Dagblaðið - 02.06.1978, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1978.
3
Sérstakan þátt í DB fyrir fólk með
hjónabands- og kynlífsvandamál!
— Gæti komið í vegfyrir hjónaskilnaði, segir bréfritari
K. Jónsd. skrifar:
í vor las ég í sænsku blaði þar sem
haft var eftir einhverjum þekktum
manni í samfélagsvísindum (aðal-
áhugamál Svía) að til stæði að efna til
einhvers konar skoðanakönnunar eða
rannsóknar á hjónabandsmálum og
kynlífsvandamálum á Norðurlöndun-
um. Það vakti athygli mína að látinn
var í Ijós áhugi á að hafa ísland með.
Þetta þótti mér forvitnilegt því
skömmu áður höfðum við hjónin var-
ið heilu kvöldi i kunningjahópi til að
ræða hjónabönd ýmissa vina og
vandamanna. Það er efni sem alltaf er
áhugavert fyrir aðra en þá sem í hlut
eiga en svo sannarlega finnst mér að
við ættum að gera það meira að um-
Jnn Múli. Fru vikivakalögin sem hann
spilarí útvarpið knnimúnistaárnöur?
ræðuefni, svona almennt, því það er
að minnsta kosti hálft lífið. Margir
myndu líklega telja hjónabandið og
kynlifið vera sjálft lífið því í flestum
tilfellum veltur lífshamingja okkar al-
gjörlega á þ.ví. Það finnst okkur kon-
um að minnsta kosti og flestum karl-
mönnum líka.
Ekki veit ég hvað liður tölfræðileg-
um staðreyndum (líklega skortir upp-
lýsingar) en okkur finnst stefna i
hreinasta óefni og upplausn í þessu
þjóðfélagi þegar 7 hjón í okkar nán-
asta kunningjahópi eru þegar skilin og
tvö hjónabönd til viðbótar virðast vera
að leysast upp. I flestum tilfellum
fylgja þessum vinslitum mikil sárindi
og taugaveiklum, svo ég nefni nú ekki
börnin, jafnvel þótt þau séu eitthvað
stálpuð.
Ég ætla ekki að gerast neinn siða-
postuli. Ég hef átt mín hjónabands-
vandamál sem sett hafa spor i sálina
hjá mér og mínum maka. Um fram-
hjáhald hefur þó ekki verið að ræða,
guði sé lof, því það virðist mér af
reynslu annarra vera öruggasta leiðin
til að eyðileggja samlífið og sjálfan sig.
Við hjónin höfum komist yfir ýmis
vandamál i 15 ára hjónabandi og njót-
um þess nú næstum eins og fyrstu ár
okkar saman. Þessi mál virðast þó
vera vérðugt rannsóknarefni hérlendis
en satt að segja hef ég myndað mér
skoðun fyrir mig, sumpart af eigin
reynslu, einnig af góðum samanburði
erlendis.
öll fyrirbrigði og skoðanir virðast
ýkt hérlendis. Engin bók eða kvik-
mynd er góð nema hún sýni eða gefi i
skyn einhverja vonsku, eða sterkt kyn-
líf, helst fýsnir og framhjáhald. Það er
svo nýtískulegt. Margir karlmenn telja
sig eiga greiðan aðgang að flestum
konum og hegða sér samkvæmt þvi
fram eftir öllum aldri, aðrir aðeins eitt-
hvert timabil. 1 þeim dæmum sem ég
þekki til kastar þó tólfunum þegar
konur, oft á fertugsaldrinum, fá svo
miklar sjálfstæðishugmyndir að þær
telja það jafnvel geta átt við kynlífið.
Þær uppgötva, stundum of seint. að
enginn er svo sjálfstæður, hvorki karl-
ar né konur. Hjón eru og eiga að vera
háð hvort öðru. Það þarf bara að upp-
götvast nógu fljótt.
Rannsóknir hérlendis myndu lík-
lega leiða i Ijós að skemmtanalif ís-
lendinga er stórfurðulegt. Ekkert er
skemmtun nema danshús og drykkja
og þegar hjón fara út sitt i hvoru lagi.
sem hérlendis virðist algengt, — verð-
ur daður að sjálfsögðum hlut með tim-
anum. Þannig dæmi þekkjum við.
Mér hefur stundum verið hugað til*
þessara hluta, og einkum upp á sið-
kastið. við að horfa upp á vini mina
sundrast. Það getur verið erfitt að vera
kunningi skilinna hjóna sem bæði
elskast og hatast. Væri það ekki góö
hugmynd að þjóðfélagið kæmi á fót
stofnun eða flokki góðra manna sent
aðstoðaði fólk i þessari aðstöðu? Þetta
er fyrir hendi viðast erlendis. Ég er viss
um að það getur gert niikið gagn, eink-
um ef fólk ber traust til þess og leitar
þangað áður en i algjört óefni er kom-
ið. Jafnvel dagblöð erlendis hafa tekið
upp sérStaka iesendadálka fyrir fólk
með hjónabands- og kynlífsvandamál.
Þar fær fólk ákveðna útrás og lærdóni
af öðrum. Þetta ætti að vera kjörið
verkefni fyrir Dagblaðið.
Eru þjóðleg lög kommúnistaáróður?
— Jón Múli gerir athugasemd við skrif á lesendasíðu DB
að ásakanir Ólafs væru tilhæfulausar.
Jón Múli sagðist hafa leikið bæði er
lend og innlend lög sl. mánudagsmorg-
un. Hann lék nt.a. Minni Ingúlfs (Lýsli
sól. stjörnu stól) og lil að vcra þjóðleg-
ur nokkur vikivakalög. Það eru nýjar
l'réttir að þcssi lög séu kontmúnistaá-
róður og brot á reglum útvarpsins um
óhlutdrægni.
Eru cngin lakmörk lyrir þ\i hvers
konar cndaleysu l'ólk getui lálið út úr
sér?
Þvi er við að bæta. að nokkrir les
cndur hafa liaft samband \ið DB og
mótmælt ..rakalausum dylgjum i garð
liins ágæta útvarpsþular Jons Múla
Arnasonar" eins og einn lesandi orð
aði það.
Jón Múli Árnason útvarpsþulur
hafði samband við DB vegna skrifa Ól-
afs Þórs Friðrikssonar á lesendasíðu
blaðsins sl. fimmtudag. Ólafur lullyrti
þar að Jón Múli hefði verið óvenju-
Sveitarstjór-
inná
Stokkseyri
stendur
sig vel
— Enmun hann starfa
hlutdrægur i lagavali i morgunútvarpi
þegar úrslit byggðakosninga voru til-
kynnt.
Jón Múli sagði að ummæli OJafs
Þórs væru alveg úl í liött. Þau væru
atvitinurógur af verstu tegund og upp-
spuni l'rá rótunt. Dagskrá útvarpsins
þcnnan morgun væri til á segulbandi
og þvi liægt að ganga úr skugga unt.
Kr. 9.490.
áfram?
Stokkseyringur hringdi:
Þegar ungur maður bauð sig fram
sem sveitarstjóra hér i Stokkseyrar-
hreppi fyrir þremur árum höfðu ekki
margir trú á þessum strák. Eða eins og
margur sagði' „24 ára strákur! Hvað
ætli hann geti?"
Og þó, verra gat það ekki orðið.
Framtaksleysið áberandi og flest á nið-
urleið. Raunin varðlikaönnur.
Hér var kominn dugnaðarmaður
sem lét hugsjóna- og framtakssemi
ráða (ekkert afturhald). Nú hefur
þorptð tekið á sig svip sem þessum
duglega unga manni, Jóhannesi Reyn-
issyni, verður einum þakkað fyrir.
Það þarf kjark og þor i þær fram-
kvæmdir sem hafa verið gerðar á þess-
um stutta tima sem Jóhannes hefur
verið hér í byggðarlaginu. Og vist er
að hann á miklu ólokið sem ungur
maður einn getur leyst af hendi.
Hreppsnefndarmenn, hverjir sem
þið verðið, hafið þið efni á að missa
svona stórhuga mann, mann sem er
búinn að ganga með oddi og egg til
margvislegra starfa byggðarlagi okkar
til góðs? Verður það þakklætið?
Afturhald og pólitík eiga ekki og
mega ekki ráða i svona málum.
V .......................... /
Sumar-
tízkan
78
Laugavegi 69 — simi 16850.
Miðbœjarmarkaði — simi 19494.
Kr. 10.990.-
Hver er borgarstjóri
Reykjavíkur?
Kristinn Atlason verzlunarmaður: Er
það ekki Birgir ísleifur? Ég veit ekki til
þess að það sé búið að kjósa neinn
ennþá.
Oddur Helgason, vinnur i Mjúlkur-
stúðinni í Reykjavik: Nei. ég veit ekki til
þess að þaðsé búið að ráða neinn.
Aðalsteinn Ingólfsson, vinnur hjá
Mjólkursamsölunni: Birgir Ísleifur
Gunnarsson. Hvað. er kominn annar í
dag? Ég veit ekki hver þaðer.
Bragi Gislason: Það er engu.n borgar
stjóri eftir þeim fréttunt sent ég hef
fengið. Ætli okkur finnist ekki Birgir
Ísleifur vera borgarstjóri ennþá.
Laufey Júnsdúttir skrifstofumaður: Æ.
ég man ekki hvað hann heitir. Heitir
hannekkiSigurjón?
Guðrún Ásgrímsdúttir skrifstofumaður:
Hver er borgarstjóri: Nei, er búið að
ákveða það? Jú, jú, það er borgarritari.
Gunnlaugur Pétursson.
SVAR: Borgarstjóri í dag er skrifstofu-
stjóri borgarstjóra, Jón G. Túmasson, í
fjarveru Gunnlaugs Péturssonar borgar-
ritara.