Dagblaðið - 03.02.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 03.02.1977, Blaðsíða 1
frfálst, úháð daauað 3. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1977 — 28. TBL. RlTSTJOlJN SÍÐUMUlA 12, SÍMI 83322. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, &VERHOLTI 2, SÍMI 27022. Leirmyndin Kristján Viðar LEIRMYNDIN 0G FYRIRMYNDIN Þegar Geirfinnsmálið kom upp í árslok 1974, greip rann- sóknaraðili málsins, Haukur Guðmundsson í Keflavík, til þess ráðs að láta útbúa leir- mynd af manni þeim sem talið var að hefði hringt í Geirfinn frá Hafnarbúðinni í Keflavík örlagakvöldið 19. nóvember 1974. Myndin var byggð á lýsing- um starfsstúlkna, og voru myndir teiknaðar af mannin- um, en leirmyndin síðan mótuð eftir þeim. Nú hefur komið í ljós að það var Kristján Viðar Viðarsson sem hringdi þetta kvöld úr Hafnar- búðinni. Nú geta menn sjálfir gert samanburð á leirmyndinni, eins og hún var kynnt almenn- ingi og svo fyrirmyndinni, Kristjáni Viðari. -JBP- r Hulunni svipt af mesta sakamáli okkar tíma: Geirfinnur var fómar- lamb misskilnings — þegar hann var myrtur í Dráttarbrautinni í Keflavík — Nánor um lok Geirfinnsmáls bls. 8 og 9. Blaðamannafundur ársins í Sakadómi. Halldór Þorbjörnsson, yfirsakadómari, Kari Schiitz, maðurinn sem sneri Geirfinnsrann- sókninni inn á rétta braut, Renata Einarsson, dómtúlkur, og Pétur Eggerz, sendiherra, aðstoðarmaður Schútz. Bak við fólkið eru ýmis gögn varðandi málið. (DB-mynd Arni Páll). Einhver merkilegasti blaða- mannafundur sem lengi hefur verið haldinn hér á landi, var í gærdag í húsakynnum Saka- dóms Reykjavíkur við Borgar- tún. Þar var loks hulunni svipt af hinu leyndardómsfulla sakamáli sem nefnt hefur verið Geirfinnsmál. Dagbiaðið hefur undanfarin misseri flutt lesendum allítar- legar fréttir af gangi þessa máls enda þótt rannsóknar- aðilar hafi varizt blaða- mönnum hetjulega allan þann langa tima sem málsrannsókn hefur staðið yfir. Í ljós kom að upplýsingar blaðsins hafa í öll- um meginatriðum verið réttar. Örn Höskuldsson, - fulltrúi Sakadóms, ávítaði blaðamenn fyrir fréttaflutning af málinu. Taldi hann t.d. að frétt í Vísi sl. sumar hefði getað skipt sköpum I Geirfinnsmálinu ef einn hinna seku, sem þá var frjáls maður, hefði lesið þá frétt. Kom fram á blaðamanna- fundinum í gær að Geirfinnur Einarsson lét lífið fyrir einber- an misskilning. Hann var fórn- arlamb tilviljana. Þrír ungir menn lentu í áflögum við Geir- finn og réðust svo að honum með hnúum og hnefum og bar- efli að hann lét lífið. Það gerðist fyrir rúmum 26 'mánuðum. Síðan hefur staðið yfir sú umfangsmesta rannsókn á sakamáli, sem fram hefur farið á Islandi, dýr rannsókn og mikil. Upp á yfirborðið hafa komið saknæm önnur mál við rannsókn þessa og saklausir menn hafa orðið að sitja í löngu gæzluvarðháldi vegna meinsæris þess fólks sem reyndist vera sekt um dráp Geirfinns. Geirfinnsmálið hefur jafn- vel rekið inn í sali Alþingis og stjórnmálamönnum og flokkum jafnvel verið núið því um nasir að eiga hlutdeild að. Seldi íbúð án þess að vera löglegur eigandi — baksíða Korkurinn var orðinn „íslenzkur” íútliti — baksíða Álverksmiðjan nýturniður- greiðslna — almenningur borgar meira Sjá kjallaragrein Gísla Jónssonar prófessors ábls. 10-11 Hættulegur leikur við Elliða- árnar — sjá baksíðu

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.