Dagblaðið - 25.01.1978, Side 7

Dagblaðið - 25.01.1978, Side 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1978. 7 Rannsóknir í Bandaríkjunum: Konur sem reykja ættu ekki að nota pilluna — reykingar þrefalda líkur á hjarta- og æðasjúkdómum þeirra kvenna sem nota pilluna Konur sem taka getnaðar- varnarpilluna ættu ekki að reykja, segir í aðvörun banda- riskra stjórnvalda í gær. Frá og með 3. apríl verða skýringar og aðvaranir á pökkum sem inni- halda getnaðarvarnarpillur, þar sem sérstaklega verður varað við reykingum ef pillan er notuð. Á aðvörunarmiðanum mun ■ standa: Sígarettureykingar auka hættuna á alvarlegum sjúkdómum í hjarta og æða- kerfi ef reykt er um leið og pillan er notuð. Hættan eykst með hærri aldri og miklum reykingum, 15 sígarettur eða meira á dag. Áhrifin eru mjög eftirtektarverð á eldri konum en 35 ára. Konur sem nota getnaðarvarnarpillur ættu ekki að reykja. Aðvörun heilbrigðisráðu- rfbytisins er byggð á tveimur könnunum, sem framkvæmdar voru á síðasta ári. Þar kom í ljós að reykingar samfara notk- un pillunnar juku mjög lík- urnar á hjartaáföllum og blóð- rásarsjúkdómum. Þá sagði ennfremur að fyrir utan þær konur sem reyktu ættu þær konur ekki að taka pilluna sem hafa blóðsjúk- dóma, hafa fengið krabbamein í brjóst eða leg eða óvæntar blæðingar, hafa orðið fyrir hjartaáfalli, eða halda að þung- un hafi átt sér stað. Flestar hliðarverkanir pill- unnar eru ekki alvarlegar, svo sem ógleði, blæðingar millitiða, eymsli í brjóstum eða þynging, en alvarlegri hliðarverkanir geta verið banvænar og orsakað blóðtappa í fótum, lungum, hjarta og heila og öðrum líf- færum, háum blóðþrýstingi, lifrar- og gallblöðrusjúkdómum og haft áhrif á fóstur sé konan orðin þunguð en haldi áfram að taka pilluna. Heilbrigðisráðuneyti Banda- ríkjanna sagði einnig að líkur á hjartaáfalli hjá heilbrigðum konum sem ekki reyktu en notuðu pilluna tvöfölduðust en ef konur reyktu jafnframt væru þrisvar sinnum meiri líkur á því að þær dæju af hjartaáfalli en hjá hinum sem ekki reyktu. Hvað varðar hættu á krabba- meini er það sannað að ester- ogen, sem er í flestum getnaðarvarnarpillum, getur valdið krabbameini hjá til- raunadýrum og það bendir til þess að slíks sé einnig að vænta meðal manna þótt það hafi ekki verið sannað með tilraunum. Þrátt fyrir þetta er hættan af nútíma getnaðarvörnum minni fyrir konur heldur en barns- fæðing. Reykingar samfara notkun getnaðarvarnarpillna þrefalda líkurnar á alvarlegum hjarta- og bióðsjúkdómum, að því er heilbrigðisráðuneyti Banda- ríkjanna segir. Erlendar fréttir REUTER Begin: EGYPTUM AÐ KENNA AÐ UPP UR SLITNAÐI Begin forsætisráðherra Israels kenndi Egyptum um það að upp úr friðarviðræðunum í Jerúsalem slitnaði. Þetta kom fram í sjón- varpsviðtali við forsætisráðherr- ann. Begin sagði þar að Egyptar hefðu farið frá Jerúsalem svo brátt þar sem yfirvöldum í Egyptalandi fannst að drægist dvöl sendinefndarinnar þar á langinn yrði litið á dvöl nefndar- innar sem viðurkenningu á Jerúsalem sem höfuðborgar ísra- elsríkis. Stærri — Kraftmeiri — Betri 1978 4-SPEED Verð kr. 2.590.000.- með ryðvörn, beltum og öllur öðrum aukahlutum • Undrabíllinn SUBARU1600 er til afgreiðslu strax Allurendurbættur. Breiðari, stærri vél, rýmra milli sæta, minni snúningsradíus, gjörbreytt mælaborð, nýirlitiro. fl. o. fl. Það erekkihægtað lýsaSUBARU, þú verður að sjá hann og reyna. Washington: Alltað 15ára fangelsi fyrir notkun bama f klámmyndum Útgefendur bóka og blaða og, kvikmyndaframleiðendur sem,- nota börn undir 16 ára aldri í klámatriði í verkum sínum eiga nú á hættu að erða dæmdir í allt að 15 ára fangelsi fyrir vikið. Lög um þetta efni hafa nú verið sam- þykkt á Bandaríkjaþingi og verða nú send Carter Bandarikjaforseta til formlegs samþykkis og undir- skriftar. INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg — Simar 84510 og 8451 1 Greiðsluskilmálar þeir hagstæðu sem völ er á í dag Kaupið bflinn strax í dagþviþágetið þérsparað allt að 5-10þús. á viku, þvígengið sígursvo ört. Sýningarbflar á staðnum

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.