Dagblaðið - 06.01.1977, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 06.01.1977, Blaðsíða 7
I)A(ÍBI.AÐIÐ. FIMMTUIJACUR (i. JANUAR 1977. Er nrtján þúsund tonna olíuskip sokkið með fullfermi og 38 manns? Flugmenn leitarflugvéla frá Kanada og Bandaríkjunum hafa séö fjórar stórar olíu- breiður á Norður-Atlantshafi en mikil leit er nú hafin að olíuskipi frá Panama, sem hvarf fyrir viku síðan. Verið er að kanna olíuna til þess að ganga úr skugga um, hvort hún geti verið úr olíu- skipinu, sem er tæp 19 þúsund tonn að stærð. Sagði talsmaður strandgæzlu Bandaríkjanna að ef skipið sem heitir Grand Zenith, myndi ekki finnast í dag, yrði að telja það sokkið. „Við erum búnir að leita í sjónflugi og með radar á svæði sem er eins stórt og Nýja Eng- land," sagði hann við frétta- menn. „Ef við finnum ekki skipið í dag, eru það heldur slæmar fréttir.“ Tölvur hafa verið notaðar í leitinni að skipinu og hafa skip og flugvélar leitað vandlega á 258 þúsund ferkílómetra svæði að Grand Zenith, sem var með 8.2 milljónir gallona af þungri iðnaðarolíu innanborðs. 38 manna áhöfn var á skipinu. I síðasta skeyti frá skipinu sagði, að það væri statt um 60 sjómílur undan strönd Nova Scotia og að miklir sjóar og vindur, hefði orðið til þess, að þeir hefðu orðið að hægja feró- ina. Á þessum slóðum hafa olíu- breiðurnar fundizt og er búizt við hinu versta. Oliuflekkir á Atlantshafi úr oliuskipinu Arko Merchant. sem enn er verið að deila um. Nú hafa sézt olíuflekkir á hafinu undan Nova Scotia þar sem óttazt er að olíuskipið Grand Zenith hafi sokkið og með þvi 38 manna áhöfn. Enn eitt alvarlegt olíuslys blasir því við mönnum. því um borð í skipinu voru um 33 milljónir lítra af iðnaðar- olíu og er alls óvíst hvort hægt verði að bægja tjóni því sem af henni kann að verða frá fiskimiðum. Óeirðum lokið á Filippseyjum Moro-hreyfingin sigraði — sjálfs- st jórn í aprfl Stjórn Filippseyja hefur ákveðið að koma á fót héraðsstjórn í héruðum múhameðstrúarmanna á suðurhluta eyjanna, sem hluta af samkomulagi við skæruliða þá, sem barizt hafa fyrir sjálfstæði undan- farin ár. Verður heimastjórninni komið á laggirnar eftir að formlegur friðarsamningur verður undirritaður ai full- trúum ríkisstjórnarinnar og fulltrúum Moro- frelsishreyfingarinnar sennilega snemma í apríl. Segir í fréttum þaðan, að héraðsstjórn þessi muni eiga að fara með völd, þar til al- rnennar kosningar verði haldnar og sérstakt héraðs- þingkjörið. Jóhannesarborg: NÁMSMENN í S0WET0 TINAST TILBAKA Svartir námsmenn í út- borginni Soweto við Höfða- borg í S-Afríku hófu að tínast til skólanna, eftir að þeir voru opnaðir að nýju í gær, en margir þeirra héldu sig þó í burtu. Flestir þeirra, sem ekki mættu eru úr röðum eldri námsmanna, sem greinilega vilja notfæra sér þetta vopn öllu lengur. Skólunum var lokað eftir að óeirðirnar hófust í júní í fyrra. Síðan það gerðist, hafa stjórnvöld gert ýmsar breytingar, til batnaðar, s.s. komið á skyldunámi fyrir af- rísk börn og nú fá yngri börnin ókeypis skólabækur. Andar köldu a mdli Eþiopiu og Súdans Samkvæmt fréttum hafa stjórnir Eþíópíu og Súdan hvor um sig kallað heim sendiherra sína til viðræðna urn versn- andi samkomulag á milli ríkj- anna tveggja. Jaafar Numeiri hefur tvisvar sinnurn sakað Eþíópíustjórn um það að leyfa óvinveittum hersveitum að setja á stofn æfingabúðir við landamærin. Sendiherra Súdans í Eþíópíu, Taha Ayoub, fór til Khartoum sl. mánudag, en Tadessa, sendi- herra Eþíópiu er kominn til Addis Ababa, þar sem her- foringjastjórnin ætlar að kanna, hvað hæft sé í ásökunum Numeiris „eftir viðeigandi leiðum”, eftir því. sem fréttir herma.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.