausir. Meira að segja heiðarlega manninn sjálfan sem var forkólfurinn í að berjast gegn mengun á Is- landi getur hún snortið lam- andi mætti sínum. Þess vegna spyr ég. Þarf ekki að fara að skipuleggja flokka manna til að rannsaka mengun í iofti og sjó hið bráðasta? Getum við haldið áfram að menga fyrir hvert annað þrátt fyrir að við höfum fengið aðvaranir? Eigum við ekki heldur að viðhalda og anda að okkur íslenzku fjalla- lofti, hreinu og tæru, og halda fiskinum heilbrigðum svo við fáum hollari mat? Við vitum af þessu. Því þá ekki að fyrir- byggja það í tíma, t.d. áður en allur fiskur í sjónum er dauður. Ekk'i væri gott ef þorskurinn okkar hefði ekkert annað viður- væri en mengaða loðnu. Við ættum þvi að strengja þess heit á nýja árinu að gera meira en áður í að útrýma mengun. Hver er maður ársins 1976? Spurninci dagsins Sigurður Sigurðsson: Það er al- veg tvímælalaust Haukur Guð- mundsson, rannsóknarlögreglu- maður úr Keflavík. Hann hefur staðið sig svo frábærlega vel í lögreglumálunum á árinu. Olafía Sigurjónsdóttir: Kona ársins er hún Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir. Hún er skeleggur fulltrúi kvenþjóðarinnar og það ættu fleiri konur að feta I fótspor hennar. Karl Guðlaugsson: Það er enginn spurning hver það er. Vilmundur Gylfason hefur sýnt það og sann- að með skrifum sinum að hér á landi er víða pottur brotinn og hann þorir að koma við kerfið. Ingólfur Guðmundsson: Forsætis- ráðherrann, á meðan hann heldur þvi sæti. Sigurður Jónsson: Mér dettur fyrst i hug að nefna hann Bessa Bjarnason. Hann hefur skemmt mér vel á siðasta ári t.d. 1 ímyndunarveikinni í Þjóðleik- húsinu. Jörundur Þórðarson: Kosninga- sigur Carters er enn í fersku minni. ég tel hann mann ársins.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.