Dagblaðið - 06.01.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 06.01.1977, Blaðsíða 1
i i i i i i i i i i i i i i :i. AR(i. — FIMIVITUDAGUR 6. JANÚAR 1977 — 4. TBL. RITSTJÖRN SÍÐUMÚLA 12, SIMI 8:{J22. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA. ÞVERHOLTI 2. SÍMI 27022. Lögmaður Hauks Guðmundssonar um sakbendinguna: VIRÐIST VERA HREINT RÉTT ARHNEYKSLI —óhæfa að rannsaka meint lögbrot með öðru lögbroti — Mér virðist það vera hreint réttarhneyksli, þegar verið er að rannsaka meint lögbrot lögreglu- manna á rannsóknarferðum með því að framkvæma önnur brot á sörnu lögum um meðferð opin- berra mála, sem mér er ekki kiinnugt um að jafnvel athafna- sömustu rannsóknarlögreglu- menn hafi treyst sér til að notá hingað til, sagði Jón E. Ragnars- son hrl, lögmaður Hauks Guð- mundssonar, er blaðið ræddi við hann í morgun um lögmæti sak- bendingarinnar, sem framkvæmd var i Keflavík um daginn. Jón hélt áfram: Þarna hlýtur dómsmálaráðuneytið að verða að gefa skýringu á umboðsbréfi sinu til Steingríms Gauts, setudómara, óg valdsviði hans gagnvart lög- regluyfirvöldum í Keflavík og Njarðvík. Taldi hann framkvæmd þeirrar sakbendingar, sem hann hefði frétt af, hreina lögleysu. Sagði hann að sér skildist að sak- bendingin hafi farið fram sem einföld lögreglurannsókn en ekki dómsrannsókn, þótt dómari hafi til hennar kvatt. Dómari ætti fyrst að setja sakadónt. Síðan að k.vnna sér röðina sem úr er valið og bóka vendilega um það. Þar næst að velja úr þeim sem frammi standa. Þetta muni ekki hafa ver- ið gert og að honurn skiljist, sé óljósí hvort sakbendingin hafi farið fram á vegum rannsóknar- lögreglunnar í Reykjavík, Kefla- vík eða setudómarans. Þá benti hann á að hvorki Haukur né hann sjálfur, sem lög- maður hans, hafi verið látnir vita og gefinn kostur á að vera við- staddir, eins og vera bæri. Né heldur hafi konu Hauks og skylduliði hans, er boðað var, ver- ið bent á að það þyrfti ekki, skv. 89. grein laga um meðferð opin- berra mála, að taka þátt i slíkum leik. Ef sagt er að Kristján og Hauk- ur noti ekki réttar aðferðir, hélt Jón áfram, er farið að taka í hnúkana. Sakbending er eitt við kvæmasta sönnunargagn sem um getur verið að ræða, þar sem áreiðanlega er skylt að boða meintan sakborning og lögmann hans. En þarna virðist allt hafa farið fram á vegum lögreglu- stjóraembættisins í Keflavík. sem í raun hefur verið svipt völdum í þessúm málum með skipun setu- dómara, eð^ á vegum ginhvers' öljóss aðila. Hvernig væri að dómsmálaráð- herra gerði heyrum kunnugt um- boð setudömarans og hvað er að gerast þegar þetta svokallaða handtökumál, eins og Schuts- málið á' sínum tíma, fær hreina forgangsmeðferð en önnur sam- bærilcg mál, eins og t.d. kæra Hauks og Kristjáns, vegna skrifa Tímans á sínum tíma, liggja i lág- inni. Hver ræður þarna hraðan- um? Skjót úrslit dómsmála eru sögð réttlæti, en óréttlætið tíminn sem þau taka. Eg tel að döms- málaráðherra og ríkissaksóknari verði að tjá sig um ofangreind ummæli, sagði Jön að lokum. -G.S. Það er hugur i fleiri sjómönn- andi verður hún betri en tvær horninu. Sveinn Þormóðsson koma netunum um borð i Stíg- um en loðnusjómönnunum. þvi þær síðustu sem voru hvor ann- tók þessa mynd vestur á anda. netavertiðin er að hefjast. Von- arri iélegri, a.m.k. á suðvestur- Granda í gær er verið var að -G.S. HVERJU SPAIR VÖLVAN UM 77???? —bls. 17 Hámarkssektin fer upp í 5 milljónir _bls9 Talfa fén ofan á bifreiö, sá amerfski hafði öllu betur - bls. 9 Olíuskipmeð 33 millj. lítra af olíu sokkið? — erl. fréttir bls. 6-7 FALSARA SLEPPT ÍREYKJAVÍK -TEKINNÍ HAFNARFIRÐI Avísanafalsarinn sem fjórir menn handsömuðu á Hlentm- torgi, eftir að hann hafði gert tilraun til að selja 95 þúsund króna falsaða og stolna ávísun, gengur nú laus. Hann var yfir- he.vrður af lögreglu og rann- sóknarlögreglu. Hann játaði að hafa falsað ávísanirnar en kvaðst jafnframt hafa fundið þær i veski á götu. Þessi saga hans var tekin trúanleg og skýrslufærð í Reykjavik. 1 Hafnarfirði eru rannsóknarlögreglumenn á annarri skoðun. Þeir vita að ávísununum var stolið frá fvrir- tæki í Hafnarfirði. Þeir hafa „falsarann" grunaðan um þjófnaðinn og hafa sterkan grun um að maðurinn sé sekur um fleiri brot. Þegar þetta blað keniur fyrir augu lesenda mun ávisanafalsarinn sennilega kontinn undir lás og slá hjá lögreglunni i Hafnarfirði. -ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.