Dagblaðið - 06.01.1977, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 06.01.1977, Blaðsíða 5
Kvik myndir DA(iHI,AOH). l'IMMTUDACUK 6. JANUAR 1977. e ... 11 — \ Family Plot: Skemmtileg sakamálamynd LAUGARÁSBÍÓ: Family Plot (Mannránin). Leikstjori: Alfred Hitchcock. Kvikmyndahandrit: Ernest Lehman eftir sög- unni: „The Rainbird Pattern" eftir: Victor Canning. Tonlist: John Williams. Eitt sinn heyrði ég þá sögu um Alfred Hitcheock að hann kom að landamærum Banda- ríkjanna og Mexíkó. Landa- mæravörður stöðvaði hann og bað uni vegabréfið. Þegar hann sá að Hitchcock var titlaður framleiðandi spurði hann fyrir forvitnis sakir hvað hann framl 'iddi ..0, ég framleiði gæsahuð ' svaraði gantli ntaður- inn. Karnily Plot er fvrsta myndin sem ég sé eftir Alfred Hitch- cock og minnugur sögunnar um gæsahúðina fór ég og horfði á hana. Eg verð hins vegar að játa að aldrei fékk ég neina gæsahúð. Það var í mesta lagi. að ljúfur spenningur hríslaðist um taugarnar eins og við lestur skemmtilegrar sakamálabókar. Ef ég ætti að skilgreina Fantily Plot með svipuðu orða- •lagi og kvikmyndahúsaeigend- ur gera í auglýsingum sínum-þá myndi ég kalla hana skemmti- lega sakamáiam.vnd. Vmsir kaflar ntyndarinnar eru sprenghlægilegir, svo sem hrað- akstur niður bratta hlíð, hegð- un Blanche miðils við störf sín og margt fleira. I stuttu máli er söguþráður Family Plot, sem hefur á ís- lenzku hlotið nafnið Mannrán- in. sá að kona nokkur, Blanche Tyler að nafni, þykist vera mið- ill og aðstoðar gamlar konur við Hér hefur Blance tekizt að finna týnda soninn. Hann er þó ekkert hrifinn af því að vera kominn í leitirnar og hvggst svæfa hana með sprautu. að ná sambandi við horfna ást- vini. Eitt sinn er Blanche hefur náð sambandi við systur nýj- asta viðskiptavinar síns, Júlíu Rainbird, kemur það upp að fröken Rainbird hafði borið út son systur hennar fyrir mörg- um áratugum. Júlía Rainbird óttast að syst- ir hennar hyggist hefna sín á henni svo að hún biður Blanee að finna soninn og býður henni 10.000 dollara fyrir vikið. Hún tekur verkið að sér og eftir mik- ið þóf og gauragang tekst henni með hjálp vinar síns, Lumley að nafni, að finna glataða son- inn. Hann er hins vegar engan veginn á þeim buxunum að láta finna sig... Family Plot er skemmtilega uppbyggð mynd. Þrátt fyrir að flækzt sé ótal krákustigu gleymist aldrei aðalatriðið, það er leitin að týnda syninum. Hitchcockaðdáendum kemur ef til vill á óvart að myndin er alveg laus við að vera hroll- vekja. Hitchcock gamli er fræg- ur fyrir að koma fólki á óvart og kannski kemur hann aldrei eins á óvart og nú þegar hann sleppir allri gæsahúðinni. -AT- Húseignin ÚTHAGI1, SELFOSSI Kauptilboð óskast í húseignina Út- haga 1, Selfossi, ásamt tilheyrandi leigulóó. Brunabótamat hússins er kr. 8.491.000,00. Húsið er 120 fm að grunnmáli. Húsið verður til sýnis væntanlegum kaupendum laugardaginn 8. janúar 1977, frá kl. 13—16, og eru tilboðs- eyðublöð afhent á staðnum. Kauptilboð þurfa að berast skrifstofu vorri fyrir kl. 11.30 f.h. föstudaginn 14. janúar 1977. INNKAUPASTOFNÖN RÍKISINS •JOBGAhrÚNl 7 jíMl Smurbrauðstofan BJORNINN Njáísgötu 49 — Simi 15105 ÆTTARGRÚSK ER ÁNÆGJA NU GITA AUIR SKRÁÐ EIGIN ÆTTARTOLU, Á AUÐVELDAN HÁTT □ 52 x 64 Verð f möppu kr. 10BO,- I NAFN:____ I | HEIMILI: { Póststöð: Sendsm i póctkröfv vm aft kmd KGdðiS 69 oa fúndiðaH■■ ■■ ■■ aa , r PRENTHÖNNUN V *»"«**** ««lll ' I P.O. BOX7065 J en geymift crnnarj vel I pkBtmfipp«, s«m frvf fylgir. V « 105 Reykjavlk. | : ‘4 Undirritaður óskar hér meó | Skje1* Remur I tveim itterðum 37x51 an og 52x64 em. ? I | eftir .... eint. af Ættartölu. I • ,' '•V I □ 37 x52 Verð í möppu kr. 810,- TILVALIN T4EKIFÆRISGJÖF Fœst í Bákaverzlun SiKBfajarnor, Hafnarstrœti Sími Þér getið einnig pantað Ættartöluna í síma 14407 * MARGAR GERÐIR AF G0LFTEPPUM A LÆKKUÐU VERÐI SKEIFAN SÍMI85822 8

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.