Dagblaðið - 06.01.1977, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 06.01.1977, Blaðsíða 13
DACilM.Atm). FIMMTUDACUK «. .IANUAK 1977. 13 Iþróttir þróttir Iþróttir Iþróttir Lögð á ráðin — Janusz Czerwinskv leggur á ráðin með þeim Axel Axelss.vni og Ólafi H. Jónssyni. DB-mynd Bjarnleifur. Slask Wroslaw leikur og æfir með landsliðinu! — pölsku meistararnir koma hingað 9.-16. febrúar og æfa tvívegis á dag með landsliðinu Þeir félagar h.já Dankersen. Axel Axelsson og Ólafur H. Jóns- son. hittu í f.vrsta sinn saman jandsliðsþ.jálfarann Janusz Czer- winsky á æfingu í gærkvöld og fór æfingin fram í Laugardalshöll- inni. Góð stemmning var á æfing- unni — verkefnin Jramundan gevsimikil og fram að B- keppninni verður æft á hverjum einasta degi. Janusz kom til landsins aftur seint í fyrrakvöld — hafði tafizt um sólarhring milli Varsjár og Kaupmanna- hafnar. En Janusz Czerwinsky kom með glaðning — pólsku meistararnir Slask frá Wroslaw munu dvelja hér í viku og æfa með íslenzka landsliðinu. Pólverj- arnir koma hingað 9. febrúar og halda utan aftur 16. febrúar. Þeir mun æfa og leika með landsliðinu eins og Janusz leggur upp — tvisvar á dag, í hádeginu og á kvöldin. Leiknir verða 2-3 opinberir leikir. Vart þarf að kynna Slask — liðið lék hér fyrir sköramu við FH í Evrópukeppn- inni og þá hreif stórskyttan Klempel áhorfendur en auk þess hefur liðið á að skipa einum bezta markverði í heimi rg gífurlega sterkum línumanni, sem raunar kom ekki með liðinu í fyrri leik- inn gegn FH. En í liðinu er fjöldi landsliðsmanna. Markmiðið er augljóst — pólskur handknattleikur á að verða fyrirmyndin og það þarf sannarlega ekki að sýta — pólskur handknattleikur er mjög hátt skrifaður í dag. Crefnilegt er, að Janusz leggur mikinn metnað í að búa Island eins vel og nokkur kos'ur er undir B-keppnina og ætlar liðinu mikið. Klempel lék um jólin með pólska landsliðinu í jóiamöti i Pöl- landi og skoraði þá 48 miirk i 5 leikjum — í haust lék hann í Tiblisi og |>á skoraði kappinn 38 miirk i 3 leikjuin svo varnir eiga — rétt eins og FH átti — í mikl- 'um erfiðleikum með að hemja þennan frábæra pólska leikmann. Arni Indriðason mætti á sína fyrstu æfingu með landsliðinu í gærkvöld, en Ólafur Benedikts- son hélt til Svíþjóðar í gær- rnorgun en kemur hins vegar fyrir vikulokin og mun leika pressuleikina um helgina. Sú breyting hefur orðið á hög- um Ölgfs, að hann mun ekki halda til Svíþjóðar fyrr en að lokinni B-keppninni. Þeir Axel og Ölafur fara utan bráðlega — Axel á laugadag en Olafur á þriðjudag. Þeir munu leika við Mai frá Moskvu í Mind- en þann 23. janúar og koma strax aftur þann 24. janúar. Einmitt þann daginn leikur Island fyrri landsleik sinn við Pólland og hinn síðari þann 25. janúar. Síðan verða landsleikir við Tékka dag- ana 27. og 18. janúar — og munu þeir félagar sennilega leika fyrri leikinn. Dankersen á síðan að leika við Gummersbach í deildinni í V-Þýzkalandi þann 29. janúar. Dagana 5. og 6. febrúar eru leikir við V-Þýzkaland hér í Reykjavík og þá verða þeir félag- ar einnig með. Siðari leikur Dank- ersen við Mai verður að öllum líkindum 9. febrúar — og er þá meiningin að þeir félagar reyni að koma til tslands beint og taka þátt í æfingum með Slask — verk- efnin eru gífurleg. tslenzkir handknattleiksunn- endur munu áreiðanlega standa að baki undirbúningi íslenzka landsliðsins — áreiðanlega má segja að nú sé gert mesta átak fyrr og síðar í sögu íslenzka lands- Iiðsins til að koma tslandi á blað með fremstu handknattleiks- þjóðum heims. — Sá sviti, erfiði og fórnir, sem leikmenn og aðstandenur íslenzka landsliðsins hafa lagt á sig mun metið að verð- leikum af íslenzkum handknatt- leiksunnendum — hvort heldur tekst að koma íslandi á bekk fremstu handknattleiksþjóða heims eða ekki — sem við þó vonum að verði. Óhemju fé og gífurlegum tíma og erfiði er fórnað. Flýg ég um loflin blá — madti hugsa sér að Jón H. Karlsson dreymdi um en undir handarkrika Jóns er Bjiirgvin Bjiirgvinsson. þá Viggö Sigurðsson. síðan Kristján Sigmundsson. Þorbjörn Cuðnuindsson. Cunnar Kinarsson og loks Janusz Czerwinskv. DB-mvnd B jarnleifur. l.deildarliðin huga að þjálfurum ísienzku 1. deildarliðin í knatt- spyrnu hafa sum þegar ráðið til síii þjálfara fyrir keppnistíma- bilið 1977. Ljóst er að íslenzkir þjálfarar eru aftur farnir að koma inn á markaðinn í 1. deild í auknum mæli. Þegar hafa fjögur lið ráðið tii sín þjálfara — íslandsmeistarar Vals hafa ráðið Youri Ilichev, Víkingar hafa ráðið Billy Hay- dock. ÍBV hefur ráðið George Skinner. Allir þessir menn voru með liðin í fyrra — Keflvíkingar og FH-ingar hafa ráðið til sín ístenzka menn — Keflvikingar hafa ráðið Hólmbert Friðjónsson og FH-ingar Þóri Jónsson. Blikarnir hafa enn ekki ráðið þjálfara en líklegt er að Þor- steinn Friðjónsson verði áfram með liðið — hvað Fram snertir þá hafa þeir verið að leita hófanna hjá Tony Knapp en nú upp á síðkastið hjá Antoni Bjarnasyni. Akurnesingar og George Kirby hafa staðið í bréfaskiptum — og hefur Kirby, sem gerði svo mikið f.vrir Skagamenn, lýst áhuga sín- um á að koma. Þór hefur hug á að fá Reynolds aftur en hann þjálfaði liðið þegar það ávann sér rétt til að leika í 1. deild í haust er liðið sigraði Þrótt 2-0. Þá er aðeins KR eftir og þar eru hlutirnir óljósir — KR-ingar hafa staðið í sambandi við aðila erlendis en enn er óljóst hvað úr verður — liklegt þó að erlendur þjálfari taki við liðinu í sumar. Benfica missti dýrmætt stig Þrír leikir fóru fram í 1. deild í Portúgal i gærkvöld. Benfica missti óvænt stig til Beira Mar — og Sporting hefur því nú náð 6 stiga forustu. En lítum á úrslitin í Portúgal: Beira Mar—Benfica 2-2 Portimonense—Varzim 2-1 Sporting—Academico 2-0 Staðan er nú í Portúgal eftir 12 umferðir: Sporting Lisbon 23 stig. — Benfica 17 — Porto 16 — Setubal 15 — Estoril 13 — Boavista 12 — Academica 12 — Varzim 12 — Braga 11 — Belenenses 11 — Guimares 11 — Leixoes 10 — Beira Mar 8 — Montijo 7 — Portimonense 7 og lestina rekur Atletico með 6 stig. Heilt lið rekið af leikvelli! Það varð heldur en ekki uppi fótur og fit þegar Uruguay og Ecuador mættust í landsleik í knattspyrnu í Montevideo i Uruguay á þriðjudag. Hvorki __tleiri né færri en 11 ieikmenn — já ellefu leikmenn voru reknir af leikvelli. Það er allt lið Ecuador! Leikurinn var mjög harður og grófur — og voru Ecuadormenn sýnu verri. Þegar markvörður Ecuador braut illa á einum sóknarmanni Uruguauy sá dóm- arinn sér þann kost vænstan að reka manninn af leikvelli. — Nú. — ekki olli það svo miklum vand- ræðum. Leikurinn hófst að nýju — þá hóf línuvörðurinn skyndi- lega að veifa flaggi sínu af miklum ákafa — ástæðan — einn af leikmönnum Ecuador hafði sagt eltthvað óviðurkvæmilegt við línuvörðinn. Dómarinn rak manninn útaf — þetta vildu aðrir leikmenn Ecuador ekki sætta sig við — þ.vrptust um dómarann með miklum látum — svo miklum að dómaranum þótti væn- legast að reka þá alla níu af leik- velli. Þvi var enginn leikmaður Ecuador eftir til að ljúka leikn- um — Uruguay sigraði með eina markinu i leiknum — hverju svo sem það skipti.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.