Dagblaðið - 06.01.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 06.01.1977, Blaðsíða 12
DA(iBLAt)If). KIMMTUDAGUR 6. JANUAR 1977. 12 I Iþróttir Iþróttir Iþróttir Eþróttir ímTTTWI Crerand hættur hjá Northampton Pal Crerand. fyrrum leikmaAur og aðstoðarframkvæmdastjóri Manfhester United. sagði af sér í ga‘r framkvæmdastjórastöðu 3. deildarliðs Northampton. Crer- and sagði í I$BC í ga*r að hann hefði sagt af sér stöðunni vegna hinna liingu ferðalaga frá Manehester til Northampton. sem er í Miðlöndunum. Crerand tók við stöðunni hjá Northampton eftir að liðið hafði unnið sig upp úr 4. deild síðast- liðið vor. Framkvæmdastjóri Northampton síðastliðið keppnis- tímahil var Bill Dodgin en hann hætti hjá félaginu. Crerand tók við stöðunni í haust — en liðinu hefur ekki vegnað vel — er nú í na'stneðsta sæti 3. deildar. A síðasta áratug vakti lið Northampton ntikla at- h.vgli. Undir stjórn Dave Bowen vann liðió sig upp úr 4. deild í 1. deild á fáum árum — var í 1. deild 1965-66 en féll strax í 2. deild. Síðan hefur saga Northampton verið samfelld sorg- arsaga — liðið féll þegar í 3. deild og þaðan í 4. deild. En loks síðast- liðið vor virtist birta til hjá liðinu. það hafnaði í öðru sæti 4. deildar. Fallhættan vofir nú yfir. en vonandi tekst liðinu að bjarga sér. Crerand varð að hætta hjá Manchester United vegna yfir- lýsts stuðnings við IRA — hann var lengi hjá United eftir að hafa verið kevptur frá Celtie. Lék hér á Laugardalsvellinum með írska landsliðinu. Ýnisir töldu að Crer- and væri raunverulega maðurinn á bak við velgengni Manchester United síðastliðið keppnistímabil og eftir að hann fór frá félaginu hefur United ekki vegnað nógu vel — heldur ekki Crerand. Bayern Munchen dæmt íbann Alþjóða körfuknattleikssam- bandið sektaði frægt lið í gær. Bayern Munehen. og dæmi liðið í bann í Evrópukeppni í eitt ár. Liðið sem da‘mt var í bann er kvennalið Bayern Munehen og sektin var um 600 þúsund krónur. Astæðan fvrir banninu var að kvennalið Bayern Munehen tók þátt í svokölluðum Liljana Bon- ehetti Cup — og Bayern komst í 8-liða úrslit- með að sigra Southgate frá Englandi í fyrstu umferð. En kostnaðurinn reynd- ist óviðráðanlegur — og liðið varð að draga sig út úr keppninni. Þetta líkaði Alþjóða körfu- knattleikssambandinu að vonum illa. setti á bannið og síðan sektina þar sem Bayern Munehen hafði ekki næga ástæðu til að draga sig út úr keppninni að dómi FIBA. Sovétmenn sterkir Sovézkir skautamenn hafa ver- ið sigursælir á miklu skautamóti sem nú stendur yfir í V- Þýzkalandi. Sovétmcnn áttu þrjá fyrstu menn í 500 metra skauta- hlaupi. Glympíumeistarinn Yevgeni Kulikov sigraði á 38.27 — annar varð Alexander Safro- nov á 38.74 — þriðji varð Andrei Malikov á 38.88. Sama var uppi á teningnum í 1000 metra hlaupinu — nema þar •íigraði Malikov á 1:19.48 — Safranov varð annar á 1:19.69 og Kuliko\ þriðji á 1:20.74. Eftir f.vrri daginn á mótinu í Inzell er staðan samanlagt: 1. Kulikov 78.490 2. Safronov 78.585 3. Malikov 78.620 I keppni kvennanna hefur Silvia Burka frá Kanada forustu eftir f.vrri daginn. Hún hafnaði í öðru sa-ti i 500 metra hlaupinu — á eftir Veru Krasnova l'rá Sovét- ríkjunum. I 1500 metra hlaupinu sigraði (ialina Nikitina frá Sovet — og enn varð Ittirka í öðru saúi. Staðan hjá konunum eftir f.vrri daginnerþví: stig: 1. Burka 88.650 2. Brindzei 89.863 3. Nikitina 90.953 Maríanne Dollis greinilega ánægð með hlutina. DB-mynd Bjarnleifui*. — landsliðiðgegn pressunni á föstu- dagvalið íslenzka landsliðið í handknatt- leik. sem á föstudag leikur við pressulið sem íþróttafréttamenn munu velja. hefur verið valið — í gærkvöld eftir æfingu lands- liðsins. Þrír leikmenn, sem ekki hafa verið með í undanförnum leikjum. hafa hafið æfingar með liðinu — Arni Indriðason Gróttu og þeir Ólafur H. Jónsson og Axel Axelsson hjá Dankersen. Arni verður ekki með liðinu á föstudag — en hins vegar þeir félagar hjá Dankersen. Liðið er þannig skipað: Markverðir: Ólafur Benediktsson Val Gunnar Einarsson Haukum Aðrir leikmenn: Geir Hallsteinsson FH Þórarinn Ragnarsson FH Viðar Símonarson FH Jón H. Karlsson Val Bjarni Guðmundsson Val Ólafur Einarsson Víking Björgvin Björgvinsson Víking Viggó Sigurðsson Víking Axel Axelsson Dankersen Ólafur H. Jónsson Dankersen Agúst Svavarsson. Pressuleikirnir um helgina verða tveir — á föstudag og sunnudag. Þorbjörn . Guðmunds son getur ekki leikið með þar sem hann hefur enn ekki náð sér eftii meiðsli. Æfingar landsliðsins eru nú mjög stífar og æfingasókn hefur. verið með ágætum. Ekki bara knattleikir sem þurfa nýja tækni - sagði Marianne Dollis, fimleikaþjálfarinn norskihjá Gerplu Þær voru ekki smeykar stúlkurnar. sem voru á æfingu í Kennaraháskólanum við heljar- stökk eða flikk flakk undir leiðsögn Marianne Dolles íþrótta- kennara frá Osló í Noregi. Þarna voru maútar 14 stúlkur sem eru i fimleikafélaginu Gerplu úr Kópa- vogi. Félagið hefur fengið Mari- anne til að þjálfa sín beztu efni frá þriðja til sextánda janúar. Hún hefur lokið prófi frá Iþróttakennaraháskólanum í Osló og stundur nú framhaldsnám með kennslu fatlaðra i huga. Hún hefur einnig keppt fyrir land sitt. en síðan hún settist á skólabekk hefur hún verið leiðbeinandi þeg- ar stundir gefast. Marianne var hæst ánægt með stúlkurnar og sagði að þær hefðu góða grunn- þjálfun, en áherzlu þyrfti að leggja á ýmis tækniatriði. Gerpla mun vera fyrsta fim- leikafélagið sem ræður til sín er- lendan starfskraft til að þjálfa fólk sitt. Aðstandendur félagsins fóru þess á leit við Iþróttasam- band Islands að fá hingað þjálf- ara fyrir flokk sinn frá Noregi. Eins og gefur að skilja er svona heimsókn mjög vel þegin og að sögn forráðamanna félagsins hefur áhuginn aldrei verið eins mikill og einmitt nú. Það iíður varla sá dagur að ekki hringi -ein- hver eða komitilað spyrjast fyrir unt starfsemina. Framförin hefur líka verið mikil í fimleikum undanfarin fjögur til firnrn ár. Stúlkurnar sem eru 14 ára minnast þess þegar þær klöppuðu fvrir þeim sem gátu farið kollhnís á ólympíuslánni, eða gert önnur einföld atriði. Nú leika stúlkurnar alls konar listir sem líkjast miklu meira þeim æfing- um, sem t.d. Olga Korbút gerir þegar hún bregður sér á jafn- vægisslá. Heimsókn fimleikaflokka er- leiídis frá. t.d. sovezka fimleika- fólksins í haust. hefur átt sinn þát! í þvi. að hér hefur orðið á mikil breyting i framfaraátt. Það eru ekki bara knattleikarnir sem þurfa á nýrri tækni að halda. Framtak Gerplu er svo sannar- lega eftirbreytni vert. -KP Klappa saman höndunum — Agúst Svavarsson og Magnús Sig- urðsson klappa saman höndunum en i bakgrunninum eru þeir Þor- bergur Aðalsteinsson og Þórarinn Ragnarsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.