Dagblaðið - 15.12.1978, Page 40

Dagblaðið - 15.12.1978, Page 40
Frystihúsin greiði opin- ber gjöld og lífeyris- sjóðum með skuldabréf um —þannig fari 75% skuldanna—sveitarsjóðirnir á Suðurnesjum virka sem lánastof nanir fyrir f iskvinnsluna Farið hefur verið fram á við bæjar- og sveitarfélög á Suðurnesjum að þau taki við skuldabréfum til nokkurra ára sem greiðslu á skuldum hraðfrystihúsa á svæðinu. Er þar aðallega um að ræða aðstöðugjöld og fasteignagjöld. Hið sama mun hafa komið til tals varðandi skuldir við lífeyrissjóði. Þetta mun vera ein þeirra hug- mynda sem fram hafa komið um leiðir til að rétta við fjárhag frystihúsanna. Hefur þá verið gert ráð fyrir að 75% af þessum skuldum verði greidd með skuldabréfum. í tollögunum er einnig rætt um að skuldir vegna opinberra gjalda rikissjóðs yrðu meðhöndlaðar á sama hátt. DB er kunnugt um að Keflavíkur- kaupstaður hefur gengizt inn á þessi greiðslukjör. Þar mun vera um að ræða um það bil 90 milljóna inneign hjá frystihúsunum á staðnum en það er ekki fjarri lagi að samsvara öllum aðstöðugjaldstekjum ársins sem er að líða. Sveitar- og bæjarsjóðir munu nú un nokkurt skeið hafa virkað sem nokk urs konar lánasjóðir fyrir fiskvinnslu- fyrirtækin á Suðurnesjum. Veruleg vanskil munu vera alls staðar er þá sama hvar borið er niður, í Grindavík, Njarðvík, Keflavik, Garði, Sandgerði, Höfnum eða Vogum. Alls staðar eru erfiðleikar vegna vanskila fiskvinnslu- fyrirtækja viðsveitarfélögin. Ástandið mun sizt vera verra í Keflavik en ann- ars staðar. Mörg sveitarfélaganníi byggja meira á sjávarútvegi og fisk- vinnslu heldur en þar er gert. Varðandi hugmyndir um greiðslu á opinberum skuldum frystihúsanna á Suðurnesjum með skuldabréfum mun hugmyndin vera sú, að þar sitji öll fyrirtækin við sama borð. Bæði þau sem sérstakar ráðstafanir á að gera með til að tryggja rekstur þeirra og einnig hin sem þá eiga að bíða eða jafnvel aðstoða við að leggja upp laup- ÓG. Fékk 12 metra járnbita inn um rúðuna — iKgsta mildi aó ekki varð störsiys Liklega hcfur ökumanninum á myndinni hér að ofan heldur en ekki brugðið i brún er járnbitar komu fljúgandi í gegnum afturrúðu bilsins og íit um framrúðuna, og mesta mildi var að enginn skyldi vera i farþegasætinu þvi þá hefði væntanlega ekki þurft að spyrja að leikslokum. Atburður þessi átti sér stað á mótum Hofsvallagötu og Hringbrautar í gærmorgun. Dráttarbil méð tengivagni var ekið austur Hringbraut. Er hann snögghemlaði við Ijös- in losnaði hluti af farminum sem var óbundinn. Tveir 12 metra járnbitar fóru inn um afturrúðu bilsins og út um framrúðuna eins og glögglega sést á myndinni. Ekkert slys varð að þessu sinni en Ijóst virðist að ganga þarf tryggilegar frá slikum farmi ef ekki á illa að fara. - GAJ Fjöldauppsagnir hugsanlegar Möguleiki að f lugmenn neiti að f Ijúga DC 8 vélum ef ráðnir verða erlendir f lugmenn 9dagar Jólasveinninn i dag, þegar niu dagar eru til jóla, er Pétur Hjalte- sted, hljómlistarmaður. Jóla- sveinasérfræðingar blaðsins skirðu Pétur „Blaðasniki”. Hvað vill hann svo fá i jólagjöf? „Ég verð liklega að vera nafninu trúr,” svaraði „Blaðasníkir”. „Ég óska mér áskriftar að Dagblað- inu.” DB-mynd Kristján Ingi „Við vorum búnir að veita undan- þágu fyrir erlenda flugmenn i stuttan tíma,” sagði Skúli Guðjónsson formaður félags Loftleiðaflugmanna í morgun. „En stjórn Flugleiða hefur ekki beðið formlega um slika undanþágu og þeir þurfa undanþágu frá okkar stéttarfélagi samkvæmt samningum. Stjórnin hefur aðeins tilkynnt ráðningu erlendu flug- mannanna án þess að tala við okkur. Stundum er það svo að stjórn Flug- leiða virðir félag okkar ekki viðlits. Það gæti þvi farið svo að Loftleiðaflugmenn neituðu að fljúga DC-8 vél Flugleiða ef ráðnir verða erlendir flugmenn. Það er þó vonandi að ekki komi til þess. Flug- þjálfun á DC-10 tekur 6—8 vikur. Eftir áramótin verður aðeins ein DC-8 þota éftir hjá Flugleiðum og á hana þarf um 9 áhafnir. Áhafnir i félagi Loftleiðaflug- manna eru hins vegar 30. Það er því eðlilegt að Félag Loftleiða- flugmanna vilji ekki að flugmenn Flug- félagsins gangi inn í þeirra stöður, meðan þeir eru með sérsamninga við Loftleiðir. Þegar vélum fækkar svona Loftleiðamegin eru starfstækifærin fá og atvinnan i hættu. En það er greinilegt að hinn gamli forstjóri Flugfélags íslands ræðurferðinni. Það er ekki útilokað að gripið vérði til fjöldauppsagna flugmanna Loftleiða. Það hefur gerzt áður í svipuðum tilfell- um. Við fengum t.d. heldur betur að kenna á sameiningunni, er 10 Loftleiða- flugmönnum var sagt upp, en menn ráðnir hjá Flugfélaginu, en Loftleiða- menn þóttu ekki gjaldgengir þar.” Flugleiðaflugmenn funduðu kl. 10 í morgun með forstjórum Flugleiða, en fréttir hafa ekki borizt af þeim fundi. - JH SÍS tekur umboðslaun af niðurgreiðslunum SÍS tekur umboðslaun af niður- greiðslum og útflutningsuppbótum á búvörum en ekki bara söluverðinu. Þetta kom fram í svari Steingríms Her- mannssonar landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Albert Guðmundssyni (S)á Alþingiígær. Albert sagði I ræðu, að þetta væri hneyksli. Með þessu væri SÍS að taka umboðslaun af skattpeningum þjóðar- innar. SÍS hefði fengið stórar upp- hæðir I slíkum aukagreiðslum, sem annars hefðu lækkað verð vörunnar eða hækkað verð til bænda. Hann gagnrýndi þingmenn, sem kölluðu sig fulltrúa bænda en gættu í rauninni hagsmuna „auðhrings”. Albert bað um upplýsingar um, hversu miklar upphæðir væri um að ræða. Nokkrar umræður spunnust. Vil- mundur Gylfason (A) tók meðal ann- ars undir við ræðu Alberts og kallaði þetta furðulegt siðleysi. -HH frfálst, óháð dagblað FÖSTIIDAGUR 15. DES. 1978. Kringlumýrarbraut: Dauðaslys í umferðinni í nótt Sá hörmulegi atburður varð laust eftir miðnætti að 18 ára piltur varð fyrir bifhjóli á Kringlu- mýrarbraut með þeim afleiðingum að hann beið bana. Tildrög slyssins voru þau, að stóru bifhjóli var ekið suður Kringlumýrarbraut og lendir á manni rétt norðan við Sigtún og skammt frá gangbraut. Hlutar sem höfðu brotnað af hjólinu við höggið voru rúma 3 metra norðan gangbrautarinnar. Maðurinn sem varð fyrir hjólinu lá hins vegar um 21 metra sunnan gangbrautarinn- ar þannig að ljóst er að hann hefur kastazt u.þ.b. 24 metra með hjól- inu. Hann var látinn þegar komið var með hann á sjúkrahús. Öku- maður bifhjólsins, sem er 21 árs, lenti á Ijósastaur 35 metra fyrir sunnan gangbrautina og er mikið slasaður. - GAJ „Það er vindur íþeim” —segirÓlafur Jóhannesson „Það er vindur i þeim,” sagði Ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra er.DB bar undir hann fréttir af flokksstjórnarfundi Alþýðu- flokksinis i gær, þar sem samþykkt- ar voru tillögur í efnahagsmálum I 29 liðum með 27 atkvæðum gegn niu og greint er frá á öðrum stað hér í blaðinu. „Ég er ekki hissa á, að einhverjir þeirra hafi verið á móti þessu. Fólk er almennt orðið þreytt á þessum vinnubrögðum þeirra og alþýðu- flokksmenn verða sjálfum sér verstir með þessu áframhaldi,” sagði Ólafur ennfremur. • HP Þjófaráferð ínótt Rannsóknarlögreglunni bárust nokkrar kærur um þjófnað og inn- brot í morgun. Á Öldugötu 54 hafði verið stolið 90 þús. krónum. Einhver gleðskapur hafði verið I húsinu og einhverjir gestanna þakkað fyrir sig með því að hafa á brott með sér fyrrgreinda peninga- upphæð. Þá var segulbandstæki stolið úr bíl við Þórsgötu, brotizt inn i vinnuskúr við Kringlumýrar- braut og einnig var brotizt inn á dagheimili á Hagamel 55. Ekki var vitað hvort einhverju var stolið á tveim siðasttöldu stöðunum.- GAJ

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.