Dagblaðið - 02.06.1978, Síða 9

Dagblaðið - 02.06.1978, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. JÚNl 1978. 9 Radíóþonið í Keflavík: Senduríháttinn eftir 55 stundir Þegar plötusnúðurinn Sam Spears, hjá Keflavikurútvarpinu. sem við greindum frá á miðviku- daginn, hafði vakað samfellt í 55 klukkustundir við það að spila plötur í beinni útsendingu, var kallaður til læknir til þess að lita á hann. Kvað læknirinn upp þann úr- skurð að Sam skyldi fara að sofa og það hið snarasta og varð Sam þar með af tækifæri sínu til þess að slá met i hljómplötuleik, sem er 103 klukkustundir. Út i þetta lagði Sam Spears til ágóða fyrir hjálparstofnun banda- riska flotans og höfðu safnazt um 3500 dollarar í þóknun fyrir að leika óskalög, er hann varð að hætta. Félagar Sams í útvarpsstöðinni tóku hins vegar við og var stefnt að því að ná seltu marki, 5000 dollurum fyrir miðnætti i gær- kvöldi, og mun það hafa tekizt. —HP. Mormónaráðstefna á sunnudag: 40 í söf nuðinum — trúboöarnir erul4 Islenzka mormónatrúboðið — Kirkja Jesú Krists af siðari daga heilögum — gengst fyrir ráðstefnu um kirkjuna i samkomusal mor- móna. Austurstræli 12.4. hæð, á sunnudaginn kl. 14. Þar talar yfirmaður mormóna- kirkjunnari Danmörku ogeru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Mormónar á íslandi eru nú urn 40. en söfnuðurinn hefur starfað i þrjú ár. Trúboðar eru fjórtán, flestir bandarískir. Mormónakirkj- an rekur trúboð í öllum löndum heims, þar sem slík starfsemi er leyfð. og eru trúboðar hennar um 28 þúsund. Trúboðarnir njóta engra styrkja frá kirkju sinni. að sögn tveggja trúboða sem litu inn á rit- stjórn Dagblaðsins. þcirra Daviðs Diðrikssonar (sem er af islenzkum ættum) og Davids Knechtels. Mormónar halda opnar sanv komur alla daga.kl. 13 i Austur- stræti l2ogkl. 14 alla sunnudaga cr sakramentissamkoma á sama stað. Slökkviliðið kallaðí Mosfellssveit Tilkynning barst um eld I bragga við Helgaland i Mosfells- sveit klukkan að verða ellefu i fyrrakvöld. I bragganum er verk- stæði■ og kaff-istofa. Ekki kom til mikilla athafna hjá slökkviliðs mönnum. sem voru fljótir á vett vang. Skemmdir urðu litlaren fal- ið er að kviknað hafi i út frá raf- magnsofni. —ASt. - DYRASÍMAR spara sporin RAI=VÖRUR 51= LAUGARNESVEG 52 ■ SlMI 86411 „Flateyrardæmiö” endanlega afgreitt Reikningar Flateyrarhrepps fyrir árið 1977 voru endanlega afgreiddir á borg- arafundi á Flateyri í vikunni fyrir kosn- ingar. Bókhaldið er þvi frágengið „að svo miklu leyti sem það kemur heim og saman,” að því er Gunnlaugur Finns- son, oddviti hreppsnefndarinnar, sagði i samtali við fréttamann blaðsins. Eins og frá var skýrt i DB á sinum tima kom i Ijós að i seinni tíð tiltekins sveitarstjóra á Flateyri hafði bókhald hreppsins drabbazt niður og óreiðan orð- in slik, að með ólikindum erfitt var að koma öllu heim og saman. „Meginuppistaðan í umræðunum á borgarafundinum var náttúrlega reikn- ingarnir og bókhaldið," sagði Gunnlaug- ur Finnsson i samtali við DB. „Menn voru vitaskuld ekki ánægðir með þetta, en við erum þó endanlega búnir að ganga frá þessu.” Framsóknarmenn á Flateyri misstu annan hreppsnefndarfulltrúa sinn i kosningunum á sunnudag. Fréttamaður blaðsins spurði Gunnlaug hvort hann teldi að bókhaldsmálið — „Flateyrar- dæmið" — hefði átt þátt i þvi tapi. „Kannski aðeinhverju leyti." svaraði Gunnlaugur. „en margt fleira hel'ur áreiðanlega komið þar til." —ÓV. Hver síðast- urað hreppa gullið Nú er hver að verða síðastur að hreppa gullpening með heims meistara unglinga i skák. Jóni L. Árnasyni. Hlutfallslega gengur mest á gullpeninginn sem Skák sambandið lét gera til minja um sigur Jóns L. Upplagið var aðeins 25 peningar. Talsvert fleiri pening ar voru gerðir úr bronsi og silfri. Hagnaði af sölu peninganna verður m.a. varið til þess að styrkja skákmeistarann unga til þess að fara á skákskóla fyrrver- andi heimsmeistara, Botvinniks, i Moskvu. Þangað hyggst Jón L. fara i haust. BS. 3 ára ábyrgð á myndlampa - Staðgreiðsluafsláttur Tækin eru send heim án kostnaðar á Reykjavíkursvæðínu. eeeoeeee |;-r- )W| I : ,.í; ■ V-§ ' , V Í I =«rr5==~ • t ■ ’ ; v^: In-Line myndlampi (RCA), Kalt Einingakerfi, Snertirásaskipting, ^pennu^íc^njari, Viðarkassi, Möguleikar fyrir Plötú og r^|^|lspgulbándstæki. m Sölustaður: TH. GARÐARSSON HF. Vatnagörðum 6. Sími: 86511 (2 línur) Viðgerðaþjónusta: Radio og Sjónvarpsverkstæðið Laugavegi 147. Sími: 23311 ÚTVARPSVIRKJA MEISTARI

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.