Dagblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978. HEIMILISLÆKNIR SVARAR Bólusetning gegn mænuveiki, rauðum hundum ogmislingum: Erlend mbðir, sem búsett er á tslandi, skrifar: Hvers vegna eru islenzk börn bólu- sett fyrir lömunarveiki (polio) með. sprautu í slað inntöku. Er ekki rétt að inntakan sé áhrifarikari vörn gegn öllum þremur tegundunum af lömun- arveiki? Annars staðar^þar sem ég þekki tii, fá börn 15 mánaða gömul og eldri, eina sprautu við mislingum, hettusótt og rauðum hundum. Hvers vegna er ekki hægt að fá þessa bólusetningu á Islandi? Ég veit að það er hægt að fá mislingabólusetningu en ekki bólu- Við getum gert margt sem ,Kaninn’ getur ekki — þráttfyrir alla hans peninga setningu við hettusótt. Það eru víst að- eins stúlkur, 12 og 13 ára, sem geta fengið bólusetningu við rauðum hund- um. Væri ekki öruggara að bólusetja alla við þessum sjúkdómum þá þurfa vanfærar konur ekki að óttast að smit- ast af þessum sjúkdómi af börnum? Svar: Spurning þin er greinilega byggð á reynslu af norður-ameríska bólusetn- ingakerfinu. Samanburður þess kerfis og okkar er erfiður, enda gagnslitill, þar sem talsvert ólíkar aðstæður ráða framkvæmdum. Smæð okkar þjóðfé- lags, fullkomin þjóðskrá og góð heild- aryfirsýn heilbrigðiskerfisins veldur þvi að við getum framkvæmt ýmislegt i fyrirbyggjandi aðgerðum, sem Kan- inn, með alla sina peninga, getur ekki. Þannig er t.d. farið bólusetningu gegn rauðum hundum. Bóluefnið er ekki enn orðið nægilega gott til að tryggt sé að ævilangt ónæmi hljótist af bólu- setningu. Þvi er mun heppilegra að stúlkur fái veikina sjálfa, þá eru þær mun öruggari þegar frá líður og barn- eignaskeið hefst. Áður en þar að kemur eru mótefni gegn rauðum hundum mæld hjá öllum stúlkum 12— 13 ára og þær bólusettar, sem litil eða engin mótefni hafa. Fæst þannig mun öruggari vernd en sú sem fæst með því að bólusetja öll börn 1 —2 ára. í Bandaríkjunum er ógerningur að hafa upp á öllum stúlkum á þessum aldri og okkar aðferð því utan þeirra getusviðs. Þess skal þó getið, að stutt er síðan rauðu hunda bólusetning hófst hérlendis, þannig að mikið skort- ir á að konur á barneignaaldri séu nógu vel varðar og eru þær hér með hvattar til að láta mæla sin mótefni strax og grunur leikur á þungun. Hettusóttarbólusetning er ekki framkvæmd hér. Bóluefnið mun fremur lélegt og valda talsverðum Jóia Jamm í verzluninni laugardaginn 16. desemberkl. 15. Messo Forte verða heið- ursgestir verzlunarinnar og kynna: Acoustic magnara, Kramer gítara og Wur- litzerpíanó. Munið á morgun iaugardagki. 15. Hvað er hægt aðgera gegn andfýlu? aukaverkunum, þannig að ekki mun þykja ástæða til að framkvæma al mennar ónæmisaðgerðir gegn þessum fremur vægakvilla. Mænusóttarbólusetning er hérlend- is framkvæmd með dauðri veiru, sem sprautað er I fólk, ekki er notuð lifandi veira, sem oftast er gefin i sykurmola. Það er rétt að lifandi veiran er áhrifa- ríkari vörn en sú dauða. Hins vegar hefur dauða bóluefnið batnað mikið, þannig að varnarmunur er nú sáralit- ill. Þar að auki þekkjast hættulegar aukaverkanir af lifandi veiru, en engar af þeirri dauðu, þannig að ekki hefur þótt réttlætanlegt að breyta kerfi, sem hefur dugað okkur vel i rúm 20 ár. Til greina þykir þó koma að fara að dæmi Dana, sem gefa hvorttveggja, dauða veiru fyrst, en síðar lifandi. Fá þeir þannig mjög góða vörn, en áhöld eru um hversu margar aukaverkanirnar verða. Sigurjón spyn Er eitthvað hægt að gera við mikilli andfýlu? Ég er ekki með skemmdar eða óhreinar tennur og veit heldur ekki til þess að ég sé með einhverja magaveiki? Þetta er mjög hvimleitt og hvað er hægt að gera í málinu? Svan Andfýla getur átt margar orsakir og sannast bezt að segja þekkjum við ekki mikið til þeirra. Stórir, sibólgnir háls- kirtlar geta valdið þessu, en ekki held ég að magakvillar geti átt hér hlut að máli. Ég get engin ákveðin ráð gefið þér, fáðu heimilislækninn þinn til að líta á þig. Skrífið: Heimilislælfnir svarar Dagblaðið Síðumúla 12 Reykjavik eða hringið: Raddir lesenda Sími 27022 Kl. 13—15 virka daga. Sparimarkaður Gosdrykkjamarkaður Á vaxtamarkaður Kjötmarkaður \ OpiðkL 14-18 virkadaga, föstudaga 14—20, laugardaga eins og/eyfter í desember. LAUFÁSVEG117 • REYKJAVÍK SPARIMARKAÐURINN AUSTURVERÍ NEÐRA BÍLASTÆÐI SUNNAN HUSSINS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.