Dagblaðið - 02.06.1978, Page 22

Dagblaðið - 02.06.1978, Page 22
26 ■ Eyja víkinganna Eyja víkinganna Spennandi og skemmtileg ný ævintýra- mynd frá Disney-félaginu. íslenzkur texti David Hartman Agneta Eckemyr Sýnd kl. 5,7 og9. r . .. • ; •... T ^ Kvikmyndlr L..........<.... Austurbæjarbíó: Ást i synd (Mio dio como). Aðalhlut verk: Laura Antonelli. Sýnd kl. 5,7.10og 9.15. Bæjarbíó: Baráttan mikla. Sýnd kl. 9. Hafnarbíó: Junior Bonner. Aðalhlutverk Steve McQueen. Kobert Prcston og Ida Lupino. Sýnd kl. 3, 5. 7.9og 11. Gamla bló: Eyja víkinga (The Island at the Top of the World) • leikstjóri: Robert Stevenson, aðlhlutverk David Hartman og Agneta Eckmann, kl. 5,7 og 9. Hafnarfjarðarbfó: Hundurinn sem bjargaði Hollywood. Sýnd kl. 9. Háskólabió: Að duga eða drepast (March or die), leik- stjóri: Dick Richards, aðalhlutverk: Gene Hackmann, Ternece Hill og Max von Sydow, kl. 5,7 og 9. Bönnuð innan I4ára. Laugarásbíó: Bílaþvottur. (Car Wash) kL 5, 7, 9 og 11. Nýja blór Þegar þolinmæðina þrýtur (Breaking Point). Aðalhlutverk Bo Svenso og Robert Culp. Sýnd kl. 5,7 og 9. Bönnuð bömum innan 16 ára. Regnboginn: A: Geivibærinn. Aðalhlutverk: Jack Palance, Keir Dullea og Samantha Eggar. Leikstjóri: Peter Sasdy. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. B: Vökunætur (Night Watch). Aðalhlutverk Elizabeth Taylor og Laurence Harvey. Sýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05, 9.05, og 11.05. C. Þokkahjúkin (A Fine Pair). Aðalhlutverk Rock Hudson og Claudia Cardinale. Sýnd kl. 3.10, 5.10, 7.10, 9.10 og 11.10. D: STyttan. Aðalhlutverk David Niven og Virna Lisi. Sýnd kl. 3.15, 5.15, 7.15, 9.15og 11.15. Stjörnubíó: Við erum ósigrandi kl. 5,7 og 9. Tónabíó: Maðurinn með gylltu byssuna (The Man with the Golden Gun), leikstjóri: Guy Hamilton. Aðalhlutverk: Roger Moore, Christopher Lee og Britt Ekland. Kl. 5, 7.30 og 10. Bönnuð innan 14 ára. Hækkað verð. mörk vestan frá Atlantshafsströnd austur til Rauðahafs. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 21.30 Kojak (L). Þessi bandariska sjónvarps- kvikmynd er undanfari sakamálamynda- flokks, sem notið hefur mikillar hylli viða um heim að undanfömu. Myndaflokkurinn hefur göngu sínaíislenska sjónvarpinu þriðjudaginn 6. júní og verður á dagskrá á þriðjudags- kvöldum. Aðalhlutverk Telly Savalas. Theo Kojak er lögregluforingi í New York. Honum- og hópi lögreglumanna er falið að hafa upp á kynferðisglæpamanni, sem myrt hefur þrjú fórnarlamba sinna á óhugnanlegan hátt. Bent skal á, að snemma i myndinni sést blóði drifinn morðstaður. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. 23,50 Dagskrárlok. ' Hjallafiskur Merkið sem vann harðfisknunf nafn Farst hjð: KRON Stakkahlíð 17 Hjallur hf. - Sölusími 23472 Sjávarútvegsbraut á framhaldsstigi verður í Hagaskóla næsta skólaár 1978—1979. Námstími er einn vetur. Brautin skiptist í tvær deildir með sameiginlegum kjarna skip- stjórnardeild og fiskvinnsludeild. Námið er bæði bóklegt og verklegt og fer hluti af verk- lega náminu fram á vinnustöðum. A. Skipstjórnardeild: 1. Er undirbúningur fyrir nám í Stýrimanna- skóla íslands. 2. Veitir skipstjórnarréttindi á skip allt að 30 tonnum, þegar nemandi hefur lokið sigl- ingartíma. 3. Veitir allt að 6 mánaðar styttingu á sigi- ingartíma þeim (24 mán.) sem krafist er til inngöngu í Stýrimannaskólann. 4. Auðveldar allverulega nám í 1. bekk og allt framhaldsnám í Stýrimannaskólanum. B. Fiskvinnsludeild: 1. Er undirbúningur fyrir- nám í Fiskvinnslu- skóla íslands. 2. Er undirbúningur fyrir störf í fiskvinnslu án frekara náms. 3. Styttir nám í Fiskvinnsluskólanum um eina önn. Tekið verður við umsóknum og nánari upp- lýsingar veittar í Miðbæjarskölanum, sími 12992, dagana 1. og 2. júní kl. 13— 18 og enn- fremur í Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur til 10. júní nk. Fræðslustjóri. I Sjónvarp Föstudagur 2U W * . juni 20.00 Fréttir or veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Prúðu lcikararnir (L). Gestur þáttarins er Jay P. Morgan. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 21.00 Stærsti sandur veraldar (L). Bresk heimildamynd um næstum 10.000 km ferðalag átta manna í jcppum yfir Sahara-eyði- DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1978. Sjónvarp i Ci Útvarp Útvarpið ídagkl. 17.20: Hvað erað tarna? Nýr útvarpsþáttur fyrir börnin í dag kl. 17.20 hefur göngu sína nýr þáttur í útvarpinu fyrir börn á aldrinum 8 til 10 ára og hefur Guðrún Guðlaugs- dóttir umsjón með honum. Sagðist Guðrún ætla að taka sauð- kindina fyrir í þessum fyrsta þætti. Ætl- ar hún að ségja krökkunum frá henni og sauðburði. Einnig mun hún lesa nokkrar frásagnir en það eru einmitt gífurlega margar frásagnir til af sauðkindinni. Þá mun hún leika lög inn á milli lestra sem fjalla um kindina. Ekki sagði Guðrún að þáttunum væri ætlað að vera eingöngu fræðsluþættir heldur einnig til skemmt- unar. Þar sem þættirnir munu fjalla um náttúruna og umhverfið mun hún í seinni þáttum sínum fjalla m.a. um veðr- ið, dýrin, steinana og blómin. Þættirnir verða um 20 mínútna langir og er ætlunin að þeir verði á dagskrá út- ‘varpsins á sama tíma hvern föstudag í sumar. RK. I þessum fvrsta þætti sínum í dag ætlar Guðrún að fjalla um sauðburðinn. Útvarpið í fyrramálið kl. 11.20: Ég veit um bók Lesið úr bókinni Dýrheimar Barnatími Sigrúnar Björnsdóttur, Eg veit um bók, er á dagskrá útvarpsins í fyrramálið kl. 11.20. Sagðist Sigrún ætla að lesa kafla úr bókinni Dýrheimar (Junglebook) og segja frá henni og höf- undi hennar, Kipling. Kipling er af ensku bergi brotinn en fæddur á 19. öld í Indlandi. Hann hefur hlotið Nóbelsverðlaunin fyrir verk sín og eftir að bókin Dýrheimar kom út árið 1890 varð hann kunnur rithöfundur í Bretlandi og víðar. Þar sem Kipling var alinn upp á Ind- landi var hann vel kunnugur indversk- um þjóðsögum, menningu og frumskóg- um landsins. Sagði Sigrún þessa bók hans vera bók fyrir alla en ekki bara börn. Segir hún frá mannsbarninu Mowgli sem elst upp meðal dýra frum- skógarins í Indlandi. Þessi bók er löngu orðin heimsþekkt og fyrir nokkrum ár- um sýndi eitt kvikmyndahúsanna hér teiknimynd sem gerð hafði verið eftir henni. En Kipling er ekki eingöngu þe'kktur fyrir barnabækur. Hann var einnig ljóð- skáld óg skrifaði fjöldann allan af smá- sögum og má af þeim nefna söguna um köttinn sem fór sínar eigin leiðir. Er þessi barnatimi einkum ætlaður börnum og unglingum á aldrinum tíu til fjórtán ára. Mun Sigrún sjá um barnatíma út- varpsins einu sinni í mánuði í súmar og fjalla um bækur í þeim öllum. RK. Sigrún Björnsdóttir les úr bókinni Dýrheimar í barnatima útvarpsins i fvrramálið kl. 11.20.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.