Dagblaðið - 06.01.1977, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 06.01.1977, Blaðsíða 8
8 DA(JBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. JANUAR 1977. (Ljósm.vnd Gunnar Andrésson) Þannif> lítur stöóvarhúsió vió Hrauncy.ial'oss ut. — p.e. cms o« modclsiníóurtnn synir paó. Engar f ramkvæmdir við Hrauneyjafossvirkjun f ár: „ Virkjun Tungnaár kallar ekki á erlenda stériðju” — segir aðstoðarf ramkvæmdast jóri Landsvirkjunar „Orkuspá Landsvirkjunar byggist á því að orkuöflunarkerí'- ið á þessu orkuveitusvæði verði fullnýtt árið 1981 og er þá reiknað með Sigölduvirkjun, járnblendi- verksmiðjunni í Hvalfirði og umsaminni 20 megavatta stækk- un álversins. A því b.vggist ákvörðunin um Hraunevjafoss- virkjun." Þetta sagði Halldór Jónatans- son aðstoðarframkvæmdastjóri Landsvirkjunar í samtali við DB urn fyrirhugaða virkjun Hraun- eyjafoss í Tungnaá, sem vakið hefur mikla eftirtekt og jafnvel furðu, enda munu fáir hafa átt von á að lagt yrði út i miklar virkjunarframkvæmdir á þessu ári. ,,Það verður heldur ekki gert," sagði Halldór. „Ef framkvæmdir verða einhverjar á þessu ári þá verða það aðeins byrjunar- og undirbúningsframkvæmdir. Þessi ákvörðun ætti í rauninni ekki að koma mönnum á óvart þvi Al- þingi samþykkti fyrir sitt leyti 1971 að virkjun yrði reist miðað við allt að 170 megavatta uppsett afl. 1974 ákvað stjórn Landsvirkj- unar að gerð skyldu útboðsgögn til gerðar virkjunarinnar og eru þau nú öll tilbúin." Halldór sagði að Landsvirkjun hefði tekið mið af framangreindu og stefnl að því að mæta aukinni afl- og orkuþörf frá og með 1981 með virkjun Tungnaár. Hafi verið sótt um virkjunarleyfi til ráð- herra um 140 mv. virkjun sl. vor og hafi það leyfi verið veitt með bréfi til Landsvirkjunar 30. des- ember sl. „Landsvirkjun og ráðunautar hennar líta svo á," sagði Halldór Jónatansson. „að eigi Hrauneyja- fossvirkjun að geta veriu komin í rekstur 1981 þurfi að bjóða út vinnu, vélar og rafbúnað snemma á þessu ári. Það tekur 9-10 mán- uði að bjóða verkið út, það er að segja frá útboði og þar til verk- samningar hafa verið gerðir. Ekki er gert ráð fyrir framkvæmdum að ráði fyrr en á næsta ári heldur verði tíminn í ár notaður til frek- ari undirbúnings. bæði tæknilegs og fjárhagslegs." Um tilhögun framkvæmda sagði Halldór að væri helzt að segja að Landsvirkjun stefndi að því aö dreifa og jafna þeim á lengri tíma en áður hefði tíðkazt um virkjanir til að forðast meiri- háttar sveiflur í vinnuaflsþörf- inni og óhagstæð áhrif of mikils framkvæmdahraða, bæði á vinnu- markað og kostnað framkvæmd- anna. „Engu hefur verið slegið föstu um framkvæmdahraðann eða hvenær framkvæmdir hefj- ast," sagði Halldór; „enda er ekki ætlunin að taka endanlega ákvörðun í því efni. nema að höfðu nánara sainráði við eigend'- ur Landsvirkjunar." Halldór kvað virkjun Tungnaár ekki kalla á frekari stóriðju í sam- ráði við útlendinga, eins og haldið hefði verið fram. 1 fyrri áfanga væri gert ráð fyrir tveimur véla- samstæðum. hvorri 70 megavött, og yrði a.m.k. önnur tekin í notk- un 1981, hin e.t.v. síðar. „Er þá miðað við markaðinn eins og hann er á hverjum tíma," sagði hann. Ef kæmi til frekari stór- iðju, orkufreks iðnaðar, þá væri hægt að bæta við þriðju samstæð- unni jafnstórri og færi þá virkj- unin í 210 megavött. Hann lagði að lokuin áherzlu á að ef útboó drægist gæti skapazt orkuskortur á orkuveitusvæðinu 1981 og valdið miklum vanda fyrir allt að 75% þjóðarinnar. Mjög ítarlegar rannsóknir á virkj- unarmöguleikum á orkuveitu- svæðinu hefðu leitt í ijós að hag- stæðast væri að virkja Hrauneyja- foss í Tungnaá. -ÓV Bahrain-flugið að hef jast: Byggist upp á fiutningi evrópskra og bandarískra starf smanna í landinu Hið svonefnda Bahrain-flug Flugleiða er nú i fullum undir- búningi og er áætlað að fyrsta ferðin verði farin 12. janúar nk. Bahrain er eyjaklasi í Araba- flóa, öðru nafni Persaflóa. Þar er mikiö um framkvæmdir um þess- ar mundir og fjiildi verktakafyrir- tækja með starfsemi þar. Efna- hagur svæðisins byggist upp á oliuviðskiptum og efnaiðnaði og er þar allt i miklum umbótum. Það sem lagt er til grundvallar þessu nýja áætlunarflugi eru tíð- ar ferðir evrópskra og banda- riskra starfsmanna til og frá Bahrain og einnig ýmissa við- skiptajöfra. Hefur borizt mikil hvatning frá umboðsmönnum Flugleiða á þessum slóðum, enda góð reynsla af starfsemi margra annarra flugfélaga á sömu leið. Sem stendur mun þetta áætlun- arflug heyra undir söluskrifstofu Flugleiða í Frankfurt, undir stjórn Davíðs Wilhelmssonar sem hefur umsjón með svonefndu Austursvæði. Sú reynsla sem fæst af þessu flugi i framtíðinni mun skera úr um hvort færðar verða út kviarnar og sett upp sérstök söluskrifstofa i Bahrain. Eins og fyrr segir verður fyrsta ferðin farin 12. janúar. Er það flugvélin sem kemur frá Chicago á miðvikudagsmorgun og heldur beint áfram til Luxemburgar. Kemur hún til Bahrain á miðviku- dagskvöld. Strax á fimmtudags- morgun heldur hún síðan til.baka sömu leið. Verða sömu fargjöld í þessu áætlunarflugi Flugleiða og íjá öðrum flugfélögum, eða svo- nefnd IATA-fargjöld. en sem kuniuigt er hafa Flugleiðir verið ineð ódýrari fargjöld í Norður- Atlantshafsfluginu. JB LANDSVIRK JUN VIRKJUN TUNGNAAR VIÐ HRAUNEVJAFOSS Virkjunarstaðurinn er í Tungnaá á Holtamannaafrétti. um 5 km neðan við Sigölduvirkjun. Auk Tungnaár nýtist mikill hluti af rennsli Köldukvíslar og Þórisóss í virkjuninni vegna Þórisvatnsmiðlunar sem þegar er í notkun. Virkjunartilhögun er í stuttu máli þannig að Tungnaá verður stífluð um 1.5 km ofan Hrauneyjafoss og vatninu veitt um skurð yfir Fossöldu að inntaksvirki á norðurbrún öldunnar. Stíflan verður tæplega 3 km iöng. Þaðan verða fallpipur að stöðvarhúsi við brekkurætur. Frá stöðvarhúsinu er frárennslisskurður niður í Sporð- öldukvísl sem fellur til Tungnaár við ármót Köldukvíslar. Fallhæð virkjunarinnar verður 88 metrar. Bréfiðtil Einars: Hvergi minnzt á „nokkra brezka sjómenn” — segir utanríkisráðuneytið Dagblaðið óskaði eftir þvi i gær við utanríkisráðunevtið að fá til birtingar bréf sem utan- ríkisráðherra Hollands hefur skrifað Einari Agústssyni. Holl- endingurinn var til skamms tíma formaður ráðherranefnd- ar Efnahagsbandalags Evrópu. Henrik Sv. Björnsson ráðu- neytisstjóri hafnaði málaleitan blaðsins um birtingu á bréfinu, enda væri ríkisstjórnin enn ekki búih að ræða efni þess og erindi. Henrik sagði rangt að óskað væri í bréfinu eftir þvi að „nokkrum brezkum sjómönn- um“ yrði leyft að stunda áfram veiðar á tslandsmiðum heldur væri talað um EBE í heild: bréfið væri almenns eðlis og í’ rauninni ekki annað en ítrekun á áhuga EBE um samkomulag i fiskveiðideilunni. samkomulag er báðir aðilar teldu sér til hagsbóta. Henrik taldi líklegt að rikisstjórnin myndi fjalla utn bréfið i þessari viku. -ÓV

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.