Dagblaðið - 06.01.1977, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 06.01.1977, Blaðsíða 17
l'ACBI.AtMÐ. KIMMTUDACUR «. JANUAR 1977. 17 * * Marie Dam. sem fædd var á Noro- ur-Jótlandi 10.3. 1892, lézt 26. desember sl. A Norður-Jótlandi dvaldist hún og starfaði þar til hún fluttist til tslands, fullorðin kona fyrir tæpum tveimur ára- tugum síðan. Hér á landi bjó María alla tíð hjá dóttur sinni og tengdas.vni. Guðrún Olgeirsdóttir og Albert Guðjónsson. Hverfisgötu 66 a, R., létust 25.12. sl. Guðrún var fædd 23.8. 1912, ættuð frá Hellissandi. Foreldrar hennar voru María Guðmundsdóttir frá Stóru-Hellu við Sand og Olgeir Oliversson for- maður, ættaður frá Gröf í Grund- arfirði. Arið 1915 lézt faðir Guðrúnar úr lungnabólgu og stóð þá móðirin ein uppi eftir með barnahópinn. Alls áttu þau sjö börn, en þrjú þeirra létust á unga aldri. Albert var fæddur 13.7. 1907, ættaður úr Vogum á Vatnsleysu- strönd. Foreldrar hans voru Elisa- bet Pétursdóttir frá Tumakoti, Vogum og Guðjón Guðmundsson frá Brekku, Vogum. Þau hjón fluttust til Reykjavíkur um alda- mótin og bjuggu lengst af á Hverfisgötu 66 a. Áttu þau níu börn og misstu þrjú þeirra ung. Guðrún og Albert hófu búskap í Reykjavík árið 1933 og bjuggu lengst af á Brunnstig 7 og Hverfisgötu 66 a. Þau eignuðust þrjú börn, Sonju gifta Aðalsteini Helgasyni, húsgagnasmíðameist- ara, Elísabetu, gifta Ólafi Gunnar- syni, búsett í Tremont, Californíu og Sævar Oliver, sem alltaf bjó hjá foreldrum sínum. Oddur Olafsson barnalæknir lézt 4. janúar sl. Jón Sigurður Asgeirsson er látinn. Sigurður Einarsson, fyrrv. verzlunarstjóri, Hringbraut 43, verður jarðsunginn frá Neskirkju í dag, fimmtudaginn 6. janúar kl. 13.30. Hreinn Pálsson frá Hrísey, verður jarðsunginn frá Fríkirkj- unni, föstudaginn 7. janúar kl. 10.30. Kári Sigurðsson. húsasmíðameist- ari, Miðtúni 14, R. verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 7. janúar kl. 10.30. Egill Kristinsson, vélstjóri, Tóm- asarhaga 29, R. verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 7. janúar kl. 3. Utför Ólafs Jónssonar fyrrv. hús- varðar, frá Keldunúpi, á Síðu verður gerð frá Bústaðakirkju, föstudaginn 7. janúar kl. 2. Jarð- sett verður að Melstað í Miðfirði. Samkomur L, ...... ..: Fíladelfía Almonn æskulvdssamkonui i kvölil kl. 20.M0. /Kskufólk taliir o« synuur. FjöllTroytt tlau skrá. Samkomust jóri Sam (JlaU. Nýtt líf Knuin samkonia i »lau i sjálfstæóishúsinu. Ilafnarfirrti. vruna ólála á Stramiuötunni. Orð krossins l 'iiKníirtiiriTinilirt viTrtur Imrtart á islcn/ku frá MiiiiIi- Carlii (TWU) á llvi-riuni liiUKiirili'ái r,kl 10.00—10.15 r.li. a Sluilliylidu ill iii,'ira liantlinu — Klim. (iri'ltisKfllu (íZ. Iti-vkiavik Völvan ínýútkomnutölublaði Vikunnar um árið’77: Fjársvik—og enn meira smygl ..Árið 1977 verður dálítið sér- stakt ár, ár mikiila viðburða sem leyna kannske á sér en við munum kunna að meta síðar,“ segir völvan í Vikunni sem út kemur i dag. Völvan, sem ekki vill koma sjálf fram, hefur reynzt furðu sannspá um ýmislegt og fróðlegt er að kynna sér hverju hún spáir um nýbyrjað ár. Samkvæmt henni megum við eiga von á hörðum vetri, mikilli fannkomu og jafnvel hafís er líða tekur að vori. Völvan spáir a.m.k. einum miklum stormi, sennilega í febrúar, og gerir hann mikinn usla. Aflinn mun verða heldur rýrari en þó spáir völvan mok- fiski, sennilega í apríl og verða það minni bátarnir sem fá góðan hlut. Arið verður landbúnaðinum hagstætt, en í norðausturhluta landsins verða kalskemmdir, en aftur á móti geta kartöflufram- leiðendur horft björtum augum til ársins. Mannaskipti verða í lykilstöðum í landbúnaðinum. Atvinnuleysi fer vaxandi og þó sérstaklega hjá konum og verður ófriðlegt á vinnu- markaðinum og spáir völvan verkföllum. Ekki býst hún við að það fari að gjósa við Kröflu eða Kötlu þótt þar verði ótryggt ástand. Völvan býst ekki við öðrum náttúruhamförum en áður- nefndum stormum. Ekki megum við þó búast við rólegu ári, því ýmislegt annað misjafnt liggur fyrir okkur á árinu, sem völvan vill þó ekki tíunda frekar. Fjársvikamálin verða ofar- lega á baugi og smygl á eftir að aukgst. Enn kemur virkjun við sögu og verða tæknilegir erfið- leikar í sámbandi við einhverja virkjun og tekið er fram sér- stakl^ga að þar sé ekki átt við Kröflu. Róstusamt verður i þinginu þegar líður að vori. Háskóli íslands á eftir að koma eftirminnilega við sögu, ársins, sömuleiðis Siglufjörður og Neskaupstaður og myndlist- armenn lenda enn i deilum. -A.Bj. HREINSAÐ TIL í BRUNARÚSTUNUM —allt óákveöiö um framtíö Aöalstrætis 12 Hafizt var handa í gær við að hreinsa til í brunarústunum að Aðalstræti 12, en þar varð sem kunnugt er eldsvoði á nýárs- nótt. Állt sem lauslegt var og ónýtt og hefði getað valdið skemmdum eða slysum á ná- grenninu og vegfarendum var tekið í burtu. Húsið er eitt af elztu húsun- um í Rieykjavík, sem ennþá standa. var byggt árið 1890 og stendur í hinu rótgróna Grjóta- þorpi. Það er þriggja hæða timburhús og eru ýmiss konar verzlanir og skrifstofur þar til húsa. Ekki hefur enn verið ákveðið hver afdrif þessa virðulega húss verða en það eru erfingjar Silla og Valda samsteypunnar sem eiga það. Brunabótamat liggur enn ekki fyrir og enn- fremur er allt óljóst um skipulag þessa hverfis. Tíminn verður þvi að leiða í ljós, hvort enn eitt af þessum gömlu og svipmiklu húsum í miðbænum verður sett undir græna torfu eða bílastæði, eftir geðþótta skipulagsyfirvalda. JB DB-mynd Arni Páll. Skírtakvikm.vndir vurrta sýndar i kvöld 6/1 i Rártstefnusal llótel lAiftleirta kl. 20.30 frá i Hoimsmeistarakeppninni o« m.vnd sem sýnir ha*ut ()« hratt hvernit* hestu skírtamenn heims hejta skirtunum o. fl. Allir velkomnir. Artalfundur Skirtadeildar ÍR verrtur á sama start fimmtudai’inn 13/1 kl. 20.30. Kynninn á vetrarstarfinu «« innritun nýrra féla«a hárta dauana. Fiindir Sólarrannsókna- íslands Janúarfundur félausins. sem vera átti i xvöld. fimmtudau 6. janúar fellur nirtur. mesti fundur verrtur haldinn i hyrjun fehrúar. Stiórnin. Saf naðarfélag Ásprestakalls Kundur sunnuuaKinn 9. janúar nk. art Norrturhrún 1. eftir messuna sem hefst kl. 2 e.h. Kaffidrykkja. Spilurt verrtur félansvist. Færð nokkuð góð á Holtavörðuheiðí en heiðarnar vestanlands og austan ofærar Mikilhálkaerávegum „Það hefur gengið á með vestan éljum en færð hefur ekki spillzt í nótt,“ sagði Arn- kell Einarsson vegaeftirlits- maður er DB spurðist fyrir um færð á landinu í morgun. „Það er fært hér austur og suður um landið og allt norður í land um Holtavörðuheiði. en hálka er mikil á vegunum. Færð er farin að þ.vngjast i Bröttubrekku. þar er aðeins fært stórum bílum. Sörnu sögu er að segja um Fróðárheiði. t dimmustu éljunum er nokkuð mikið snjókóf og betra að fara varlega. t gær var aðeins fært stórum bilum i grennd við Patreksfjörð en orðinn nokkuð mikill snjór á láglendi. Þar hefur vindað nokkuð í nótt. svo búast má við að skaflar hafi mvndazt. A norðanverðum Vest- fjörðum eru heiðarnar ófærar en fært á láglendi innan fjarða. A Austurlandi er ófært til Borgarfjarðar evstra og ófært um Fjarðarheiði og Oddsskarð. en láglendisvegir eru vel færir." sagði Arnkell Einarsson vegaeftirlitsmaður. -A.Bj. Kvenfélags Hallgrímskirkju, scni vi*ra átti finnntuiíanmn 6. janúar. fcllur nirtur. Stjórnin. Nýórsfundur Kvonfélajjs l.auuanicssóknai vcrrtur haldinu mánudauinn 10. janúar kl 20.30 i fundarsal kirkjunnar, Spilart vcrrtur hinu« K.i‘»lmcnnirt St jórnin. uustfirzkra kvenna .IanúaiTundurin:i vcrrtur haldinn art ÍH'ssu sinni. niánudauinn 10. janpar, art Hallvciuar- störtum kl H 30. Kélau austfirskra kvoiina. Aðalfundur Sunddeildar KR vcrrtur haldinii lauuardauinn H. jatiúar kl 4

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.