Dagblaðið - 06.01.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 06.01.1977, Blaðsíða 6
0 DAíiBLAÐIÐ. FIMMTUDA(iUR fi. JANUAR 1977. Erlendar fréttir REUTER Komabarn fórstí Moskva: Réttarhöld að hefjast i má/i Helsinki-hópsins Yfirvöld í Sovétríkjunum hafa loks hafið réttarhöld í máli mannréttindahóps þar í landi, sem vakið hefur hvað mesta athygli á baráttunni fyrir auknum mannréttind- um siðan hann var stofnaður í mai sl. Létu dómsyfirvöld þetta i veðri vaka, er þau hófu yfir- heyrslur yfir líffræðingnum Yur Orlov, sem er formaður 12 manna hóps þeirra, er halda vilja Helsinki- samþykktinni um mannrétt- indi til streitu. Öeinkennisklæddir lög- reglumenn handtóku Orlov á götu er hann var á leið á blaðamannafund með vest- rænum fréttamönnum, þar sem hann ætlaði að skýra frá húsleitum lögreglunnar á heimili hans og fjögurra annarra félaga f hópnum. Sagði Orlov fréttamönn- um, að honum hefði verið sleppt lausum skömmu síðar, en nú væri búið að höfða mál gegn honum þar sem hann væri ákærður um að bera út vísvitandi óhróður um Sovétríkin. Væri ákæran byggð á hundruðum skjala og ann- arra pappíra, sem lögreglan hefði fundið við húsleitirn- ar. gassprengmgu Sprenging, sem talin er hafa orðið af völdum fljót- andi gass, varð kornabarni að bana og eyðilagði hús í litlu þorpi í Skotlandi. Þetta er fyrsta dauðsfallið sem verður í fjölda sprenginga sem hafa dunið yfir á Bret- landseyjum í síðustu viku. — Foreldrar barnsins, systir og frændi sluppu ómeidd. Orkumálaráð Bretlands tilkynnti í gær, að opinber rannsókn færi fram á þess- um sprengingum. Meira en 50 manns hafa slasazt og í- búðarhús, verzlanir og skrif- stofur hafa eyðilagzt. Full- víst er talið að sprengingarn- ar stafi af gasleka. Brezka gasfélagið hefur fagnað því að rannsókn á sprengingunum skuli fara fram. Þar var jafnframt full- yrt, að gashitun væri örugg- lega ein öruggasta aðferðin til að hita upp hús. Kína: Herinn tekur aðsérstjóm járnbrauta Hernaðaryfirvöld hafa nú tekið að sér stjórn járnbrautar- umferðar í gegnum borgina Chengchow í Kína, að sögn út- varpsstöðvar þarlendis. Samkvæmt fréttum frá út- varpinu í Honan, var þetta gert til þess ,,að styrkja stjórn járn- brautanna í Chengchow og við- halda byltingunni og framleiðslunni. Undanfarið hefur verið óeirðasamt í Chengchow, en í borginni mætast allar helztu járnbrautarlínur frá öllum 'íandshlutum. Er lausnin í nánd? Bjartsýnn Richard í Mosambique Formaður Ródesíufund- arins í Genf, Ivor Richard kom til Maputo á Mosambique í gærkvöldi, þar sem hann mun eiga við- ræður við forseta landsins, Samora Machel. Virtist Rich- ard bjartsýnn á að lausn Rodesíuvandamálsins væri möguleg. Tilgangur ferðalags Richards um nokkur Afríku- riki er að fá samningamenn til þess að koma til viðræðna á ný og sagði hann frétta- mönnum, að árangur hefði náðst síðan hann hóf ferða- lag sitt fyrir viku síðan. Hann sagði m.a.: ,,Ég get séð mun skýrar fyrir mér, hvernig við getuni náð mun fljótvirkari árangri í lausn deilunnar um framtíð Ródesíu“. Almenningur lostinn skelfingu vegna flóttanna undanfarna daga Enn sleppa fangar úr fangelsum á Ítalíu Fjórir dæmdir fangar, einn þeirra talinn vera vinstri sinn- aður skæruliði, sluppu út úr fangelsinu í Pesaro á Ítalíu í gærkvöldi. Aðeins þrír dagar eru síðan 13 hættulegir fangar, brutu sér leið út úr fangelsinu í Treviso og hafa atburðir þessir orðið tilefni mikillar umræðu um öryggi í fangelsum þar í landi yfirleitt. Við flóttann í gærkvöldi not- uðu fangarnir byssur og hnífa og tóku þrjá fangaverði sem gísla. Voru fangarnir sex að tölu sem skipuðu öðrum fanga- vörðum að opna hlið fangelsis- ins. Tveir fanganna náðust skömmu síðar, en fjórir komust undan á hraðskreiðum bíl. Einn hinna fjögurra er talinn vera félagi í Rauðliðasveitum ,,þéttbýlisskæruliða“. Einn þeirra sem sluppu út úr fang- elsinu i Treviso sl. mánudag er einnig félagi í þeim samtökum. Fangauppþot í Mílanó í sumar: Fangarnir hafa löngum mótmælt slæmum aðbúnaði og virðist sem ástandið sé mjög bágborið í itölskum fangelsum. Minningarhöll Maos-formanns rís afgrunni YTirlilsmynd yfir slaðinn þar sem minningarhiillMaos fornianns á að rísa í Peking. Fremsl er grunnurinn undir höllina. þá minnismerki fórnarlambanna og síðan IIöll hinna forboðn u. Mao-höllin verður lilhiiin á þessu ári. Erfiöleikar í brezkri svína- kjötsframleiöslu Talsmaður stjórnarandstöð- unnar um landbúnaðarmál á brezka þinginu hefur varað John Silkin landbúnaðarráð- herra við því, að svínakjöts- framleiðslan þar í landi sé í alvarlegri hættu. í bréfi til Silk- ins segir John Peyton að það sé staðreynd, að framleiðendur beikons og annars svínakjöts eigi i vaxandi erfiðleikum vegna aukins kjötinnflutnings frá Danmörku og Hollandi. Peyton bað ráðherrann um að skýra sem fyrst frá ráðstöfun- um ríkisstjórnarinnar vegna þessa máls. Danmörk og aðrar þjóðir Efnahagsbandalags Evrópu selja nú svínakjöt til Englands á 200 sterlingspund tonnið. til samanburðar kostar svínafóður Englendinga 90 pund í inn- flutningi hvert tonn. Rikisstjórninni er vel kunn- ugt um þá erfiðleika, sem steðja að í svínakjötsframleiðsl- unni. I október síðastliðnum reyndi Silkin landbúnaðarráð- herra að fá landbúnaðarráð- herra Efnahagsbandalagsríkj- anna að fallast á að minnka niðurgreiðslur á svínakjöti til útflutiiings án viðunandi ár- angurs.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.