Dagblaðið - 06.01.1977, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 06.01.1977, Blaðsíða 15
l)A(iBI.At)It). KIMMTUUAC5UR 6. JANUAR 1977. Karímennimir í lífí Liz Taylor eru margir ==T Elizabeth Taylor er nú komin í sitt sjö- unda hjónaband. Hún er nú 44 ára gömul, andlitið er farið að láta á sjá og sumir telja hana helzt til holduga. Þrátt fyrir það er hún enn ein af mest aðlaóandi konum veraldar. Þó hún valdi oft hneyksli tekur fólk henni bara eins og hún er, því hún er hlý í við- móti og ósvikin. Hún er hin eilífa kona. Stundum hagar hún sér eins og kjáni og oft hneykslar hún fólk. Hún er til með að hátta hjá 10 karlmönnum, hverjum á eftir öðrum en þegar því er lokið er hún ennþá sú kona sem flesta heillar og flestir öfunda. í stuttu máli sagt: Hún er Eliza- beth Taylor. Nú hefur hún gift sig á ný. Það var í sjöunda skipti og i þetta sinn er það hinn 49 ára gamli John Warner, fyrrver- andi flotamálaráðherra Banda- ríkjanna. Hann er hennar sjötti eiginmaður, þvi hún giftist Richard Burton tvisvar. og gleði þessa heims, sem konur reyna oft á tíðum, sem ekki hefur hent Liz Taylor, annaðhvort í hennar einkalifi eða á hvíta tjaldinu. Aldurinn hefur sett sín mörk á hana, en það gerir hana ekki minna kvenlega. Um þessar mundir vinnur hún að upptöku á myndinni A little night music í Vín. Ein- hver sjúkleiki hefur hrjáð hana undanfarnar vikur og segja læknar það vera inflúensu, en margir óttast að það sé alvar- legra. Oft hefur hún verið lögð inn vegna krabbameinsein- kenna og sjálf hefur hún viður- kennt að óttast þennan sjúk- dóm. Að þessu leyti er hún ekki frábrugðin öllum öðrum konum i heiminum. Milli hjónabandanna með Burlon var l.iz með hilasalanuni Ilenry Wynberg. hann hélt að þau adluðu að fara að gifta sig, en eins og margir aðrir varð hann fyrir vonhrigðum. Aðeins eitt hjóna- bandanna var langt Flest hjónabanda Liz Taylor hafa varað stutt. Frá þessu er aðeins ein undantekning, hjónabandið með Richard Burt- on. Það stóð í 10 ár, frá 1963—1973, og þrátt fyrir að þau séu enn á ný skilin eftir annað hjónabandið sem stóð í eitt ár, elska þau hvort annað ennþá. En þau geta bara ekki búið saman. Skapsmunir þeirra l'alla ekki saman, hann flýr á náðir flöskunnar en hún leggst í móðursýki. Burton hefur nú fundið sér annan förunaut, fyrirsætuna Susan Hunt, sem áður var gift ensku kappaksturshetjunni Jaines Hunt. og l.iz er gengin í hjónaband með flotamálaráð- herranum fyrrverandi. Þreyttari og sjúkari en nokkru sinni áður berst Liz af öllum kröftum við að ljúka hlutverki sínu ..A little night music“. Ellimörkin sjást greinilega. Söngvarinn Eddie Fischer varð hinn fjórði í röðinni en hún hafði þegar hitt Burton áður en hún skildi við hann. Hún hefur reynt allt Jafnvel þær milljónir aðdá- enda sem hún á um allan heim geta ekki reiðzt henni fyrir þann lífsmáta sem hún hefur tamið sér. Karlmenn eiga þann leynda draum að þeir megi einhvern tima hitta kvenmann sem líkist henni. Bandarískar konur á aldrinum 30 til 60 ára dá hana og elska, því hún er tákn þeirra. Það er erfitt að nefna þá sorg Nú er Liz hamingjusöm með nýjasta eiginmanni sínum. John Warner. og er ekki annað að sjá en aðdáunin og kærleikurinn séu' gagnkvæm. Þrátt fyrir að Liz og Burton séu nú skilin öðru sinni. er enginn vafi á að ást þeirra á sér enn djúpar rætur. Þau geta bara ekki búið saman. I.iz og Burton kynntust fyrst við töku stórmyndarinnar Kleópiitru 1962. Þessi mynd er l'rá því þau giftu sig i annað sinn og þá i Afriku ■irið 1975.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.