Dagblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978. BIABIB fijálst,áháð dagblað Útgefandc Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulitrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjóman Jó hannes ReykdaL íþróttir Hallur Simonarson. Aðstoðarfréttastjórar Atfli Steinarsson og ómar Valdr marsson. Menningarmói: Aflalsteinn Ingólfsson. Handrit: Ásgrimur Pólsson. Blaflamenn: Arma Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stafénsdóttir, EMn Afcerts- dóttir, Gissur Sigurflsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Hallur HaHsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson. Hönnun: Guðjón H. Pólsson. Ljósmyndn Ari Kristinsson, Ami Póll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörflur Vilhjólmsson, Ragnar Th. Sigurösson, Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: ólafur EyjóHsson. GJaldkeri: Þróinn Þorieifsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. Dretfing- arstjóri: Már E.M. Hattdórsson. Rhstjóm Siðumúia 12. Afgreiðsla, óskriftadoild, auglýsingar og skrifstofur Þverhohi 11. Aðalsimi biaðsins er 27022 (10 Ifnuri. Áskrift 2500 kr. ó mónufli innanlonds. i lausasölu 125 kr. eintakifl. Setning og umbrot: Dagbiaðifl hf. Slflumúla 12. Mynda- og piötugerfl: Hlmir hf. Stflumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skehunni 10. Sullað í verðbólguna Stjórnarsamstarfið virðist munu lifa af sína verstu kreppu, deilurnar um skatta- dæmi fjárlagafrumvarpsins. Hótanir Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra um stjórnarslit hleyptu skrekk í alþýðu- bandalags- og alþýðuflokksmenn. En ýmsu hefur verið fórnað á altari málamiðlunar stjórnar- flokkanna. Sýnt virðist, að einum mikilvægasta þætti fjárlaga- gerðarinnar hafi verið fórnað, stefnunni um að hafa af- gang á fjárlögum næsta árs. Útkoman verður verðbólgu- hvetjandi fjárlög þrátt fyrir yfirlýsingar Tómasar Árna- sonar fjármálaráðherra og alþýðuflokksmanna um hið gagnstæða. Deilan hefur verið hörð. Alþýðubandalags- og alþýðu- flokksmenn sökuðu fjármálaráðherra um harðýðgi og að „klúðra” málinu. Þeir höfðu talið, að sérstök skattanefnd stjórnarflokkanna hefði átt að ganga frá skattaþættinum í fjárlagafrumvarpinu. Til þess hefði hún verið skipuð og nefndarmenn lagt á sig talsvert puð. Fjármálaráðherra dvaldist erlendis, meðan skatta- nefndin vann sitt meginstarf. í tillögum nefndarinnar var meðal annars gert ráð fyrir skatti á skrifstofu- og verzlunarhúsnæði, annað en matvöru- og nýlenduvöru- verzlanir, og skattvísitölunni 151, sem þýddi verulega hækkun á skattleysismörkunum. Nefndin var tilbúin með þessar og aðrar tillögur um síðustu helgi, en þá kom fjármálaráðherra óvænt fram með tillögur um hækkun vörugjalds úr 16 í 20 prósent og mun lægri skattvísitölu og þar með meiri skattlagningu á hina tekjulægstu. Álþýðubandalags- og alþýðuflokksmenn höfðu enn- fremur lagt áherzlu á töluverða lækkun sjúkratrygg- ingargjalda hjá hinum tekjulægstu, en fjármálaráðherra vildi ekki fallast á það. Fjármálaráðherra gaf flokkunum tveimur síðan hálfs annars sólarhrings frest til að ganga að tillögum sínum. Um grundvallarágreining var að ræða, sem vel hefði getað sundrað stjórnarsamstarfinu. Hækkun vörugjalds fer beint inn í verðlagið, og í henni felst því kjararýrnun hjá almennum launþegum. Enn á ný fóru þeir af stað, sem fyrir hvern mun vilja varðveita stjórnarsamstarfið. Þegar fulltrúar Alþýðu- bandalags og Alþýðuflokks fluttu á ríkisstjórnarfundi hverja ræðuna af annarri gegn tillögum fjármálaráð- herra, sleit forsætisráðherra fundinum í fússi og nefndi, að „stutt leið” væri til Bessastaða og stjórnarslita. í þessari stöðu lögðu alþýðubandalagsmenn mest upp úr að varðveita hina sundruðu stjórn og létu nokkrum klukkustundum síðar undan hótunum Ólafs. Alþýðuflokksmenn leituðu á meðan að smugu, til að ágreiningurinn sprengdi ekki stjórnarsamstarfið, og drógu í land með mótmæli við tillögur fjármálaráðherra, óljósum orðum. Því virðist, þegar þetta er skrifað, sem stjórnin muni enn lafa. Vörugjaldið hækki í 18 prósent, skattvísitalan verði 150, skattur verði lagður á skrifstofu- og verzlunar- húsnæði og sjúkratryggingargjald lækkað í 1,5% hjá hinum tekjulægstu. Þetta samsull á að geta bjargað stjórninni, en í öllu baslinu eru að koma út úr dæminu ill fjárlög, sem hella olíu á eld verðbólgunnar. Fyrir landsmenn er þetta þungamiðjan. Ríkisfjármál- in hafa undanfarin ár verið stærsta orsök verðbólgunnar. Þau munu verða það áfram. Stórveldin hafa góðar tekjur af vopnasölunni — Bandaríkin, Sovétríkin, Bretland og Frakkland eru helztu „sölmenn dauðans”, með níu tíundu af vopnasölu til þriðja heimsins Bandaríkin og Sovétríkin eru lang- stærstu vopnaframleiðendur og seljendur til þriðja heimsins i dag. Fulltrúar þessara þjóða sitja um þessar mundir á fundum i Mexico City, höfuðborg Mexico. Þar eru ræddar hugsanlegar leiðir til að takmarka eitthvað á sölu vopna til landa i Asiu, Afríku og Suöur-Ameriku. Kunnugir telja að þessar viðræður hafi gengið allvel. Aftur á móti hefur verið bent á að samkomulagi risaveldanna tveggja, Bandarikjanna og Sovétríkjanna, þurfi alls ekki að fylgja nein trygging fyrir því að vopnasala til rikja í þessum heimsálfum dragist neitt saman. Komi þar til að í hvert sinn sem Bandaríkjamenn eða Sovétmenn séu af einhverjum ástæðum tregir til að selja og afhenda vopn til einhvers ríkis séu vopnasalar frá Bretlandi og Frakklandi óðara komnir að bjóða vöru sína. Ljóst dæmi um þetta er Suður- Ameríka. Raunar munu fulltrúar risaveldanna, sem sitja á fundunum í Mexico City, hafa byrjað að ræða vopnasölu til ríkja þar. Talið er líklegt að tiltölulega auðvelt verði að ná sam- komulagi milii ríkjanna um takmörkun á vopnasölu þangað. Hvorugt risaveldanna hefur neinn sér- stakan áhuga á að efna til neinna óláta i þessum heimshluta. Ráðamenn beggja eru líklegast guðsfegnir á meðan þar er sæmilegur friður. En verið var að ræða um vopna- sölufíkn Breta og Frakka. í dag mun málum þannig háttað að evrópskir vopnaframleiðendur selja sjö tíundu af öllum þeim vopnum sem til Suður- Ameríkulandanna fara. Þeir komust fyrst inn á markaðinn þegar Banda- ríkin reyndu að draga úr vopnasölu þangað um miðjan síðasta áratug. Fram til þess tíma höfðu þeir haft algjöra einokun á vopnasölu til Suður- Ameríku. Þau voru treg til að afhenda ríkisstjórnum Suður-Ameríku- rikjanna hljóðfráar herþotur. Perú var neitað um Northorp F—5A herþotu frá Bandaríkjamönnum, en Frakkar voru þá ekki seinir á sér að bjóða sínar ágætu Mirage-þotur og Perústjórn var fljót til og keypti. Síðan komu önnur riki á eftir, Brasilía Venezuela og 'Argentína. Þykir vopnaframleiðendum í Bandaríkjunum þetta gott dæmi um það að einhliða takmarkanir stjórn- arinnar í Washington tryggi siður en svo takmörkun vígbúnaðar. Telja þeir einnig litlu breyta þó Sovétríkin bætist þar við. Helzti Ijóður á ráði hinna síðast- nefndu í augum ráðamanna í Washing- ton hvað varðar vopnasölu til Suður- og Mið-Amerikuríkjanna er afhending á MIG—23 herþotunum til Kúbu. Hafa þeir nokkrar áhyggjur af að fá jafnfullkomin drápstæki nánast alveg inn á gafl. Þrátt fyrir þessa tregðu Banda- ríkjanna til vopnasölu til afmarkaðra heimshluta, eru þau stærst á því sviði svo sem mörgum öðrum. Er þá átt við vopnasölu til ríkja í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. Bandaríkin hafa 38% af markaðinum en síðan koma Sovét- ?—'«.. ........ Að græða krónuna Psoriasís styrkhæft Á alþingi er nýlega komið fram frumvarp til laga þess' efnis að psoriasis sjúklingar skuli njóta styrks til lækningaferðalaga til sólarlanda. Þingmenn úr öllum stjórnmála- flokkum bera frumvarp þetta fram og má af því ætla að þetta sé eitt þeirra mála sem flestir geta orðið sammála um. Eins og áður hefur verið getið í Dagblaðinu hafa psoriasis sjúklingar orðið að greiða allan kostnað við lækn- ingarferðir úr eigin vasa á sama tima og sjúklingar með margvíslega aðra sjúkdóma hafa notið opinberrar fyrir- greiðslu. Psoriasis sjúklingar hafa sem áður segir ekki notið sambærilegra styrkja, enda hafa lækningarferðir þeirra þá sérstöðu að einungis er um það að ræða að sjúklingurinn þarf að komast í sólböð í sólarlöndum, en slíkt fellur gjarnan undir lúxus hjá almenn- ingi og sjúklingurinn kemur að sjálf- sögðu ekki til baka með reiknmga frá læknum eða sjúkrahúsum. Sár samanburður V. Innan Tryggingaráðs hefur örlað á þeirri hugsun að psoriasis sjúklingar séu ekki sambærilegir ýmsum öðrum hópum sjúklinga sem njóta styrks til utanfarar; þeir hafa þannig verið settir skör lægra og ekki þótt styrkhæfir. Vegna þess að vissra sárinda gætir þegar samanburður er gerður á mögu- leikum ólíkra hópa sjúklinga ti! lækn- inga er vert að það sé athugað að ávallt þegar hagsmunahópar berjast fyrir bættum kjörum, þá er vitnað til sambærilegra hópa sem hafa náð lengra. Þeir sem þykir samanburður- inn sár ættu fremur að vera stoltir yfir því að hafa náð þeim árangri að vera þannig í fararbroddi að aðrir geti bent á þá til fulltingis sínum málum. Tals- mönnum hópa sem skemur eru á veg komnir með réttindamál sin er afar mikils virði að geta vitnað til braut- ryðjenda. Hlutur þingmanna Hinir ágætu þingmenn, sem flytja frumvarpið um stuðning við psoriasis sjúklingana, hafa tekið afstöðu í greinargerð með frumvarpinu um tvennt, sem orkar tvímælis. Annars vegar er að í greinargerð áætla þeir, með hjálp lækna, tölu væntanlegra styrkþega 60 til 70 og hins vegar gera þeir ráð fyrir styrk sem nemi 50 prósent kostnaðar við þriggja vikna dvöl í sólarlöndum. Min skoðun er sú að hvort tveggja sé mjög vanreiknað, jafnvel vanhugs- að. Læknar telja 60 til 70 sjúklinga þurfa utanfarar við og byggja það á tölu þeirra sem fá meðferð á sjúkra- húsi hér á ári. Rök má færa að þvi að tala sjúklinganna sé verulega hærri og einkum þá af þeim ástæðum að sumir sjúklingar leita sér sjálfir lækninga nú þegar með sóiarlandaferðum og svo vegna þess að margir sjúklingar ganga með psoriasis á háu stigi án þess að leita sér lækninga á sjúkrahúsi vegna þess hve lækningin, tjöruböðin, þykir erfið og leið á ýmsan hátt, auk þess sem hún endist oft illa eða stutt. Að græða á sjúklingum Sá þátturinn, „rausnin” sú að rétta sjúklingi 150 þús. kr. um leið og verið er að spara sjúkrahússkostnað að upp- hæð 640 þús. kr. til 1,2 millj. kr., er svo dæmalaus að ástæða er til þess að athuga það nánar. í greinargerð frumvarpsins er bent á að psoriasis sjúklingur þurfi 3 til 5 vikna meðferð á sjúkrahúsi og hver dagur kosti 30 til 35 þús. kr. eða alls Kjallarinn Jóna Jónsdóttir

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.