Dagblaðið - 06.01.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 06.01.1977, Blaðsíða 9
DAC'iBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. JANUAR 1977. r Ovenjumikið vatn íMarkarfljóti Bændur í V-Eyjafjallahreppi i Rangárvallasýslu muna ekki eftir jafnmiklu vatni í Markarfljóti um margra ára skeió og var í fljótinu í fyrradag. „Það er rétt, ég man ekki eftir svona miklu vatni i fljótinu lengi,“ sagða Jón Kjartansson í Eyvindarholti í samtali við DB. „Það var líklega meira fyrir nokkrum árum þegar gerði hlaup og hrundi úr innsta hausnum í Steinsholti ofan í jökullónið.“ Jón sagðist helzt geta sér þess til að ástæðan fyrir þessu mikla vatni í fljótinu væri hlýindin og rigningin þar eystra á sunnudag og aðfaranótt mánudagsins. „Við höfum að visu ekkert at- hugað þetta," sagði Jón, „en það er enginn vafi á því að þetta var með því mesta sem verður i Mark- arfljóti." -OV Pjetur Maack framkvæmda- stjóri Tónabæjar Pjetur Þ. Maack hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Tóna- bæjar frá og með áramótum að telja. Hann kemur í stað Ömars Einarssonar sem nú gegnir stöðu fulltrúa framkvæmdastjóra Æskulýðsráðs Reykjavíkur. Borgarráð staðfesti ráðningu Pjeturs í stöðu framkvæmda- stjóra sl. þriðjudag en Æskulýðs- ráð Reykjavíkur hafði áður sam- þykkt að ráða hann. Pjetur Þ. Maack er nýútskrifað- ur guðfræðingur. Hann hefur um nokkurra ára skeið starfað laus- ráðinn í Tónabæ og að auki verið einn af frammámönnum ung- mennastarfs Rauða kross íslands. Hann er 27 ára gamall. -ÖV 1965- 2. FL. 1966- 2. FL. 1968-1. FL. 1968- 2. FL. 1969- 1. FL. 1970- 2. FL. 1972-1. FL. 20.01.77-20.01.78 15.01.77-15.01.78 25.01.77-25.01.78 25.02.77 - 25.02.78 20.02.77 - 20.02.78 05.02.77 - 05.02.78 25.01.77-25.01.78 KR. 176.169 KR. 149.830 KR. 122.702 KR. 116.049 KR. 86.649 KR. 58.583 KR. 48.285 INNLAUSNARVERÐ *) FLOKKUR INNLAUSNARTlMABIL 10.000 KR. SKÍRTEINI Talía féll ofan á (amerískan) bíl: SKEMMDIR ÓRTÚLEGA LITLAR Líklega verður það ekki af amerísku bílunum skafið að allf frá því að Henry Ford datt niður á T-módelið af Fordinum sínum hafa bílar frá Ameríku þótt traustlega byggðir. Það sannaðist i gær þegar það óhapp varð við Austurver að risastór talía féll niður úr krana ofan á bíl, amerískan. Eins og myndirnar sýna hefur fallið verið mikið og talían lent á bílnum af miklu afli. En sjá, skemmdirnar voru hreint ekki svo miklar. (DB-myndir Sv. Þorm.) Breytingar á hegningarlögum: Hámarkssekt fimm milljónir „Það merkasta í þessum breytingum er tvímælalaust sektarákvæðið, breytingin á há- markssekt i fimm milljónir," sagði Jón Thors, deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu og ritari hegningarlaganefndar, í sam- tali við DB um breytingar á hegningarlögum sem sam- þykktar voru á Alþingi fyrir jól. Samkvæmt gömlu ákvæðun- um var hámarkssekt 30 þúsund krónur með vísitölu frá 1948. Að sögn Jóns hafa dómstólar túlkað þá grein, 50. grein al- mennra hegningarlaga, á þann veg að ekki væri hægt nema að þrefalda upphæðina en með breytingunni nú má sekt ekki vera hærri en fimm milljónir, „nema heimild sé til þess í öðr- um lögum," eins og segir í greininni. „Það hefur ekki reynt á þetta fyrir hæstarétti," sagði Jón Thors, „en héraðsdómarar hafa- túlkað þetta á þennan veg, þ.e. að hægt sé að þrefalda sektar- upphæðina eins og hún var í lögunum frá 1940 með breyt- ingunum frá 1948.“ -ÓV [ DAGBLAÐIÐ er smáauglýsingablaðið ] AUGLÝSING UM INNLAUSNARVERÐ VERDTRVGGDRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓDS *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðla- banka íslands, Hafnarstræti 10, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin Reykjavík, (janúar 1977. P) SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.