Dagblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1978.
7
Bandaríkin von-
góð um árang-
ur hafréttar-
ráóstefnumar
Bandarikjastjórn er vongóð um að
enn þokist i samkomulagsátt á hafréttar-
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem
fram verður haldið 21. ágúst næst-
komandi. Fulltrúi Bandarikjanna, Elliot
Richardson, sagði í skýrslu, sem hann
gaf þingnefnd í Washington um
ráðstefnuna að nokkur árangur hefði
náðst á síðasta hluta hennar sem lauk í
Genf 19. fyrra mánaðar. Störf
ráðstefnunnar gefa okkur tilefni til að
vera bjartsýnir á að með sömu þolin-
mæðinni og þolgæðinu og fram kom í
Genf þá muni frekari árangur nást,
sagði Richardson.
Hann sagði að þegar ráðstefnan kæmi
aftur saman í New York mundu Banda-
ríkin gera sitt til að aðstoða við gerð sátt-
mála um hafréttarmál. Nefndi hann þá
meðal annars mengun hafanna, náma-
réttindi á botni úthafanna, vísinda-
rannsóknir og réttindi landluktra ríkja
sem atriði sem þokuðust í samkomulags-
átt, þó ekki væri enn komið að loka-
samningum.
Astinþekkir
engin landamæri
Ástin þekkir engin landamæri segir
einhvers staðar og þess vegna létu þau
ekki á sig fá þó Mekongfljótið og
landamæraverðir Laosstjórnar, gráir
fyrir járnum, aðskildu þau tvö hér á
myndinni. John Everingham, 28 ára
gamall ástralskur blaðamaður, synti
um síðustu helgi yfir fljótið frá
Thailandi og náði i sína heittelskuðu.
Var hann klæddur froskmanna-
búningi en kærastan, Keo Sirisomph-
one, sem ekki er synd, klæddist sund-
vesti á bakaleiðinni. Upphaflega
kynntust þau fyrir tæpu ári þegar
John var einn síðasti vestræni blaða-
maðurinn sem vísað var frá Laos.
John hafði tvisvar áður reynt að synda
yfir Mekongfljótið en orðið frá að
hverfa vegna þess að hermenn Laos-
stjórnar komu of nærri þeim stað þar
sem Keo hans leyndist.
Verð
ótrúlega
hagstætt
Jón Loftsson hf.,
Hringbraut 121
Sími 28601.
NVJIING Á ISLANDI
Hreinsum ieppi og húsgögn meS nýrri tœkni sem fer sigurtör um aílart heim
Nýjo vélín þrýstir losandi hreinsiefní
djúpt niður í teppiS.
Við það losnar um óhreinindi og sápu-
leifar i botninum og þau koma upp á
yfirborðið.
Nuddar variega hvern þrá'S í teppinu og
losar um föst óhreinindi og bletti.
Sogar um leið öll blaut áhreinindi burt.
Skilar teppunum eins og nýjum.
Upplýsingar og pantanir I síma 26924
Teppa- og húsgagnahreinsunin Reykjavík