Dagblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 19
ÐAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978. 119 Sjóari á skáldaskóm Asi [ bn: skAloadískúrdin. Ami Elfar myndskraytti. iaurm.Rvik.1S78.200 bb. Áttunda bókin hans Ása i Bæ, Skáldað í skörðin, er nýkomin út — full af skemmtilegum og athyglisverð- um frásögnum úr lífi höfundar og samferðamanna hans. Bókin hefst á kafla um forfeður Ása sem flúðu undan Skaftáreldum 1783, vestur yfir sanda og komust loks til Vestmannaeyja árið 1886, settust að í tómthúsinu Litlabæ niðri i Sandi en þar er Ási fæddur og uppalinn. Höfundur segir síðan frá æsku sinni og uppvexti í eyjum, frá leikjum barn- anna í fjöruborði og fuglabjörgum og út um allar grundir. Frá leikjum sem eru í náinni snertingu við daglegt lif hinna fullorðnu en þó frjálsir enn um sinn. Höfundur leiðir lesanda inn í hrikalega náttúru eyjanna og hafsins sem umlykur þær og tengir mann- lifinu sem drengurinn er sem óðast að uppgötva. 1 þessari paradis er þó ekki allt elsku mamma. Drengirnir skipa sér í flokka og berjast um völdin með trésverðum i likingu fornmanna eða láta hendur skipta. Og svo er náttúran farin að segja til sín. Þeir klifra ofar og spranga glæfralegar þegar stelpurnar horfa á. Forboðnir ávextir í þættinum um aðstoðarkyndarann í bióinu (höfund) er andrúmsloftið mettað af ilmi forboðinna ávaxta: kyndararnir sitja við rauðglóandi kola- ofninn og horfa á stúlkuna sem æfir sig á pianóið: „Hún var í heiðblárri regnkápu með breiðu belti strengdu þétt um mittið svo bossinn nyti sin.” (42) *— og hún gaf þeim piparmyntur úr rauðri öskju. Strákunrm fannst hún vera piparjúnka en samt tóku þeir eftir ögrandi fasi hennar. — Svo á eftir æsispennandi indíánamynd og föngu- leg stúlka í klóm óþokkans. — í þessu umhverfi varð höfundur ástfanginn: „Hár hennar var blásvart og náði henni i mitti, augun brún og stærri en í öðrum stelpum og svo var hún afar fótnett og gaman að sjá hana sippa.” (43). Hún var ein af þeim fáu, sem þorðu að koma inn bakdyramegin, enda þótt hún væri til að byrja með ákaflegafeimin. Eftir fjörmikla leiki æskunnar er „þessi herforingi að velli lagður” (48), Bók menntir :ir hefur fengið beinátu i vinstri fót og er vart hugað lif, þá aðeins 13 ára. Hér kemur nokkurt millispil — örstuttur kafli sem lýsir eins árs baráttu við sjúkdóminn sem átti eftir að fylgja höfundi allt lífið. Hér eru ærin tæki- færi til viðkvæmni en henni bregður ekki fyrir: „Ég fylltist þrjósku, jafnvel baráttugleði; þennan óvin varð að sigra.” (49). Senuþjófur Þá taka við fullorðinsárin. Frásagan beinist nú meira út á við að öðru fólki og atburðum. Þarna er kafli um kynni höfundar af „madame Talíu”, kafli um Árna Valdason (Gölla) þar sem m.a. segir frá leikævintýri þar sem Gölli „stal senunni án þess að vera í leikritinu”; kafli um Árna Johnsen og óleyfilega eggjatöku o.fl. Lungi frásagnanna er um sjóferðir. Þar tekur höfundur þátt í atburðum en gerir formenn sína að aðalper- sónum, lýsir háttum þeirra og skap- ferli af hlýju og kimni. Inn i þessar sjó- ferðasögur fléttast myndir af hafinu i ótal tilbrigðum, lífi fugla, gegnd fiska, strandlengju, miðum, veðurfari og samspili manns og náttúru. Þarna eru lika lýsingar á bátum, verkfærum og vinnuaðferðum, en aldrei þurr upp- talning — heldur fellur þetta eðlilega inn í athafnir mannanna og samtöl þeirra við vinnuna. Höfundi bregst aldrei skopskynið. í frásögn af einum formanninum segir hann: „Frá Kirkjubænum og niður að sjó lá þráðbein girðing og þegar staur- ana bar alla saman saup hann á (te- könnunni), alltaf nákvæmlega á sama stað. Þetta var sem sé Temiðið.” (93). Skáld og furðufuglar 1 kaflanum um Binna í Gröf þykir mér athyglisverður ákafi skipstjóra við veiðarnar, kapp þeirra að innbyrða sem mest og verða aflakóngar. Þetta er hið hreinræktaða viðhorf veiði- mannasamfélagsins. Þetta er það sem við byggjum líf okkar á. Og svo er verið að tala um að við séum tækni- þróuð. — En snilldarskipstjóri var Binni. Ási 1 Bæ. Seinasti hlutinn er helgaður skáld- um og furðufuglum, kannski meðfram af því sem skáldið segir sjálft: „Þegar ég var um tvítugt fékk ég þá vitrun (vel að merkja — Ási skrifaði þessa bók áður en Sjömeistarasagan leit dagsins Ijós) — að mér bæri að skrifa bækur um það merkilega mannlíf sem fram fór í kringum mig.” (143). Höfundur hendir gaman að sjálfum sér við skáldskapariðjuna: „Ég gekk í rjóðrinu með blokk og blýant og reyndi að vera gáfulegur í framan, en hvernig sem ég píndi heilann gerðist fátt tiðinda í þvi búi.” (144). „... og skrifaði annað leikrit... Út á það fékk ég indælis bréf frá frægum leikhús- manni: „Ágæt tilraun, breyta, laga og svo kemur það.” Úr því varð ekki. ... Ég fór á sjóinn og var á honum næstu fimmtán árin.” (145). Ljóslrfandi Já, breyta og laga og svo kemur það ... Þetta hefur nú skáldið áreiðanlega tekið til greina einhvern tímann á lifs- leiðinni því stillinn er átakalaus og lipur og kunnáttumanni sæmandi. Höfundi er einkar lagið að tengja frá- sögn eðlilegum samtölum og gera per- sónur Ijóslifandi i gegnum orðræðuna. Málið er kjarngott, myndauðugt, til- gerðarlaust. Þó er það svo að kaflarnir eru nokkuð misjafnir — höfundur tekur spretti — hægir svo á sér — „skreppur á sjóinn”, birtist aftur með hnitmiðaða frásögn, þar sem engu er of eða van. Sjóaranum úr Vestmannaeyjum hefur tekist hið ótrúlega — að skemmta húsmóður úr Austurbænum með sögum af sjónum. Rannveig G. Ágíistsdóttir-*' Sayokam UNGLINGA- OG BARNABÆKUR HAGPRENTS Elvis Karlsson Kr. 2.250 Sayonara er japanska orðið yfir „vertu sæl”. James A. Michener hefur með hinni hugþekku ástarsögu sinni gert það að tákni þeirrar ástar sem nær út yfir gröf og dauða. Sayonara er vafalaust ein hugþekkasta ástarsaga sem skrifuð hefur verið á síðari árum. Hún lýsir ástum bandarísks hermanns og japanskrar stúlku. Sögusviðið er vafið austurlenzkum ævin- týraljóma og töfrum japanskrar menningar. Því að enginn þekkir konur til hlítar sem ekki hefur kynnzt ástartöfrum japanskra kvenna. Japanska konan er tryggur förunautur, blíður félagi, gjöful og þiggjandi í ástum, yndislegasta kona jarðríkis. Metsölubók um allan heim. Kr. 3.840 Shirley verður flugfreyja ;Kr. 1.440 iBækurnar um flugfreyjuna jShirley Flight eru bækur um kjarkmikla og fríska stúlku sem hefur það mark- mið að rækja hið ævintýra- ríka starf sitt af hendi af festu og öryggi. Benni í Indó-Kína Kr. 1.440 Þetta er ósvikin Benna-bók og kærkomin gjöf hverjum 'dreng sem unnir spennandi frásögnum af hraustum og djörfum piltum sem láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna í sínu hættulega og ævin- týraríka starfi. Benni í Indó- |Kína er óskabók alira ís- lenzkra drengja. Ég læri betur að hugsa af bókum þínum, skrifar korn- ungur lesandi höfundinum Mariu Gripe og öðrum finnst að fullorðnir ættu einnig að lesa bækurnar hennar til að skilja hvernig börn hugsa. Kannski geta bæði börn og fullorðnir „lært betur að hugsa” af bókinni um Elvis Karlsson — eða að minnsta kosti að hugsa eins og Elvis Karlsson. Kr. 1.260 Þessi bók er fyrsta bókin í bókaflokki um drengi er unna knattspyrnunni. Lýsir vel áhuga brezkra drengja fyrir atvinnumennsku í knattspyrnu. Flestir íslenzkir drengir fylgjast með brezku knattspyrnunni af lífi og sál. Þessar bækur eru þvi kærkomnar fyrir þá. Keppnisferða- lagið Kr. 1.200 Keppnisferðalagið er bók um drengi er unna knatt- spyrnu framar öllu. Allir drengir sem áhuga hafa á knattspyrnu sjá sjálfa sig í þeim ungu knattspyrnu- mönnum er hér fjallar um.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.