Dagblaðið - 06.01.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 06.01.1977, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 197^ unglinKa hafa mjög góða raun og barnaböll (án aldurstak- marks) eru mjög vinsæl. Svo hef- ir nokkrum sinnum verið haft opið hús og virðist það falla í mjög göðan jarðveg. Fyrirhuguð er danskennsla, Ijósmyndaklúbb- ur, spilaklúbbur o.fl. Eins og sjá má af þessari upp- talningu eru Dynheimar lifandi æskulýðsheimili sem nýtt er flesta daga vikunnar af heilbrigð- um, áhugasömum unglingum við nytsamleg tómstundastörf. Ég get ekki skilið svo við Dyn- heima að óg minnist ekki á grein- ar þær sem birtust í Visi fyrir nokkru og gáfu til kynna að ekki væri ófullur unglingur þar á böll- um. Ég þekki Dynheima vel og ég er sannfærður um að það er ekki drukkið þar innan dyra. Ég veit ekki af hvaða hvötum Anders Hansen skrifaði þessar greinar fyrir Vísi og þó að það megi ef til vill kalla það fréttamennsku að hafa ábyrgðarlaust fleipur eftir Ferðaklúbbur. — ókunnar slóðir eru spennandi. flestu ef ekki öllu starfsfólki hússins en ekkert heyrt sem bent gæti til drykkjuskapar þar. Ég tel það smámuni þó að þvottakona segi mér að það komi fyrir að hún finni smáglös undan áfengi undir borðum að loknum dansleikjum í húsinu. Hvar er hægt að hafa svo strangt eftirlit í danshúsi að ófyrirleitinn gestur geti ekki komist inn með snaps á dropa- glasi? Eftir að hafa kynnt mér af- skipti lögreglunnar af Dynheim- um flaug mér í hug hvort það væri nokkur annar opinber sam- komustaður til í landinu þar sem aðstoðar lögreglu er ekki þörf nema einu sinni til tvisvar á ári? En svo talaði ég líka við for- eldra sem voru grút-fúlir yfir því að eftirlitið í Dynheimum væri svo strangt að sonur þeirra gat Radíóklúbhur. — sk.vldi nást í einhvern spennandi i kvöld? Leiklistarklúbbur. — slökunin er stórt atriði. Fyrir nokkru bauð húsnefnd Dynheima blaðamönnum til kaffi- drykkju og skrafs um rekstur hússins. Þar skýrðu æskulýðsfull- trúi Akureyrarbæjar, Hermann Sigtryggsson, og framkvæmda- stjóri hússins, Haraldur Hansen, frá þeim breytingum sem gerðar voru á húsinu í sumar. jafnframt gerðu þeir grein fyrir þeirri starf- semi sem rekin er í húsinu. Hús- nefnd Dynheima er skipuð full- trúum frá unga fólkinu, foreldr- um. skólum og æskulýðsráði. Unnið var við lagfæringar á húsinu í sumar og haust fyrir um það bil 5,5 milljönir króna. End- urbyggðar voru snyrtingar og loftræsting og raflögn lagfærð. Éftir er að gera við þak og smíða nýjan stiga í húsið. Éinnig er það von húsráðenda aö fljótlega fáist ný hljómflutningstæki og stólar á senu. A neðstu hæð hússins er nú trésmíðaverkstæöi sem æskilegt væri að fá undir fleiri herbergi til félagsstarfsemi. Stefna húsráðenda er æsku- lýðs- og félagsstarfsemi fram yfir böll og nú þegar er rekin þarna fjölbreytt klúbbstarfsemi. Leiklistarklúbbur starfar í tveim deildum, eldri og yngri deild. Gömludansaklúbbur nýtur mikilla vinsælda þó sá galli sé á honum að þar eru aðeins 15 strák- ar á móti 55 stelpum. Við skulum vona að það lagist. í radíóklúbbi eru 30 strákar að smíða mið- bylgju-útvörp af miklum áhuga og hljómplötuklúbbur kynnir nýj- asta poppið um leið og það heyrist einhverstaðar. I ferðaklúbbi eru 30 meðlimir. Þarna halda einnig fundi sína Bílaklúbbur Akureyrar og Fall- hlífaklúbbur. Diskótek fyrir 14 til 16 ára Nýr umboðsmaður íVestmannaeyjum Áröra Friðriksdóttir Heimagötu28. Sími fyrst um sinn ísíma 93-1343 iBIAÐIÐ Skipulagssýningin að Kjarvalsstöðum Á skipulagssýningunni, sem opin verður fram til 16. janúar, munu skipulagshöfundar kynna verkefni með sérstökum kynningar- fundum. Fimmtudaginn 6. jan. Endurnýjun eldri hverfa, „Gamli miðbœrinn“. Sunnudaginn 9. jan. Deiliskipulag Breiðholts- byggðar. Þriðjudaginn 11. jan. Hafnarsvœði. Miðvikudaginn 12. jan. Aðalskipulag fram- tíðarbyggðar „Úlfarsfellssvœðið“. Fimmtudaginn 13. jan. Skipulag nýja mið- bœjarins. Laugardaginn 15. jan. Endurnýjun eldri hverfa, „Grjótaþorpið“. Sunnudaginn 16. jan. Aðalskipulag gatna- kerfis. íkvöld, fimmtudaginn 6. jan., mun Gestur Ólafsson arkitekt halda sérstaka kynningu á úidumýjun eldrihverfa, „Gamli miðbærinn” Kynningarfundur hefst með sýningu skugga- mynda kl. 20.30 stundvíslega. Kynning verkefnis í Kjarvalssal. Almennar umrœður. Gömludansaklúbburinn. — og þá er það kokkurinn! unglíngi á dansleik þá held ég að það hefði verið farsælla að kvnna sér málin betur. Drykkjuskapur unglinga er al- staðar vandamál, misjafnlega stórt eftir sveitum eða héruðum, og þetta vandamál er líka til hér á Akureyri. — En í Dynheimum er það ekki fyrir hendi af þeirri eindföldu ástæðu að drukknum unglingum er ekki hleypt inn í húsið. Þeir unglingar, sem þar fara inn, verða að ganga í gegnum hreinsunareld dyravarða við áfengisleit. En þessir dyraverðir eru ekki almáttugir og þó að fátt fari fram hjá þeim er einn hrekk- ur sem þeim gengur illa að sjá við: Einstaka gestur sturtar í sig víni rétt áóur en hann fer inn í húsið og áfengisáhrifa fer ekki að gæta fyrr en hann hefir verið um stund innan dyra. Þessi drykkju- máti er arfur frá okkur fullorðna fólkinu. Ég hef verið við myndatöku oft- ar en einu sinni á diskótekum í Dynheimum. Ég sá að vísu einn drukkinn ungling en ég sá líka þegar honum var vísað á dyr. Yfirleitt held ég að skemmtana- hald i Dynheimum sé til fvrir- myndar. Húsið er yfirleitt pakk- fullt af kátu, efnilegu æskufólki sem skemmtir sér konunglega. Eftir að hafa lesið umræddar greinar í Vísi hefi ég haft tal af ekki smyglað sér inn á ball hjá Stuðmönnum „Þó haan vantaði ekki nenia nokkra mánuði upp á tilskilinn aldur" eins og móðirin sagði. — Það dugði jafnvel ekki þó að faðirinn, fyrirmaður hér i bæ, hringdi í framkvæmdastjóra hússins, strákurinn verður að biða í nokkra mánuði eftir að komast á ball i Dynheimum. Nei. það er ekki drukkið í Dyn- heimum. Það er stór hópur unglinga sem sækir Dynheima til heilbrigðs skemmtanahalds. Þeir eru sár- reiðir eða ef til vill rneira hissa vfir þessari ástæðulausu árás blaðamanns Visis á eina athvarfið sem þeir eiga hér i ba\ Við skul- um vona aö þeir táki gleði sina fljótt aftur. Að lokum skuhun við óska Dyn- heimum alls góðs i þeirri vissu að húsið verði a'tið skjól fyrir heil- brigða a'skulýðsstarfsemi eins og það hefir verið þann tima sem það hefir starfað. -Fax.- Blaðburðarböm óskast strax í Innri-Njarövík einnigsölubörn í Ytri-Njarðvík Upplýsingar ísíma 2249 HMEBIAÐIB ÞAÐ ER EKKI DRUKKIÐ HJÁ ÞEIM í DYNHEIMUM Áfengisvandinn víða fyrir hendi meðal ungmenna—en

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.