Dagblaðið - 06.01.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 06.01.1977, Blaðsíða 2
I)A<IBI.AÐH). FIMMTUDACUH <i. JANUAR 1977. Svo úthúða prestar Austurevrópubúum fyrir að ofsækja krístna menn Þessi m.vnd er frá kirkju nálægt Moskvu. ..Ég býst við að : Sovétrikjunum sé miklu minna um trúarbrögð en í öðrum Austurevrópulöndum. því þar hefur hinn heiði og tæri boðskapur trúle.vsingja hljómað miklu lengur en annars staöar.“ segir Ragnar. Einhvern tíma um jólin varð mér á að opna útvarpið á messutíma og heyrði þá að prestur einn var að úthúða ein- hverjum Austurevrópubúum fyrir að ofsækja kristna menn. Það er svo sem engin ný ból að þessar upplognu ofsóknir séu boðaðar og ekki vissi ég hvaða klerkur þetta var. Ég hef nokkuð ferðazt um Austur- Evrópu og séð þar hempu- klædda presta ganga um götur öldungis óhrædda. Biblían og önnur trúarrit eru gefin út í stórum upplögum t.d. seldust 51 þús. eintök af biblíunni í Tékkóslóvakíu árið 1975. Sann- leikurinn er sá að í sósíölskum ríkjum er fullkomið trúfrelsi, að einu þeirra undanteknu. Albaníu. Þar ku öll trúarbrögð vera bönnuð og Albanir gorta af þvi að vera eina trúlausa þjóðin í heimi. Það er að vísu skortur á persónufrelsi að rnega ekki hafa einhverja trú. en sama cr að segja um bann við hassne>slu. hvað þá ópíuin- nevslu, en Karl garnli Marx kallaði trúarbrögðin ópium fyrir fólkið. Bæði ofne.vsla eiturlyfja og trúarbragða gerir mann æra. Ef við berum saman trúar- frelsið austantjalds og t.d. hér á landi sjáum við að þar er all- mikill munur. Hér eru í raun allir neyddir til að styrkja ein- hvern trúflokk með fjárfram- lögum og allir verða að kosta ríflega til uppihalds þjóð- kirkjunnar, þar sem klerkar hennar eru launaðir af ríkinu og öll verðum við að greiða í ríkissjóð. E.vstra þarf enginn að styrkja nein trúarbrögð, nema hann hafi áhuga á því sjálfur. Það .kom nýlega fram í sjón- varpi að hér hefur maður verið dæmdur í fangelsi fvrir guð- last. Slíkt gæti ekki gerst Aust- urevrópu, því þar er leyfilegt að reka áróður gegn trúar- brögðunum engu síður en að boða þau. Það virðist vera rétt- látt, að þar sem öllum er heimilt að boða sína trú sé heiðingjum einnig heimilt að boða sitt trúleysi. Mér barst nýlega í hendur skýrsla Alþjóðasambands biblíufélaga (United Bible Societies) um starfsemi biblíu- félaga um heim allan. Þar koma fram athyglisverðar tölur um útgáfu og sölu biblíunnar í hin- um ýmsu löndum. Ég birti hér tölur frá átta löndum, fjórum austan- og fjórum vestantjalds. Þessi lönd eru um margt sam- bærileg. Seld eintök biblíunnar á hverja þúsund íbúa í þessum löndum eru sem hér segir: Ungverjaland 1.8 Tékkóslóvakía 3,5 Pólland 1,4 Austurþýskal. 1,2 Meðaltal 2,0 Belgía 2,0 Spánn 0,4 Frakkland 0,7 Vesturþýskal. 7,1 Meðaltal 2,6 Eg hef ekki sambærilegar tölur frá Sovétríkjunum. þvi Rúmenía og Búlgaría eru taldar þar með. Eg b'ýst við að í Sovét- ríkjunum sé miklu minna urn trúarbrögð, því þar hefur hinn heiði og tæri boðskapur trú- leysingja hljómað miklu lengur en annars staðar. ' Þegar það er ljóst orðió að í Austurevrópuríkj- uni eru starfandi opinber biblíufélög, sem gefa út biblíuna og önnur trúarrit í hundruðum þús. eintaka og dreifa þeim meðal almennings, þá fara fullyrðingar klerka um trúarofsóknir að hljóma heldur hjákátlega. Þegar íslenskir klerkar eru staðnir að slíkum skröksögum, er hætt við að fólk fari að efast um annan boðskap þeirra, sem ekki er eins auðvelt að afla sér vitneskju um, hversu sannur hann er. Ragnar Þorsieinsson. Þegar farþeginn kom á flugvöllinn var búið að ráðstafa sæti hans Elín Friðriksdóttir skrifar: Þegar farþegi, sem hafði greiddan farseðil, kom á flugaf- greiðsluna á Reykjavíkurflug- velli í gær (þann 20. desember) 15 mínútum fyrir brottför var honum sagt að búið væri að ráðstafa sæti hans og 10 mínútum fyrir ákveðinn brott- farartima voru Akureyrarfar- þegar kallaðir út. Síðan þegar klukkuna vantaði 7 mínútur í ákveðinn brottfarartima fór flugvélin af stað til Akureyrar. Farþeginn, sem eftir stóð, bað um að fá að tala við ein- hvern yfirmann, þegar hann heyrði þessar ákvarðanir. Einn yfirmanna rak höfuðið fram og hvarf síðan skjótlega. Farþegi ítrekaði spurninguna en yfir- maðurinn hafði þurft að bregða sér niður í kjallara og þaðan var engin leið að ná honum. Farþegi þessi hefur tvívegis áður orðið fyrir óþægilegri reynslu í farmiðaafgreiðslu þessari. 1 annað skiptið var hann á biðlista en hitti þá 2 menn í anddyri afgreiðslunnar og hafði hvorugur loforð fyrir rniða. Þeir höfðu fengið sér neðan í því kvöldið áður og gleymt að panta. Annar gekk síðan inn á bak við af- greiðsluna. Þeir komust báðir með vélinni en þessi umræddi farþegi ekki. Hvað olli? Enn eitt skipti lenti sami farþegi í því að þurfa að fara til Akur- eyrar fyrir jólin en var nú með pantaðan farseóil og sonur hans lika. Hann pantaði að vísu nokkru seinna. Þessir farþegar mættu báðir í einu og átti vélin að fara kl. 18.30. Sonurinn komst með þeirri vél en móðirin, sem var hinn far- þeginn, mátti bíða til miðnætt- is, en samt vár miðinn hennar pantaður fyrr. Hvað veldur svona löguðu? Var kannski stúlka við afgreiðsluna og brosti pilturinn ef til vill til hennar? Hvað ætli hafi komið fyrir í hin skiptin? Er ekki bara um hreinan klíkuskap að ræða? Þarf ekki að fá samkeppni við svona afgreiðslu? Er ekki víta- vert að flugvél fari af stað fyrir ákveðinn brottfarartíma? □ Svar frá Flugleiðum: Sem svar við ofangreindu bréfi vil ég taka fram eftirfar- andi. Ávallt skal leitast við að brottför flugvélar sé á auglýst- um brottfarártima og skal flug- vél aldrei fara á undan áætlun. Samkvæmt almennum skiln- ingi í sambandi við flugsam- göngur er flugvél á áætlun þegar hún fer af stæði sínu á þeim tíma, sem ákveðinn er fyrir brottför. Til þess að svo megi verða þarf. hjá okkur, að kalla farþega um borð 5-10 mínútum áður. Hin almenna regla um mætingu farþega á Re.vkja- víkurflugvelli, er sú, að komið skal á flugvöll hálfri klukku- stund fyrir bröttför, þó er þeim. sem þegar hafa farseðil og ekki annan farangur en þann. sem taka má með sér i farþegarýnti flugvélarinnar heimilt að koma 15 mínútum fyrir brottför. Far- þegar, sem eru á biðlista fá ekki frátekin sæti þeirra, sem ekki hafa mætt, fyrr en um það leyti. sem kallað er um borð. Okkur er ljóst, að margvíslegar ástæður geta verið fyrir því, að farþegar verði seinir fyrir en í þeim tilfellum er mjög mikil- vægt að afgreiðslan sé látin vita um slíka seinkun, ef mögulegt er, en þá er sætinu haldið þar til flugvélin fer. Það er mis- skilningur hjá bréfritara að flugvél hafi farið á undan áætlun til Akureyrar 20. desember sl. Fjórar ferðir voru til Akureyrar þann dag og vorum við það óheppnir að þær voru allar nokkuð á eftir áætlun. Frekari misskilnings gætir í bréfinu sem ekki virðist ástæða til að rekja lið fvrir lið. enda rýrir það ekki gildi þeirr- ar spurningar sem hér hefur verið leitazt við að svara. Þó vil ég taka fram að ásakanir um óeðlilega starfshætti í farþega- afgreiðslunni eru ósanngjarnar og ósannar. Að lokum vil ég geta þess, að við fáum og höfum fengið ábendingar frá viðskiptavinum okkar um ýmis- legt. sem betur má fara. Slikt ber að þakka, enda oft komið að góðu gagni, en því aðeins koma slíkar ábendingar að fullum notum, að þær séu málefnaleg- ar og sanngjarnar. Virðingarfyllst, Einar Helgason. Frá flugafgreiðslunni á Revkjavikurflugvelli.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.