Dagblaðið - 06.01.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 06.01.1977, Blaðsíða 11
DAcm.AÐIt). I'lMMTliDACilIK <>. .IANUAK 11)77 11 Austur-Grænland... Nýtt Kröfluævintýri KndiMiiuni virðist seint ætla að linna í samskiptum íslend- inj>a virt útlendinga i land- helfíismálum. SamninfjaKerðar- mennirnir frá Osló hafa reynzt mestu sjálfshólsmenn í stjórn- málum seinni ára. Þó er stað- re.vndin sú að ekki er nema 4 vikna timi frá þeim degi, sem Bretar fóru burt úr landhelg- inni 1. des., og til þess tíma er þeir hefðu í síðasta lagi þurft að yfirgefa íslenzku fiskimiðin, 1. janúar. því þann dag færðu þeir sjálfir út í 200 mílur. Meira að segja gengur þetta svo langt að sumir tala um þessar 4 vikur sent mesta atburð ársins 1976. Þetta verður enn augljósara er menn stilla dæminu upp þann- ig að Bretar hefðu fær! ú! 15. des., þá hefði sigurinn aðeins orðið 2 vikur. Og ef Bretar hefðu fært út 24. nóvember hefði samningurinn orðið tap upp á eina viku, ósigur upp á 1 viku. Annar ósigur í þessu tilliti er þýzki samningurinn sem er undir öllum kringumstæðum 1 ári of langur-og þýddi á sínum tíma aukningu á veiðutii um 50'V>. Byggist þetta all! á vantrú forsvarsmanna okkar á sigur ís- lenzka málstaðarins á alþjóða- vettvangi. En þróunin þar varð allt önnur og hraðari en þeir gerðu ráð fvrir. Þvr er ástandið nú þannig að þegar EBE fer í 200 mílur stendur það uppi með samninga við okkur upp á hvorki meira né minnai en 60000 tonri af fiski sem ekkert hefur verið goldið fyrir og forsendur eru brostnar fyrir. Þvi a>!ti staðan og stefnan i dag að vera sú að ekki væri verið að leita eftir iylliástæðum til að koma hér ennþá fleiri EBE-togurum inn í fiskveiðilögsögu tslands. sbr. all! tal urn „gagnkvæm fiskveiðiréttindi". heldur ætti strax að segja þýzka og belgíska samningnum upp á brostnum forsendum. Þetta er það eina sem Þjóðverjar og Belgar skilja í sambandi við stöðuna nú. Þetta er því nauðsynlegra sem vitað er að þýzki samningurinn hefur að miklu leyti svipt okkar stóru togara rekstrarafkomu, þar sem þeir sækja mikið á sömu fiskislóðir. en ufsa- og karfastofninn er svo aðþrengd- - ur að hann er ekki til skipt- an na. Þrátt fyrir þessa óhemju skuld Efnahagsbandalagsins við okkur í fiskveiðimálum má marka af ummælum Uunde- laehs og ýmissa íslenzkra ráða- manna að veita ætti ennþa frek- ari veiðiheimildir til handa brezkum efnahagsbandalags- togurum og hefur talan 12 verið nefnd bæði af Ciundelach og erlendum blöðum. 12 brezkir togarar að stöðugum veiðum á Islandsmiðum þýðir í raun verkefni fyrir 30 brezka togara. Gera verður ráð fyrir ársafla um 30.000 tonn eða verðmæti í útfluttum hraðfrystum fiski upp á yfir 5 milljarða króna. Við, skuldum vafnir vesaling- arnir, að gefa einu af ríkustu iðnaðarstórveldum heimsins yfir 5 milljarða af okkar tekj- um. Leitað hefur verið réttlæt- ingar á þessum aðgerðum. Is- lenzkur almenningur er of vel uppfræddur um ástand síldar- innar i Norðursjónum svo ekki er lengur á hana minnzt. Því hefur öll röksemdafærslan og allt talið beinzt að Austur- Grænlantji og samtengingu is- lenzka sjávarlífríkisins og þess grænlenzka. Mikið hefur verið talað urn fiskigöngur frá Græn- landi til íslands. Grœnlenzkur dauðadómur Svo hefur mátt skilja á tals- mönnum samninga að Austur- Grænlands-mið og fiskistofn- arnir þar væru okkur svo mikíl- vægir að miklu væri í dag fórn- andi til þess að eiga 'ðgang að þeim og tryggja það að þeir yrðu verndaðir. Ekki er nú Iraustið mikið á Efnahags- bandalaginu í fiskiverndarmál- um ef lag! er nú til í fullri alvöru að við þurfum að greiða Efnahagsbandalaginu í reiðufé ef ekki eigi að tortíma fiski- stofnunum við Grænland. Eða þá að rnenn halda að ef ekki verði látið undan kröfurn Efna- hagsbandalagsins muni það beita okkur hefndaraðgerðum. Hvort heldur væri er hér um fáránleik að ræða og seinna at- riðið hrein fjárkúgun. Slíkar röksemdafærslur svara sér sjálfar og eru ekki svaraverðar. Auk þess er niálið sögulega þannig í pottinn búið að ekki kemur til mála að íslenzk stjórnvöld semji um eitt né neitt viðvík.jandi auðlindum við Grænland nema við Grænlend- inga sjálfa eða með samþykki þeirra, hver svo sem stjórn- skipuleg staða I málinu er. Við Islendingar getum ekki gerzt valclendur I sams konar þjóðar- böli á Grænlandi i principinu árið 1977 og við urðum sjáll'ir að þola af Dönum og Bretum i samningnum 1901. Það væri al- heimshneyksli ef auðlindum Grænlands vrði nú fórnað i gegnum Efnahagsbandalagið svo að nokkrir aðilar i tveim borgum Bretlands gætu haldið áfram algjörlega úreltri togara- útgerð sinni urn nokkurn tíma. Fófrœðin í forsœti Ekki hafa talsmenn sanm- inga nú haf! niikið fyrir því að safna sarnan þeim þekkingar- brotum sem til eru i sambandi við haffræði, fiskifræði og veðurfræði Grænlands. til þess að þeir gætu leyst sómasamlega af hendi störf sin, því mikillar ábyrgðar og mikils trúnaðar njóta þeir margir hverjir. At- huguni . söguna örlítið fyrst. Samningamenn vilja gjalda í dag fyrir einhver hugsanleg verðmæti i framtíðinni sem lát- in yrðu okkur I té af góðvilja sem við nú sýndum. Nærtæk- asta dæmið úr tslandssögunni. samk.vnja þessu. er sú stað- reynd að islenzkir togarar lönd- uðu 95°7, af öllum þeim fiski sem barst af fjarlægum miðum á brezka markaðinn í heinis- styrjöldinni. I þessu tilliti fórn- uðu Islendingar bæði fjölda mannslifa og skipa. Maður skvldi ætla að þetta hefði b.vggt upp innistæðu á góðvild í hrezk- um sjávarútvegi sem komið hefði til góða þegar Islendingar báðu um skilning á aðgerðum til fiskiverndar á íslandsmið- um. Arið 1952 færðu I.slendingar aðeins út um 1 milu, úr 3 mílum í 4, og biðu frá 1951. þegar samningurinn frá 1901 var út- runninn. til 1952 þar til sam- kyn.ja mál var til lvkta leitt af Haagdómstólnum í máli milli Breta og Norðmanna. Bretar Kjallarinn Pétur Guðjónsson tiipuðu því máli eins og al- kunna er. Þeim datt heldur ekki í hug að kæra Islendinga fyrir Haagdómstólnum fyrir út- færsluna þá. Og hvað fór mikið fyrir góðvildinni og skilningn- um sem ætla hefði mátt að upp hefði verið byggður gegnum fórnir tslendinga í styrjöld- inni? Svar Breta var efnahags- ofbeldi er stóð í 4 ár gegn að- gerö sem þeir treystu sér ekki til að mótmæla á lagalegum grundvelli. Góðvildin? — engin. skilningurinn eriginn. A alþjöðlega leiksviðinu fer svona eftir orðtækinu „gleymt er þegar glevpt er". Er okkur Islendingum hollt að vera minnugir þessarar reynslu nú þegar við he.vrum í dag predik- ara um að við eigum í dag að færa fórnir til innleggs á reikn- inga góðvildar og skilnings framtíðarinnar. Hrun og tortíming blasir við Rétt er að athuga stöðu þorskstofnsins við Grænland: saga og staða hans frá árinu 1960 til 1975 liggur f.vrir í skýrslu sem gefin var út í marz 1976 á vegum Alþjóðahafrann- sóknaráðsins og unnin af svo- kölluðum Norð- Vestur-Atlantshafs-vinnuhóp. Vestur-Grænlandsmiðin gefa árið 1967 430.000 tonn en eru árið 1975 komin niður í 30.000 tonn. Austur-Grænlandsmiðin gefa 1968 130.000 tonn en eru 1975 komin niður í 6.000 tonn. Er nú líklegt að við getum átt von á stórum sendingum úr þessari átt í slíku ástandi? Nú skal frekar könnuð saga þorsks við Grænland en sama má segja um aðra bolfiska því nauðsyn- leg lífsskilyrði eru svipuð. Til þess að fá skýringu og heildar- yfirsýn yfir ástandið við Græn- land nú verðum við að fara aftur til ársins 1920, þá fer verulega að gæta i sjó hlýnandi tímabils á norðurhveli jarðar sem stendur fram til ársins 1966. Þetta er hlýjasta tímabil í sögu íslands siðan á þjóðveldis- öld. Grænland, sem er á mörk- um hins bolfisklega lífssvæðis, kornst nú í gegnum þróun þessa úr dauða ísaldar í að hafsvæði þess náðu því hitastigi sem er forsenda fyrir lífríki bolfiska. Upp vaxa svo bolfiskar við Grænland sem ná þeim veiðum er að framan greinir. Þetta hlýja tímabil stendur til 1966 en þá snýst þetta við og Græn- land nálgast aftur haflífríkis- ísöld. Þorskstofninn hrynur og nálgast nú tortímingu. Þær skýrslur sem til eru fyrir 1976 benda til enn frekari kólnunar og með sama áframhaldi verður innan skamms tíma enginn bol- fiskur til við Grænland. Þegar litið er til baka til þjóðveldis- aldar liggur fyrir að ririklu meiri likur eru fyrir því að þetta tímabil kólnunar haldi áfram og verði varanlegt. Þvi bendir öll þekking haffræði og fiskifræði til þess að Græn- landsmið verði einskis virði í náinni framtíð. Er ekki nóg að bvggja Kröflu á landi, þar sem gufuaflsvirkj- unina skortir gufu. þótt við ekki á sama árinu fl.vtjum hana vestur á Grænlandsmið og för- um að kaupa þar fiskimið þar sem enginn fiskur er? Græn- landsmið eru komin inn í nýja ördevðu ísaldar í bolfisklegu tilliti. Ef Islendingar vilja endi- lega semja um Grænlandsmið er samningsaðilinn hvorki Efnahagsbandalagið eða Gundelach heldur guð almátt- . ugur. Pétur Guðjónsson forstjóri. „Vinátta” Breta Eftir að hafa hlustao á umræður í útvarpi og einnig að lesa skrif ýmissa manna undan- farnar vikur og mánuði um landhelgismál tslands. fannst mér koma í ljós að þar var margt missagt og mæl! og of! af ótrúlegri vanþekkingu íslenzkra stjórnmálamanna á fiskveiðivandamálurti lands- manna. Þó var stjörnarand- staðan undanskilin að nokkru leyti. Mér komu i hug eftirfarandi ummæli Ólafs heitins Thors forsætisrádherra i sambandi viö landhclgisdeilur okkar: „Að engin islenzk ríkisstjörn er í samræmi við íslenzkan þjóðar- vilja og hagsmuni, nema hún geri ráðstafanir til að vernda íslenzk fiskimið," og og enn- fremur, Olafur Thors segir um landhelgisdeilu okkar við Breta á einu fyrsta stigi henn- ar: „Hvorki núverandi rikis- v____ stjórn né nein önnur mun víkja í þessu máli. Það gæti engin islenzk ríkisstjórn, þótt hún vildi. Sú stjórn, sem það revndi, yrði ekki lengur stjórn Islands. Hún yrði að láta sér nægja að vera fyrrverandi stjórn." Þetta eru markverð ummæli. Það er athyglisvert að ráðherrar og aðrir virtust ekki muna þá tíma, þ.e. f.vrir hina andstyggilegu, svokölluðu seinni heimsstyrjöld. er vart var hægt að gera sæmilegan túr. Fiskimiðin voru í raun og veru ofnýtt árin fyrir stríðið. A þossum tíma var þetta liskileysi orðið alvarlegt vanda- mál enda munu menn ef til vill minnast að þegar um 1930 var farið þess á leit. að a.m.k. Faxaflói yrði friðaður fyrir tog- veiðum. Þá, eins og svo oft sídar. ætluöu Bretar vitlausir að verða og aftóku með öllu slíkar „ofbeldisráðsiafanir". Það er einkennilegt, næstum sérstak! í allri veraldarsögunni, aö einlægt skuli vera talað um þessa ágætu Breta sem „vina- þjóð". Þetta er sennilega eina ríkið sem alltaf hefur sýnt okkur óvinsemd. Þessir gömlu sjó- ræningjar hafa nefnilega alltaf sýnt klærnar hafi þeir talið að hagsmunir þeirra væru í húfi á einhvern hátt, þ.e. brezka auðvaldsins. T.d. hertaka þeir allt okkar land 1940, og hafa einlægt átt í útistöðum við okkur, í hvert einasta skioti sem við höfum reynt að hrista af okkur klafann, í síendurteknum „þorxkastríðum". þ.e.a.s. um auðlindir okkar sjálfra. l.íklega er fáum þjóðum gerður verri giæiði en vera her- tcknar og önnur þjóð tekur sér öll völd i landinu. drottnar og skipar f.vrir. Kjaliarinn Kristján Jónsson Skvldu . þær þjóðir. sem Þjöðverjar hertöku. blessa þá sérstaklega fyrir þann stör- greiöa sem þeir gerðu þeim með því að taka þær undir sinn „verndarvæng"? Osennilegt er þaö en ofbeldið og frokjan eru söm við sig hvadan svo sem þau eru upprunnin. Það er sannleikur. einfaldur og sterkur. að eftir að önnur heimsstyrjöldin brauzt út og næstum allir útlenzkir togarar hurfu af íslenzkum miðum. brá svo við að allt í einu var nægur fiskur á öllunt nriðum tslands. Breytingin á fyrstu tveim árum stríðsins var svo mikil að með ólikindum mátti teljast. Alls staðar var nægur afli. „túrarnir" réðust næstum ein- göngu af veðurfari. Gott veður. fullt skip á stuttum tima og auðvitað öfugt ef veður voru válvnd. Þetta held ég að allir sjómenn. sem sigldu á stríðs- tímunum. geti staðfest með góðri samvizku. Af því leiðir: Alls enga iamninga næstu ár. Ef til vill siðar. takist okkur að ná stofn- unum upp aftur að verulegu marki. Vilji Islendingar endiloga gera öðrum þjóðum greida. þá á ekki að gera það með því að Irieypa þeim inn í landholgina. N.er væri aö standa við samþykkta samninga um aðstoð við vanþróuðu löndin. en sú aðstoð er svo hlægilega litil að það er Alþingi og allri þjóðinni til tevarandi skammar. verði sú aðstoð ekki aukin að miklum mun. Kristján Jónsson. loftskeytaniaöur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.