Dagblaðið - 06.01.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 06.01.1977, Blaðsíða 24
„ENDALAUS LISTI VERDHÆKKANA” —segir hagf ræðingur ASÍ HÆKKANIRNAR DYNJA YFIR: Póstur, sími, rafmagn, hiti og gosdrykkir r £ tClUTnlallSa ^xr helur v!"MröM^au'r ,„k (*r hin^ vo LaunaloK ver61ags ar alls en9.aaar a kaup bartur 9rc^ ., „ k.. svo tvrr eo '■ ,ma „a bewar ....»»J"“S‘S »,lu , ... ha*Wku«" U iu-nsii' i'»'KK H Ah^onHvin'" n,vndatn»"' ah kv.k ‘ h.rkkuhu um un» ^’ k V lf um i T«b»k haWk.. w Alenft' ha‘lK'1 WUV «« ■%zzss2~*"\. p' „. manuftl _a riVis „Þetta er endalaus listi,“ sagði Asmundur Stefánsson, hagfræðingur Alþýðusam- bandsins, í morgun um verð- hækkanirnar sem dunið hafa yfir. Hann sagði að hækkun á pósti, síma, rafmagni og hita mundi valda um eitt prósent hækkun framfærslukostnaðar. Að öðru leyti væri dæmið ekki enn reiknað. „Mig furðar mest á hækkunum pósts og síma,“ sagði Ásmundur. Þau gjöld hefðu nú hækkað um yfir 200 prósent síðan 1974, meðan laun hefðu hækkað um tæplega 100 prósent og byggingarkostn- aður innan við 100 prósent. Asmundur sagði, að sumt af hækkunum í skriðunni nú hefði mátt sjá fyrir en annað hefði komið á óvart. -HH Seinni hluti vetrar virðist ætla að verða vetrarlegri en sá f.vrri. I bálviðrið út af og bíleigendur komust hver til síns heima klakklaust Loks um áramótin kom snjór á höfuðborgarsvæðinu. 1 gærdag leit að mestu. en lögreglan hafði í nógu að snúast. því margir réðu illa út fvrir að götur borgarinnar ætluðu að teppast. í verstu hrvðjunum við bíla sína vegna hálkunnar. Skemmdir voru þó hvergi miklar.. — gekk umferð fremur treglega. En þegar leið á daginn lognaðist DB-mynd Sv. Þorm. Þeir fundu fyrir roki í Eyjum í nótt Ofsaveður gekk yfir Vest- mannaeyjar í nótt og olli það tjóni í höfninni sem enn er ókannað. Tvo báta sleit upp. Voru þetta 60-70 tonna bátar sem Iágu innan á Nausthamri og rak inn eftir höfninni. Rak þá á trillur og brutu þær að einhverju leyti, sem enn var ókannað í morgun. Trillurnar möruðu í hálfu kafi eftir. Fimm eða sex aðra báta sleit aö einhverju leyti frá bryggju en þó ekki svo að ekki væri hægt að bjarga niálum og festa þá aftur. Lögreglumenn. sjó- menn og ýmsir aðrir unnu að björgunarstörfum í nótt. Ræsti lögreglan út forráðamenn báta og í morgun var komið lið að höfninni. Mikið veður var þá enn i Eyjum og litlu eða engu minna en var í mestalla nótt. Báta sleit upp ogjárnplötur fuku Lögreglan var og kölluð til þar sem heilu búntin af báru- járnsplötum voru að fjúka. Ekki varð vitað til skaða af völdum foks. Tíu vindstig voru á Stórhöfða og mun meira í hviðum. Kóf var á og haugasjór. -ASt. fijálai, áháð dagblað FIMMTUDAGUR 6. JANUAR 1977 Margeir í 18.-24. sæti —tapaði ísíðustu umferðinni Hinn 16 ára gamli skákmaður Margeir Pétursson tapaði í 13. og síðustu umferð heimsmeistara- móts unglinga í skák. Lék hann á móti Campora frá Singapore. Mótinu lauk í Groningen í Hollandi I gær. Mark Diesen frá Bandaríkjun- um varð heimsmeistari unglinga og hlaut hann 10 vinninga. í öðru sæti varð Ftacnic frá Tékkó- slóvakíu með 9'á vinning en í þriðja sæti Grinberg frá Israel með níu vinninga. Margeir lenti í 18.—24. sæti með 7 vinninga af 13 mögulegum, en alls voru kepp- endurnir 54. -JB Vestanáttin gengur niður og sn jókoma í fyrramálið „Þetta er aðeins venjuleg vest- anátt með éljaveðri," sagði Markús A. Einarsson veður- fræðingur þegar við spurðum hann í morgun hvort vetur konungur væri á næsta leiti. „Það hefur verið hvassviðri eða stormur við suðurströndina en þessi vestanátt gengur niður í dag og í kjölfarið má búast við að hann snúist til suðvestanáttar og búast má við snjókomu í fyrra- málið. Það er ekkert útlit fyrir meiri kulda á landinu en nú þegar er,“ sagði Markús. -A.Bj. ÞRIR MEÐ FULLFERMI —20 bátar byrjaðir veiðar og fleiri væntanlegir á miðin „1 morgun hafa þrír bátar tilkypiit sig með fullfermi en það eru Grindvíkingur GK með 480 tonn á leiö til Siglufjarðar, Asberg RE með 340 tonn á loið til Siglufjarðar og Pétur Jóns- son RE ætlaði til Raufarhafnar með 400 tonn," sagði Andrés Finnbogason hjá Loðnunefnd, þegar við inntum hann eftir gangi mála í morgun. Það voru 10 bátar á miðunum í nótt og allir voru búnir að fá eitthvað en þessir þrír áður- nefndu héldu tíl lands. Uin há- degisbilið i gær voru 20 skip farin til veiða svo það bætast alla vega 10 i hóp þoirra sem á miðunum eru. Þar var sæmilegt veður í nótt, en undir morgun- inn versnaði það og var komið afleit! veiðiveður i morgun. Arni Friðriksson tilkynnti uni loðnu nokkuð dýpra en svæði það seni nú er veitt á. Eins og frarn hefur komið hefur loðnuverð nú verið ákveðið eftir fituinnihaldi loðn- unnar i fyrsta sinn. Gildir verð- ið til 30. apríl. Verðið er 6 krón- ur miðað við 8% fituinnihald. Loðnan er ávallt feitust í byrj- un vertíðar, en svo fer fituinni- haldið lækkandi þegar liðtir á. Sú loöna sem veiðist nú er sennilega 12-14'Y, feit og fást því ca. 10 krónur fyrir hvert kíló af þessari loðnu. Byrjað var að bræða í Síldar- verksmiðju Rikisins á Siglu- firði i morgun. Þar hafa þrjú skip landað og tvö eru á leið- inni með fullfermi. -KP

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.