Dagblaðið - 06.01.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 06.01.1977, Blaðsíða 10
10 l)A(im.At)It). l'IMMTUDAdUK 6. JANUAR 1977 UBIABIÐ frfálst, nháð dagMað Utgetandi DagblaOió hf. Framkvœmdastjori: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjori: Jónas Kristjánssun. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrui: Haukur Helgason. Aðstoflarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Iþróttir: Hallur Simonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit: Ásgrímur Pálsson. BJaflamenn: Anna Bjarnason. Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurflsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurflsson, Hallur Hallsson, Holgi Pótursson, Jóhanna Birgisdóttir, Katrin Palsdóttir, Kristin Lýflsdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljosmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjamleifsson, Sveinn Þormóflsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Áskriftargjald 1100 kr. á mánufli innanlands. I lausasölu 600kr. eintakifl. Ritstjóm Siflumúla 12, simi 83322, auglýftingar, áskriftir og afgreiflsla Þverholti 2, simi 27022. Setning og umbrot: Dagblaflifl og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerfl: Hilmirhf., Síflumúla 12. Prentun: Árvakur hfSkeifunni 19. Verðbólga stjórnarínnar Um áramót töluðu ráöamenn þjóðarinnar fagurlega um nauð- syn þess að hófs yrði gætt í hví- vetna. Forsætisráðherra sagði, að vísa yrði verðbólgunni á dyr. En í sama mund reið yfir skriða verð- hækkana, sem hefur runnið áfram og beinlínis verið verk ríkisstjórnarinnar. Þannig sæta stjórnvöld enn einu sinni færis að koma fram verðhækkunum, þegar launafólk getur vegna ákvæða kjarasamninga ekki fengið uppbætur um hríð á eftir. Verðlagsbætur koma ekki til fyrr en fyrsta marz, og fyrir sumar hækkanirnar nú fást engar bætur. Ríkisvaldið er nú aö endurtaka gerðir sínar frá því fyrst eftir kjarasamningana í fyrra. Þá undraði marga, að stjórnin hratt af stað skriðu verð- hækkana. Menn undrar ekki að sama skapi nú. Flestir eru farnir aö reikna meö, að ummæli forystumanna í stjórnmálum séu aðeins innan- tómt gaspur. Hversu margir hlýða enn með athygli á ræðu forsætisráðherra, sem hann flytur á nokkurra mánaða fresti og fjallar um böl verðbólgunnar og nauðsyn þess, að fólk gæti hófs í kröfugerð? Hve oft hefur hann flutt ræðuna um nauðsyn þess að koma verðbólg- unni niður á svipað stig og hún er á í grannríkj- um okkar? Eru ekki nýkomnar spár frá Þjóð- hagsstofnun, þar sem settar eru fram vonir um minnkandi verðbólgu á þessu ári? Eða er það í samræmi við athuganir verðbólgunefndarinn- ar, sem skipuð var að tillögu forsætisráðherra með pompi og pragt, að.stjórnin sjálf æði á undan meó verðhækkanir á sinni þjónustu? Ríkisstjórnin getur ekki búizt við, að almenn- ingur taki mark á verðbólguhjali hennar eftir þá reynslu, sem orðin er. Illu heilli heldur verðbólgukapphlaupið áfram á fullri ferð meó ríkisstjórnina í fararbroddi á sprettinum. Ekki þarf aö fara í grafgötur um, að verð- hækkunarskriðan nú er af völdum ríkis- stjórnarinnar. Nægir að nefna nokkur dæmi. Rafmagn hefur verið hækkaó um 18 af hundraði í heildsölu og allt að 25 af hundraði í smásölu. Hitaveitugjöld hafa hækkaó um 10 af hundraði. Póstgjöld um 30 af hundraði. Sím- gjöld um allt að 35 af hundraði. Áfengi hefur verið hækkað um 10 af hundraði og tóbak um nær 16 af hundraði. Þá hafa gjöld Skipaút- gerðar ríkisins verið hækkuö geysilega. Hækkanir á þjónustu hins opinbera koma til viðbótar verðhækkunum, sem stjórnvöld hafa leyft síðustu vikur á mjólk og mjólkurvörum, kindakjöti og nautakjöti, kartöflum, unnum kjötvörum, bensíni, öli og gosdrykkjum og bíó- miðum. í stjórnmálayfirlýsingu flokksráðs- og for- mannaráðstefnu Sjálfstæöisflokksins í nóvem- berlok sagði: „Verðbólga er miklu meiri hér á landi en í nágrannalöndunum, viðskiptahalli er enn verulegur, skuldabyrði er mikil og fer enn vaxandi. Meðan málum er svo háttað, er at- vinnuöryggi í tvísýnu og grundvöllur aukinnar velmegunar ekki fyrir hendi. Á næstu tveimur árum þarf að einbeita öllum kröftum að því að draga úr verðbólgunni og útrýma viðskipta- halla.“ Svo mörg voru þau orð, en ríkisstjórnin hófst fljótt eftir þetta handa vió að hrinda af stað verðbólguskriðu. ÚTFÖR GAMBIN0S VAR MYNDUÐ í GEGNUM PUNKT — Baráttan um eftirmann guðföðurins er enn ekki hafin fyrir alvöru logt sem þáð virðist, hafði hann eina hugsjón, sem fáir höfðu ætlað honum: Hann barðist með harðri hendi gegn því að Mafían stundaði eiturlyfja- sölu! Æðstu mennirnir í fjölskyld- unum fimm berjast nú um stöðu Gambinos sem guðföður. Sá sem líklegastur var talinn, lézt nokkrum klukkustundum eftir að hann hafði tekið þátt í að bera líkkistu Gambinos til grafar. En hver svo sem nær völdunum, þá er fullvíst talið að hann muni leggja mikla áherzlu á að ná undirtökum á eiturlyfjamarkaði Bandaríkj- anna. Astæðan fyrir andstöðu Gam- binos gegn eiturlyfjasölu er tal- in vera sú, að hvað eftir annað sá hann börn undirmanna sinna verða heróíni og morfíni að bráð. Þá hefur lögreglan í New York leyfi til að kaupa heróín til -þess að ná sölumönn- um og rekja sig siöan upp á við til toppanna. Gambino sá hvað eftir annað dulbúna lögreglu- menn handtaka félaga sína og hann óttaðist, að þetta væri rétta leiðin til að yfirvinna leið- toga Mafiunnar. Útförin fór fram í kyrrþey Utför Gambinos fór fram í kyrrþey að gömlum Mafíusið. Einungis nánustu ættingjar, 150 að tölu, voru viðstaddir út- förina, sem fór fram í lítilli kirkju í Brooklyn. Við allar dyr kirkjunnar stóðu grannvaxnir ungir rnenn, svartklæddir með barðastóra hatta og skarhm- b.vssur undir jakkanum. Þeir athuguðu vandlega hvern þann, sem gekk inn í kirkjuna. Þeir sneru mörgum frá, svo að þeir Hann er einn þeirra, sem Gambino hafði að fyrirmynd, er hann neitaði öllum afskiptum Mafíunnar af eiturlyfjasölu. Galente var nefnilega handtek- inn vegna slíks og sat í fangelsi í 15 ár. í Tarmunti-fjölskyldunni þykir Carmine Tarmunti líkleg- astur sem leiðtogi. Hann var einnig handtekinn fyrir eitur- lyfjasölu og fékk 14 ára dóm. Enda þótt hann sitji enn í fang- elsi er hann leiðtogi fjölskyld- unnar. Síðan Joseph Colombo, höfuð Colombo-fjöiskyldunnar, fékk skot í höfuðið árið 1971, er Thomas Dibella foringinn þar. Joseph Colombo dó ekki er hann var skotinn og er talið fullvíst að Gambino sjálfur hafi einmitt staðið að tilræðinu við hann. Að síðustu mun Frank Tieri- fjölskyldan telja sig eiga tilkall til leiðtogans. A sínum tíma var æðsti maður hennar sá nafntog- aði Vito Genovese, sem vann bæði undir stjórn Gambinos og A1 Capones. Alla vega verður blóðbað — ef ekki blóðböð Allir þessir menn eru taldir vilja hasla sér völl á eiturlyfja- markaðinum. Þegar þeir hefja fyrir alvöru valdabaráttuna má búast við því að mikið blóð muni renna. En þegar sigurveg- arinn ræðst inn á -eiturlyfja- markaðinn má jafnvel búast við enn meiri baráttu. Þar eru fyrir negrar, Kúbanar, Puerto Ricanar. Kínverjar og fleiri. Þessir menn munu eflaust berj- ast harðri baráttu fyrir tilveru sinni á þessum vettvangi. sem gefur gífurlegar fjárhæðir i aðra hönd. Meðal þeirra. sem báru Carlo Gambino til grafar. var Pietro Licata. Hann er á myndinnl framarlega í hægra horni og hefur gleraugu. Hann var öruggur með sig við útförina. en nokkrum stundum síðar var hann myrtur. Æðsti maður Mafíufjöl- skyldnanna fimm í New York, Carlo Gambino, lézt í október á síðasta ári 74 ára gamall. Hann var sá síðasti af Mafíuleiðtog- unum, sem voru við völd á þriðja áratugi aldarinnar. — Gambino er talinn hafa verið fyrirmynd að guðföðurnum í samnefndri kvikmynd. Með járnhendi stýrði hann félagsskap sínum. En svo ólík- fengu ekki einu sinni tækifæri til að finna ilminn af útfarar- krönsunum, sem sex flutninga- bílar höfðu flutt til kirkjunnar. Þrír menn voru þó „viðstadd- ir“ útförina án þess að mikið bæri á þeim. Það voru lögreglu- menn frá bandarísku alríkislög- reglunni, sem sátu inni i sendi- ferðabíl og fylgdust með öllu, sem gerðist og ljósmynduðu viðstadda óspart. ast innan Mafíunnar. Hinir mennirnir, sem líklegastir þykja tii forustustarfsins, lifa þó enn, — eða að minnsta kosti voru þeir enn á lífi .er þessi grein var skrifuð þann 1. janúar. Þeir sem líklegastir þykja sem eftirmenn Carlos Gambin- os eru þessir: Carmine Galente, aðalmaður Bonnanno-fjölskvldunnar. Mynduðuí gegnum punkt Sendiferðabíllinn var merkt- ur fyrirtækinu Russo Cleaning Inc., og punkturinn á eftir Inc inu hafði verið boraður út, svo að I gegnum hann var hægt að Ijósmynda með aðdráttarlins- um, kíkja í gegn með sjónauka og fylgjast nákvæmlega með öllu, sem gerðist. Þrátt fyrir grámyglulegt veður sýndu myndir lögreglumannanna, að ótrúlega margir viðstaddir báru dökk sólgleraugu. Kistuna báru átta karlmenn, sem lögreglan kannaðist svo til jafn'vel við og nánustu starfs- félagana. Fremstur þeirra gekk Pietro Licata. Það var mikill heiður fyrir hann og hann fann til öryggiskenndar að vera aðal- maðurinn, — að sjálfsögðu fyrir utan likið sjálft. Öryggis- kenndin var þó fölsk. Þremur klukkustundum siðar var hann steindauður með þrjár byssu- kúlur í líkamanum. Fyrsta merki um hreinsanir Þetta morð bar keim af þvi. að nú væru hreinsanir að hefj-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.