Dagblaðið - 06.01.1977, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 06.01.1977, Blaðsíða 23
23 DAGBLAttlÐ. FIMMTUDACUR 6. ,/ANUAK 1977. Sjónvarp Útvarp í kvöld kl. 20.00: Á þrettándanum Minnisleysi kemur sér vel fyrir suma en illa fyrir aðra ( Léttmeti í útvarpssal j ,,Það er jafnan svo að reynt er að gera eitthvað til gamans í útvarpinu á þrettándanum," sagði Jónas Jónasson, hinn kunni útvarpsmaður, en hann stjórnar léttmetisþætti sem er á dagskránni í kvöld kl. 20.00. Þátturinn nefnist Amnesíu- veiran og týnda fjallkonan og er eftir Ölaf Haraldsson. Ölafur er m.a. þekktur sem höfundur bilaþáttanna um Jónas og fjölskyldu hans, sem nutu mikilla vinsælda og öll þjóðin hló að á sinum tíma. Ölafurvinnur hjá fyrirtækinu Hagvangur. Við reyndum að pína upp úr Jónasi eitthvað um efni þátt- arins, en hann varðist allra frétta. „Þetta er um hina góðkunnu amnesiu-veiru sem deilt er út meðal fólks þannig að það missir minnið. Það kemur sér ágætlega fyrir suma en illa fyrir aðra. Svo kemur fjall- konan við sögu, og eins og nafnið bendir til týnist hún,“ sagði Jónas. I þættinum verða eftirherm- ur og er það hin kunna hermikráka Jörundur, sem kemur fram og „villir á sér heimildir". Leikararnir Bene- dikt Arnason og Hjalti Rögn- valdsson tatca patt í glensinu svo og nokkrir af starfs- mönnum útvarpsins sem leggja til raddir sfnar eins og svo oft i slfkum skemmtiþáttum. -A.Rf. Utvarp í dag kl. 16.40: Jólalok Álf a- og þrettánda- söngur í barnatfmanum Ýmislegt er til gamans gert í útvarpinu í dag á þrettándanum og er barnatíminn á dagskránni kl. 16.40. Nefnist hann Jólalok og er í umsjá Hildu Torfadóttur og Hauks Agústssonar. Hafa þau fengið Mariu Björgu Kristjánsdóttur og Björk Hreins- dóttur í lið með sér og lesa þær úr þjóðsögum Jóns Árnasonar um þrettándanótt og álfasögur. Böðv- ar Guðlaugsson kemur i heimsókn i þáttinn og les kvæði sem hann hefur gert um þrettándann og segir einnig frá frá Borðeyri þar sem hann var alinn upp. Rifjar hann upp bernskuminningar sín- ar um þrettándann. Spjallað verður við Böðvar. Björk les einnig söguna Gæfu- .kúlurnar eftir Jennu og Hreiðar Stefánsson. Þá verða leikin álfalög af plötum. Hilda Torfadóttir er talkennari við Öskjuhliðarskólann og maður hennar Haukur Agústsson var prestur í Vopnafirði um nokkurra ára skeið. Haukur er þekktur fyrir barnaleikrit og söngleiki sem hann hefur samið. Helgileikur eftir hann var fluttur í jólabarnatíma sjónvarpsins árið 1972. Einnig má nefna söng- leikinn Litlu Ljót, sem komið hefur út á SG hljómplötu. Samdi Haukur bæði leikinn sjálfan og öll lögin. Þau Hilda og Haukur hafa umsjón með fjórða hverjum barnatíma á laugardagsmorgnum, auk þess sem þau sáu r.n barna- tíma útvarpsins á annan í jólum, og í dag á þrettándanum. -A.Bj. Asgrímur Jónsson listmálari hefur gert fjölmargar myndir úr þjóðsögunum. Þessi myud er af Mjaðveigu Mánadóttur eftir Asgrím. Fimmtudagur 6. janúar Þrettóndinn 12.25 Veðurfreí*nir ok fróttir. Tilkynn- ingar. Á frívaktinni. Margrót Guðmundsdðttir kynnir óskalöK sjó- manna. 14.30 Aldarafm»li reglu Sánkti Francisku- systra. Torfi Ólafsson flytur erindi. 15.00 Miðdagistónleikar. Julius Katchen og Sinfóniuhljómsveit Lundúna leika Píanókonsert nr. 1 í C-dúr op. 15 eftir Beethoven. Tékkneska filharmoníu- sveitin leikur „Rósamundu". leikhús- tónlist op. 26 eftir Schubert; Jean Meylan stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tónleikar. 16.40 Jólalok. Barnatimi í Umsjá Hauks Agústssonar og Hildu Torfadóttur. Maria Björk Kristjá’nsdóttir og Björk Hreinsdóttir lesa frásagnir úr Þjóð- sagnasafni Jóns Arnasonar um þrettándanótt og flutning álfa. Böðvar Guðlaugsson Ies kvæði sitt ..Sveinka jólasvein“ og Maria Björk les smásög- una ..Gæfukúlurnar“ eftir Jennu og Hreiðar Stefánsson. 17.30 LagiA mitt. Anne-Marie Markan kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglagt mél. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Samlaikur í útvarpssal. Björn Arnason og Hrefna Eggertsdóttir leika á fagott og pianó. a. Þrjú smálög eftir Halsey Stevens. b. Sónata í f-moll eftir Telemann. c. Konsertþáttur eftir Gabriel Piórnó. 20.00 Amnesíu-veiran og týnda fjallkonan. Lóttmeti eftir Ólaf Haraldsson. Stjórnandi; Jónas Jónasson. 21.00 LúArasveitin Svanur leikur i útvarps- sal. Stjórnandi; Sæbjörn Jónsson. 21.35 Úr islenzku hómiliubókinni. Stefán Karlsson handritafræðingur les þrettándapredikun frá tólftu öld. 22.00 Fróttir 22 15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: ..Minningabok Þorvalds Thoroddsens". Sveinn Skorri Höskuldsson les (29) * 22.40 Hljómplöturabb Þnrsteins llannessonar. 23.30 Fréttir Dagskrárlok BIADIÐ frfálst, nháð dagblað Blaðburðarbörn óskast strax: Suöuriandsbraut, Síðumúla, Austurbrún, Kleifarveg Vinsamlegast hafið samband við afgreiðsluna í síma 27022 WMBuma WBIADIÐ frjálst,úháð dagblai Umboðsmann vantar í Borgarnesi. Upplýsingar gefur Hjördís Stefáns- dóttir, Kveldúlfsgötu 18, sími 93-7486, og afgreiðslan í síma 22078. Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 - Simi 15105 JÁRNSMIÐIR— RAFSUÐUMENN Viljum ráöa nú þegar jámsmiði og rafsuðumenn. STÁLVERHF. Funahöfða 17 - Reykjavík - Sími83444 Höfum kaupendur að 3ja ára fasteignatryggðtím veðskuldabréfum VERÐBRÉFASALAN Laugavegi 32—Sími 28150 Afgreiðslustarf Vanurafgreiðslumaðureða kona óskast nú þegar til starfa í kjötverzlun. Uppl.ísfma 12112

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.