Dagblaðið - 06.01.1977, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 06.01.1977, Blaðsíða 14
14 l)A<;BI,Af)lf> l'IMMTi;i)A<;UK 6. JANUAK 1977. I kringum skjáinn V. r M;m nokkur hvað birtist á skorminuni vikuna fyrir jól? Kins (>k í þoku, litaðri rauóum on bláum jólaperuni. mengaðri ilmi af ka'kún eða bústinni næs birtast óljósar myndir á stangli, — jólabækur, húsgögn, raf- magnstæki, já, og svo heilir þættir, maður lifandi. Og þegar töfralampinn er nuddaður koma fram nöfn og söguþræðir. Laugardaginn 18. desember var á dagskrá nýtt fyrirbæri, ..Hjónaspil". Fyrirmyndin sýnist mér amerísk, ein af því taginu þar sem fólk fær verðlaun fyrir að svala sjúklegri forvitni áhorfenda um einkamál sín. Þar skemmtu in.a. Kúnar Júlíusson og konan hans. Rúnar, vatnsgreiddur og strokinn. söng um Jesúbarnið. Öðruvisi mér áður brá. En hann hefur sjálfsagt þurft að selja það á skifu. Það eru ósköp geðslegir blaðamenn sem spyrja hjónakornin. en þátturinn er sjálfur dæmi um ákveðna afstöðu til kynjanna og hjónabandsi' þótt hann sé ..bara leikur". 1 fyrsta lagi er vinningurinn fólginn í því að vera innilega sammála um alla skapaða hluti, — en hver er kominn til með að segja að það sé kjarni ektaskapar? Númer tvö. gengið er út frá því í öllum spurningum að húsbóndi geri eitt. en húsmóðir ávallt eitt- hvað annað. Húsbóndi ekur að sjálfsögðu bílnum og það er bónus, ef húsmóðir fær að snerta hann. Húsmóðir kaupir sér nýjan kjól, sem húsbónda er ætlað að taka eftir. Ekkert var sþurt um það hvort húsbóndi gæti ekki haft gaman af þvi að sýna húsmóður nýju fötin sin. (Og i næsta þætti fékk hús- móðir klapp fyrir að geta skipt um dekk). Ekki er þessi kyn- skipting í spurningavali öll að kenna þeim. sem börðu saman spurningarnar. blessaðar konurnar gengust upp í þvi að koma til móts við þessa afstöðu. Sunnudagurinn 19. des. virðist hvað mig snertir hafa liðið í þokunni. nema hvað horft var á Adams fjölskylduna i mínu húsi. Adams yngri virdist heldur kuldalegri á manninn en faðirinn og kona hans er móöursjúk í meira lagi. Ekki lofar það góðu um rnál fjölskyldunnar. (Og þau enda að sjálfsögðu í sorg og sút. í næstu þáttumLA mánudaginn 20. mátti segja að dagskráin væru allt að því glær: íþróttir. dagskrárkynning og enda- sléppur þáttur um fasisma á Ítalíu. Svo langt er um liðið að ég vil ekki eyða krafti í að- finnslur um smáræði. Á BARNASPIL þriðjudaginn var adeins lífs- mark með sjónvarpinu, en þá kom Brúðan. nýr krimmi eftir Francis Durbridge, sérfræðing í efristéttarsakamálum. Mjög ásjálegur. Síðan hvarf mér skermurinn miðvikudagskvöld ið í æðislegum hlaupum eftir óvenjulegum jólagjöfum. Þegar flutt var dagskrárkynning mánudaginn, skríktu þau börn af ánægju sem ég þekki. Ekki var það nema von, því sjónvarpsgeislum var nær öllum beint til þeirra um jólin. Við fullorðna fólkið urðum að láta okkur nægja endurteknar fræðslumyndir, svonefnd.ar „heimsóknir," gamlar bió- myndir og svo botnlaust létt- meti á borð.við skemmtiþátt Julie Andrews. Var nú ekki hægt að spandera á okkur svo sem einni 5-10 ára gamalli kvik- mynd seint að kvöldi, þegar jólasveinninn er loks farinn og börnin sofnuð? Þetta reyna er- lendar sjónvarpsstöðvar að gera, ef það er nokkur mælikvarði á það furðuverk sem við eigum við að búa. Ekki fundust mér heldur allar áherslur réttar í laginu í þeim þáttum. sem ætlaðir voru hórnuiii og ekki varnemavonað þau væru komin með það á hcilann að Palli eða Aladdin hefðu fæðst á jólunum. ekki friðarhöfðinginn. A aðfangadag gengu Prúðu leikararnir af göflunum. Efnið er ekki neitt, en sjállsagt má hafa gaman af látunum í lit. Svo kom glaðningur fyrir hörnin, en eftir átið mátti melta ósköpin með Tónlist frá 17. öld. en það er reynslan mín að engin tónlist sé eins góð f.vrir meltinguna. Þar var snilldarlega leikið, en myndataka eins og verið væri að mynda hljóðfæraleikarana' leynilega í myrkviði glitrandi furðugróðurs. A laugardag var á boðstólum tékkneskur Don Giovanni eftir Mozart, vandaður að því mér fannst. Doninn var hressilegur. Donna Anna að springa af ástríðum. en Leporello var helst til daufur. Vel gerður þáttur, — en börnin flúðu í ofboði. En svo fengu þau eitthvað fyrir snúð sinn i Aladdín eða Töfralamp- anum. 1 gamla daga hafði maður mikið gaman af þessu austurlenska ævintýri. En ósköp hljómar það allt annkannalega úr dönskum munnum, og heldur betur er teygt úr söguþræðinum. Á sunnudag var loks smá fútt fyrir millibilskynslóðina, — Rokkveita Ríkisins. gQtt nafn — þessar tvær stofnanir hafa a.m.k. rafmagnið sameiginlegt. Þar skemmtu Haukar og reynt var að lifga upp á pleisið með glitskreytingum og Ladda. Þátturinn var líflegur og óþvingaður og mætti segja mér að hann yrði vinsæll ef fram- haldið er eftir byrjuninni. Mirade on 34th street var „sko sannarlega jólam.vnd", — en frá árinu 1947 og var um þetta leyti sýnd í tíunda sinn suður á velli, að því er sambönd mín tjá mér, undir rós. Á mánudag var Aladdín enn á skrá, síðan kom upprifjun frá Genesaretvatni. — og Júlía Andrews. — dauðhreinsuð. hættulaus, og bætir meltingúna. Aumt var að sjá Peter Ustinov taka pátt í iðju hennar. A þriðjudag bötnuðu málin eilítið. Líklega eru allir orðnir dauðlciðir á Listahátíð en varla kvartar maður meðan þau Helgi Tómas- son og Anna Aragno dansa. Hvilíkur þokki. samstilling og mýkt. Annað efni það kvöld hvarf næstum þvi i skuggann. en þó gerði ég skyldu mína og sat yfir Brúðunni eftir nokkrar pírúettur um stofuna. Siðan brá mér að sjá Olnbogabörn í auðugum heimi og ætla ég að vona að fleiri hafi brugðið þannig við. Þetta var hollur snoppungur eftir íburð og ofát jólanna. Þennan þátt hefði átt að sýna á aðfangadagskvöldið sjálft. Gieðilegt ár. Aðalsteinn Ingólfsson Hún er f rekasti krakki sem ég þekki — segir Walter Matthau um Tatum O’Neal „Hún er einhver óþekkasti og mest pirrandi krakki sem ég hef komizt í kynni við," sagði Walter Matthau um Tatum O’Neal eftir að þau léku saman í kvikmynd á árinu sem leið. Tatum er tólf ára og dóttir leik- arans Ryan O’Neal og sló fyrst í gegn þegar hún lék á móti föður sínum í myndinni Pappírstungl. „Stelpan vildi alltaf ráða öllu og þegar ég hótaði að flengja hana, sagði hún skælbrosandi: „Gjörðu svo vel." Þá gafst ég upp." Walter Matthau sagði einnig við þetta sama tækifæri frá þvi hvernig hann varð gamanleikari fyrir hreina tilviljun. Hann hafði leikið þrjátíu og fimm alvarleg hlutverk á Broad- wa.v. t einu leikriti átti hann að koma inn og segja: Eg hef setið á hestbaki i þrjátíu og átta tima og er alveg dauðþreyttur! Til þess að þetta yrði allt sem eðlilegast gerði hann hundrað hnébeygjur og bljóp nokkrum sinnum í kringum leikhúsið. Þetta varð til þess að hann fékk blóðtappa í hjartað. Læknarnir skipuðu honum aö taka lifinu með ró. Skömmu síðar var honum boðið hlutverk i kvikm.vndinni Maka- laus sambúð (The odd couple) á móti Jack Lemmon. sem síðar átti eftir að slá öll vinsældamet. NÚ LANGAR BURTON AÐ EIGNAST BARN Þegar Richard Burton gekk að eiga Suzy Hunt í vetur fékk hann ekki bara nýja og unga eiginkonu. Hann breytti lifnaðarháttum sín- um gjörsamlega og hefur ekki smakkað áfengi siðan. Hann er líka hættur að fá æðisköst og nú kaupir hann brjóstsykur í staðinn fyrir demanta. Hann lærir hlutverkin sín vel og skilmerkilega og hefur fullan hug á því að eignast barn með ungu konunni sinni. Burton hefur látið þau orð falla um Elizabeth Taylor að hún hafi verið alveg dásamlegur félagi til þess að fljúgast á við. „Mér þykir enn mjög vænt um þá gömlu," sagöi hann þegar hann var spurður að þvi hvers vegna hann hefði kvænzt henni tvisvar! Kichard Burton og liin unga og lagra Suzy IIiinl. Nicky Hilton. erfinginn að Hilton-auðæfunum. var eigin- maður Liz. Hjónabandiö stóð i eitt ár. 1953 giftist hún leikaranum Michael Wilding og átti með honum soninn Michael en þau skildu síðan árið 1956. Leikstjórinn Mike Todd var stærsta ást Liz Ta.vlors. Þau giftust árið 1957 en hann fórst í bílslysi ári siðar. Fáar konur geta breytt sér jafn-’ mikið og Liz Taylor. Annan daginn er hún þreytt og sjúsk- uð en liinn fallegri -og gla-si- legri en uokkru sinni fyrr.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.